Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Hjallakirkja
Safnaðarstarf
Fræðslukvöld í
Hjallakirkju -
Trú og siðfræði
í Reykjvíkurprófastsdæmi eystra
hafa verið flutt fræðsluerindi und-
anfarin ár í kirkjum prófastsdæmis-
ins um ýmis mál er snerta trú og
siðferði. í nóvembermánuði verður
flutt fyrlestraröð er ber yfirskrift-
ina Siðfræði í nútímanum.
Fyrsti íyrirlesturinn í þessari röð
verður fluttur í Hjallakirkju í Kópa-
vogi í kvöld kl. 20.30. Dr. Sigurjón
Arni Eyjólfsson héraðsprestur flyt-
ur erindi er nefnist Trú og Siðfræði.
Þar fjallar Sigurjón um spurning-
una „Hvers krefst Guð af mannin-
um?“ Að erindinum loknu gefst tóm
til umræðna yfír kaffibolla. Þátt-
taka er ókeypis.
Áskirkja. Öpið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-17. Biblíulestur kl.
20.30 í safnaðarheimili Áskirkju.
Sóknarprestur kynnir og fræðir
um spámennina í Gamla testament-
inu.
Bústaðakirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun, altaris-
ganga. Léttur málsverður í safnað-
arheimili eftir stundina. Æskulýðs-
félagið Örk (yngri deild) kl. 20.
Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17.1 auga stormsins, kyrrð,
íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla.
Kl. 19.30 innri íhugun, kl. 20.15
fræðsla, kl. 21 Taize-messa.
Langholtskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra yngri barna kl. 10-12. Söng-
stund kl. 11.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Orgeltónlist frá kl. 12.
Organisti Gunnar Gunnarsson.
Léttur málsverður að stundinni lok-
inni. Samvera eldri borgara kl. 14 í
safnaðarheimilinu.
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Fræðslustundir fyrir almenning í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
eru 1 Hjallakirkju á fímmtudögum
kl. 20.30 í nóvember. Erindið 5. nóv-
ember flytur dr. Sigurjón Ámi Eyj-
ólfsson og fjallar um trú og siðfræði,
„Hvers krefst guð af manninum?".
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á föstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Mömmumorgnar
kl. 10-12. Leikfimi aldraðra kl.
11.20. Bæna- og kyrrðarstund kl.
18. Bænarefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar, einnig
má setja bænarefni í bænakassa í
anddyri kirkjunnar.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-
12 ára kl. 16.
Grafarvogskirkja. Mömmumorgnar
kl. 10-12. Dagskráin í vetur verður
fjölbreytt og boðið verður upp á
áhugaverða fyrirlestra og skemmti-
legar samverustundir. Kyrrðar-
stundir í hádegi kl. 12. Fyrirbænir og
altarisganga, léttur hádegisverður.
Æskulýðsfélagið 10. bekkm- kl. 20-22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar.
Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Starf eldri borgara
í dag kl. 14-16 í safnaðarheimilinu
Borgum. Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má
koma til prests eða kirkjuvarðar.
Fríkirkjan í Hafnarílrði. Opið hús
fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6.
Æskulýðsfundur kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja.
Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar-
höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-
18.30 í Vonarhöfn.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára
börn kl. 17-18.30.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 lof-
gjörðarsamkoma.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
11 helgistund í Hraunbúðum. Öllum
opin. Kl. 17 TTT, kirkjustarf 10-12
ára barna. Kl. 20.30 opið hús fyrir
unglinga í KFUM og K húsinu.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl.
16-18. Starfsfólk verður á sama
tíma í Kirkjulundi. Fermingarund-
irbúningur kl. 14.30-15.55 í Kirkju-
lundi. Kyrrðar- og fræðslustund í
kirkjunni kl. 17.30. Umsjón: Sr. Sig-
fús Baldvin Ingvason.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
VELVAKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Fyrirspurn til
heilbrigðisráð-
herra
BEINBROT af völdum
beinþynningar er mjög al-
gengt og alvarlegt vanda-
mál eldra fólþs, sérstak-
lega kvenna. Ég hef heyrt
að komið sér á markaðinn
lyf sem geta sgornað við
beinþynningu. Á Borgar-
spítalanum er hægt að fá
beinþéttnimælingu. Það
kostar 4 þús. krónur og
greiða tryggingarnar ekki
neitt í því. Hver eru út-
gjöld ríkisins á ári vegna
beinbrota af völdum bein-
þynningar sem hefði mátt
koma í veg fyrir með svona
beinþéttnimælingu? Og
hver er hugsunin á bak við
það að þetta sé einhver
óþarfa lúxus að reyna að
koma í veg fyrir þetta
vandamál?
Guðrún
Jóhannsdóttir.
Þ vottabj örninn
ÉG verð að fá að tjá mig
með nokkrum orðum um
þvottabjörninn sem var
búinn að lifa þá hörmung
af að vera lokaður í gámi í
1 mánuð frá Kanada. Sú
meðferð sem dýrið fékk er
okkur til skammar, eins og
alltaf ef dýr á í hlut. Þetta
var svangt og hrætt dýr
sem talaði með augunum.
Það fyrsta sem hefði átt að
gera var að kalla á dýra-
lækni sem hefði getað
skotið deyfilyfi í dýrið, sett
það í búr og gefið því að
drekka og éta, svo einfalt
hefði það verið og senda
það aftur til sinna heim-
kynna.
Það sem yfirdýralæknir-
inn lét út úr sér í sjónvarp-
inu var til skammar. Ef
dýr bítur er þetta allt ann-
að mál, þá er maðurinn
sprautaður. Hvað kallast
það annað en sóttkví þegar
dýr er lokað eitt í gámi í
heilan mánuð. Að kalla á
lögreglu til að skjóta dýrið
var ekki til sóma. Ef þetta
hefði verið eitthvert
vandamál, sem það var
ekki, þá hefði verið mann-
úðlegra að svæfa dýrið.
Eins finnst mér að Dýra-
verndunarfélag Reykjavík-
ur og Dýraverndunarsam-
band Islands mættu vera
vakandi og starfandi líka,
en ekki vera varasímsvari
eða fax.
Dýravinur,
kt. 111043-2139.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
GLERAUGU, sporöskju-
löguð með bninyrjóttum
spöngum, týndust í Þórs-
höll við Nóatún, eða á leið-
inni niður Brautarholt upp
í Stórholt sl. laugardags-
kvöld. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 562 5437,
Emma.
Dýrahald
Grænn páfagaukur
týndist í Hafnarfirði
GRÆNN páfagaukur
flaug út um glugga í Set-
bergslandi sl. sunnudag.
Þeir sem hafa orðið hans
varir hafi samband í síma
565 0848.
Svargrá
læða týndist
SVARGRÁ læða týndist
þriðjudaginn 27. október
frá Háteigsvegi. Hún er
ómerkt en þekkist á þvi að
í hana vantar eina tönn.
Þeh sem hafa orðið henn-
ar varir hafi samband í
slma 562 7435.
Hamstrabúr óskast
ÓSKA eftir gefins
hamstrabúri, helst 2ja
hæða, gylltu. Upplýsingar
í síma 698 0072.
Morgunblaðið /Kristinn
VIÐ LÆKINN f HAFNARFIRÐI
Ráðstefna á vegum VFÍ og TFÍ
Virkjanir og umhverfi
föstudaginn 6. nóvember kl. 13 -17 á Grand Hótel
Ráðstefnustjóri verður Þorkell Helgason, orkumálastjóri
Fjallað verður um vatnsaflsvirkjanir og umhverfismál í víðu
samhengi og koma fyrirlesarar meðal annars frá stjórnsýslu,
Náttúruvemd ríkisins, Ferðamálaráði, Landsvirkjun, Samtökum
sveitarfélaga á Austurlandi og fleiri hagsmunaaðilum.
Ráðstefnan er öllum opin.
Ráðstefnugjald er kr. 5.000.
Skráning fer fram á skrifstofu VFÍ og TFÍ í síma 568 8505
Víkverji skrifar...
NÝ KYNSLÓÐ Pólverja er
greinilega áhugasöm um
allt sem lýtur að vestrænni
samvinnu. Skrifari dvaldi nýlega í
nokkra daga í Póllandi og af sam-
tölum við ungt fólk þar í landi fór
ekki á milli mála að Atlantshafs-
bandalagið og Evrópusambandið
voru þessu fólki ofarlega í huga.
Margir höfðu áhuga á að mennta
sig og komast til góðra starfa í
Þýskalandi eða annars staðar í V-
Evrópu. Þetta fólk var sér meðvit-
að um að aukin menntun, tölvu-
notkun og tungumálaþekking gátu
verið lykillinn að betri framtíð fyr-
ir þau og þjóð þeirra. Eldra fólkið
virtist hugsa öðru vísi og margir
hverjir einhvern veginn fast í ráð-
stjóm og liðnu skipulagi.
Þó nóg virðist vera af mat og
vöruúrval sé talsvert í verslunum
þá er gæðunum greinilega misjafn-
lega skipt. Farartæki fólks voru
gott dæmi um þetta, annars vegar
þreyttir austur-evrópskir vagnar
verulega komnir til ára sinna og
hins vegar dýrustu kerrur Vestur-
Evrópu. Áberandi var hversu al-
gengt var að vegir og íþróttamann-
virki væru úr sér gengin og illa við
haldið.
Það sem helst stendur þó eftir úr
stuttri heimsókn er unga fólkið og
viðhorf þess og hversu jákvæðir og
gestrisnir Pólverjar virtust al-
mennt vera.
xxx
ENN FÆR Morgunblaðið
ábendingar vegna vinnubragða
Ríkisútvarpsins vegna óski'áðra
sjónvarpstækja. Á þriðjudag hafði
lesandi samband við blaðið og
sagðist vægast sagt orðinn þreytt-
ur á ágangi og viðmóti fólks sem
gengi þessara erinda RUV. Sagðist
lesandinn hafa lent í því fjórum
sinnum á síðustu 2-3 árum að barið
hefði verið að dyrum og á ferðinni
hefði verið fólk að grennslast fyrir
um hvort ekki væri sjónvarp á
heimilinu.
Þegar svarið hefði verið neikvætt
hefðu húsráðendur mátt hlusta á
stóryrði aðkomumanna. Ekki vildi
fólkið sitja undir slíku og gat heldur
ekki liðið hótanir og orðbragðið sem
notað var. Því var ákveðið að kvarta
við innheimtudeildina. Þar tók ekki
betra við og sagðist lesandinn velta
því fyrir sér hvort sama fólkið hefði
verið við eftirlitsstörfin og síðan tek-
ið við kvörtunum á skrifstofunni. Ef
þær vangaveltur hefðu við rök að
styðjast sagðist lesandinn ekki sjá
annað en um brot á góðri stjórn-
sýslu væri að ræða.
Að auki sagðist lesandinn oftar
en einu sinni hafa fengið reikninga
frá stofnuninni þó ekkert væri
sjónvarpið á heimilinu.