Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 35^
LJÓSMYND sem Graham Green tók af Meyer á Tahiti á ferð þeirra 1960.
MEÐ leikaranum fræga Trevor Howard á æfingu á Föðurnum eftir
Stringberg 1964.
eni líka margar mjög sexý. í
Brúðuheimilinu t.d. er mikilvægt
að það komi skýi-t fram að hjóna-
band þeirra Nóru og Þoi’valds
gengur vel í svefnherberginu. Það
gerir það að verkum að það er erf-
iðara fyrir Nóru að yfirgefa hann.
Það eru margar uppsetningar á
Bniðuheimilinu sem ég hef séð þar
sem ekkert virðist vera í gangi í
svefnherberginu og lítil áhersla
lögð á það, ekkert sex, og þá er
auðvitað miklu auðveldara fyrir
konu að yfirgefa manninn sinn.“
„Þannig að það er mikilvægt að
kynferðislegri ástríðu á milli
þeirra hjóna séu gerð skýr skil
sem allra iýrst.“
„Eg held að það sé verulega
mikilvægt. Hedda Gabler var t.d.
mjög kynæsandi kona en gat ekki
þolað að láta snerta sig.“
„Hedda Gabler endar á orðum
höfuðsmannsins, „enginn gerir
svona lagað“. Einhver sagði að Ib-
sen hafi verið að leggja hugsanleg
orð í munn áhorfenda sem ekki
myndu skilja verkið, hvað finnst
þér um það?“
„Þetta er bull, ef ég má vera
hreinskilinn.“
„En Hedda Gabler var nokkuð
vanmetið leikrit í Noregi, framan
af allavega.“
„Já. En fyrir utan efni verksins
sjálfs, þá voru samtölin í Heddu
Gabler mjög frábrugðin því sem
tíðkaðist. Það ruglaði fólk í ríminu.
Áður gengu samtöl útá það að per-
sónur voru að útskýra sjálfar sig,
hver persóna átti oft langa ein-
ræðu eða eintal og þess háttar, en í
Heddu Gabler voru engin eintöl,
það er „vélbyssudíalóg". Og veistu,
það var danskur leikstjóri Heddu
Gabler, sem ég bara man ekki
hvað heitir, sem sagði að karl-
egóistar, einsog Napóleon, væru
alltaf aðlaðandi, en kvenegóistar
væru aldrei aðlaðandi. Er þetta
ekki merkilegt íhugunarefni?“
„Jú, og hvernig á leikari að túlka
þetta? Var þetta á meðan Ibsen
var á lífi?“
„Ó, já, mjög svo. Sjáðu til, einsog
Hamlet, allir karlleikarar vilja leika
Hamlet einsog allar leikkonur vilja
leika Heddu Gabler. En nærri öll-
um leikurum mistekst að leika
Hamlet einsog flestum leikkonum
mistekst að leika Heddu, jafnvel
færustu leikkonum, og ég hef séð
margar, meira að segja Glendu
Jackson mistókst það, þó að mér
hafi aldrei tekist að sjá hvers vegna.
Eins er með Hamlet - Paul Scofield,
Albei't Finney og Laurence Olivier,
þeh- voru aldrei góðir í Harnlet."
„Kannski er samsetningin á
leikurum mikilvæg, t.d. í hlutverk
Loveborg og Tessmans í Heddu.“
„Ég sé ekki að það ætti að vera,
en leikritin vh-ka þótt leikarar séu
ekki góðir. Það eru til leikrit sem
ganga ekki upp ef aðalpersónan er
illa leikin, en Hamlet og Hedda
Gabler eru einsog hús, þau standa
þrátt fyrir lélegan leik, og þú get-
ur ekki farið að hringla með
„strúktúrinn".
„Eru verk Ibsens, líkt og mörg
verka Strindbergs, ævisögur í dul-
argervi?"
„Nei, það held ég ekki. En ég
held að Hedda hafi verið Ibsen
sjálfur í pilsi, að hluta til. Það var
áhugaverður norskur sálfræðing-
ur, kallaður Ai’ne Duve sem er nú
látinn, sem sagði að Hedda hefði
öll helstu persónueinkenni Ibsens,
t.d. óttann við hneyksli og löngun
efth’ góðu kynlífi, en samt hrædd-
ist hann það. Og í Villiöndinni má
segja að eitthvað af Ibsen sé í Gr-
eigos Veli, maður sem reynir að
koma á réttlæti en fær alla upp á
móti sér.“
„Brúðuheimilið var mjög vinsælt
og umdeilt þegar það var frum-
sýnt, ólíkt Heddu Gabler sem var
lengur að komast upp á klassískt
plan. En það hlýtur af hafa haft
gífurleg áhrif og verið ögrandi á
tímum þegar konur áttu erfitt með
að fá inngöngu í háskóla og þar
fram eftir götunum.“
„Jú, og endirinn, þegar Nóra
ætlar að yfirgefa manninn sinn og
hann spyi*; en hvað með börnin?
Hún segist þá hafa æðri skyldum
að gegna, það er skyldum gagn-
vart sjálfri sér, að vita hver hún er
og að verða sú persóna áður en
hún tekur ábyrgð á börnum. Það
voru mjög illkvittnar þagnir á milli
hjóna það frumsýningarkvöld í
denn. Og þetta leikrit virkar enn.
stórkostlega vel um 120 árum síð-
ar.“
„Og sektarkenndin yfir að fara
frá börnun er ennþá „mál“. Þótt
það sé ekki nema að skreppa í
kaffi.“
„Ó já. Ég hef séð í nokkrum litl-
um og fátækari leikhúsum að
reynt er að skera niður þátt barn-
anna í verkinu, sem er ekki gott,
en þau eru svo mikilvægur hluti af
ímynd fjölskyldunnar, uppspretta
hamingju, og dramanu að yfirgefa
eiginmanninn. Ég hef séð þetta
verk í Peking, þar sem allir voi-u
dúðaðir upp og fengu viðeigandi
make-up til að líta út einsog Evr-
ópubúar, og kínversk svarthærð
börn hlupu inná sviðið með ljósar
hárkollur.“ (hlátur)
„Hefur þú séð margar ólíkar
uppsetningar?“
„Ekki svo margar. Þú getur
ekki hringlað með þetta, samtölin
t.d. eni mjög „akkúrat". Þú getur
sett persónur Shakespeare í nú-
tíma klæðnað, en ekki persónur
Ibsens, þær hæfa betur í sínum
rétta tíma en eru ekkert lakari fyr-
ir það.“
„Hann skrifaði eftir beiðni,
annan og jákvæðari endi á
Brúðuheimilinu fyrir þýskt leik-
hús, sem svo virkaði ekki. Gerði
hann það við fleiri leikrit, t.d.
„Konan við hafið“ sem hefur já-
kvæðan endi?“
„Nei, það gerði hann ekki, en
hann vildi láta „Konuna við hafið“
enda svona. En endirinn er ekki
algjörlega jákvæður, þar er hjóna-
band með möguleika til að verða
hamingjusamt, það er von, von
sem er í endinum."
„Leikritið þitt, Meeting in
Rome, fjallar um ímyndaðan fund
Ibsens og Strindbergs. Hvers
vegna hittust þeir aldrei?“
„Strindberg hélt því fram að Ib-
sen hafi hæðst að sér með Brúðu-
leikhúsinu. Kona Strindbergs
hafði þá nýlega farið frá honum, og
Strindberg hélt því jafnvel fram að
Ibsen hafi byggt leikrit sitt á óför-
um hans. Strindberg taldi
femínista hafa eyðilagt hjónaband
sitt og Ibsen væri þ.a.l. óvinur.
Hann hafði engan áhuga á að hitta
hann eftir það.“
„Eitt að lokum, nú ert þú að
koma til Islands, og ég verð að
spyrja þig hvort þú hafir lesið Is-
lendingasögumar og hvort einhver
hafi lesið þær í þínum kunningja-
hópi hér í Englandi.“
„Já, ég las þær eitthvað, en þær
voru ekki svo mikið lesnar al-
mennt. Ibsen gluggaði í þær. Frá-
bærar bókmenntir. En þetta er
ekki góður árstími á Islandi eða
hvað?“
„Ekki svo slæmur."
„Ég kem með húfu.“
Höfundur er kvikmyndalagasniidur
Meðvirkni (Codependence)
Námskeið Ráðgjafastofu
Ragnheiðar Óladóttur
28.-29. nóvember_______________________
Þroskandi 16 tíma námskeið yfir eina helgi.
Ráðgjafaviðtal innifalið. Skráning er þegar hafin
Fjallað verður m.a. um tilfinningar, mörk, varnir,
stjórnun og stjórnleysi og bent á leiðir út úr
vandanum_______________________________
Ráðgjafastofa Ragnheiðar Oladóttur,
Síðumúla 33, námskeið, stuðningshópar, viðtöl,
tilfinningavinna.
Nánari upplýsingar í símum 568 7228 og 897 7225.
E-mail: ragnh@mmedia.is
Súrefiikvörnr
Karin Herzog
••• vinna á öldrunareinkennuin '—'
••• enduruppbyggja húdina
••• vinna á appelsínidiúð og sliti
••• vinna á unglingahólum
••• vidhalda ferskleika húðarinnar
• Þœr eruferskir vindar í umhirðu húðar •
SÖLUSTAÐIR:
World Class — Reykjavík og Akureyri
Sigurboginn — Laugavegi
Verslunin Sautján — Laugavegi
Sandra — Smáratorgi
Snyrtihöllin — Garðatorgi
Neglur og fegurð — Eiðistorgi
Borgar Apótek — Álftamýri
Engihjalla Apótek — Kópavogi
Breiðholts Apótek — Mjódd
Fjarðarkaups Apótek — Hafnarfirði
Garðs Apótek — Sogavegi
Grafarvogs Apótek — Hverafold
Háaleitis Apótek — Háaleitisbraut
Holts Apótek — Glæsibæ
Hraunbergs Apótek — Breiðholti
Hringbrautar Apótek — Hringbraut
Ingólfs Apótek — Kringlunni
Laugarnes Apótek— Kirkjuteigi
Laugavegs Apótek — Laugavegi
Reykjavíkur Apótek — Austurstræti
Rima Apótek — Grafarvogi
Vesturbæjar Apótek — Melhaga
Apótekið Firði — Hafnarfirði
Apótekið Iðufelli — Breiðholti
Apótekið Smíðjuvegi — Kópavogi
Apótekið Suðurströnd — Seltjarnamesi
Lyfjabúð Hagkuaps — Mosfellsbæ
Snyrti- og nuddstofan Paradís — Laugarnesvegi 82
Heilsa og fegurð — Síðumúla 34
Englakroppar — Stórhöfða 17
Sól og sæla — Fjarðargötu 11
Þitt mál — Heilsustúdíó — Gárðatorgi
Akraness Apótek — Akranesi
Borgarness Apótek — Borgamesi
Hveragerðis Apótek — Hveragerði
ísafjarðar Apótek - ísafirði
Keflavíkur Apótek — Keflavík
Rangár Apótek — Hellu
Rangár Apótek — Hvolsvelli
Sauðárkróks Apótek — Sauðárkróki
Selfoss Apótek — Kjamanum — Selfossi
Stjömu Apótek — Akureyri
Apótek Blönduóss — Blönduósi
Apótek Grindavíkur — Grindavík
Apótek Ólafsvíkur — Ólafsvík
Apótek Vestmannaeyja — Vestmannaeyjum
Hjá Eygló — Fáskrúðsfirði
Dreifing: Solvin, box 9184,129 Reykjavík, sími 899 2947