Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 33

Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 33
32 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn á morgun, mánudaginn 16. nóvember sem er fæðingar- dagur Jónasar Hallgríms; sonar, listaskáldsins góða. í tengslum við daginn hefur menntamálaráðuneytið beitt sér fyrir átaki í þágu móð- urmálsins til að auka veg þess á allan hátt. Lagt er upp úr því að dagurinn sé álitinn hátíðisdagur móður- málsins, dagur sem íslend- ingar nota til að minnast og íhuga sérstöðu íslenskunn- ar. Lögð er áhersla á tvennt í tilefni dagsins í ár. Hleypt verður af stokkunum upp- lestrarkeppni grunnskól- anna en lögð er sérstök áhersla á þátttöku skóla- barna nú þegar daginn ber í fyrsta skipti upp á skóladag. I annan stað hvetur fram- kvæmdastjórn dagsins til umræðu um íslenska tungu og fjölmiðla. Fátt er mikilvægara í við- leitni okkar til að efla tungu okkar en að huga að börn: unum og fjölmiðlunum. í börnunum býr framtíð tung- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. unnar og því ber brýna nauðsyn til að vandað sé til máluppeldis. Foreldrar þurfa að vera sér meðvit- andi um mótandi áhrif sín á mál og málskilning barn- anna, enda býr lengi að fyrstu gerð. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að lest- ur fyrir börn er mjög mikil- vægur málþroska þeirra og er þá- lögð áhersla á að ekki sé hætt að lesa fyrir börn þótt þau séu sjálf farin að lesa, það sé þýðingarmikið að foreldrar haldi áfram að njóta bóka með börnum sín- um. Þannig hvetji þau til frekari lesturs sem eykur bæði málvitund, orðaforða og málskilning. Heimilin hljóta að bera þunga ábyrgð á máluppeldi barna en hlutverk skóla er ekki síður stórt. Að flestra mati á móðurmálskennsla að njóta nokkurs forgangs í kennslu skólanna og enn fremur að leggja þurfi jafna áherslu á lestur og bæði skriflega og munnlega tján- ingu. Sömuleiðis er það ekki síst hlutverk skólans að vekja börn til vitundar um sérstöðu tungunnar og mik- ilvægi þess að varðveita hana. En vissulega getur þessi vinna verið til lítils ef fjöl- miðlar, sem sífellt verða stærri hluti af veruleika barna og fólks almennt, vanda ekki mál sitt. Sam- kvæmt nýrri könnun á mál- fari nokkurra ljósvakamiðla, sem sagt var frá í blaðinu á föstudaginn, er pottur víða brotinn á þeim bæ. Ambög- ur og erlendar slettur sáldr- ast út í loftið á hverri mín- útu og rúmlega það. Raunar var á einni útvarpsstöð töl- uð enska í fjórðung þess tíma sem hlustað var. Og þann tíma sem íslenska var töluð, eða á fjórum og hálfri mínútu, heyrðust fimm er- lendar slettur og þrjár mál- villur. Augljóst er að hér þarf að gera bragarbót á en fram kom í frétt blaðsins að þessi tiltekna útvarpsstöð skar sig ekki úr hvað málfar snerti. íslenskir fjölmiðlar þurfa að vera sér meðvit- andi um áhrif sín, um mót- andi áhrif sín á málnotkun og málfar bæði barna og fullorðinna, ekkert síður en foreldrar og kennarar. Kjörorð dags íslenskrar tungu í ár er: Móðurmálið mitt góða. Á þessum degi ættum við leiða hugann að þeirri sérstöðu sem endur- speglast í tungunni. Hún varðveitir ekki aðeins merk- an menningararf heldur einnig einstakt sjónarhorn á heiminn sem sífellt er að þroskast og veita okkur betri innsýn í eðli hlutanna. íslensk tunga er tæki til að miðla íslenskri hugsun og jafnvel vafasamt að hægt sé að miðla henni á annan hátt. DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU Eftirmáli og nútíma vísindi EFTIR ÞVÍ SEM vísundunum óx fiskur um hrygg með upplýs- ingastefnunni, fjölgaði þeim, sem töldu, að ekkert pláss væri lengur fyrir guð. Sumir mestu andans jöfrar þessa tíma höfnuðu honum sem óþarfa tilgátu, sem þeir þyrftu ekki á að halda til að skýra tilurð stjömuþokunnar eða lífsins í öllum sínum margbreytileik... Carl heitinn Sagan, sá kunni stjarnfræð- ingur, sagði, að það væri „ekkert fyrir guð að gera“ og því neyddust allir hugsandi menn til að „afneita tilvist hans“. Robert John Russell, eðlisfræð- ingur, sem gerðist guðfræðingur og stofnaði Miðstöð guðfræði og nátt- úrvísinda við Guðfræðistofnunina í Berkeley í Kaliforníu 1981, segir þó (að sögn Newsweek), að nú séu guð- fræði og vísindi að nálgast hvert annað. I stað þess að grafa undan trúnni, séu vísindalegar uppgötvan- ir farnar að styðja hana, a.m.k. í hugum hinna trúuðu. Áður skildu menn kenninguna um Miklahvell þannig, að hún hefði ekkert með nokkurn Skapara að gera, en nú telja sumir, að kenningin sýni, að það búi einhver áælun og tilgangur að baki alheimnum. Aðrir segja, að þróun lífsins á jörðinni gefi ýmislegt til kynna um eðli guðdómsins og enn aðrir, að óreiðu- eða glundroða- kenningin, sem fæst við jafn hvers- dagslega og óspennandi hluti og veður og vinda og vatnið, sem drýp- ur úr lekum krana, sé til marks um, að guð sé enn að verki. Steven Weinberg, sem fékk Nó- belsverðlaunin í eðlisfræði, sagði ár- ið 1977, að því betur sem heims- myndarfræðin út- skýrði alheiminn, því tilgangslausari virtist hann vera. Nú eru þó sömu vísindin og höfn- uðu trúnni, farin að hlú að henni. Eðlis- fræðingar hafa nefnilega uppgötv- að, að alheimurinn er eins og snið- inn fyrir líf og vitund. Komið hefur í ljós, að væru náttúrulegir fastar, óbreytanlegar tölur eins og styrkur þyngdaraflsins, hleðsla rafeindai-- innar eða massi róteindarinnar, að- eins örlítið öðruvísi, myndu frum- eindirnar ekki loða saman, stjörnu- rnar brynnu ekki og ekkert líf hefði orðið til. „Þegar við áttum okkur á því hvað náttúrulögmálin verða að vera hárfínt stillt til að búa til þann heim, sem við höfum fyrir augum okkar, þá fer ekki hjá því, að sú hugmynd vakni, að það hljóti að vera einhver tilgangur á bak við allt saman,“ seg- ir John Polkinghorne, sem hafði átt glæsilegan feril sem eðlisfræðingur við Cambridge-háskóla áður en hann gerðist prestur í Ensku bisk- upakirkjunni 1982. Charles Townes, sem fékk ásamt öðrum Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði 1964 fyrir að uppgötva lögmál leysigeisla, segir, að margir hafi á tilfinningunni, að einhverjir vits- munir hafi átt þátt í að ákveða lög- mál náttúrunnar. Mennirnir fundu upp hina óhlut- bundnu stærðfræði, drógu hana upp úr sínu eigin hugskoti. Grískir stærðfræðingar uppgötvuðu hlut- fallið milli ummáls og þvermáls hrings, Pi, 3,14159, og Pi skýtur síð- an upp kollinum í jöfnum, sem lýsa öreindum, ljósi og öðrum fyrirbær- um, sem eiga ekkert skylt við hringi. Polkinghome segir, að þetta sé vísbending um „eðli sjálfs al- heimsins": Hugir okkar mannanna, sem uppgötvuðu stærðfræðina, slái í takt við sjálfa alheimsklukkuna. Með einhverjum hætti séum við stilltir inn á að leita að og finna sannleikann. Carl Feit, krabbameinslíffræð- ingur við Yeshiva-háskólann í New York og Talmúðfræðingur, segir, að úr því að hugurinn geti afhjúpað leyndardóma alheimsins, megi ætla, að eitthvað af mannlegri vitund sé í samræmi við vitund guðs. Trúað fólk dáist að sköpunar- verkinu en vill líka, að guð sé ávallt að verki. Sumir vísindamenn telja hughsanlegt, að svo sé í þeim furðu- lega heimi, sem skammtafræðin lýs- ir. Hún er um öreindir og óútreikn- anlega hegðan þeirra. Eitt frægasta dæmið er þetta: Helmingunartími geislavirks efnis er til dæmis klukkutími. Á þeim tíma eyðist helmingur frumeinda þess en hinn helmingurinn ekki. En ef frumeind- in er aðeins ein? Þá eru helmings- líkur á að hún eyðist og sömu líkur á að hún eyðist ekki. Hugsa mætti sér, að tilraunin væri þannig, að eyddist frumeindin, gæfi hún frá sér eiturgas. Ef köttur væri í til- raunastofunni, hvort væri hann þá dauður eða lifandi að klukkutíman- um liðnum? Eðlisfræðingar hafa komizt að raun um, að það er útilok- að að segja fyrir um örlög frum- eindarinnar. Sumir trúaðir vísinda- menn telja, að á þessari ögurstund, þegar ákveðið er hvort frumeindin lifir eða deyr, geti guð látið til sín taka. (Sbr. einnig athyglisverða grein Jóhanns Axelssonar prófessors um trú og vísindi sem birtist í Morgun- blaðinu 3. september sl.) M. HELGI spjall RE YKJAVÍKURBRÉF Laugardagurl4. nóvember ÞYZKALAND ER þriðja mesta efnahagsveldi heims og annað voldug- asta ríkið í okkar heims- hluta. Af sögulegum, menningarlegum og til- finningalegum ástæðum hafa Þjóðverjar alla tíð sýnt Islendingum, sögu okkar og landinu sjálfu meiri áhuga en nokkur önnur þjóð utan Norðurlandanna. Þessi áhugi Þjóð- verja birtist með ýmsum hætti en ekki sízt í því hve íslenzkir rithöfundar og listamenn hafa bæði fyrr og nú átt greiðan aðgang að almenningi þar í landi. Þessi tengsl við Þýzkaland eigum við Is- lendingar að rækta af okkar hálfu. Þau eru okkur mikilvæg. Og það getum við gert með ýmsum hætti, m.a. með því að leggja aukna áherzlu á þýzkukennslu í skólum landsins og með því að efla menningar- tengsl við Þýzkaland svo sem kostur er. Ekki einungis með því að íslenzkir lista- menn fari í heimsókn til Þýzkalands heldur og ekki síður á þann veg að hvetja til heim- sókna þýzkra rithöfunda og annarra lista- manna hingað til Islands. Viðræður Davíðs Oddssonar, forsætis- ráðherra, við þrjá helztu forystumenn Þýzkalands á tveimur dögum eru því afar mikilvægar. Á fimmtudag hitti forsætis- ráðherra að máli Helmut Kohl, áhrifa- mesta stjórnmálamann Evrópu í rúman einn og hálfan áratug og benda líkur til eft- ir þau samtöl, að Kohl komi í heimsókn hingað til íslands á næsta ári. í gær, föstu- dag, hitti Davíð Oddsson svo að máli þá Gerhard Schröder, hinn nýja kanslara Þýzkalands, og Wolfgang Scháuble, arf- taka Kohl, sem leiðtoga kristilegra demókrata. Fundur kanslara Þýzkalands og forsæt- isráðherra íslands svo skömmu eftir valda- töku Gerhards Schröder undirstrikar þau sérstöku tengsl, sem tekizt hafa á milli kanslarans og íslenzkra stjórnvalda og Ingimundur Sigfússon, sendiherra Islands í Þýzkalandi, hefur ekki sízt átt þátt í að koma á. Þegar Schröder kom hingað til lands fyrir einu ári var hann forsætisráð- herra Neðra-Saxlands og engan veginn ljóst, að hann yrði kanslaraefni jafnaðar- manna, hvað þá að hann mundi vinna kosn- ingarnar sem slíkur. Honum var hins vegar tekið hér sem einum af helztu forystu- mönnum Þýzkalands og alveg ljóst af opin- berum ummælum hans, að heimsóknin til íslands hefur haft mikil áhrif á hann. Af Þjóðverja hálfu hefur sérstaða Is- lands í þeirra huga verið undirstrikuð, ekki einungis með því, að Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, er í hópi fyrstu leiðtoga annaira þjóða, sem Schröder hittir sér- staklega að máli heldur einnig á þann hátt, að þótt forsætisráðherra væri í einkaheim- sókn í Þýzkalandi var honum tekið sem op- inberum gesti. Frá lýðveldisstofnun höfum við íslend- ingar átt mikilvægan bandamann, þar sem Bandaríkin eru. Með samningum um varn- arstöðina í Keflavík höfum við tryggt ör- yggi okkar. Á fyrstu árum lýðveldisins, þegar þjóðin stóð höllum fæti fjárhagslega, veittu Bandaríkjamenn okkur ómetanlegan stuðning. Á erfiðum tímum þorskastríð- anna svonefndu héldu Bandaríkjamenn sig til hlés en nánast má fullyrða, að þeir hafí aftur og aftur ráðið úrslitum um hver nið- urstaðan varð að lokum. Þótt lok kalda stríðsins hafi leitt til margvíslegi'a breyt- inga á samskiptum okkar við Bandaríkin er alveg ljóst, að eftir sem áður verða þau tengsl hornsteinninn í utanríkisstefnu okk- ar Islendinga. En jafnframt hefur mikilvægi samskipta okkar við Evrópuríkin aukizt til muna. Fiskmarkaðirnir í Evrópu hafa gífurlega þýðingu fyrir okkur og raunar öll viðskipti okkar við Evrópuríkin. Jafnframt er hið pólitíska og menningarlega samstarf að verða stöðugt nánara. Það á við á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og innan Evr- ópska efnahagssvæðisins í samskiptum Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Það er rétt, sem Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, sagði í ræðu við upphaf svo- nefndra Evrópudaga í gær, fóstudag, að „víðtæk sátt hefur tekizt um aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu.“ Þýzkaland er langáhrifamesta ríki Evr- ópu og innan Evrópusambandsins. Allt bendir til þess, að áhrif Þjóðverja í okkar heimshluta muni aukast á næstu árum og áratugum. Þjóðverjar munu gegna lykil- hlutverki í Ewópu á tímum stöðugt auk- innar samvinnu og samskipta Evrópuríkja í vestri og austri. Það er engin tilviljun hvað Þjóðverjar leggja mikla áherzlu á samskipti sín við Rússa. Haldist friður í Evrópu á næstu öld og takist að byggja Rússland upp á ný, sem áreiðanlega er ein af forsendum friðar í þessum heimshluta, munu Þýzkaland og Rússland verða í hópi stórvelda heims á næstu öld, ásamt Banda- ríkjunum, Kína og Japan. Þegar horft er til framtíðar skiptir það þvi miklu fyrir hagsmuni okkar íslendinga að tryggja góð samskipti við Þýzkaland ekki síður en Bandaríkin. Náin tengsl við þessi tvö ríki hljóta að vera undirstaða ut- anríkisstefnu okkar á næstu öld. Þess vegna eru viðræður Davíðs Oddssonar við helztu forystumenn Þýzkalands, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, svo mikilvæg- ar. Þeim viðræðum og þeim persónulegu tengslum, sem hafa skapazt á milli kansl- ara Þýzkalands og forsætisráðherra eigum við íslendingar að fylgja eftir með marg- í MORGUNBLAÐ- inu í dag, laugardag, eru birt ummæli Kristjáns Ragnars- sonar, formanns Landssambands ís- lenzkra útvegs- manna um ræðu þá, sem Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, flutti á aðal- fundi Landssambands smábátaeigenda sl. fimmtudag. í ræðu þessari sagði sjávarút- vegsráðherra m.a.: „Og á sama hátt og út- gerðir eiga heimtingu á, að jafnræðissjón- armiða sé gætt um gjaldtöku af rétti til nýtingar fiskistofna annars vegar og nýt- ingar orkulinda og annarra auðlinda hins vegar, þá ættu útgerðarmenn erfitt með að mótmæla sérstaklega niðurstöðu, sem fullt tillit tæki til slíkra jafnræðissjónar- miða.“ Um þessi orð Þorsteins Pálssonar segir Kristján Ragnarsson í samtali við Morg- unblaðið: „Sjávarútvegsráðherra var þarna að ræða um þetta á þeim grunni, sem þessi auðlindanefnd á að starfa eftir, að allar auðlindir þessa lands séu metnar, aðgangur að þeim og nýting. Hann vísar einnig til þess réttar, sem menn hafa haft til nýtingar á auðlindum. Við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr þessari nefnd og taka síðan afstöðu til þess á grundvelli einhvers jafnræðis, ef menn telja koma til greina einhverja innheimtu á sjíku gjaldi.“ I Ijósi þeirra umræðna, sem staðið hafa um þessi mál í mörg ár verður að líta á þessi viðbrögð Kristjáns Ragnarssonar sem jákvæð. Þótt hann taki skýrt fram í Morgunblaðinu í dag, laugardag, að út- gerðarmenn hafi ekki látið af andstöðu sinni við auðlindagjald, er ljóst af þessum tilvitnuðu ummælum að frá sjónarhóli for- manns LÍÚ er jafnræði á milli auðlinda í þessu samhengi mikilvægt. Það er vís- bending um, að þeir telji einhvers konar gjald ekki frágangssök, ef það snýr að nýtingu allra auðlinda en ekki einungis að fiskimiðunum. Þessi afstaða Kristjáns Ragnarssonar er skiljanleg. Sömu grundvallaratriðin hljóta að koma til álita varðandi allar auð- lindir þjóðarinnar, þegar rætt er um auð- lindagjald. Jafnræði í þessum efnum hlýt- ur því að geta orðið ein af forsendum sátta í þessu erfiða deilumáli. Frá sjónarhóli útgerðarmanna er áreið- anlega mikilvægt, að friður skapist um at- vinnugreinina og kvótakerfið og að þeir geti treyst því, að sú niðurstaða, sem sátt næst um standi til frambúðar. Það skapar víslegum hætti. Ummæli Kristjáns Ragnars- sonar LANGISJÓR Morgunblaðið/Freysteinn G. Jónsson öryggi og stöðugleika í atvinnugrein, sem eðli málsins samkvæmt hlýtur alltaf að búa við töluverða óvissu. Deilurnar um þetta kerfi hafa leitt til þess, að margvíslegar hömlur hafa verið lagðar á framsal veiðiheimilda. Þær höml- ur eru útgerðinni óhagkvæmar og draga úr möguleikum hennar til þess að nýta kerfið að fullu til hagræðingar í rekstri. Eigi þeir kost á friði um atvinnugreinina, jafnræði milli auðlinda að þessu leyti og fullu frelsi í framsali veiðiheimilda hlýtur greiðsla auð- lindagjalds að geta orðið álitlegur kostur frá þeirra sjónarhóli séð. Átök um málefni eru þáttur í heilbrigð- um skoðanaskiptum innan lýðræðislegs þjóðfélags. Hins vegar geta slík átök haft neikvæð áhrif, ef þau standa of lengi án þess að niðurstaða fáist. Umræður og deil- ur um fiskveiðistjórnunarkerfið hófust að ráði undii- lok síðasta áratugar og hafa staðið allan þennan áratug. Það er tíma- bært að þeim ljúki og að aðilar þessara átaka sýni, að þeir hafi kjark til þess að setja niður djúpstæðar deilur. Til þess þarf kjark af beggja hálfu. I hvorum tveggja herbúðum eru öfgamenn, sem munu ekki sætta sig við neina mála- miðlun. I hvorum tveggja herbúðum eru aðilar, sem telja sig hafa hagsmuni af því, að deilurnar haldi áfram. í báðum fylking- um er að finna öfl, sem munu saka þá, sem vilja ná sáttum, um svik við málstaðinn. En menn verða að hafa kjark til þess að standa upp úr skotgröfunum og láta málflutning slíkra aðila, sem vind um eyru þjóta. Úr því að Irar gátu samið frið á Norð- ur-írlandi hljótum við Islendingar að geta samið frið um fiskveiðikerfið. Almennur áhugi á hlutabréfa- kaupum HINN MIKLI áhugi á því að kaupa hlutabréf í Fjárfest- ingarbanka atvinnu- lífsins hf. hefur áreiðanlega komið mörgum á óvart. Stofnun þessa banka var litin hornauga af mörgum aðilum í fjái-málalífinu. Aðrir bankar og sparisjóðir hafa lýst áhuga á að kaupa FBA. Margir töldu ólíklegt, að hægt væri að selja hlutabréf fyrir svo stórar fjárhæðir í einu útboði en hlutafjárútboð FBA er hið stærsta í sögunni. Niðurstaðan gekk þvert á þessar kenn- ingar og hrakspár sumra. Gífurlegur áhugi reyndist fyrir því að kaupa hlutabréf í bankanum. Fram komu tilboð upp á 19 milljarða króna. Þessi niðurstaða hlutafjár- útboðsins er vissulega staðfesting á því, að ríkisstjórnin hafi tekið rétta ákvörðun með stofnun bankans, eins og Finnur Ingólfs- son, viðskiptaráðherra, hefur bent á. Hún er líka traustsyfirlýsing til þess hóps óvenjulega ungs fólks, sem stjórnar bank- anum og starfar við hann. Og loks er hún vísbending um, að engin vandkvæði verði á að selja þau hlutabréf, sem ríkið á eftir í bankanum og frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um að selja á næsta ári. Hinn mikli áhugi á hlutabréfunum í FBA sýnir jafnframt, að áhugi landsmanna á hlutabréfakaupum er mjög mikill. Það er bersýnilega mjög góður jarðvegur fyrir því, að almenningur leggi hluta af sparifé sínu í atvinnulífið og stuðli þar með að upp- byggingu þess. Þetta var hugsjón manna á borð við Eyjólf Konráð Jónsson, sem fyrir rúmum þremur áratugum hófu baráttu fyrir almenningshlutafélögum og er bók Eyjólfs Konráðs, Alþýða og athafnalíf, fróðleg lesning í ljósi þeirrar þróunar, sem er að verða í þessum efnum. En jafnframt sýnir eftirsóknin eftir hlutabréfum í FBA, þar sem rúmlega tíu þúsund einstaklingar skrá sig fyrir hluta- bréfum, og mikill áhugi á hlutabréfum í Landsbankanum fyrir nokki-um vikum, að þær hugmyndir, sem Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, setti ft-am í stefnuræðu sinni á Alþingi í byrjun október, að mikill meirihluti íslendinga gæti orðið hluthafar í sjávarútvegsfyrirtækjum, eru alls ekki óraunsæjar. Þvert á móti eru viðbrögð al- mennings við hlutafjárútboði í þessum tveimur bönkum með þeim hætti, að yfir- gnæfandi líkur eru á, að fólk mundi bregð- ast skjótt við, ef kostur væri á hlutabréfa- kaupum í sjávarútvegsfyrirtækjum með þeim hætti, sem Davíð Oddsson nefndi. Þessi framvinda mála er afar ánægjuleg. Hún mun treysta stoðir atvinnulífsins og hún mun bæta kjör alls almennings. Hún verður íslenzku samfélagi á allan hátt til framdráttar. „Þegar horft er til framtíðar skiptir það því miklu fyrir hags- muni okkar Islendinga að tryggja góð sam- skipti við Þýzkaland ekki síður en Banda- ríkin ... Þess vegna eru viðræður Davíðs Oddssonar við helztu forystumenn Þýzka- lands, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, svo mikilvægar. Þeim við- ræðum og þeim per- sónulegu tengslum, sem hafa skapazt á milli kanslara Þýzka- lands og forsætisráð- herra eigum við Is- lendingar að fylgja eftir með margvísleg- um hætti.“ i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.