Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Nær sigursælasti þjálfari Italíu að koma Fiorentina í fremstu röð?
Trapattonl lætur
sjaldnast slá sig
út af laginu
Hinir fjólubláu liðsmenn blómaborgar-
innar Flórens, Fiorentina, tróna nú á toppi
ítölsku fyrstu deildarinar eftir glæsilega
byrjun. Einar Logi Vignisson segir frá lið-
inu, sem hefur mörg undanfarin ár þótt
leika talsvert undir getu miðað við þann
mannskap sem úr hefur verið að moða.
Það virðist vera að springa út undir stjórn
sigursælasta þjálfara ítalskrar knatt-
spyrnusögu, meistara Giovanni Trapattoni.
Eftir að hafa gert Bayern
Munchen að þýskum meistur-
um í vor ákvað Trap, eins og hann
er nefndur á Italíu, að halda heim á
leið. Ferill hans í Þýskalandi var
nokkuð skrykkjóttur, hann hætti
með Bayern eftir eitt ár og tók að
þjálfa Cagliari en kom síðan aftur
og þjálfaði liðið í tvö ár enda neitaði
Franz Beckenbauer að losa hann
undan samningi og sagði að það
væri Bayern sem þyrfti að breyt-
ast, ekki Trapattoni. Vittorio
Cecchi Gori, hinn umdeildi kvik-
myndakóngur og eigandi Fiorent-
ina, renndi íyrir þjálfarann virta,
fékk hann til að bíta á agnið taka
við stjörnum prýddu en tættu liði
Fiorentina. Þar breytti Trap um-
svifalaust um áherslur, sagði að lið-
ið þyrfti fyrst og fremst 3-4 „frem-
ur venjulega“, duglega leikmenn -
af stjörnunum væri nóg. Hann fékk
fyrrverandi lærisvein sinn, varnar-
jaxlinn „smáfríða" Moreno
Torricelli, frá Juventus í vörnina
auk Tékkans Tomas Repka og
Þjóðverjans Jörg Heinrich.
Tengiliðurinn snjalli Amor kom frá
Barcelona og var þá kaupunum lok-
ið, fyrir utan einhverja unglinga, og
var Fiorentina rólegast allra stór-
liðanna í kaupum og sölum, komu
meira segja út með hagnað eftir
leikmannasölur! Dagskipun Trap
var einföld: Getan er fyrir hendi,
það þarf bara að láta þessa kalla
vinna fyrir kaupinu sínu!
Flestir sigrar allra
Á ferli sínum sem þjálfari í
ítölsku Serie A deildinni, sem
spannar aldarfjórðung, hefur
Trapattoni náð að stjórna sigurliði í
fleiri leikjum en nokkur annar
þjálfari auk þess að innbyrða flesta
meistaratitla allra. Hann hóf feril-
inn hjá AC Milan 1973-4 en eftir
tvö tímabil þar fór hann til Juvent-
us og næsta áratuginn byggði hann
upp eitthvert besta félagslið allra
tíma. Kjarninn í því var varnarlínan
stórkostlega: Dino Zoff í markinu,
Gaetano Scirea fríherji, og bak-
verðirnir Antonio Cabrini og harð-
jaxlinn Claudio Gentile. Þessir
menn voru lykillinn að heimsmeist-
aratitli Itala 1982. Á miðjunni ríkti
Marco Tardelli og frammi Roberto
Bettega. I kringum þennan kjarna
léku sér svo ýmsir snillingar,
þekktastir þeir sem léku undir lok
gullaldaráratugarins, þeir Zbigni-
ew Boniek, Paolo Rossi, Michael
Laudrup og maðurinn sem forseti
Juventus, Gianni Agnelli, segir að
sé besti leikmaður sem klæðst hafi
peysu Juve í 100 ára sögu félagsins,
Michel Platini.
Margir héldu því fram að árang-
ur Juve væri eingönu stórkostleg-
um leikmannahóp að þakka og var
það Trapattoni hvatning til að söðla
um og taka við liði einna af höfuð-
andstæðingunum, Internazionale
frá Mílanó. Hann þjálfaði liðið, sem
hafði verið í miklum öldudal, í fimm
leiktíðir og gerði það að meisturum
1989 með miklum glæsibrag. Er
það annar af einungis tveimur titl-
um sem þetta stórlið hefur náð síð-
asta aldarfjórðunginn. Aftur lá leið-
in til Juventus, en neistinn náði
aldrei að kvikna almennilega þar
aftur, kröfurnar voru geysilegar
enda Juve í skugga AC Milan á
þeim árum. Þrátt fyrir að Trap
stýrði liðinu til sigurs í Evrópu-
keppni félagsliða og teldi sig vera
að byggja upp mikið framtíðarlið
skildi leiðir. Marcello Lippi tók við
liðinu sem Trap hafði skapað og
framhaldið þekkja allir...
Verkséður en sam-
kvæmur sjálfum sér
Trapattoni þykir hafa verið afar
duglegur að tileinka sér nýjungar í
knattspyrnunni í gegnum tíðina og
er það eflaust ein helsta ástæðan
fyrir langlífi hans í boltanum. Hann
bindur sig sjaldnast í stíf leikkerfi
og erfitt er að benda á nein sérstök
einkenni á þeim liðum sem hann
hefur stjórnað í gegnum tíðina.
Hann leggur mikið upp úr sterkum
varnarleik og skyndisóknum og er
að því leyti dæmigerður ítalskur
þjálfari. Lið hans hafa þó iðulega
gert sæg af mörkum, þannig að
vart er hægt að væna hann um of-
uráherslu á vörn. I Þýskalandi var
sagt að hann hefði látið Bayern
leika „ítalskan" bolta en á Italíu er
talað um að hann láti Fiorentina
leika „þýskan“ bolta! Kannski er
þetta einfaldlega til marks um að
hann velji það besta úr öllum áttum
og það sem hann telur líklegast til
árangurs.
En þótt „höfundareinkenni“
Trapattoni sjáist kannski ekki eins
mikið á liðum hans og hjá kerfis-
bundnum þjálfurum á borð við
Arrigo Sacchi þá er eitt ævinlega
ljóst - hann ræður. Trap líkar ekki
að leikmenn fari ekki eftir skipun-
um hans inni á vellinum, það fengu
t.a.m. þeir Mario Basler og Thomas
Strunz hjá Bayern að reyna. Hinn
dæmigerði „Trap-leikmaður“ berst
á fullu í 90 mínútur og biður sjálfur
um skiptingu ef hann getur ekki
meir. Hann er hinsvegar ekki jafn
viðkvæmur og margir þjálfarar fyr-
ir yfirlýsingum leikmanna í fjöl-
miðlum, er búinn að vera nógu
lengi í bransanum til að vita að það
skiptir meira máli hvað leikmenn
gera en hvað þeir segja. Hann er
vanur mikilli pressu og fjölmiðlaat-
hygli og lætur hana sjaldnast slá
sig útaf laginu. „Leyfið borginni
[Flórens] og aðdáendunum að njóta
þessarar velgengni, látum þá um að
svífa í hæstu hæðum en blandið
bara ekki mér og leikmönnunum
inn í þetta. Eg hef aðeins áhuga á
einu og það er að komast að þvi
hvernig þetta Fiorentinalið getur
bætt sig og náð að blanda sér i bar-
áttuna um meistaratitilinn," sagði
Trap í nýlegu viðtali.
Óskiljanlegur á köflum
Þrátt íyrir að Trapattoni haldi
allajafna ró sinni þá sýður stöku
sinnum uppúr. Gerðist það óvenju
oft meðan á Þýskalandsdvöl hans
stóð. Hann átti í miklum útistöðum
við blaðamenn sem áttu erfitt með
að skilja hann og mai'gir blaða-
mannafundir hans þar í landi urðu
„cult“ efni. Voru gefnar út bækur
og bolir með gullkornum frá meist-
aranum og tilsvör hans sýnd í grín-
þáttum í sjónvarpi. I fyrstu töldu
Þjóðverjar að maðurinn talaði bara
svona skemmtilega lélega þýsku,
síðan að hann væri hálfgerður vit-
leysingur en að lokum komust þeir
að því sem Italir hafa alltaf vitað:
Trap talar „trapattónísku“! Það er
afar erfitt að útskýra það mál en
helstu einkenni þess eru gífurlega
langai' setningar þar sem farið er
úr einu í annað þangað til frétta-
mennimir vita ekkert í sinn haus.
Spyrji þeir Trap áfram á hann til að
svara stutt og laggott: „Eg hef þeg-
ar svarað þessu ítarlega!" Þrátt
fyi'ir vandræðin með blöðin í
Þýskalandi segir Trapattqni lífið
þar þó léttara en á Ítalíu. „í Þýska-
landi er knattspyrnan ekkq jafn
mikið tilfinningamál og á Italíu.
Blaðamenn gagnrýna eftir leikinn
en eru ekki viti sínu fjær alla vik-
una fram að næsta leik. Sama gildir
um áhorfendur, þeir eru heitir á
leikjunum en eru ekki jafn vel að
sér um leikskipulagið og ítölsku að-
dáendurnir og eru því þjálfaranum
ekki jafn þungir í skauti."
„Þýskur stimpill" Trapattoni
á flórensku villiblómunum
Ljóst er að Trapattoni á langan
veg framundan með að koma Fior-
entina í allra fremstu röð. Liðið
hefur oft byrjað mjög vel, og er
skemmst að minnast þess þegar
það trónaði á toppnum eftir jafn
margar umferðir fyrir nokkrum ár-
um en féll svo í lok tímabilsins í
aðra deild með ekki minni spámenn
en Batistuta, Effenberg og Brian
Laudrup innanborðs! Meginmark-
mið Trap er að herða liðið upp.
Hann leggur áherslu á að auka lík-
amlegan styrk leikmanna, finnst of
margir léttir menn í liðinu. Þýsk
áhrif kannski? „Ekki nema að ég
hef náttúrlega fengið Jörg Heinrich
til liðsins," segir Trapattoni. „Hann
verður mjög mikilvægur hjá okkur.
Þýski boltinn er mun harðari, leik-
menn þar eru allajafna hærri og
meira skorað með skalla og eftir
horn- og aukaspyrnur. Okkar bolti
verður aldrei svona en Þjóðverjar
hafa oft spjarað sig vel hér, Bier-
hoff er gott dæmi um það.“
Agavandamál innan
og utan vallar
Trapattoni þarf einnig að taka á
agavandamálum liðsins, Rui Costa
og sérstaklega Brasilíumaðurinn
Edmundo eru blóðheitir mjög. „Ed-
mundo er bara strákur sem þarf
svolítið sérstaka meðhöndlun," seg-
ir Trapattoni. „Hann er sjúklega
feiminn og hörundsár og það brýst
svona út.“ Utan vallar eru vanda-
málin einnig nokkur eins og sást
nýverið er liðinu var vísað úr Evr-
ópukeppni vegna óláta áhorfenda.
Fiorentina á verst þokkuðu áhorf-
endur á Italíu og það ásamt per-
sónulegum óvinsældum forsetans,
Cecchi Gori, gerir liðið eitt það
allra óvinsælasta í landinu. Ekki
bara eru ólæti á pöllunum vanda-
mál heldur einnig framkoma
Flórensbúa almennt gagnvart að-
dáendum annarra liða. Þeir líta
stórt á sig og telja ævinlega allan
heiminn á móti sér. Ekkert lið hata
þeir eins mikið og Juventus, og er
það hatur djúprætt og á rætur að
rekja allt aftur til lokaumferðarinn-
ar í deildinni 1982 er vilhallir úr-
skurðir dómara færðu Juventus
meistaratitilinn á kostnað Fiorent-
ina.
Tap íyrir Juve í Evrópukeppni
snemma á þessum áratug og salan
á Roberto Baggio var síðan olía á
eldinn og er alltaf sérstakur við-
búnaður lögreglu er þessi tvö lið
mætast. Fiorentina hefur skipt oft
um þjálfara á undanfórnum árum
og þeir þjálfarar sem hrökklast
hafa á brott hafa allir kvartað und-
an ósanngjarnri pressu stjórnar fé-
lagsins og áhorfenda. Kannski er
nú loks tekinn við liðinu maður sem
er nógu „stór kall“ til að þola alla
þvæluna og gera Fiorentina að
stórveldi.