Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 8/11 -14/11
►MIKILL skortur er á vist
fyrir börn hjá dagmæðrum
í vesturbæ Reykjavíkur og
miðbænum. Ástandið er
betra í úthverfum borgar-
innar. Þensla á vinnumark-
aði hefur áhrif á framboð á
vistun hjá dagmæðrum og
því bjóðast færri dagmæður
tii starfa núna, að því er
Bergur Felixson, fram-
kvæmdastjóri Dagvistar
barna, segir.
Öflug’ur jarðskjálfti
á Suðurlandi
ÖFLUGUR jarðskjálfti, 5 á Riehter,
reið yíir Suðurland á fóstudagsmorgun.
Skjálftinn átti upptök sín suður af
Skálafelli. Eftirskjálfti, 4,3 á Richter
fylgdi í kjölfarið og síðan komu allmarg-
ir eftirskjálftar á bilinu 3,5-4 á Richter.
Harðastur var skjálftinn í Hveragerði
og Ölfusi, en ekkert teljanlegt tjón vai-ð
af völdum hans þótt fólki hafí víða
brugðið mjög.
Meinatæknar ná
samkomulagi
►ÓLAFUR Ragnar Gríms-
son forseti Islands hitti Jó-
hannes Pál páfa II. á mánu-
dag í Vatíkaninu. Ræddu
þeir m.a. samvinnu Vatík-
ansins og íslendinga vegna
þúsund ára afmælis kristni-
tökunnar árið 2000. Fund-
urinn með páfa markaði lok
opinberrar heimsóknar for-
setans til Ítalíu.
►DAVÍÐ Oddsson forsætis-
ráðherra fór í óopinbera
heimsókn til Þýskalands á
fimmtudag, þar sem hann
hitti Gerard Shcröder
kanslara Þýskalands og
fleiri valdamenn. Davíð
sagði að loknum fuudi með
Schröder, að hann teldi ís-
lendinga eiga góða banda-
menn í hinum nýju valdhöf-
um Þýskalands, sem sýndu
íslenskum sjónarmiðum
mikinn skilning.
►FARÞEGAÞOTU flugfé-
lagsins Atlanta með 234
farþega innanborðs var
neitað um Iendingarleyfi í
Rússlandi og Kína á mið-
vikudag. Ástæðan var sú að
ekki var sótt um lendingar-
leyfi nógu snemma í Kina
og þegar fréttin barst til
Rússlands drógu Rússar
sjálfkrafa leyfið til baka án
skýringa.
SAMKOMULAG náðist á fóstudags-
kvöld milli meinatækna, sem sögðu upp
störfum á rannsóknarstofu Landspítal-
ans í blóðmeina- og meinefnafræði, og
stjómar spítalans. Meinatæknunum
voru öllum tryggð störf áfram þrátt fyr-
ir hugsanlegar breytingar á rekstrar-
formi rannsóknarstofunnar, en fengu
ekki viðurkennd biðlaunaréttindi, sem
voru erfiðasta atriði deilunnar á síðustu
dögum.
Viðunandi lausn innan
skaplegra tímamarka
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, segir að hann vonist til þess
að viðunandi lausn finnist á deilunni um
auðlindagjald innan skaplegra tima-
marka. Hann sagði á aðalfundi Lands-
sambands smábátaeigenda að á sama
hátt og og útgerðir eigi heimtingu á að
jafnræðissjónarmiða sé gætt um gjald-
töku af rétti til nýtingar fiskistofna ann-
ars vegar og nýtingar orkulinda og ann-
arra auðlinda hins vegar, þá ættu út-
gerðarmenn erfitt með að mótmæla
sérstaklega niðurstöðu sem fullt tillit
tæki til slíkra jafnræðissjónarmiða.
4% vildu kaupa FBA
ALLS óskuðu 10.734 aðilar eftir að
kaupa hlutabréf í Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins, FBA, fyrir um 19 millj-
arða króna. Seldur var 49% eignarhlut-
ur ríkisins í bankanum og óskuðu þeir
10.734 sem skráðu sig fyrir hlut, eftir að
kaupa samtals um 13,5 milljarða króna
að nafnverði á genginu 1,4. Söluverðið
nemur því 18,9 milljörðum króna.
Stefnir óðfluga
í stríðsátök
SPENNA magnast nú dag frá degi í
deilu Iraka við umheiminn vegna vopna-
eftirlits Sameinuðu þjóðanna en Irakar
slitu samstarfi við vopnaeftirlitsnefnd-
ina, UNSCOM, í síðasta mánuði og
neita að endurskoða þá ákvörðun sína.
Bandan'kjamenn hafa nú tekið að auka
herlið sitt í Persaflóanum í undh’búningi
fyrir loftárásir á Bagdad sem sagt er að
geti átt sér stað innan tveggja vikna.
Flestum starfsmönnum SÞ hefur verið
sagt að yfirgefa Irak og einnig hafa
Bandaríkjamenn heimilað þeim sendi-
ráðsstarfsmönnum sínum, sem ekki
vinna bráðnauðsynleg störf, að yfirgefa
bæði Kúveit og ísrael. Búa íbúar ísraels
sig nú undir hið versta og tryggja sér
gasgrímur, en líklegt hefur verið talið
að Irakar muni svara árásum á land sitt
með eiturefnaárásum á ísrael.
Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra
íraks, var harðorður í máli á frétta-
mannafundi á fimmtudag og kenndi
Bandaríkjunum um hvemig komið er en
fulltrúar Bandaríkjastjómar svömðu
því til að írökum myndi ekki takast að
koma sökinni á þá, bentu þeir t.d. á þá
yfirlýsingu átta arabaríkja að írakar
bæru einir ábyrgð á hinni ófriðlegu
stöðu sem komin er upp.
►GERHARD Schröder, nýr
kanslari Þýskalands, flutti
stefnuræðu stjómar sinuar á
þriðjudag og sagði þar að
hann vildi að Þýskaland yrði
„nýtt lýðveldi miðjunnar".
Skar Schröder einnig upp
herör gegn atvinnuleysi sem
er umtalsvert í Þýskalandi.
Á fimmtudag kom síðan upp
orðrómur um að Oskar
Lafontaine, sem nýtekinn er
við fjármálaráðherrastóln-
um, yrði næsti forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins. Hefur þýska
stjórnin nú borið það til
baka.
►DALAI Lama, trúarleið-
togi Tíbeta, hitti Bill Clinton
Bandarílgaforseta á mið-
vikudag i Bandarikjunum en
þar er Lama á ferðalagi.
Höfðu Kínverjar áður ráðið
Clinton frá því að eiga fúnd
með Dalai Lama, sem þeir
segja ala á sundmngu milli
Tíbetbúa og Kínveija.
Enn áhyggjur af
heilsu Jeltsíns
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kom
til starfa í Kreml á fimmtudag eftir
tveggja vikna hvíld vegna þess sem að-
stoðarmenn hans kalla of háan blóð-
þrýsting og ofþreytu. Átti Jeltsín fund
með Keizo Obuchi, forsætisráðherra
Japans, en þótti grár og gugginn og
sagði einn japönsku sendimannanna að
Jeltsín hefði hreyft sig og talað eins og
„vélmenni" og að Jeltsín virtist vera á
sterkum lyfjum. Treysti Jeltsín sér ekki
til að sækja kvöldverðarboð með Obuchi
þá um kvöldið en Kremlarmenn sögðu
það ekkert hafa með heilsu hans að
gera, „forsetanum h'ður ágætlega".
►NICK Brown, landbúnað-
arráðherra Bretlands,
neyddist til að viðurkenna
samkynhneigð sína sfðastlið-
inn sunnudag eftir að fyrr-
verandi elskhugi hans hafði
reynt að seija dagblaði sögu
sína. Gaus upp mikil um-
ræða í kjölfarið um hnýsni
fjölmiðla í einkah'f sljóm-
málamanna en The Sun velti
einnig upp þeirri spumingu
hvort Bretlandi væri nú
sljórnað af „mafíu samkyn-
hneigðra", en að minnsta
kosti þrír ráðherrar ríkis-
stjómar Verkamannaflokks-
ins em samkynhneigðir.
Grein Helga Björnssonar jöklafræðings birtist
í virtu tímariti um náttúruvísindi
Þykir mikilsvert framlag til rann-
sókna á eðli vatnsrennslis í jöklum
Á FORSÍÐU tímaritsins Nature er vísað í
grein Helga Björnssonar og sömuleiðis
birt mynd hans af framhlaupi Sfðujökuls
árið 1994.
GREIN eftir Helga Björnsson,
jöklafræðing hjá Raunvís-
indastofnun Háskóla íslands,
um vatnsrennsli undir jöklum
birtist í breska tímaritinu
Nature, einu vii-tasta tímariti
um náttúruvisindi, í lok októ-
ber sl. og jafnframt. prýddi
mynd Helga af framhlaupi
Síðujökuls árið 1994, forsíðu
ritsins. Grein Helga er aðal-
grein tímaritsins í áður-
nefndu tölublaði en ritið er
gefið út vikulega og dreift
víða um lönd.
Grein Helga ber á íslensku
yfirskriftina „Eðli vatns-
rennslis undir jökli í fram-
hlaupi“ og segir frá íslensk-
um rannsóknum sem varpa
ljósi á hugmyndir manna um
vatnsrennsliskerfi undir jökl-
um. Þar er skýrt frá þeim
miklu andstæðum sem eru í
vatnsrennsli undir jökli ann-
ars vegar við venjulegar að-
stæður og hins vegar þegar
jökull hleypur fram.
Birting greinarinnar í Nat-
ure þykir mikil viðurkenning á
framlagi íslendinga til jöklarann-
sókna og segir Helgi að ánægju-
Iegt sé að hljóta slíka velvirðingu.
Að sögn Helga hafa hugmynd-
ir manna um vatnsrennsli undir
jökli hingað til einkum byggst á
tilgátum og fræðilegum kenning-
um enda sé erfitt um vik að
kanna aðstæður undir jöklum.
„Greinin íjallar hins vegar um
þær einstöku aðstæður sem eru
hér á landi til þess að prófa og
auka skilning á eðli jökla,“ segir
Helgi. í stuttu ináli eru hug-
myndir manna almennt um þetta
efni, að sögn Helga, á þá leið að
við venjulegar aðstæður renni
vatn, frá yfirborði eða jökullóni,
fljótt í gegnum jökulinn í einstök-
um afmörkuðum rásum og fari
að lokum í meginfarveg og endi í
ánni við jökulsporðinn. „Þegar
þannig er ástatt hefur rennsli
vatnsins aðeins staðbundin áhrif
á botnskrið jökulsins," segir
Helgi.
„Hins vegar við þær óvenju-
legu aðstæður þegar jökull
hleypur fram hafa menn haldið
því fram að vatnsrennsliskerfið
eyðileggist og að vatn dreifi úr
sér undir jöklinum, smyijist víða
undir botninn og hafi þar með
víðtæk áhrif á hreyfingu jökuls-
ins þannig að liann skriði hratt
fram.“ Helgi bætir því við að
þessar hugmyndir hafi verið
studdar fáum athugunum en með
grein sinni skýri hann frá ein-
stökum aðstæðum hér á landi til
að auka skilningi á vatnsrennsli
undir jöklum.
Islenskir vísindamenn
fylgjast með Grímsvötnum
í greininni segir frá því að ís-
lenskir vísindamenn hafi fylgst
með Grímsvötnum inni í miðjuin
Vatnajökli og rennsli jökul-
hlaupa niður á Skeiðarár-
sand. „Við venjulegar að-
stæður þegar jökullinn er
ekki að hlaupa fram, er vatn
mjög fljótt að fara úr Grím-
svötnum og niður á Skeiðar-
ársand. Við finnum það út
með því að mæla vatnsrennsl-
ið sem fer úr Grímsvötnum
og síðan aftur þegar það
kemur niður á Skeiðarársand
og höfum séð að það er ekki
mikil töf á þessari leið vatns-
ins þarna niður. Þetta styður
þær hugmyndir að vatns-
rennsli sé í ákveðnum rásum,
það sé mjög liratt og að það
hafi lit.il áhrif á hreyfingu
jökulsins. Jafnvel stórhlaupið
úr Grímsvötnum haustið 1996
fór greitt niður á Skeiðarár-
sand og jók lítið hreyfingu
Skeiðaráijökuls,“ segir
Helgi.
„Hin hliðin á málinu kom
hins vegar í Ijós árið 1991
þegar Skeiðarárjökull hljóp
fram,“ segir hann og heldur
áfram. „Þá stóð svo á að um
miðjan september það ár vildu
Grímsvötn fara að hleypa sínu
vatni út, en það gekk ekki vegna
þess að búið var að eyðileggja
vatnsrásirnar undir jöklinum við
framhlaup Skeiðaráijökuls sem
hófst fyrr um vorið og stóð fram
á haust. Vatnið í Grímsvötnum
fór af stað um miðjan september
en þvældist undir jöklinum, safn-
aðist þar fyrir en svo datt rennsl-
ið niður og varð ekki meira úr
því. Við þessar aðstæður gat því
ekki orðið venjulegt jökulhlaup
og það kom ekki fyrr en upp úr
miðjum nóvember þegar fram-
hlaupinu var lokið og vatns-
rennsliskerfið komið í sitt gamla
far,“ segir Helgi og bætir því við
að þessar rannsóknir hafa þar
með aukið skilning á eðli vatns-
rennslis undir jöklum. Þykja þær
mikilsvert framlag til grunn-
rannsókna á eðli vatnsrennslis í
jöklum.
Morgunblaðið/Guðrún Ágústadóttir
Rætt um erlenda fjárfestingu á Kúbu
HEIMSÓKN sendinefndar Alþýðubandalagsins til
Kúbu í boði Kommúnistaflokks Kúbu er lokið og
kom sendinefndin heim til íslands í gærmorgun.
Svavar Gestsson, alþingismaður, sem var í sendi-
nefndinni, sagði að það merkasta sem borið hefði
við í heimsókninni að sínu mati hefðu verið viðræð-
ur fulltrúa íslensks viðskiptalffs við þarlend fyrir-
tæki og þau ráðuneyti sem hefðu með erlenda fjár-
festingu að gera þar í landi, en 6-700 erlend fyrir-
tæki væru nú að hefja starfsemi á Kúbu. Myndin var
tekin í móttöku sem Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, hélt í lok heimsóknar-
innar, en með henni á myndinni er Roberto Robaina,
utanríkisráðherra Kúbu, og Svavar Gestsson.