Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
KÖNNUN Á ÁTÖKUM Á GEÐDEILD LANDSPÍTALANS
Þegar sjúk-
dómseinkenni
leiða til árekstra
Eitt af sjúkdómseinkennum margra geð-
sjúklinga er að þeir eiga í erfíðleikum með
mannleg samskipti en það sama á við um
marga líkamlega sjúkdóma. Því er ekki
rétt að setja samasemmerki á milli geð-
sjúklinga og átaka. Rannsóknir, sem gerð-
ar hafa verið erlendis, sýna að ástæðan
fyrir aukinni árásargirni í þjóðfélaginu er
stóraukin neysla vímuefna undanfarin ár.
TÆPLEGA einu sinni á
dag að meðaltali (meðaltal
samkv. ársskýrslu) gerist
það á geðdeildum Land-
spítalans að einn úr hópi þeirra um
350 sjúklinga, sem þar eru til með-
ferðar á legu- og göngudeildum,
stofnar til átaka.
Um 850 skráð átakatilvik komu
upp á geðdeildum Landspítalans frá
febrúar 1995 til loka ársins 1997.
Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri geðdeildar Landspítalans og
Jóna Siggeirsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, hafa tekið saman tölu-
legar upplýsingar um þessi atvik.
Við skráningu var safnað saman
ýmsum upplýsingum um þau atvik
þar sem sjúklingar höfðu annað
hvort í hótunum, lögðu hendur á
einhvem eða skemmdu innan-
stokksmuni. Þórunn lagði áherslu á
að í sumum tilvikanna kunni að vera
um það að ræða að sjúkdómsein-
kenni séu skráð sem átök.
Lítill hluti sjúklinga
Þórunn segir að það sé aðeins lít-
ill hluti sjúklinga sem kemur við
sögu þegar átök verða og í 86,6%
tilvika hefur viðkomandi vaklið
átökum oftar en þrisvar sinnum á
deildinni áður. Alls hafa um 1.700
manns lagst inn á geðdeildir Land-
spítalans á ári og er meðallegutími
um 45 dagar á hvern sjúkling. Að
jafnaði eru 350 sjúklingar til með-
ferðar á geðdeild Lsp. á hverjum
tíma. Könnunin leiðir í ljós að innan
við einu sinni á dag verði átök á
geðdeild. Þessi átök bitna langoft-
ast á starfsmönnum, þá öðrum sjúk-
lingum, sjúklingnum sjálfum eða
innanstokksmunum.
I um 70% tilvika beinast átökin
að starfsfólki geðdeildanna; sú var
niðurstaðan öll árin þrjú sem könn-
unin náði til. í 9-17% tilvika bitnuðu
átökin á samsjúklingum. Þórunn
segir að fækka megi slíkum átökum
mikið með því að íslendingar, líkt
og Norðmenn og Danir, samþykki
þá stefnumótun að bjóða einungis
upp á einbýli á geðdeildum.
I um 10% tilvika bitnuðu átökin á
mörgum í senn og í 5% atvika á
hlutum. I 4,5% tilvika að auki var
þörf á læknishjálp en í alls 13-21%
tilvika hlutust af sýnilegir áverkar
sem kölluðu á meðferð.
Þetta virðist jafngilda því að um
það bil einu sinni í viku hverri fái
einn úr hópi 440 starfsmanna á geð-
Nóvember
tilboð
MORALT
innihurðir
Mahogny hurðir
með körmum (10 cm)
og gerektum
Verð kr: 15.323,-
Símar: 460 3504/460 3501
SWEDOOR
Hvítar fullningahurðir (3 gerðir).
Með mdf körmum (10 cm) og
gerektum undir málningu
Hlutfallsleg skipting átaka
eftir því hversu alvarleg þau voru talin
30%
zn
m I Si 1 ■
ws
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
Minniháttar Miðlungs Meiriháttar
Hvað var gert til að stöðva átökin ?
Annað
Ekkert
Sjúklingur færður rólega burt
Lyfjagjöf aukin
Sjuklingi haldið niðri
Setið yfir sjúklingi
Herbergisvist
Rætf við sjúkling og herbergisvist
Haldið niðri og herbergisvist
Rætt við sjúkling og yfirseta
Rætt við sjúkling og lyfjagjöf aukin
Sjúklingur sprautaður og yfirseta
Sjúkl. sprautaður og rætt við hann
Lyfjagjöf aukin og herbergisvist
Lyfjagjöf aukin og sjúklingi haldið
Rætt við sjúkling
5 10 15 20 25 30%
deild Landspítalans sýnilega
áverka. Álíka tíð eru þau atvik þar
sem hlutir eru skemmdir og sá sem
í átökum lendir kennir sársauka
lengur en í 10 mínútur. Tíðast eru
þó þau atvik þar sem hlutir eru
skemmdir og manneskju ógnað og
afleiðingarnar verða þær að sá, sem
veist er að, kennir til í innan við 10
mínútur. Slíkt á við um 41-46%
átakanna.
í 65-70% tilvika voru átökin þess
eðlis að sá sem olli þeim notaði
hendur sínar eða fætur gegn fólki
og/eða hlutum. í um 1% tilvika tók
upphafsmaður einhvern kverkataki,
beit eða notaði t.d. stóla. í um 15%
tilvika var líkamsmeiðingum hótað
með orðum.
I langflestum tilvikum beitti
starfsfólk þeirri aðferð að ræða við
sjúkling til að stöðva átökin, ýmist
eingöngu eða með aðgerðum á borð
við herbergisvist, yfirsetu og auka
lyfjagjöf. I fímmta hverju tilviki
kom til þess að halda þyrfti sjúk-
lingi niðri. Meðal annarra aðferða
sem var beitt má nefna yfírsetu,
herbergisvist, aukna lyfjagjöf og í
1-4% tilvika fengu sjúklingar
stungulyf.
í 20-30% tilvika var ekki ljóst
hvað kom atvikinu af stað en í
25-32% atvikanna hafði sjúklingi
verið neitað um eitthvað og í 5-10%
höfðu sjúklingum verið sett mörk
þegar til átaka kom. í 40-50% til-
vika var deildin róleg og í 20-35%
tilvika mjög róleg þegar átökin
hófust.
f könnun Þórunnar Pálsdóttur og
Jónu Siggeirsdóttur var átökum
skipt eftir því hve alvarleg þau voru
talin og þeim gefín einkunn á skal-
anum 1-12. Því hærri sem talan er
því alvarlegra er atvikið talið. Þar
sem um hæstu tölurnar er að ræða
hefur starfsfólk þurft læknishjálp
og kannski langtíma fjarvistir frá
vinnu en við töluna 1 og 2 er fyrst
og fremst um heitingar og ógnun í
orðum að ræða. Um 80% tilvikanna
sem könnunin náði til fengu ein-
kunn á bilinu 4-7.
Hvað á hann sameiginlegt sá litli
hópur sjúklinga sem grípur til
átaka? Þórunn Pálsdóttir segir að
þetta séú skapmiklir einstaklingar
og í sumum tilvikum geti það verið
að einkenni sjúkdóms þeirra brjót-
ist fram á þennan hátt; þannig að
sjúkdómseinkenni séu skráð sem
árásargimi.
Breytingar með tímanum
Hún segir að á undanförnum ár-
um hafi ýmislegt breyst varðandi
átök. Aður fyrr vora lyf ekki eins
góð og nú er og eins voru fordómar
meiri í þjóðfélaginu gagnvart geð-
sjúkdómum. Þess vegna lögðu að-
standendur sjúklinga ekki inn fyrr
en engin önnur úrræði voru eftir og
þeir voru orðnir mikið veikir.
Þá segir Þórunn að yngra starfs-
fólk sætti sig síður við ögrandi
hegðun en áður og það geri meiri
kröfur um öryggisvörslu og varúð-
arráðstafanir. A hinn bóginn segir
Þórunn að átök séu greinilegur
fylgifískur ýmislegs í nútíma þjóðfé-
lagi. Langt leiddir vímuefnaneyt-
endur, einkum þeir sem neyta am-
fetamíns, séu til dæmis mjög of-
beldishneigðir og árásargjarnir.
Sjúklingar sem eru í mikilli am-
fetamínneyslu, voru nær óþekktir
hér á landi fyrir áratug. Eins er nú