Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 55

Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 55 FOLK I FRETTUM MYNPBÖNP Draumur ungmeyja Draumadísir__________________ Drama k'A Handrit og leiksijórn: Ásdís Thoroddsen. Silja Hauksdóttir og Baltasar Kormákur: 90 mín. fslensk. Háskólabió, nóvember 1998. Öllum leyfð. „DRAUMADÍSIR" er önnur kvikmynd Asdísar Thoroddsen og fjallar, líkt og sú fyrri, um konur í samfélagi sem er byggt í kringum karla. Tvær vinkonur flækjast inn í heim vafa- sams brask- ara á barmi gjaldþrots. Saman við fléttast vandi móður og systur annarr- ar þeirra, en heimur kvenn- anna fjögurra virðist karl- mannslaus þar til spillti kaupsýslu- maðurinn kemur til skjalanna. Margar skemmtOegar og at- hygli verðar hugmyndh- og pæl- ingar eru á víð og dreif um mynd Ásdísar. En „Draumadísir" er því miður illa haldin af þeirri skæðu flensu sem herjað hefur á íslenska kvikmyndagerð alla tíð, handritið er veikt. Byggingin virðist sundur- laus og handahófskennd og heild- arsvipurinn óljós. Persónur eru ágætlega unnar, að undanteknum flötum og óspennandi karlpersón- um, og leikurinn er í góðu lagi. Já- kvæðir þættir ná þó ekki að vinna upp gallana og myndin er undir meðallagi vegna brostins heildar- svips. Hún stendur þó ágætlega í samanburði við aðrar íslenskar myndir og í þeirra hópi fer hún yf- ir meðallag. Guðmundur Ásgeirsson Góð myndbönd Vonir og væntingar (Great Expectations) +rk'k I þessari nútímaútgáfu af sam- nefndri skáld- sögu Charles Dickens er horfið töluvert frá samfélags- legu inntakinu og búin til fal- leg kvikmynd sem minnir á ævintýri. Myndin er ljúf og rómantísk og útlit hennar í alla staði glæsilegt. Bróðir minn Jack (My brother Jack)*Á* Mjög öflugt fjölskyldudrama þar sem Marco Leonardi fer á kostum í hlutverki gæðablóðs sem fer villur vegar og lendir í klóm vímuefna. Byssumenn (Men with Guns) ★★★ And-byssumynd þar sem algjörir aulabái’ðar ákveða að besta lausnin á vanda sínum er að notast við byss- ur en sú er alls ekki raunin. Hinn fallni (The Fallen)^nk’,/2 Trúarbragða hryllingur sem byrj- ar eins og dæmigerð lögreglumynd en dregur okkur inn í heim fallinna engla og baráttu góðs og ills. Töframaðurinn (The Rainmaker) ★★★ Francis Ford Coppola tekst hér að hrista af þann tilgerðarsperring sem vill loða við kvikmyndir sem gerðar eru eftir sögum John Grisham. Frá- bær leikur í hverju rúmi dregur fram það besta í sögunni, ekki síst litríka persónusköpun. Öskur 2 (Scream 2) irk'k Hinn sjálfsvísandi leikur heldur áfram í þessari framhaldsmynd hinnar geysivinsælu hrollvekju Ósk- ur. Unnið er skemmtilega með lög- mál kvikmyndageirans um fram- haldsmyndir en í heildina skortii’ fágun og leiðist þráðurinn út í lág- kúru undir lokin. Eftirminnilegt símtal (A Call to Remember) krk'h Hér er fjallað af næmi, reynslu og innsæi um áhrif þess á einstaklinga að lifa af yfirgengilegar hörmungar. Persónusköpun er sannfærandi og útfærsla leikaranna góð, sérstaklega Danners og Mantegna. Mjög gott sjónvarpsdrama, en með hverfandi afþreyingargildi. Bófar (Iloodlums) irk'k Ekta bófamynd eftir gamla laginu um stríð glæpagengja í New York. Sögulegur ramminn er kunnuglegur úr hliðstæðum myndum líkt og nöfn bófaforingjanna. Leikur og umgjörð til fyrirmyndar, en sagan helst til þunglamaleg. U-Turn / U-beygja^^Á% Vægðarlaus spennumynd sem bygg- ir á þemum og minnum úr Film Noir hefðinni og Oliver Stone bindur inn í glæsilega stflheild. Hin nýja hljómplata Diddú „Klassík“ er ein vandaðasta plata sem gerð hefur verið hérlendis með innlendum listamanni. Á þessari plötu syngur Diddú margar af vinsælustu aríum óperunnar. Diddú nýtur hér aðstoðar Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn hins þekkta stjórnanda Robin Stapleton sem kom sérstaklega frá London til að stjórna hljómsveitinni og flytjanda. Umsjón með gerð plötunnar hafði Björgvin Halldórsson sem hefur að baki áralanga reynslu í að stjórna verkefnum sem þessum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.