Morgunblaðið - 15.11.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 15.11.1998, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vil sátt milli manns og náttúru Ný viðhorf eru að gerbreyta öllum umræð- um um nýtingu náttúruauðlinda á hálend- inu og einkavæðing er að umbylta banka- kerfínu. Kristján Jónsson ræddi við Finn Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um þessi mál og fleira. FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskipta- ráðherra segir ljóst að finna verði sátt um nýtingu náttúruauð- lindanna á hálendinu og hugsan- lega sé hægt að beita nýrri tækni sem valdi minna jarðraski en hing- að til við að beisla orkuna í vatns- föllum. Það verði dýrara en geti verið nauðsynlegt til að ganga ekki um of á auðæfin sem felist í ósnortnu víðerni. Hann segir enn- fremur að þótt hætt hafi verið við að selja SE-bankanum hlut í Landsbankanum verði útlending- um mögulegt að starfa á íslenskum fjármálamarkaði, m.a. með eignar- aðild að íslenskum bönkum. Is- lendingar séu nú þátttakendur í al- þjóðlegum fjármálamarkaði með þeim skilyrðum sem því fylgi. - í stefnumörkun ríkisstjórnar- innar frá því í fyrra um sjálfbæra þróun segir m.a. að líta berí á óbyggð víðerni sem auðlind. Með mannvirkjagerð á hálendinu sé gengið á þessa auðiind. Hvernig gengur ríkisstjórninni að sam- ræma þessi sjónarmið hugmynd- um um nýjar stórvirkjanir? „Auðvitað getur verið erfitt að samhæfa tiltölulega ólík sjónar- mið. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það versta sem menn geti gert sé að stilla einstökum greinum atvinnulífsins upp hverri andspænis annarri. Þá segja menn að sé lögð áhersla á t.d. ferðaþjón- ustu verði að draga úr vægi ann- arra greina. Ég vil horfa á at- vinnulífið í heild sinni og láta ólíka þætti vinna saman. Við eigum fáar náttúruauðlindir sem við verðum að byggja lífskjör okkar á, skapa aukin verðmæti og störf og viðhalda hér lífskjörum sem standast samanburð við lönd- in í kringum okkur. Við þurfum hins vegar að gera þetta með nær- gætni gagnvart náttúrunni og virðingu fyrir henni í huga. Mikil- vægasta hlutverk okkar stjórn- málamanna í þeim harkalegu um- ræðum sem hafa verið hér er að leiða fram sátt milli ólíkra sjónar- miða. Þá á ég við sátt á milli manns, nýtingar og náttúru, sátt á milli viðhorfa mannsins gagnvart umhverfinu og verðmætasköpun- arinnar í atvinnulífinu." Unnið að rammaáætlun Finnur segist vera að setja af stað vinnu í þessum efnum. Kallað- ir verða til fulltrúar ólíkra hags- muna og hlutvprkið sé að finna lausn. Þetta er nefnt rammaáætl- un um nýtingu vatnsafls og jarð- varma og á að vera tilbúið fyrir árslok 2000. „Við megum ekki gleyma því að forsendan fyrir því að við komumst út úr þeim efnahagslegu ógöngum sem við vorum í 1989-1995 var það að við rufum kyrrstöðu sem verið hafði um ára- tugaskeið í orkufrekum iðnaði á Islandi. Við fórum aftur að nýta náttúruauðlindirnar til atvinnu- sköpunar. Við höfum gert mikið en alltaf verið meðvituð um að sýna verði náttúrunni mikla nærgætni. Það verðum við að gera áfram og leita sátta milli ólíkra sjónarmiða. Af því höfum við trúlega ekki gert nóg en ég tel að nú sé rétti tíminn til þess.“ - Upp úr 1970 voru aðeins 0,5% Islands friðuð en nú um 10%. Valda breytt viðhorf til náttúrunn- ar því að doka verði við og taka þurfí nýtingarhyggjuna alla til endurskoðunar? „Hugsunin með þessari vinnu sem ég er að setja af stað er að við stöldrum við og metum hvar við erum stödd á þessari leið. Við verndum sífellt stærra svæði en um leið erum við að ræða um að nýta náttúruauðlindir. Þær eru ekki bara í orkunni, þær eru líka í víðerninu og ósnort- inni náttúru. En við getum látið þetta vinna saman. Víðernið er hins vegar lítils virði ef við getum ekki nýtt það með því að opna al- menningi aðgang að þessum svæð- um með bættum samgöngum. Það hefur m.a. gerst fyrir tilstuðlan vegalagningar vegna orkufram- kvæmda á hálendinu.“ Nefnd um þekkingariðnað - Víkjum að öðru. Kannanir sýna að ýmsir aðrir þættir en skortur á atvinnu eiga þátt í fólks- flóttanum frá svæðum eins og Austfjörðum, t.d. verðlag og versl- unaraðstæður, samgöngur, hús- næðiskostnaður, framhaldsskóla- mál, menning og afþreying. Hvers vegna ætti álver við Reyðarfjörð að breyta þessu eitthvað að ráði? „Meginhugsunin hjá mér er sú að við þurfum að koma á fjöl- breyttara atvinnulífi á Austurlandi en nú er raunin, við þurfum fleira en sjávarútveg og þetta á reyndar við landið allt. Þannig getum við dregið úr sveiflum í efnahagslífinu, þá ráðast tekjurnar í buddunni ekki eingöngu af því hvað við drög- um marga fiska úr sjó eða verði á fískafurðum á erlendum mörkuð- um. Margir eru líka hræddir við að sala á veiðikvóta úr byggðarlaginu geri vinnuna ótrygga. Morgunblaðið/Ásdís FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra: „En ég býst við því að það geti orðið okkur fjötur um fót ef við verðum ekki aðilar að Kyoto-bókuninni á einhverju stigi málsins. Aður en það gerist verðum við hins vegar að láta reyna á sérstöðu okkar.“ Fjölbreytni í atvinnulífinu skap- ar nýjar víddir og opnar möguleika t.d. í þekkingariðnaði. Stóriðjufyr- irtæki kalla á fullkomnustu tæki og hugbúnað, þetta dregur að vel- menntað fólk. Tækifæri gefst til að byggja upp öfluga byggðakjarna þar sem gætu verið á bilinu 8-12 þúsund manns sem ég tel raunsætt að verði um miðbik Austurlands. Þarna yrði atvinnusvæði sem yrði að sumu leyti sambærilegt við Eyjafjörðinn og yrði valkostur við hann og suðvesturhornið. Þá er hægt að bæta þjónustu t.d. á sviði heilbrigðismála og menntamála auk menningar og afþreyingar sem svona stór byggðarlög geta staðið undir. Ríkisvaldið á að hafa forgöngu um að koma upp slíkum byggðakjörnum. Við spáum því hér í ráðuneytinu að árið 2010 verði hlutfall stóriðju í útflutningstekjum komið í 26% og ferðaþjónustu í 20%. En stóriðja, álver eða annað af því tagi, verður ekki grundvöllurinn að atvinnu- stefnu hjá okkur til að byggja á lífskjör framtíðarinnar, það vil ég leggja áherslu á. Eg á við iðnað í víðum skilningi. Mér skilst á þeim sem vinna í líf- tækni og erfðafræði að við getum tryggt 20% árlega aukningu í þekkingariðnaði á næstu árum. Ég er að setja af stað nefndarstarf með fólki úr atvinnulífinu til að benda á leiðir í þessu skyni. For- maður hennar verður Kári Stef- ánsson, forstjóri Islenskrar erfða- greiningar, maður sem er braut- ryðjandi í íslenskum þekkingariðn- aði. Vöxturinn í ferðaþjónustu verð- ur kannski 10%, í almennum iðnaði 8%. Þar eru líka nýjar greinar á sviði tónlistar og kvikmynda sem eru meðal helstu útflutningsgreina í sumum löndum.“ Ráðherra er spurður hvort þessi stefna um einn kjarna á Austur- landi samræmist gamalli stefnu Framsóknarflokksins um jafnvægi í byggð landsins. Mun Halldór Ás- grímsson t.d. að boða þessa stefnu alls staðar í kjördæminu í kosn- ingabaráttunni í vor? „Ef við höldum áfram á þeirri braut sem við erum á núna sjáum við bara fyrir okkur fólksfækkun úti á landi og ekkert sem hindri hana. Atvinnan ein og sér heldur ekki í fólkið, það er rétt. Ég sé fyr- ir mér einn kjarna á Austurlandi, sem Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður, Fáskrúðsfjörður, Egilsstaðir og Seyðisfjörður myndi. Þetta þýðir að við verðum að fara út í miklar samgöngubætur en kostnaður við allar slíkar fram- kvæmdir er nú að lækka stórkost- lega. Jarðgöng og þverun fjarða munu kosta minna og minna og arðsemin af slíkum framkvæmdum mun aukast. Litlu staðirnir fyrir utan þetta svæði standa líka betur því þeir verða í miklu meiri nálægð við stóra byggð en áður. Hvort er betra fyrir íbúa á Breiðdalsvík að hafa byggðakjarna með 8-12 þús- und manns með alla þjónustu sem honum fylgir eða þurfa að sækja allt til Reykjavíkur? í mínum huga er byggðakjarninn miklu betri lausn. Nú ætla ég ekki að tala fyrir hönd Halldórs en það er byggða- stefna Framsóknarflokksins að byggja upp sterka byggðakjarna í hverju kjördæmi og treysta þannig byggðina. Stækka kjarnana og þá atvinnusvæðin og beina stuðningnum að þeim.“ Virkjanaleyfi og umhverfismat - Verður virkjanaleyfi vegna Fljótsdalsvirkjunar fellt úr gildi til að tryggja að staðið verði rétt að umhverfsmati? Olafur Orn Har- aldsson flokksbróðir þinn hefur mælt með því að Landsvirkjun verði skikkuð til að láta fara fram svonefnt lögformlegt umhverfís- mat á Fljótsdalsvirkjun til að það verði örugglega nógu vandað. Hver erþín afstaða? „Mér finnst þessi umræða um lögformlegt mat vera á misskiln- ingi byggð. Landsvirkjun hefur virkjunarleyfið og það er Alþingi sem veitir leyfið á sínum tíma. Iðn- aðarráðherra getur ekki tekið þetta leyfi af fyrirtækinu og ég mun ekki beita mér fyrir því með frumvarpi að Alþingi felli leyfið úr gildi. Landsvirkjun hefur í góðri trú lagt í mikinn kostnað og fjárfest- ingu á þessu svæði fyrir tilstuðlan þings og þáverandi ríkisstjórnar og er nú að láta gera frummats- skýrslu á umhverfisáhrifunum af virkjun í Fljótsdal þótt fyrirtæk- inu beri ekki skylda til þess sam- kvæmt lögum. Síðan munu stjórn- endur Landsvirkjunar ákveða, þegar því starfi lýkur, í hvaða far- veg sú skýrsla fer og hvort gengið verður svo langt að felldur verði úrskurður um matið hjá skipulags- stjóra og umhverfisráðherra með því sem heyrir til, kærumöguleik- um og þess háttar. Það er seinni tíma mál. Mér finnst ekki við hæfi að Al- þingi ræði að fella leyfið úr gildi fyrr en ljóst er hver niðurstaða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.