Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 23 LISTIR Glæpir í fortíð og nútíð ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „SUNSET LIMITED" eftir James Lee Burke. Dell Fict- ion 1998. 387 síður. BANDARÍSKIR bókmennta- gagnrýnendur virðast ekki eiga nógu stór orð til þess að lýsa verkum spennusagnahöfundar- ins James Lee Burkes. Er jafn- vel sagt að hann sé besti banda- ríski rithöfundurinn sem nú starfar og þykir kannski ein- hverjum ofsögum sagt. Hitt er rétt að hann skrifar óvenju góð- an texta miðað við þá sem fást við spennusöguformið vestra, og þeir eru ófáir; persónur hans eru mun dýpri og margræðari en annarra og glæpafléttan er ofin úr mörgum þráðum sem tengjast í nútíð og fortíð. Burke er afkastamikill rithöfundur og segist ski-ifa allan daginn, sjö daga vikunnar, en nýjasta sagan hans heitir „Sunset Limited" og kom nýlega út í vasabroti hjá Dell-útgáfunni. Líkt og í bókinni sem Burke gerði á undan henni, „Cimarron Rose“, segir hér af lögreglumanninum Dave Robicheaux í smábænum Nýju- Íberíu í Louisiana í Suðurríkj- unum. „Cimarron Rose“ var frá- bær lesning og þessi gefur henni eiginlega lítið eftir. Burke leggur yfirleitt meiri áherslu á persónur sínar og um- hverfið sem þær eru sprottnar úr en eiginlegu spennu- söguplotti og skapar hið skraut- legasta persónugallerí í nýju sögunni, sem vekur ýmist djúpa samúð eða skelfingu í huga les- andans. I þetta sinn á aðalsögu- hetjan, Robicheaux, í höggi við einstaklega viðurstyggilega of- beldismenn sem árum saman hafa skilið eftir sig slóð eyði- leggingar og dauða í Louisiana og komist upp með það vegna þess að þeir eru hvítir en fórn- arlömb þess svört. Sagan hefst á því að frægur fréttaljósmyndari, Megan Flynn, kemur til bæjarins. Bróðir hennar er kvikmynda- gerðarmaður að gera bíómynd í nágrenninu, en fyrir nokkrum áratugum var faðir þeirra myrt- ur og krossfestur upp við hlöðu. Hann hafði staðið í réttindabar- áttu svertingja. Með því að systkinin koma til bæjarins á ný vakna upp gamlar minningar af voðaatburðum þessum auk þess sem dularfullt morðmál kemur mn á borð lögreglunnar í Nýju- Iberíu; tveir ungir menn eru drepnir úti á víðavangi og svo virðist sem einn af tveimur eða þremur morðingjum þeirra hafi klæðst einkenningsbúningi lög- reglunnar. Þá er bókari nokkur drepinn í fangelsi og berast böndin að vini Flynnsystkin- anna og enn flækist málið þegar leigumorðingjar koma á staðinn og tengjast mafíunni þarna í Suðurríkjunum, sem telur sig illa svikna ýmist af kjaftatííúm eða skuldunautum. James Lee Burke er ekki að skafa utan af því þegar hann lýsir þessum óþjóðalýð og má segja að það sé „ótæti allt“. Mikið er af miskunnarlausu of- beldi í sögunni. Burke lýsir heiftúðugu og rótgrónu kyn- þáttahatri eins og það verst get- ur orðið á þessum slóðum með sögum um morð og nauðganir og grimmlyndi, svo manni þykir jafnvel nóg um hroðann. Stund- um er eins og næstum hver ein- asti maður í sögunni eigi morð eða önnur ofbeldisverk að baki. Eru enda ófáir í „Sunset Limited" sem hljóta makleg málagjöld. Mitt í öllum þessum dauða og djöfulskap stendur Dave Robicheaux eins og klettur í hafi, maður einstaklega rétt- sýnn sem nýtur virðingar allra, góðmennskan uppmáluð en harður í horn að taka með gott innsæi í mannlegt eðli byggt á áralangri reynslu bæði sem her- maður í Víetnam og lögreglu- maður í Suðurríkjunum. Hann þekkir hatrið milli hvitra og svartra, þekkir söguna og þekk- ir fólkið sem hann býr með. Eins og við mátti búast er sagan mjög vel skrifuð og af skilningi á aðstæðum svert- ingja. Náttúrulýsingar og um- hverfislýsingar allar auka á hið dulúðuga í frásögninni. Verður ekki annað sagt en að hér sé á ferðinni bráðgóð spennusaga íyrir vandláta. Arnaldur Indriðason Dagur íslenskrar tungu Hátíð í Hafnarborg Á DEGI íslenskrar tungu, 16. nóv- ember, stendur menntamálaráðu- neytið fyrir samkomu í Hafnarborg í Hafnarfirði og hefst athöfnin kl. 16.30. Menntamálaráðherra mun m.a. veita Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar og sérstakar viður- kenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Áður hafa Vilborg Dagbjartsdóttir, rit- höfundur og kennari, og Gísli Jónsson, menntaskólakennari, hlotið Verðlaun Jónas- ar Hallgrímssonar. Verðlaunahafinn hlýt- ur 500 þúsund krónur og Ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í há- tíðarbandi. Menning- arsjóður íslandsbanka hf. leggur til verðlaun- in. Síðla árs árið 1995 samþykkti ríkisstjórn- in tillögu menntamálaráðhen-a um að 16. nóvember ár hvert, fæðing- ardagur Jónasar Ilallgrímssonar, verði dagur íslenskrar tungu. I tengslum við daginn hefur mennta- málaráðuneytið beitt sér fyrir átaki í þágu móðurmálsins til að auka veg þess á allan hátt og verð- ur hann nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Inntak dagsins í ár tekur mið af tvenns konar áherslum. Áhersla hefur verið lögð á tengingu við upplestrarkeppni grunnskólanna, er hleypt verður af stokkunum í til- efni dagsins, og þátttöku skóla- barna i degi íslenskrar tungu sem nú ber upp á skóladag í fyrsta skipti. Öllum skólastofnunum landsins voru send bréf og vegg- spjald til að minna á daginn. Þá endurátgefur menntamálaráðu- neytið rit um málþroska barna sem m.a. verður sent til allra leikskóla landsins í tilefni dagsins. í annan stað hvetur framkvæmdastjórn dagsins til umræðu um íslenska tungu og fjöl- miðla. Kjörorð dagsins í ár er: Móðurmálið mitt góða. I reglum mennta- málaráðuneytisins um heiti og skilgreiningu Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar segir: Þau skulu veitt á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember ár hvert. Þau ber að veita ein- staklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáld- skap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, fram- gangi eða miðlun til nýrrar kyn- slóðar. Framkvæmdastjóm dags ís- lenskrar tungu gerir tillögu tO menntamálaráðherra um verð- launahafa og rökstyður val sitt. Heimilt að veita stofnunum og fyr- irtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Forsætisráðuneytið mun beina þeim tilmælum til opinberra stofn- ana að flaggað verði hinn 16. nóv- ember í tilefni dagsins og er al- menningur hvattur til að gera hið sama. Jónas Hallgrímsson DML' PowerEdge* 2300 □ FLUGUR SAMHERJI Dell PowerEdge netþjónar eru hannaðirtil að mæta þörfum vaxandi fyrirtækja. EJS hefur áralanga reynslu af þjónustu við íslensk fyrirtæki og veitir öllum kaupendum Dell PowerEdge styrkan stuðning. Dell PowerEdge 2300 með Microsoft BackOffice er tæknilega öruggur og háþróaður tölvubúnaður sem er allt í senn: Netstjóri sem stýrir flæði upplýsinga. Gagnagrunnsþjónn sem heldur upplýsingum til haga og kemur þeim til skila - alltaf. Tölvupóstur og hópvinnukerfi sem tryggir hnökralaus samskipti. Internetþjónn sem geymir heimasíðu þína og eykur hraða og öryggi. Við bjóðum nú Dell PowerEdge 2300 með Microsoft BackOffice Small Business Server með 10 notendaleyfum á kr. 490.000,- stgr. m. vsk* • Einn eða tveir 350 MHz, 400 MHz eða 450 MHz Intel Pentium II örgjörvar • 100 MHz gagnabraut • 512Kb skyndiminni • 6 rými fyrir 1" diska • Möguleiki á heitskiptanlegum diskum • 6 kortaraufar • Allt að 1 GB vinnsluminni • 10/100 netkort • 32X SCSI geisladrif • 3ja ára ábyrgð Microsoft BackOffice Small Business Server inniheldur: Netstýrikerfi - Windows NT Server. Internetþjón - Internet Information Server og Proxy Server. Tölvupóst / hópvinnukerfi - Exchange Server. Gagnagrunnsþjón - SQL Server. Internetsíðugerð og vefstjórnun - FrontPage o.fl. *Með 350 MHz Intel Pentium II örgjörva, 128 MB minni, 2x4GB LVD SCSI diskum, Microsoft BackOffice Small Business Server með 10 notendaleyfum. Verð fyrir aðila að rammasamningi Ríkiskaupa 3.02. Þetta tilboð gildir til 30. nóv. '98. V IT Microsoft GRENSÁSVEGI 10 • SlMI 563 3050 • BRÉFSlMI 568 71 1 5 • sala@ejs.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.