Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 25
Ljósmynd úr rannsóknaskýrslu Orkustofnunar/Helgi Torfason
LEIRHVERASVÆÐI við Tjarnarás á Þeistareykjum er eitt af nokkrum ummerkjum á yfirborðinu sem sýnir
að undir niðri er mikill hiti.
stað vegarins fyrii- Tjörnes, sem nú
stendur til að endurbyggja. Hann
segir að því miður virðist ráðamenn
ekki vilja kanna þennan möguleika.
Vegurinn um Reykjaheiði yrði í 300
metra hæð yfír sjávarmáli. Sjálfur
telur hann að vegurinn yrði ekki
dýrari og myndi ekki teppast frek-
ar vegna snjóa en Tjörnesið þrátt
fyrir hæðarmun. Hann hefði hins
vegar þá kosti að stytta leiðina
austur í Öxarfjörð um 20 kílómetra.
Þá kæmist háhitasvæðið á Þeista-
reykjum í þjóðleið og möguleikar á
byggingu iðjuvers þar myndu auka
mjög verðgildi orkunnar.
Félag um virkjun á
Þeistareykjum
Þótt Þeistareykir séu á milli
Reykjahverfís og Öxarfjarðar var
jörðin í Helgastaðahreppi og telst
tilheyra Aðaldælahreppi eftir að
Helgastaðahreppur skiptist í Aðal-
dæla- og Reykdælahreppa fyrir síð-
ustu aldamót. Þeistareykir fóru
endanlega í eyði um 1870 en hrepp-
arnir keyptu jörðina í sameiningu
af ríkinu árið 1915, að undanskild-
um brennisteinsnámum og lands-
réttindum til að vinna þær, og hafa
bændur í sveitarfélögunum notað
landið til upprekstrar.
Hreinn beitti sér fyrii- því að
Húsvíkingar tækju upp samstarf
við hreppsnefndirnar í Aðaldal og
Reykjadal um rannsóknir og virkj-
un háhitasvæðisins. Síðar óskuðu
Hita- og vatnsveita Akureyrar og
Rafveita Akureyrar eftir samstarfi.
Um þessar mundir er verið að
ganga frá stofnun félags um verk-
efnið. Orkuveita Húsavíkur mun
eiga 40% í því, veiturnar á Akureyri
samtals 40% og heimahrepparnir
10% hvor. Gerð hafa verið drög að
samningi sem byggjast á samning-
um sem gerðir voru um stofnun fé-
lags um rannsóknir í Öxarfirði og
við landeigendur þar. Hrepps-
nefndir Reykdæla- og Aðaldæla-
hreppa hafa óskað eftir ákveðnum
breytingum en búist er við að já-
kvæð niðurstaða fáist innan tíðar.
Fyrirhugað er að vinna að vega-
bótum næsta sumar og leita að
köldu vatni á svæðinu, en það er
nauðsynlegt við borun. Vonast er til
að unnt verði að bora 1.500-2.000
metra djúpa rannsóknarholu árið
2000.
Þriðjungur af Lands-
virkjunarverði
Framhald beggja verkefnanna,
Öxar við ána og Þeistareykja,
byggist síðan algerlega á því hvort
markaður fæst fyrir orkuna, annað-
hvort til stóriðju á norðausturlandi
eða með aðgangi að almennum
markaði með stofnun svokallaðs
Landsnets upp úr rafmagnsdreifi-
kerfum landsins. „Við viljum vera
tilbúnir þegar markaðurinn skap-
ast,“ segir Hreinn.
Hreinn telur líklegast að á báð-
um stöðum verði byrjað á 30 MW
virkjunum. Flestar jarðgufuvirkj-
anir séu byggðar upp í 30 MW
áfóngum, til dæmis við Kröflu, á
Nesjavöllum og í Svartsengi. Minni
áfangar séu miklu óhagkvæmari.
Slík virkjun myndi kosta um 2,5
milljarða kr. Miðað við tiltölulega
góðan árangur við borun væri unnt
að framleiða rafmagn í 30 MW raf-
stöð á Þeistareykjum og í Öxar-
firði fyrir um það bil eina krónu á
kílówattstund. Varmaorku yrði
hægt að selja á enn lægra verði.
Þannig myndi heitt vatn sem flutt
yrði frá Þeistareykjum til Húsa-
víkur kosta 20-35 aura kWst. en
verðið fer eftir stærð virkjunarinn-
ar. Gufa sem þannig yrði flutt
myndi kosta tvöfalt meira en heita
vatnið. Aftur á móti yrði unnt að
selja gufu á staðnum fyrir rúma 20
aura kílówattstundina.
Orkuveita Húsavíkur kaupir nú
sína raforku frá RARIK á 3,5 kr.
kWst en RARIK kaupir orkuna af
Landsvirkjun á 3,1 krónu. Athygli
vekur hvað gufuaflsvii'kjanir virð-
ast vera hagstæðir virkjanakostir.
Til samanburðar má geta þess að í
þeim er unnt að framleiða rafmagn
á helmingi lægra verði en í vatns-
aflsvirkjunum af svipaðri stærð,
eins og til dæmis Villinganessvirkj-
un í Skagafii'ði. Verðið er hins veg-
ar svipað og í áformuðum stórvirkj-
unum norðan Vatnajökuls. Hreinn
segir að Landsvirkjun hafi alla tíð
lagt höfuðáherslu á vatnsaflsvirkj-
anir og lítinn áhuga sýnt á gufuafls-
virkjunum, þrátt fyrir ótvírætt hag-
ræði af þeim. Hann tekur undir þau
orð blaðamanns að erfíðleikarnir
sem urðu við orkuöflun íyrir
Kröfluvirkjun hafi hrætt menn frá
og tafið þróunina. Telur Hreinn
vafasamt að fara út í vatnsaflsvirkj-
anir, ekki síst ef þær eru umdeildar
út frá náttúi-uverndarsjónarmiðum,
á meðan til eni svo góðir kostir sem
gufuaflsvirkjanir.
Óttast ekki eldsumbrot
Hluti háhitasvæðanna á Þeista-
reykjum og í Öxai'firði er á skrá
sem náttúruminjar en staðirnir
sem virkjað yrði á eru ekki friðaðir
sérstaklega. Hreinn telur unnt að
reisa þar virkjanir án þess að það
teldist spilla náttúrunni mikið.
Bendir á að virkjun í Öxarfirði yrði
á eyðisandi, um 10 km frá sjó og
fjarri mannabyggðum. Þeistareykir
séu að vísu fallegt svæði sem raf-
stöð myndi spilla að einhverju leyti.
Hins vegar kæmu ekki margir
þangað og Náttúruverndarráð
hefði gert ráð fyrír virkjun í áætl-
unum sínum. Þá fælist það í eðli
gufuaflsvirkjana að þeim fylgdu
engin miðlunarlón, aðeins blá lón ef
menn vildu, og meginmannvirkin -
sjálfar borholunar - væru neðan-
jarðar.
A móti kemur að losun gróður-
húsalofttegundanna kolvíildis og
brennisteinsvetnis er óhjákvæmi-
legur fylgifiskur virkjana á háhita-
svæðum. Þessar gastegundir eru til
staðar í jarðhitakerfinu og skila sér
út í andrúmsloftið með tíð og tíma,
hvort sem hitinn er virkjaður eða
ekki og kemst Gestur Gíslason
jarðfræðingur hjá Hitaveitu
Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu í
samantekt um málið að umhverfisá-
hrif vegna losunar gróðurhúsaá-
hrifa séu lítil vegna virkjunar jarð-
varma.
Telur Hreinn að út frá umhverf-
isverndarsjónarmiðum sé mun
æskilegra að virkja á Þeistareykj-
um og í Öxarfirði en setja undir
miðlunarlón sum þeirra svæða
norðan Vatnajökuls sem til umfjöll-
unar hafa verið.
Háhitasvæðin á Þeistareykjum
og í Öxarfirði eru á eldfjallasvæð-
um. Þannig kemur fram í skýrslu
iðnaðarráðuneytisins um virkjana-
kosti að Þeistareykjasvæðið er virk
megineldstöð. Hins vegar hefur
gosvh'kni verið lítil á nútíma og
yngsta hraunið á svæðinu er um
3.000 ára gamalt. Einnig kemur
fram að engar nútímaeldstöðvar
eru á svæðinu í Öxarfirði, þær
næstu í 11 km fjarlægð. Öxarfjarð-
arsvæðið er hins vegar mjög brotið
og þar urðu miklar hreyfingar á
sprungum í upphafi umbrotahrin-
unnar sem hófst 1975, en Kröflu-
STARFSMENN Orkuveitunnar
mæla hita í borholu.
eldar urðu í þeim umbrotahrinu
sem kunnugt er.
Hreinn segist ekki hafa áhyggjur
af eldsumbrotum, enda varla hægt
að tala um virk eldfjallasvæði í
þessu sambandi. Þannig sé ekki vit-
að um eldstöðvar í næsta nágrenni
háhitasvæðisins í Öxarfirði. Og um
3.000 ár séu liðin frá síðasta gosi á
Þeistareykjasvæðinu og því ekki
með nokkru móti hægt að líkja því
svæði við Kröflu þar sem umbrot
verði á 200 ára fresti.
Við rannsóknir á háhitasvæðinu í
Öxarfírði varð vart olíugasa og er
það einsdæmi hér á landi. Spurður
að því hvernig menn búi sig undir
það að olía komi upp segir Hreinn
að gerðar verði ráðstafanir til að
safna gasi við borun. Hins vegar sé
borstaðurinn valinn með tilliti til
hita og þar séu minni líkur á olíu en
í jaðri háhitasvæðisins.
Gott iðnaðarsvæði
Forsenda virkjunar háhitasvæð-
anna á Þeistareykjum og í Öxar-
firði er eins og áður segir að mark-
aður skapist fyi-ir orkuna, annað-
hvort til nýs iðnaðar eða almennra
nota með aðgangi að orkudreifing-
arkerfinu.
Aðrir staðir en Húsavík hafa að-
allega verið nefndir í sambandi við
staðsetningu stóriðjufyrirtækja.
Hreinn segir það einkennilegt því
Húsavík sé kjörinn staður fyrir
orkufrekan iðnað af hvaða stærð
sem er. Þar sé mikið af heitu og
köldu vatni, möguleikar á raforku-
framleiðslu í næsta nágrenni, nægt
byggingarland, aðstaða til hafnar-
gerðar og 4.000 manna atvinnu-
svæði auk þess sem tiltölulega stutt
sé í 20.000 manna atvinnusvæði við
Eyjafjörð.
Bæjarstjórn Húsavíkur hefur
keypt jörðina Saltvík sem liggur að
landi kaupstaðarins að sunnan-
verðu. Þar er mikið byggingarland
sem hentar meðal annars til iðnað-
ar og aðdjúpt þannig að mögulegt
er að gera stórskipahöfn. A Húsa-
vík nemur virkjanlegt kalt vatn yfir
1.000 lítum á sekúndu og möguleik-
ar á að afla meira vatns en öll sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu
nota í dag.
En orkan er samt sem áður mik-
ilvægasta auðlind Húsvíkinga og
íbúa nágrannasveitarfélaganna. A
svæðum sem eru innan við 50 kíló-
metra frá Húsavík, meðal annars í
Öxarfirði, á Þeistareykjum, í Gjá-
stykki, við Kröflu, í Bjarnarflagi
og í Laxá, má virkja til framleiðslu
á um 1.000 MW af rafmagni. Að-
eins um einn tíundi aflgetunnar er
nú nýttur. Aflgeta svæðisins er
svipuð og allra virkjana landsins í
dag og svipuð og rætt er um í
þremur stórvirkjunum norðan
Vatnajökuls. „Það á auðvitað að
setja stóriðjuverin þar sem auðvelt
er að afla orkunnar og aðrir kostir
eru til staðar. Það sparar línulagn-
ir og flutningskostnað sem er
verulegur," segir Hreinn og vekur
athygli á því að ekki hafi verið tek-
ið nægjanlegt tillit til orkusjónar-
miða við ýmsar ákvarðanir af því
tagi.
Frjáls samkeppni í
orkugeiranum
Hreinn rennir einnig hýru auga
til almenna markaðarins, segir að
aðgangur að honum myndi renna
enn traustari stoðum undir virkjan-
ir á þessu svæði vegna þess að þær
gætu framleitt rafmagnið á lægra
verði en Landsvirkjun virtist geta
gert. Enn eru þó nokkrar hindranir
í veginum. I fyrsta lagi þolir
byggðalínan ekki aukinn flutning til
suðvesturhorns landsins. Telur
Hreinn að úr þvi verði bætt því
Landsvirkjun geti ekki hrint í
framkvæmd áformum um 90 MW
stækkun Kröfluvirkjunar án veru-
legra úrbóta.
Mikilvægasta forsendan er að
lokum sú að framleiðsla og dreifing
raforku verði gefin frjáls. Hreinn
tekur skýrt fram að hann eigi við
alvöru samkeppni og Landsvirkjun
verði ekki veittur neinn forgangs-
réttur að núverandi markaði. Rætt
hefur verið um að taka dreifingar-
kerfið út úr Landsvirkjun og stofna
úr því og dreifikerfum Rafmagns-
veitna ríkisins og Orkubús Vest-
fjarða svokallað Landsnet sem allir
gætu keypt sér aðgang að.
„Landsvirkjun vill verja stöðu
sína og takmarka samkeppni
þannig að öðrum en henni verði
einungis heimilt að virkja íyrir
stækkun orkumarkaðarins. Það er
hins vegar lítið gagn í þannig sam-
keppni, þar sem einum aðila er
veittur einkaréttur á meginhluta
markaðarins. Landsvirkjun vaknar
nú upp við það að hafa ekki hugað
nóg að ódýrari orkuöflunarmögu-
leikum, eins og gufuaflsvirkjunum,
og önnur orkufyrirtæki og sveitar-
félög hafa tryggt sér landsréttindi
á bestu virkjanasvæðunum og mun
Landsvirkjun því eiga erfitt með að
standast samkeppnina. Nýting
þessara nýju svæða er hins vegar
háð því að fullkomið frelsi verði
innleitt í orkugeirann. Ef bið verð-
ur á því gæti farið svo að bestu
virkjanakostirnir landsins yrðu
ekki nýttir,“ segir Hreinn Hjartar-
son.
Einn liðurinn í háu orkuverði nú-
verandi orkuöflunar- og dreifingar-
fyrirtækja er jöfnun orkuverðs um
landið. Hreinn telur enga sanngimi
í því að þeir sem búa nálægt orku-
auðlindunum fái ekki notið kosta
þeirra á sama hátt og Reykvíkingar
njóta þess að hafa lágt vöruverð,
Vestfirðingar nálægðarinnar við
fiskimiðin og Sunnlendingar ná-
lægðarinnar við stærsta markað
landsins, svo dæmi séu tekin. „Við
eigum að nýta orkuauðlindirnar til
að draga hingað fólk,“ segir hann.
Gjöfult starf
Segja má um Hrein Hjartarson
að hann sé réttur maður, á réttum
stað, á réttum tíma. Með heimkomu
hans til Húsavíkur opnuðust augu
margra fyrir kostum svæðisins með
tilliti til orkuauðlindanna í nágrenn-
inu og Húsvíkingar tóku fram-
kvæðið í nýtingu þeirra. Sjálfur
segir hann að starfið sé ákaflega
gjöfult og umverfið spennandi
vegna breytinganna framundan.
Nú vinna Þingeyingar og sam-
starfsaðilar þeirra markvisst að því
að vera vel búnir undir nýja tíma í
orkumálum og virkja þegar réttar
aðstæður skapast.