Morgunblaðið - 15.11.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 15.11.1998, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HNATTHITUN ÞAÐ var hér um daginn að eg horfði á barnatíma í Ríkissjónvarp- inu með syni mínum ungum. Börn- in voru mötuð á því að mannskepn- an væri að eyðileggja loftslagið á jörðinni með gróður- húsaáhrifum. Mogginn lá þarna í seilingarfjar- lægð á sófaborðinu, mér leiddist þetta inn- rætingarþóf í barna- tímanum eg seildist eftir honum og las þar að nokkrir þingmenn á Alþingi vildu láta Is- land samþykkja höml- ur (oft kenndar við Kyoto í Japan) iðnríkj- anna, á losun kolildis (oft kallað koldíoxíð, CO2 eða kolsýringur) út í andrúmsloftið. Mér var nokkuð brugðið við þetta endurtekna áreiti. Voni einhverjar stórfréttir eða var bara einhver múgæsing komin í barnatímann og þingmenn- ina? Er að hitna? Það er alltaf að hitna í lofti, eða svo segja ýmsir vísindamenn. Er það ekki kærkomið fyrir okkur Klakabúa? Kannski fer loftslagið að verða eins gott og á landnámsöld þegar Norðmenn flykktust hingað tugþúsundum saman? Það virðist hafa kólnað mikið skömmu eftir að við misstum sjálfstæðið til Norð- manna. Eitt er víst, íslenskir korn- ræktarbændur uppskera nú meir en menn gat dreymt um og skóg- ræktendur eru nú reiðubúnir að klæða landið nytjaskógi (kannske getum við loksins farið að rækta upp stærstu eyðimörk Evrópu)! Alþjóða veðurfræðistofnanir segja að 1997 sé heitasta ár frá 1860, 0,43 gráðum heitara en með- altalið 1961-1990. Og margir vís- indammen segja líka að kolildis- styrkurinn í andrúmsloftinnu hafi nú rokið upp í 350 ppm (ppm þýðir milljónasti hluti) úr 280 ppm um 1860. Þarna er eitthvert samband á milli, kannske var þetta rétt sem var í barnatímanum? Tölur sem birtast um loftslags- mál eru oft í meira lagi ónákvæmar (sem ég bið lesendur að hafa í huga við áframhaldandi lestur hér á eft- ir). Astæðurnar eru oft eðlilegar, oft er ómögulegt að mæla stærðim- ar. Til dæmis sýna gervihnatta- mælingar enga greinilega hita- aukningu neðst í gufuhvolfinu þó að mælingar við yfirborðið sýni hækk- un. Yfirborðsmælingarnar em gerðar af meira en 1.000 mælum á mismunandi stöðum á jörðinni og hafa heyrst raddir um að þeir mæl- ar séu ekki staðsettir á réttum stöðum til þess að gefa rétt útslag (gætu til dæmis verið of nálægt hitagjöfum af mannavöldum). Sp- urningunni hvort er að hitna í loft- hjúpnum hefur því ekki verið svar- að ennþá svo óyggjandi sé. Gróðurhúsaáhrif Gróðurhúsaáhrif kallast það að iofthjúpur jarðarinnar heldur í sér hitanum sem sólin sendir jörðinni, lofthjúpurinn virkar eins og gagn- sæ úlpa. En það er ekki súrefni andrúmsloftsins (sem við þurfum til að geta andað) heldur fyrst og fremst kolildið sem gefur okkur jarðarbúum þessa geysihaglegu úlpu: hún sleppir inn orku og birtu sólarinnar og heldur nægilega miklu eftir til þess að jörðin verði byggileg! Ef ekki væri neitt kolildi í andrúmsloftinu væri fimbulvetur á jörðinni, um 20 stiga gaddur og ís yfir öllu. Kolildið í andrúsmloftinu er þannig grunnforsenda lífsins á jörðinni að þessu leyti, en eins og kemur fram hér á eftir eru fleiri eiginleikar þess sem byggja grunn lífsins. En það er vandratað meðalhófið: ef of lítið er af kolildinu er ísöld (eins og hefur gerst annað veifið í jarðarsögunni og ætti að fara að styttast í aftur), ef of mikið er þýðir það steikjandi hita. Það virðist þannig vera beint samband á milli kolildisstyrksins í and- rúmsloftinu og hitans á jörðinni. Þegar betur er að gáð er þetta samband afar flókið og erfitt að sjá hvað er orsök og afleiðing: Þegar hitnar andar jörðin út kolildi, þegar kólnar andar hún að sér kolildi. Sólin er kannski bara að gera okkur grikk! Kolildið ferðast nefnilega í hraðri hringrás um loft til láðs og lagar, eins konar tröllauknum andardrætti jarðar- innar. Mannskepnunni með sínum vísindaklækjum hefur ekki enn tek- Ríkisstjórn íslands hefur ekki getað sam- þykkt samninga um óskilyrtar hömlur á kolildislosunarmörk, segir Friðrik Daníels- son. Þetta er eðlileg og skynsamleg afstaða. ist að mæla til hlítar nema nokkrar stunur í þeim geigvænlega andar- drætti. Heimsendis- spámennska Heimsendisspámenn hafa ekki verið seinir að grípa tækifærið: Þein-a spár eru að mannskepnan sé að eyðileggja andrúmsloft móður jarðar með því að brenna jarðefna- eldsneyti (olíu, kolum og jarðgasi), en við það verður til kolildi sem fer beint út í andrúmsloftið og veldur hitnun jarðar spá þeir, og afleiðing- arnar verða skelfilegar: jöklar bráðna, það hækkar í sjónum og byggt land hverfur undir sæ, eyði- merkur stækka, nýir þjóðflutningar hefjast. Haf- og loftstraumar rugl- ast og kannske kemur ísöld og megnið af lífi jarðarinnar tortímist, ef er þá ekki búið að kæfa það í reyk áður! Það er ekki nema eitt að gera segja heimsendisspámenn: hætta eða minnka stórlega brennslu jarðefnaeldsneytis, fara yfir í umhverfisvæna orku. Hér er greinilega vegið með alvæpni að rótum velsældar mannanna! Þeir sem hafa fylgst með veðurfari eða heimsendisspámennsku eitthvað aftur í tímann hafa heyrt þetta áð- ur: Til dæmis var fimbulkuldi í lok síðustu aldar og aftur á öðrum ára- tug aldarinnar, firðir frusu á Norð- urlandi og íslendingar flýðu land unnvörpum. í seinna stríði tók að kólna ískyggilega og hélt áfram í þrjá áratugi, þeir sem lásu blöðin um 1970 gátu fræðst um mikla kólnun á jörðinni og væntanlega ís- öld. Nýlega var okkur sagt í sjón- varpinu að „hringrásardæla“ út- hafnna, staðsett í Grænlandshafi ekki langt norður af Islandi, væri hætt að virka og ísöld á norðurhveli á næsta leiti! Nýjustu frétir herma að þessi hringrásardæla gæti verið í Suðuríshafínu, svo eins og oft áður lagaðist þetta nú allt saman. Enginn heimsendir sjáanlegur Lítum nú á hvort eitthvað er að rætast af nýlegum heimsendis- spám: Jöklar að bráðna: Miklir vís- indaleiðangrar hafa verið gerðir til aðalísgeymslu jarðar, Suðurskauts- ins. Niðurstöðurnar eni á eina lund: ekki er hægt að greina neina bráðnun, vísindamenn fara fýlu- ferðh’ þangað. Það hækkar í sjónum: Hér eru vísindamennirnir ekki sammála. Ein kenningin segir að það hækki í sjónum um ea. 2 mm á ári. Það gætu þó alveg eins verið náttúru- legar landabreytingar (dreifai’nar af síðustu ísöld, sumh’ landshlutar lækka, aðrir hækka) eða mælingar- skekkjur, það er mjög erfitt að mæla hreyfingarnai’ vegna stöðugr- ar hreyfingar landsins. Með öðrumn orðum: ekkert að gerast. Eyðimerkurstækkun. Þessu er búið að vara við lengi en erfitt að sjá hvað er af völdum veðurfarsbreyt- inga og hvað er „eðlilegar sveiflur" eða hvað er af völdum lélegrar um- gengni við landið. Hér getur líka komið til offjölgun mannskepnunn- ar og óstjórn og spilling. Þjóðflutn- ingar: Spurningin er hvort þeir era ekki byrjaðir þegar? Hvort það er af völdum veðurs, offjölgunar og fá- tæktai’ í þróunarlöndunum eða annars skal ósagt látið. Áhrif mannsins lítil Svo vill til að kolildi er grann- fæða alls lífs á jörðinni: jurtir, hvort sem er blaðgræningjar á landi eða svif og gróður í sjó, nær- ast á kolildi með hjálp orkunnar frá sólinni. Á jurtunum lifa síðan aðrir, þar á meðal við sem borðum bæði jurtirnar sjálfar og önnur dýr sem lifa á þeim (eða þá á dýrum sem lifa á þeim). Jurtir jarðarinnar breyta nefnilega kolildinu í næringarefni með svokallaðri ljóstillífun. Það er ekkert smáræði sem þær þurfa til sín: þær háma í sig um 500 Gt á ári hverju (eitt Gt=Gígatonn er einn milljarður tonna). Ef þetta gífur- lega magn er borið saman við það magn sem jarðefnabrennsla manna blæs út, kannski um 20 Gt á ári, kemur í ljós að jurtalífið á jörðinni þarf 25 sinnum meira til sín en jarðefnabrennsla mannanna gefur af sér. Með öðrum orðum: jarðar- gróður étur á hálfum mánuði það sem við brennum af jarðefnum á heilu ári. (Jurtirnar verða kannske fegnar, þær háma þeim mun meir sem styrkur kolildisins eykst, upp- skeran gæti meira að segja farið að aukast!) Og það eru fleiri en jurt- irnar sem þurfa kolildi: í sjónum myndast mikið af kalki og þarf um- talsvert magn af kolildi til þess, veðrun bergs étur talsvert og fleira kemur til. Þegar heildarmyndin er afhjúpuð kemur í ljós að í umhverf- inu hringrásast um 800 Gt á hverju ári milli lofts og láðs, lofts og lagar. Kolildi lofthjúpsins, um 3.000 Gt, endurnýjast á örfáum árum. Hluti mannskepnunnar í þessum trölls- lega andardrætti jarðar er nokkur % (kannske 2,5% frá jarðefnunum). Aftur á móti þarf talsverðan tíma til að endurnýja kolildið í sjónum, í honum era um um 20.000 Gt af kolildi fyrir (og sjálfsagt tífalt það á botninum). Spyr maður þá: hefur maðurinn einhver úrslitaáhrif á andrúmsloft- ið? Fer þetta ekki allt í þesa risahít sem virðist geta hámað og hámað kolildi? En hér er eins og fyrr ekki allt sem sýnist: Ferill kolildisins um loft, láð og lög er afar flókinn. Sjdrinn er miðstöðin Megnið, meira en 2/3, af yfirborði jarðar er sjór. í sjónum er geymt gífurlegt magn af kolildi (álíka mik- ið og fengist við að brenna öllu jarðefnaeldsneyti sem til er í jarð- skorpunni en það tæki meir en 1.000 ár með sama áframhaldi) auk þess gífurlega magns sem er í seti eða frá kalklífveram á botninum. Það verður sjórinn sem um síðir þarf að taka við mestu af fram- leiðslu jarðaryfirborðs á kolildinu, annaðhvort mun kolildið fara til botns bundið í kalki eða sem dauðar lífverur (verður kannske að nýjum olíulindum einhvern tíma). En hér kemur stærsta spurning- in: Af hverju tekur sjórinn, aðal- hámur jarðar á kolildi, ekki upp meira kolildi nú þegar styrkurinn í lofthjúpnum virðist vera sá hæsti í 160.000 ár að sögn ýmissa vísinda- manna? Era mennirnir búnh’ að skemma jurtalífið í sjónum með mengun hafanna og spillingu hafs- botns? Hefur hauggasið (metan sem hefur vaxið hlutfallslega miklum mun meira en kolildið) einhver áhrif? Mikið magn af svifögnum (íyki) kemur frá mannabyggð, hvaða áhrif hefur það? Mun jurtalíf- ið ekki ná að háma kolildið í takt við það sem maðurinn er að brenna? Hvaða áhrif hefur eyðing hitabeltis- skóganna, sem era mikilvirkir kolildishámar, geta jarðar til að anda að sér kolildi minnkar við það, getur endað illa ef ekki er tekið í taumana. Era mennirnir búnh’ að raska jafnvæginu í náttúranni? Sp- urningarnar era margar en svörin era enn afar blönduð og óheilstæð. Skýringanna á loftlagsbreyting- unum gæti verið að leita meðal náttúrulegra sveiflna að meira eða minna leyti. Þær skýringar eru að vissu leyti mun nærtækari vegna þess hvað verk mannsins eru lítil- mótleg miðað við athafnasemi nátt- úrunnar sjálfrar. Til dæmis sveifl- ast orkumagn frá sólu með sveiflum sem verða í útgeislun hennar. Einnig verða sveiflur í sporbaugs- hreyfíngu og spuna jarðarinnar, þessar sveiflur hafa af ýmsum vís- indamönnum verið álitnar ástæður ísaldanna. Einnig eru til áhrifa- þættir sem hafa áhrif á hversu hratt svifið í sjónum tekur upp kolildi, til dæmis gæti af einhverj- um orsökum verið of lítið járn í sjónum núna (járn er nauðsynlegt fyrir viðgang jurtasvifsins). Umhvei’fið leitar jafnvægis Fyrir um 160 þúsund árum var heitara á jörðinni en nú er, af hverju virðist ekki fyllilega ljóst. Maðurinn var þá kominn til sög- unnar en ekki sérlega iðnvæddur. Síðan kólnaði, svo hitnaði aftur, áfram héldu sveiflurnar. Isaldir og „vatnsaldir" skiptust á, fyrir tíu þúsund áram eða svo snögghitnaði pg flæddi stórum úr jökullónum á Islandi. Svo kólnaði aftur en á dög- um faraóanna hitnaði snögglega aftur o.s.fi-v. Þannig sveiflast hiti lofthjúpsins af eðlilegum orsökum, án tilstillis manna. Þegar Pinatúbó á Filippseyjum gaus hér um árið kólnaði loftslag á jörðinni um eins eða tveggja ára skeið (vegna ösk- unnar sem skyggði á sólina að hald- ið er). Þegar hlýtt varð endaði það kannske með því að jurtirnar eða veðranin á landinu önduðu að sér svo miklu kolildi að gróðurhúsaá- hrifín minnkuðu og kólnaði. Síðan komu eldgos sem fylltu lofthjúpinn af kolildi (úr gömlu kalki af sjávar- botni) og aftur hitnaði, jurtirnar og kalkmyndararnir tóku aftur til við að háma kolildið. Yfír öllu þessu tróndi svo sólin, sjálfur orkugjaf- inn, og sendi frá sér mismikið af geislum eftir því hvaða dagm’ eða ár var í hvert skipti og vermdi þannig jarðarbúa eftir geðþótta. Þannig hefur umhvei’fið á jörðinni sífellt verið að sveiflast eftir sólinni, eldfjöllunum, geimryki, loftsteinun- um (sem hleyptu öllu í háaloft ann- að slagið), jurtafarinu, skógareld- unum (og gömlum olíulindum sem komu upp á yfirborðið og brannu) og ýmsum aðstæðum á jörðinni: of mikið kolildi minnkaði á endanum, of lítið jókst á endanum. Staða íslendinga Island er eitt af fáum löndum Vestur-Evrópu þar sem hægt er að byggja upp orkufrekan iðnað. Þetta getur þýtt meiri kolildislosun hér, en sem betur fer gætu áhrifin orðið þveröfug á hnattvísu: þar gæti kolildislosunin minnkað. Astæðan er sú að orkufrekur iðn- aður á íslandi leiðir af sér mun minna kolildi en víða annars staðar auk þess að framleiða vörur (t.d. ál og væntanlega magnesíum innan tíðar) sem era beinlínis framleidd- ar til þess að minnka kolildislosun vegna léttari farartækja. Orku- frekur iðnaður hér kemur í staðinn fyrir orkufrekan iðnað annars stað- ar sem mundi verða knúinn að miklu leyti af jarðefnaeldsneyti. Tökum sem dæmi magnesíum- framleiðslu: þar yrði framleitt nokkuð af kolildi en málmurinn magnesíum fer til smíði bíla. Þar eð hann er léttur minnkar bens- íneyðsla og þar með kolildislosun bílanna. Heildaráhrifin verða mikill sparnaður orku og miklu minni kolildislosun á heimsvísu. Ef magnesíumverksmiðjan yrði byggð annars staðar era góðar líkur á að hún mundi nota orku frá jarðefna- kyntum orkuverum sem blása út allt að tífalt meira kolildi en starf- semin hérlendis myndi leiða af sér. Þetta er ein af aðalástæðunum fyrir því að Islendingar hafa ekki getað fallist á ákveðin órökstudd losunarmörk fyi’ir kolildi, íslensku sendimennirnir hafa leitað viður- kenningar á þeim atriðum sem virka jákvætt á hnattvísu (eins og til dæmis léttmálmaframleiðslan). Islendingar era ekki í sömu stöðu og iðnaðarlöndin í Evrópu og Vínlandi sem þurfa ekki að byggja upp orkufrekan iðnað hjá sér í þeim mæli sem við þurfum, þessi lönd era miðstöðvar hreyfanlegs fjár- magns og geta lagt orkufrekan iðn- að í þróunarlöndin þar sem orkan er ódýrari og kolildislosunin frjáls- lyndari. Islendingarnir eru aftur á móti að nýta sínar fáu auðlindir, orkulindirnar, sér til verks og við- urværis og þurfa því að byggja hér. Hvað á að gera? Ríkisstjórn íslands hefur ekki getað samþykkt samninga um óskilyrtar hömlur á kolildislosunar- mörk. Þeta er eðlileg og skynsam- leg afstaða meðal annas af eftirfar- andi ástæðum: 1: Þróunarlöndin era að mestu fyrir utan samninginn um takmörk- un kolildislosunar sem þýðir að hann verður árangurslaus. Mesta aukningin í kolildislosun á sér stað í þróunarlöndunum, iðnaðarríkin hafa samanlagt ekki aukið sína kolildislosun frá því í olíukreppunni 1973 og hafa þegar gert ráðstafanir til að draga úr losun. 2: Samningamir gætu orðið skaðlegir ef ekki er tekið tillit til heildar hnattrænna áhrifa (lokaút- komu jákvæðrar og neikvæðrar framlegðar, sbr. léttmálmarnir) af völdum þeirrar starfsemi sem tak- marka á. (Skynsamlegra gæti verið að hefta orkuframleiðslu með brennslu jarðefna í staðinn fyrir að einblína á kolildið.) 3: Það er ekki komin fram öragg r.iðurstaða ennþá um að mannaverk séu að breyta andrúmsloftinu til skaða, erfitt er með vissu að greina áhrif mannsins frá náttúrulegum sveiflum. 4: Samningur um takmörkun kolildislosunar frá orkufrekum iðn- aði hér, án tillits til heildar-hnattá- hrifa (nettóáhrifa), gæti orðið reið- arslag fyrir atvinnuuppbyggingu og þróun byggðar í landinu. Mannkynið telur orðið um 6 milljarða frá því að hafa verið 1/2 milljarður á dögum Tyrkjaráns. Fátæktin eykst í þróunarlöndunum og regnskógunum er áfram eytt. Ef brennslan eykst líka áfram gæti kolildismyndunin fyrr eða síðar orðið jörðinni ofviða, hvenær það gæti skollið á er ekki Ijóst enn. Eitt aðalvandamál jarðarbúa er enn sem fyrr offjölgunin í fátæku löndunum og af því fylgjandi mengun, skóg- areyðing, fátækt og hörmungar. Besta svar Islendinga við þessu er að halda sínu striki: auka orkufrek- an iðnað með mengunarlítilli orku sem hefur lækkandi áhrif á kolildis- losun á hnattvísu, rækta land og skóga sem taka upp kolildi, auka viðskipti við þróunarlöndin og berj- ast á móti spillingu hafanna. Höfundur er efnaverkfræðingur. Friðrik Daníelsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.