Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 71
■ AKUREYRIÁ laugardagskvöld
leikur hljómsveitin Reggae on Ice í
samvinnu við Bylgjuna/Frostrásina
en þetta er í síðasta sinn sem hljóm-
sveitin leikur á Akureyri því hún er
að fara í frí í allan vetur.
■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fímmtu-
dagskvöld kl. 22 verða tónleikar með
Magga Eiríks og KK. Miðaverð
1.000 kr. Á fóstudags- og laugar-
dagskvöld leikur hljómsveitin
Mávarnir en þetta eru fimm gamal-
reyndir tónlistarmenn úr hljómsveit-
um eins og Pops, Ævintýiú og Bend-
ix. Miðaverð 600 kr.
■ ÁSGARÐUR Almennur dansleik-
ur verður föstudagskvöld kl. 21-2.
Hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur
leikur fyrir dansi. Dansleikur verður
sunnudagskvöld kl. 20-23.30. Capri-
tríó leikur fyrir dansi. Ailir vel-
komnir.
■ ASTRÓ Á fimmtudagskvöld verð-
ur haldið Monó-kvöld þar sem Rad-
íusbræðurnir þeir Steinn Ármann
og Davíð Þór troða upp. Kynnir er
Sveinn Waage. Á fóstudagskvöldið
nk. munu hefjast svokölluð R&B-
kvöld á Astró á vegum FM957 og
Cai-lsberg Þá mun tónlistarstefna
hússins verða bundin við rhythm &
blues tónlist fyiTÍ part kvöldsins. I
tilefni fyrsta kvöldins ætlar verslun-
in Blues Kringlunni að vera með
uppákomu á svæðinu. Boðið verður
uppá Carlsberg bjór milli kl. 23-24.
Ymislegt annað verður á boðstóln-
um og þeir sem vilja fylgjast með
geta fylgst með á FM957. Kvöldin
verða haldin öll föstudagskvöld í
növember og verða 100 miða gefnir
fyrir hvert kvöld á FM957. Glænýr
TEX MEX matseðill hefur verið
tekin í notkun á Astró.
■ BREIÐFIRÐINGABÚÐ Á laugar-
dagskvöld heldur áfram samtarf átt-
hagafélaganna og verður haldinn
réttardansleikur og sláturhúsball að
hætti heimabyggðanna í Önundar-
firði og Rangárvallasýslu. Hljóm-
sveitin Upplyfting leikur fyrir dansi.
■ BROADWAY Á föstudagskvöld
verður framhaldið söngskemmtun-
inni ABBA. Að lokinni sýningu verð-
ur lokadansleikur Greifaima en þeir
munu ekki koma saman aftm’ fyrr
en á nýrri öld. Á laugardagskvöld
verður einkasamkvæmi og þvi lokað
til miðnættis. Eftir það er almennur
dansleikur með Milljónmæringunum
í aðalsal og í Ásbyrgi leika Lúdó og
Stefán.
■ CAFÉ AMSTERDAM Á föstu-
dags- og laugardagskvöld mun Dj.
Birdy leika en hann er betur þekkt-
ur sem Diskófuglinn á útvarpsstöð-
inni Mono.
■ CAFÉ KEFLAVÍK Á fimmtu-
dagskvöld leikur Mæðusöngsveit
Reykjavíkur órafmagnað en á fóstu-
dagskvöld er diskótek. Á laugar-
dagskvöld leikur Mæðusveitin aftur
og rifjar upp gömlu Creedance Cl-
arwater Revival lögin.
■ CAFÉ ROMANCE Píanóleikarinn
og söngvarinn Liz Gamrnon
skemmtir gestum næstu vikurnar.
Jafnframt mun Liz spila fyrir mat-
argesti Café Óperu fram eftir
kvöldi.
■ CATALÍNA Hamraborg 11 Dú-
ettinn Jukebox sem skipaður er
þeim Antoni Kröyer og Elínu Heklu
leikur og syngur föstudags- og laug-
ardagskvöld.
■ DUGGAN Þorlákshöfn Á laugar-
dagskvöld leikur Sigfús E. Arnþórs-
son, píanóleikari.
■ FJÖRUKRÁIN Fjaran: Jón Moll-
er leikur rómantíska píanótónlist
fyrh- matargesti. Fjörugarðurinn:
Víkingaveislur eru föstudags- og
laugardagskvöld þar sem Víkinga-
sveitin leikur og syngur fyrir veislu-
gesti. Um helgina leikur dúettinn
KOS.
■ FÓGETINN Á fimmtudagkvöld
leikur Rúnar Þór ásamt Jóni Ólafs-
syni bassaleikai-a en Rúnar er nú
farinn af stað aftur á svokallað
„pöbbarölt" eftir um 10 ára hlé. Á
föstudagskvöld leikur Blái fiðring-
urinn og einnig á laugardagskvöld
en þá syngur með þeim Pétur Krist-
jánsson.
■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu-
dagskvöld leikur hljómsveitin Á
móti sól og á föstudags- og laugar-
dagskvöld tekur við gleðihljómsveit-
in Irafár.
■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunn-
ar Páll leikur og syngur dægurlaga-
perlur fyi'ir gesti hótelsins fimmtu-
FÓLK í FRÉTTUM
Árnasyni leikara og píanóleikaran-
um Kjartani Valdimarssyni verður
um helgina. Uppselt laugardag.
Dansað til kl. 3. Opið alla daga frá
kl. 18 fyrir matargesti.
■ NAUSTKJALLARINN Línudans
verður öll fimmtudagskvöld kl. 21 á
vegum Kántrýklúbbsins. Miðaverð
er 500 kr. Plötusnúðurinn Skugga-
Baldur leikur. Dansað til kl. 3.
Reykjavíkurstofa er opin frá kl. 18
alla daga vikunnai'.
■ NÆTURGALINN Á fimmtudags-
kvöld, Kántrýkvöld með Viðari
Jónssyni fr-á kl. 21. Á föstudags- og
laugardagskvöld leikm- Hljómsveit
Friðjóns Jóhannssonar frá Egils-
stöðum. Á sunnudagskvöldum leikur
Hljómsveit Hjördísar Geirs nýju og
gömlu dansana frá kl. 21.
■ PÉTURS-PÖBB sem áður hét
Feiti dvergurinn hefur fengið nýjan
eiganda. Nokkrar breytingar hafa
orðið á staðnum og verður m.a. seld-
ur matur í samvinnu við Eikaborg-
ara og einnig hefur verið sett upp
breiðtjald fyrir beinar útsendingar.
Stór er seldur á 350 og lítill á 250. Á
fóstudagskvöld leikur Sævar Karls-
son og á laugardagskvöld taka þeir
Arnar og Þórir við.
■ RAUÐA LJÓNIÐ Á föstudags- og
laugardagskvöld leikur Rúnar Þór.
■ SJALLINN ÍSAFIRÐI Hljóm-
sveitin Sóldögg leikur fóstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitin vai-
að senda frá sér nýja breiðskífu.
■ SKOTHÚSIÐ Keflavík Á fimmtu-
dagksvöld skemmta Tvíhöfðarnii’
Jón Gnarr og Siguijón Kjartansson
og hefja þeir leik kl. 22.30. Við tekur
síðan Sverrir Stormsker sem leikur
til kl. 1. Á fóstudagskvöld verður Dj.-
kvöld þar sem plötusnúðarnir Grét-
ar og Tommi af Kaffi Thomsen í
Reykjavík leika. Húsið opnað kl. 22.
Miðaverð 1.000 kr. og innifalið er öl
og skot. Forsala er á Café Iðnó í
Keflavík. Sætaferðh' frá Kjarvals-
stöðum kl. 22. Á laugardagskvöld sér
Dj. Siggi um danstónlistina.
■ SPOTLIGHT Gay Club, Hverfis-
götu 10 Opið fimmtudag kl. 22-1 og
fóstudags- og laugardagskvöld 22-3.
Dj. Þórir sér um stuðið. Munið þema
helgai'innar.
■ VÍKURBÆR Bolungarvík Hljóm-
sveitin Sixties leikur laugardags-
kvöld. Sætaferðh’ frá Isafirði. Verð
með sætaferðum 2.000 kr.
■ VÍKURRÖST Dalvik Hljómsveit-
in Blístrandi Æðakollur leika fóstu-
dagskvöld.
■ TILKYNNINGAR í skemmtana-
rammann þurfa að berast í síðasta
lagi á þriðjudögum. Skila skal til-
kynningum til Kolbrúnar í bréfsíma
569 1181 eða á netfang frett@mbl.is
Frá A til O
TÓNLEIKARÖÐIN 18/28
er að fara af stað í Kaffi-
leikhúsinu á fimmtudags-
kvöld en henni er ætlað að
mæta þeirri vöntun sem
verið hefur á tónleikahús-
næði fyrir ungar hljóm-
sveitir í miðbænum. Hug-
myndin að tónleikaröðinni
kviknaði í sumar þegai’
Magga Stína hélt Örtónleika
í tilefni af útkomu smáskíf-
uimar Naturally í Kaffileik-
húshiu. Hún ríður nú á vaðið
og nýtur aðstoðar polka-
sveitarhmar Hringja.
dags-, fóstudags- og laugardags-
kvöld frá kl. 19-23. Allh’ velkomnh’.
■ GULLÖLDIN Hinir einu sönnu
Svensen & Hallfunkel leika föstu-
dags- og laugardagskvöld. Á sunnu-
dagskvöld verður djasskvöld þar
sem Kvartett Þorsteins Eiríkssonar
(Steina Krúbu) leikur frá kl. 21.30.
Kvartettinn skipa auk Þorsteins þeir
Sveinbjörn Jakobsson, gítar, Sigur-
jón Árni Eyjólfsson, saxafón, og Jón
Þorsteinsson á bassa. Aðgangur
ókeypis. Stór á 350 kr.
■ HITT HÚSIÐ Á síðdegistónleik-
um fóstudag kl. 17 kemur Magga
Stína fram ásamt hljómsveit hennar
Bikarmeisturunum en Magga Stína
gaf nýlega út plötuna An Album.
■ ÍSLENSKA ÓPERAN Hljóm-
sveitin Nýdönsk heldur útgáfutón-
leika sína fimmtudagskvöld þar sem
hún kynnir nýútkominn geisladisk
sinn, Húsmæðragarðurinn. Áður en
hljómsveitin hefur leik sinn kemur
fram Ragnar Sólberg ásamt hljóm-
sveit en hann er aðeins 11 ára gam-
all og hefur nýverið sent frá sér sinn
fyrsta geisladisk. Einnig bh’tast á
fjölunum efth’ langt hlé þeir Halli og
Laddi og fara með gamanmál. Her-
legheitin hefjast kl. 20.30 og er mið-
averð 1.500 kr. Bylgjan verður með
beina útsendingu frá tónleikunum.
■ KAFFILEIKHÚSIÐ A fimmtu-
dagskvöld fer af stað tónleikaröðin
18/28 og er það Magga Stína í sam-
vinnu við polkahljómsveitina Hringi
sem byrjar hana. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 21. Á tónleikunum verður
svokölluð blá sunnudagsstemmning
sem ræður ríkjum en Magga Stína
og Hringir munu flytja lög sem voru
vinsæl áratugina 1960 og 1970, m.a.
lög sem Nancy Sinatra, Lulu,
Lemon Pipers o.fl. gerðu vinsæl.
■ KAFFI KNUDSEN Stykkishólmi
Hljómsveitin Sixties leikur föstu-
dagskvöld.
■ KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveit-
in Stuðbandalagið leikur fimmtu-
dags-, fóstudags- og laugardags-
kvöld. Hljómsveitina skipa Guðjón
Guðmundsson, Bragi Björnsson,
Indriði Jósafatsson, Pjetur Pjeturs-
son og Ásgeir Hólm. Á sunnudags-
kvöld leika Hálfköflóttir og á þriðju-
dags- og miðvikudagskvöld leika þau
Rut Reginalds og Birgir Birgis.
■ KRINGLUKRÁIN í aðalsal
fimmtudags-, fóstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld leikur
hljómsveitin I hvítum sokkum. í
Leikstofumii fóstudags- og laugar-
dagskvöld leikur Ómar Diðriksson.
■ KRISTJÁN IX. Grundarfirði Á
laugardagskvöld leikur hljómsveitin
Blístrandi æðakollur á villibráða-
kvöldi.
■ LEIKHÚSKJALLARINN Á
fimmtudagskvöld verður Spor með
útgáfutónleika. Á föstudags- og laug-
ardagskvöld leikm- svo Stjtírnin fyi-h’
dansi með Siggu Beinteins og Grétari
Örvarssyni í fararbroddi. Á mánu-
dagskvöld verða tónleikar með Magn-
úsi Eiríks og KK á vegum Lista-
klúbbs Leikhúskjallarans. Tónleik-
arnh’ hefjast kl. 20.30. Allir velkomn-
ir.
■ LOFTKASTALINN Hljómsveitin
Lhooq heldur síðbúna útgáfutónleika
fimmtudagskvöld en fyrsti hljómdisk-
ui’ hljómsveitarinnar kom út í ágúst í
Englandi og á Islandi. Þetta eru
fyrstu tónleikar Lhooq á Islandi síðan
David Bowie valdi hljómsveitina til að
hita upp fyrir sig í Laugardalshöllinni
1996 en þá var hljómsveitin aðeins
nokkurra mánuða gömul. Hljómsveit-
ina skipa: Sara Guðmundsdóttir, Jó-
haim Jóhamisson og Pétur Hall-
grímsson. Þeim til aðstoðai’ eni
Guðni Finnsson, bassaleikari, og Am-
ar Geir Ómai’sson. Strokkvartetthm
Anima leikur á undan hljómsveitinni.
Tónleikamh’ hefiast kl. 22 og kostar
miðinn 1.000 kr.
■ NAUSTIÐ Gleðistund með Erni
I kvöld
tiskusýning
Stuð-
banda-
lagið
dansi
Stuð - stuð - stuð
Dansleikur með
Stuðbandalaginu
Stuðdansleikur
Stuðbandalaglð
Hálf koflótt
Ruth Reginalds
og Birgir
Birgisson
Ruth Reginalds
og Birgir
Birgisson
Hljómsveitin
Sixties
MISSTU EKKI AF
STUÐKVÖLDUM Á
KAFFI Reykjavík
HEITASTI
STAÐURINN
í BÆNUM