Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 11 Landsvirkjunar í þessum efnum verður." - Hver verður forgangsröðin, er Arnardalsvirkjun á dagskrá og kernur til greina að hætt verði við Fljótsdalsvirkjun en í staðinn verði ráðist í virkjun við Kára- hnjúka? Verður rennsli Dettifoss breytt og Þjórsárver færð í kaf? „Araardalsvirkjun er að mínu viti enginn valkostur í þessari stöðu, aðeins hugmynd á teikni- borði. Virkjun Jökulsár á Dal og Jökulsár á Fjöllum er aðeins hug- mynd sem kölluð var Langstærsti draumurinn fyrir mörgum ánim. I ljósi þeirra hugmynda sem eru uppi í umhverfismálum og náttúruvernd er þetta ekki rætt núna, þetta er ekki inni í myndinni. Það er líka rætt um virkjun Jök- ulsár á Dal við Kárahnjúka en ef einhvern tíma kemur að því þarf sú virkjun að fara í umhverfismat og allan þann fai'veg sem þar er um að ræða. Engir kostir afskrifaðir En ég er á móti því að við afskrif- um einhverja kosti. Við getum velt því fyrir okkur hvort við getum gert hlutina einhvern veginn öðru- vísi en til stóð. Við höfum fram til þessa kannað einföldustu og hag- kvæmustu leiðirnar til að nýta vatnsaflið og jarðgufuna. Kannski getum við nýtt þessa sömu orku með öðrum aðferðum, tæknin í jarðgangagerð og öðru slíku er orð- in svo mikil, notað rennsli í stað uppistöðu og svo framvegis þannig að jarðraskið yrði minna. En það getur kostað meira í peningum sem yrði þá gjaldið sem við greiddum fyrir að vernda náttúruna. Það er þetta sem ég á við með að endur- skoða áformin um nýtinguna." - Fyrirhugað er að 220 volta há- spennulína yfir hálendið muni tengja virkjunarsvæðin sunnan- og austanlands. Fari svo að Norsk Hydro setji sem skilyrði að álverið verði á Keilisnesi muntu þá segja nei? „Mitt svar er klárt; það er ekki hægt. Við erum ekki með nægilega afgangsorku til þess sunnanlands vegna þess að nú þegar er búið að efna til skuldbindbindinga, sem eru siðferðislega bindandi um að stækka Járnblendið um fímm ofna, stækka álverið á Grundartanga í 180.000 tonn og hugsanlega stækka verið í Straumsvík upp í 200.000 tonn. Þetta myndi kalla á um 3.500 gígavattstunda orku og við gætum ekki bætt við heilu álveri á KeUis- nesi án þess að leggja tvöfalda línu yfír hálendið. Það voru þegar ég kom hingað í ráðuneytið uppi áfonn um að leggja tvöfalda, 400 volta línu yfír hálendið vegna fyrirhugaðs álvers á Keilis- nesi. Þessi línulögn hefði kostað um 30 milljarða króna og valdið miklu meira umhverfísraski og sjónmeng- un en sú leið sem nú hefur verið ákveðin. Stefna núverandi stjórnar er að stóriðjan verði eins nálægt uppsrettu orkunnar og hægt er. Þess vegna er ákvörðunin um Reyðarfjörð tekin, þá eru línurnar eins stuttar og kostur er en það er líka fólgin í þessu byggðastefna, það er augljóst. Hún fer hins vegar saman við efnahagslega hag- kvæmni og umhverfisvernd.“ Margir ferðamenn koma hingað fyrst og fremst til að skoða ósnortna náttúru. A sl. 15 árum hafa gjaldeyristekjur okkar af er- lendum ferðamönnum fimmfaldast og vægið í prósentum af heildar- gjaldeyristekjum farið úr 5% í 12% en Finnur bendir á að mengun og átroðsla á landi fylgi líka ferðaþjón- ustu. Hann er spurður hvort tími sé kominn til að hægja á vexti í ferða- þjónustu. „Það er enginn vafí á að ferða- þjónustan er einn af vaxtarbrodd- um atvinnulífsins. Grein fer ört vaxandi og í umgengni við náttúr- una þurfum við auðvitað að gæta okkar á þessu sviði eins og öðrum. Við verðum m.a. í ljósi ört vaxandi fjölda erlendra ferðamanna að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að skipuleggja þjónustuna. Það er ver- ið að gera mjög góða hluti í grein- inni, hún er t.d. að sameinast í ein heildarsamtök sem ég tel að sé „Við megum ekki gleyma því að for- sendan fyrir því að við komumst út úr þeim efnahagslegu ógöngum sem við vorum í 1989-1995 var það að við rufum kyrrstöðu sem ver- ið hafði um úra- tugaskeið í orku- frekum iðnaði ú ís- landi. Við fórum aftur að nýta nútt- úruauðlindirnar til atvinnusköpunar." „En ég vil varpa fram þeirri hug- mynd hér að bank- arnir komi einnig til móts við við- skiptavini sína með því að bjóða þeim að kaupa hlut í fyrirtækinu. Gera mætti tilboð- ið aðlaðandi með því að hafa bréfin ú hagstæð- ara gengi en markaðurinn úkveður en binda kaupin þannig að viðkomandi gæti ekki selt t.d. næstu þrjú úrin." mjög heillavænleg þróun.“ - Við höfum reynt að leggja áherslu á hreinleikaímyndina út á við. Þú telur að við getum ekki und- irritað Kyotosamninginn um lofts- lagsbreytingar strax eins og aðrar vestrænar þjóðir, við getum þurft að bíða vegna sérstöðu okkar. Hlusta almennir ferðamenn á rök- semdir okkar um að við þurfum að geta nýtt orkulindirnar, segja þeir ekki bara að við séum sóðar? „Skilningur alþjóðasamfélagsins á sérstöðu Islendinga á þessu sviði hefur sl. ár vaxið mjög mikið. A sama tíma hefur skilningur ís- lensku stjórnarandstöðunnar á ís- lenskum hagsmunum farið minnk- andi. Við höfum ekki sagt að við munum aldrei undirrita samning- inn. Ef það hefði náðst á fundinum í Buenos Aires nýverið að tryggja hagsmuni okkar með þessu sérá- kvæði hefðum við sjálfsagt skrifað undir í kjölfar þess. Nú hefur ákvörðun um það verið frestað og um leið frestum við ákvörðun um það hvenær við undir- ritum. En ég býst við því að það geti orðið okkur fjötur um fót ef við verð- um ekki aðilar að Kyoto-bókuninni á einhverju stigi málsins. Aður en það gerist verðum við hins vegar að láta reyna á sérstöðu okkar.“ Samkeppni í orkusölu - Hvað viltu segja um samkeppni íorkusölu? Forstjóri Landsvirkjun- ar hafði í vor miklar efasemdir um að hún væri framkvæmanleg við ís- lenskar aðstæður, markaðurinn væri svo lítill. „Það hafa margir efasemdir um að þetta gangi í svona litlu samfé-' lagi með einangraðan markað. En Landsvirkjun beitti sér þess vegna fyrir því að bandarískt fyrirtæki, Resources Strategy, var látið gera úttekt á því hvort samkeppni gæti hentað við íslenskar aðstæður. Nið- urstaðan varð sú að það væri skyn- samlegt að innleiða samkeppni í orkugeiranum í áfóngum og á til- tölulega löngum tíma. Eg er afar ánægður með þessa niðurstöðu vegna þess að þingsályktunartil- laga mín gekk út á að koma á sam- keppni á 12 árum. Helstu röksemdirnar fyrir sam- keppni eru annars vegar þær að nú fá sumir heimild til að vmkja en aðrir ekki, nú bíða margir eftir að fá leyfi og þetta gengur ekki. Að vísu vantar enn markaðinn til að geta selt orkuna en þær aðstæður geta breyst. Hin röksemdin er að í EES-samningnum eni ýmis ákvæði sem við höfum að vísu ekki ákveðið að taka upp en ég tel að við eigum að hrinda í framkvæmd. Þessi ákvæði kalla á breytingar á fyrir- komulagi orkumála hér á landi. Það er samt að mörgu að huga. Engin samkeppni er núna vegna þess að dreifiveiturnar geta ekki farið út í eigin vinnslu. Þær geta ekki keypt orku beint af Lands- virkjun og það eru engin ákvæði um að Landsvirkjun eigi að flytja orku um dreifínet sitt fyrir aðra framleiðendur, nú getur fyrirtækið einfaldlega sagt nei. Einnig er óánægja með verðlagninguna, sum- ir segjast geta framleitt ódýrara rafmagn en Landsvirkjun. En fyrirtækið hefur miklum skyldum að gegna núna og við get- um ekki látið það annast allar skyldurnar varðandi afhendingar- öryggi, gæði framleiðslunnar og þess háttar og um leið dregið úr umfangi fyrirtækisins. Niðurstaða nefndar sem ég skip- aði var sú að sem fyrst yrði skilið á milli vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu á raforku. Vinnslan yrði gefin frjáls í áfóngum og stofnað sérstakt fyrirtæki um meginflutn- ingskerfin. Að þessu er unnið núna. Megintilgangurinn með þessu öllu er að stuðla að þjóðhagslega hag- kvæmri nýtingu auðlindanna og ná fram skýrari og markvissari jöfnun orkuverðs í landinu en við erum með nú. Við þurfum að sjá betur hvað flutningurinn á orkunni kostar og um leið hvað við erum að greiða niður. Eg tel að ekki náist um þetta sátt nema verðjöfnun verði jafn mikil og núna og það sé forsenda breytinganna." Ekki stigið ofan á neinn Finnur er spurður um bankamál- in og erlenda eignaraðild. Hann er spurður hvort hann hafi verið of fljótur á sér þegar hafnar voru við- ræður við sænska SE-bankann um kaup á hluta eða jafnvel meirihluta í Landsbankanum og hvort stigið hafi verið ofan á hann í því máli þegar viðræðunum var slitið. Hann bendir á að SE-bankinn hafl sýnt áhuga á viðræðum í júní og menn hafi orðið að bregðast við með einhverjum hætti. Viðræðum- ar og framhald þeirra hafi verið ákveðnar af ráðherranefnd þar sem sátu auk hans forsætisráðherra, ut- anríkisráðherra og fjármálaráð- herra. „Þessir fjórir ráðherrar tóku alltaf sameiginlega ákvörðun um hvert skref sem stigið var. Eg varð aldrei var við að það væri stigið of- an á mig og ég var mjög sáttur við niðurstöðuna." Málið hafi verið á al- geru forstigi þegar það lak út og hvorki verið búið að kynna það þingflokki Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins. Menn hafi einfaldlega orðið sam- mála um það í ljósi umræðnanna í þjóðfélaginu að betra væri að hinkra við og leyfa hlutafélagsform- inu að þróast í bönkunum, andvirði þeiira gæti aukist með tímanum og afkoman það sem af væri árinu benti reyndar eindregið til þess. Einnig hafi verið flýtt ákvörðunum um sölu á Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Óheppilegt hafi verið að SE-mál- ið skyldi komast í hámæli áður en viðræðurnar vom komnar lengra áleiðis, kaupæði hafi gi’ipið um sig með tilboðum í ríkisbankana og ljóst hefði orðið að áhugi á því að eignast hlut í þeim væri ótvíræður. Mikill hiti hafi orðið vegna málsins og misskilningur ríkt. Til dæmis hafi margir álitið að til stæði að selja Landsbankann úr landi og sumir hafi talað um þetta eins og landsölu. En hver lak þessu í fjöl- miðla? „Það veit ég ekki. Þegar svona mál eru til umfjöllunar og margir vita af þeim er hins vegar alltaf hætta á að þau spyrjist út. Málið hefði fyrst þurft að þroskast betur í umræðunni, það greip um sig ákveðinn ótti. Það sem við höfðum í huga var að fá hingað erlenda þekkingu og reynslu inn í bankakerfi okkar ef samningar hefðu tekist. Vaxta- kostnaður bankanna í Svíþjóð er 50% af tekjum þeirra en um 70% hjá bönkum hér á landi. Við höfum kannski eftir einhverju að slægjast með samvinnu við þessa aðila en það stóð aldrei til að afhenda út- lendingum Landsbankann. Annars vil ég í þessu samhengi benda á árangurinn sem náðst hef- ur með hlutafjáraukningunni í Landsbankanum og nú síðast með sölu á hlutafé í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Salan á FBA hefur sýnt að við fórum hárrétta leið þrátt fyrir háværar gagnrýniraddir á sínum tíma. Þeir voni til sem töldu vitlaust að sameina fjárfestingarsjóðina í einn sterkan fjárfestingarbanka sem síðar yrði seldur á markaði. Sjóð- irnir væru ekki meira virði en svo að réttast væri að færa þá inn í bankana á silfurfati. Annað hefur nú komið á daginn, nærri 11.000 að- ilar keyptu hlut í bankanum fyrir u.þ.b. 4,7 milljarða ki’óna miðað við söluverð og eftir er að selja í hon- um 51% hlut sem ráðist verður í á næsta ári. Við fórum þá leið að bjóða al- menningi að kaupa hlutabréf í bönkunum og starfsmönnum einnig á sérstökum kjörum. Málið er að erlend eignaraðild verður ekkert hindnið endalaust. Þótt ég berðist um á hæl og hnakka gæti ég ekki komið í veg fyrir að þessi 12.000 sem keyptu bréf í Landsbankanum seldu þau útlendingum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við lifum hér á alþjóð- legum fjármálamarkaði með bull- andi samkeppni sem kemur fram í lækkandi kostnaði hér eftir foiTn- breytinguna á ríkisbönkunum um síðustu áramót. Erlendir bankar eru þegar byrjaðir að hirða af inn- lendum bönkum lánasamninga við sveitarfélög og einkafyrirtæki sem menn héldu að yrðu örugglega í höndum innlendra banka. Markmiðið með einkavæðingunni er m.a. að afla ríkissjóði tekna og við notum afraksturinn til að greiða niður skuldir og lækka vexti í land- inu með því að minnka vaxtakostn- að ríkissjóðs. En ég vil varpa fram þeirri hug- mynd hér að bankarnir komi einnig til móts við viðskiptavini sína með þvi að bjóða þeim að kaupa hlut í fyrirtækinu. Gera mætti tilboðið aðlaðandi með því að hafa bréfin á hagstæðara gengi en markaðurinn ákveður en binda kaupin þannig að viðkomandi gæti ekki selt t.d. næstu þrjú árin.“ Mál Búnaðarbankans annars eðlis Finnur er spurður um banka- stjórana þrjá sem sögðu af sér í Landsbankanum eftir þrýsting og ásakanir um að hafa misnotað að- stöðu sína. Var hann í hefndarhug gagnvart Svem Hermannssyni í laxveiðideilunni vegna niðrandi um- mæla hans um Finn og vaxtastefnu stjórnvalda fyrir nokkrum árum? ,JU1s ekki og ég hef engan áhuga á því að elta ólar við skrif Sverris. Eg hef ekki verið í neinum átökum við hann þótt hann hafi haft horn í síðu minni.“ - Bankastjórar Búnaðarbankans reyndust líka hafa veitt lax ótæpi- lega en ekki var lagt að þeim að segja að sér. Þeir virðast einnig hafa týnt gestabók um afnot af íbúð bankans í London. Hvers vegna sleppa bankastjórarnir betur en starfsbræðumir í Landsbankan- um? „Það mál var allt annars eðlis og í grundvallaratriðum ólíkt. I Bún- aðarbankanum gátu menn gefið skýringar á hlutunum en í Lands- bankanum var það ekki hægt í til- vikum tveggja bankastjóra. Annars vil ég ekki leggja dóm á þessi mál, þau hafa verið til umfjöllunar hjá ríkisendurskoðanda og banka- ráðunum en bankaráð Búnaðar- bankans taldi ekki ástæðu til að- gerða.“ Finnur var spurður um málefni Lindar á þingi sumarið 1996 og sleppti þá að minnast á það sem hefði vakið mesta athygli almenn- ings, að tapið á Lind hefði verið með verðbótum um 900 milljónir króna, sagðist ekki geta staðfest tölur sem varpað var fram í fyrir- spum. Voru þetta mistök eða var hann að reyna að þegja í hel erfitt mál, sem snerti náinn samstarfs- mann og flokksbróður? Hann vísar því á bug og minnir á lögfræðiálit sem sýni að hann hafi ekki mátt skýra frá því sem stóð í skýrslum í vörslu ráðuneytisins um tapið. Við- skiptaleynd megi ekki rjúfa því að hún sé bundin í lög. - En ég vitna í bréf Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra til Sverris Hermannssonar þar sem hann fjall- ar um Landsbankann og Lind. „Strákur á þeirra snærum týndi fyrir þeim 900 milljónum!! - og við- skiptavinum vafningalaust sendur reikningurinn. “ Bréfíð var sent í febrúar 1996 en þú vissir ekki íjúni hvað tapið var mikið. Sagði forsæt- isráðherra þér ekki frá þessu? „Þessi mál komu aldrei upp á rík- isstjómarfundi og við ræddum þau ekki.“ Lind og starfslokasamningur - Framkvæmdastjóra Lindar var launað með höfðinglegum starfs- lokasamningi og hann gegnir nú stöðu íeinu ráðuneytanna. Mörgum finnst að verið sé að verðlauna menn fyrir að leika sér með fjár- muni ríkisins. Hver er hugsunin á bak við þessa miklu vægð? „Lindarmálið svokallaða átti sér allt stað áður en ég varð ráðherra og ég átti engan þátt í ráðningu Þórðar Ingva til þess starfs sem hann gegnir nú, kom ekki nálægt því. A hinn bóginn eru málefni Lindar til rannsóknar hjá Ríkis- lögreglustjóra og því rétt að tjá sig ekki um þau frekar. Mér finnst að við eigum að spyrja að leikslokum áður en við dæmum.“ Finnur segist aðspurður ekki vita til þess að hann hafi nokkurn tíma misnotað pólitíska aðstöðu sína. „Ég reyni að fara vel með það sem mér er trúað fyrir og tel að þar hafi að flestu leyti tekist vel til.“ - Þú ert enn tiltölulega ungur stjórnmálamaður. Óttastu ekki að stefna þín í virkjanamálum geti valdið því að þú verðir talinn hálf- gert nátttröll í pólitík eftir áratug eða svo þegar haft er í huga hvað áhersla á landvernd og umhverfís- mál hefur vaxið hratt síðustu árin? „Þau verkefni sem ég hef beitt mér fyrir og hrint í framkvæmd voru fastmælum bundin í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ef ég man rétt hafði stjórnarandstaðan svipuð markmið í virkjunar- og stóriðjumálum fyrir síðustu kosn- ingar, amk. Alþýðuflokkurinn, svo að um þessi mál var breið sam- staða þegar af stað var farið. Þau verða þá mörg nátttröllin. Ég tel að við getum ekki komist hjá því að nýta náttúruauðlindir en öllu skipti að finna sátt um þessi mál. Sjálfur er ég útivistarmaður, stunda göngur og er áhugasamur um náttúruna. Eg á hlut í búi á Snæfellsnesi, hef farið margsinnis í ferðir um hálendið og er reyndar viss um að ég þekki það betur en margir sem nú hafa hátt um vernd- un þess. Samviskan er í lagi og ég fylgi þeim stefnu sem ég tel að sé heillavænlegust þegar upp er stað- ið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.