Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Hversdagspopp
Morgunblaðið/Þorkell
Á Húsmæðragarðinum, plötu Nýdanskrar, er vandað popp
að fínna að mati gagnrýnanda.
Tannhjól ýmissa
gerða og stærða
TOJVLIST
Geisladiskur
Húsmæðragarðurinn
Húsmæðragarðurinn, plata hljóm-
sveitarinnar Nýdanskrar. Nýdanskir
eru Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifs-
son, Ólafur Hólm og Björn Jörundur
Friðbjörnsson. Björn semur öll lögin
nema þrjú, Jón Ólafsson á tvö og
Ólafur Hólm eitt lag. Upptökur og
hljóðblöndun annaðist Ken Thomas.
Umslag hannaði Anna Júlía Frið-
börnsdöttir. Skífan gefur út.
HLJÓMSVEITIN Nýdönsk er
ekki alls ókunn landsmönnum, í ár
eru liðin tíu ár frá því hún gaf fyrst
út og er ekki enn búin að gefa upp
öndina því nýlega kom út geisla-
diskurinn Húsmæðragarðurinn eft-
ir nokkurt hlé sveitarinnar. Daníel
Agúst, fyrrverandi söngvari sveitar-
innar, hefur yfirgefið hana enda
upptekinn við störf í fjöllistahópn-
um Gus Gus en Björn Jörundur
Friðbjörnsson hefur tekið við hljóð-
nemanum í stað hans, að öðru leyti
er meðlimaskipan sú sama og nær
allan feril Nýdanskrar.
Diskinn prýða tíu lög, öll eftir
meðlimi sveitarinnar, flest reyndar
feftir Björn Jörund, popp, oft rólegt
og ómþýtt og því ekki ólíkt því sem
sveitin gerði áður á ferli sínum.
Ekki er beinlínis hægt að segja að
Nýdönsk hafi staðið í stað, hljómur-
inn er nýr og að sumu leyti laga-
smíðamar en þó er líkt og Hús-
mæðragarðurinn sé beint framhald
og fyrirsjáanlegt frekar en þróun á
fyrri verkum sveitarinnar.
Geisladiskurinn hefst á sínu besta
lagi , Hei þú, „grúvi“ sem sýnir
Nýdanska upp á sitt besta, pottþétt
>útsetning styður góða laglínu og lof-
ar góðu um framhaldið. Annað lag-
ið, „Pú ert svo“, gefur betri mynd af
Húsmæðragarðinum, tónlistin
dregur mjög dám af Nýdanskrar-
poppi fyrri tíma og gæti í raun allt
eins hafa verið á einni af fyrri plöt-
um sveitarinnar, þetta á svo við um
mikið af framhaldinu sem er miður.
Þrátt fyrir að hljómurinn sé að
mörgu leyti nýr þá er tónlistin sú
sama á margan hátt.
Kannski er ekki við öðru að búast
þegar hljómsveit sem á sér svo
langa sögu kemur saman á ný en að
hún sé sjálfri sér lík. Einnig er
nokkur eftirsjá að Daníel Ágústi
fyrrverandi söngvara sveitarinnar,
rödd Björns Jörundar er skemmti-
leg en þó aðeins í hófi, gróf röddin
verður þreytandi við mikla hlustun
og veik rödd Jóns Ólafssonar gefur
litla tilbreytingu. Hins vegar er
ekki að sjá að lagasmíðum sveitar-
innar hafi farið aftur þrátt fyrir
brotthvarf Daníels, gallinn er sá að
þær hafa ekki þróast. Þrátt fyrir að
votti fyrir slíku t.d. í lögunum Hei
þú og Húsmæðragarðinum er það
alls ekki nógu oft.
Textagerð er einnig frekar lík
gömlum viðfangsefnum Nýdanskr-
ar, hversdagsleg málefni eru Birni
Jörundi kær, en hann semur megn-
ið af textum geisladisksins, textar
eins og Hei þú og óskilamunir eru
ágætir til síns brúks en vekja hlust-
andann ekki til mikillar umhugsun-
ar, textinn við titillag plötunnar er
lélegur, og spillir laginu nokkuð,
„Maður útí glugga / maður úti búð /
kona útí glugga / krakkar undir
súð“.
Umslagið er afar vel gert og því
miður sjást svo fagmannlega unnin
umslög allt of sjaldan. Hins vegar á
það lítið eða ekkert skylt við við-
fangsefni plötunnar, sem þarf
reyndar alls ekki að vera ókostur í
sjálfu sér. Hljóðvinnsla er einnig
fyrsta flokks enda ekki við öðru að
búast frá svo gamalreyndri hljóm-
sveit auk þess sem Jón Ólafsson
hefur fyrir löngu getið sér gott orð
fyrir upptökustjórn.
Nýdönsk hefur ávallt sent frá sér
vandað popp og svo er einnig í þetts
sinn en þó er eins og metnaðinn
vanti í þetta sinn, metnað til að gera
ferska plötu í stað þess að gera enn
eina Nýdanskrar-poppplötuna, sú
plata hefur komið út áður.
Gísli Árnason
TOJVLIST
Geisladiskur
LHOOQ
Fyrsta breiðskífa þrieykisins Lhooq,
samnefnd því. Sveitina skipa Pétur
Hallgrímsson gítarleikari, Jóhann Jó-
hannsson hljómborðsleikari og Sara
Guðmundsdóttir söngkona. Lög eftir
þá Jóhann og Pétur. Þeim til aðstoðar
í nokkrum lögum eru meðal annarra
Guðni Finnsson bassaleikari, Ólafur
Björn Ólafsson trommuleikari og Pét-
ur Grétarsson sem leikur á marimba
og víbrafón. 42,10 mín. Echo gefur út,
Japís dreifír hér á landi.
SUMAR plötur eru fljótteknar,
við fyrstu hlustun greinast þær
sundur í frumþætti og án tvímæla.
Aðrar eru flóknari, þær hljóma
dægilega við fyrstu hlustun og aðra,
en það er ekki fyrr en búið er að
hlusta oft að þær láta undan og inn-
viðirnir koma i ljós.
Plata Lhooq er einmitt þeiirar
gerðar sem sýnir á sér nýja hlið við
hverja hlustun, plata sem hægt er að
sökkva sér í til að veiða upp hugmynd-
ir og velta á alla kanta. Mest hafa lög-
in Bogus og Losing Hand verið leikin
í útvarpi, en þau eru langt í frá bestu
lögin, nefni sem dæmi Missile, sem er
hreint frábært lag, Take Me Away,
Darkness, sem er fyrirmyndar popp-
lag, More to Life og BEM. Eini galli
plötunnar, ef galla skyldi kalla, er að
hún er of fáguð, of miklum tíma hefur
verið varið í fægja og slípa svo hvergi
er misfellu að finna. Á köflum eru út-
setningamar þannig of yfirvegaðar og
hljóð fúll meinlaus, til að mynda Call-
ing Me þar sem beitt og gróf hljóð
koðna niður í meinleysishljóma í stað
þess að fá að njóta sín. Það er reyndar
gamli hippinn Steve Hillage við
stjómvölinn með þeim Lhooq-liðum
og kannski honum um að kenna að
einhveiju leyti.
Sara Guðmundsdóttir syngur
geysi vel á plötunni og hefur á valdi
sínu ólíkar stemmningar og túlkun-
armáta eins og má til að mynda
heyra í Take Me Away, þar sem hún
er örlítið lífsþreytt og beisk, en í
næsta lagi á eftir bregður hún fyrir
sig upphafinni seiðandi ungæðislegri
rödd. Segja má að hún sé stjama
þessarar plötu, að minnsta kosti á yf-
irborðinu því þegar kafað er undir
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
SARA Guðmundsdóttir á
útgáfutónleikum Lhooq
í Loftkastalanum.
slétt og fellt yfirborðið kemur í ljós
fjölskrúðugur vélbúnaður; safn tann-
hjóla ýmissa gerða og stærða sem
miða tónlistinni markvisst framávið
af óstöðvandi þunga og seigju. Sá
þáttur skrifast á þá Jóhann og Pétur.
Textar eru almennt mjög góðir og
sumar linur eftirminnilegar, en aðrir
uppskrúfaðir í lærdómi sínum og sið-
fágun.
Frumraun Lhooq er framúrskar-
andi plata, áheyrileg og gefandi, og
mun eflaust skipa sér á bás með
bestu skífum ársins.
Árni Matthíasson
DÚKKURNAR eru kallaðar gælunöfnum stelpnanna, eða Fína
kryddið, Hræðslukryddið, Barnakryddið og íþróttakryddið.
Kryddaðar
NU eru það tuskudúkkurnar!
Söluvarningur sem framleidd-
ur hefur verið í tengslum við
Kryddpíurnar nálgast nú him-
inháar stæður. Þó finnst sum-
tuskudúkkur
um ástæða til að bæta í safnið
og það nýjasta á markaðnum
eru kryddtuskudúkkurnar og
komu þær á markaðinn í
Bandarikjunum f vikunni.
Dion í frí um
árabil eftir
aldamótin
CELINE Dion hefur átt gífur-
legum vinsældum að fagna upp á
síðkastið og hafa plötur hennar
selst í tugum milljónum eintaka.
Rene Angelil, eiginmaður hennar
og umboðsmaður, segir að popp-
stjarnan muni taka sér nokkurra
ára hvíld eftir aldamótin 2000.
Hann sagði í viðtali við
kanadíska sjónvarpsstöð að hann
og Dion væru að skipuleggja tón-
leika í Montreal við aldahvörfin
og eftir það myndi hún taka sér
hvfld. Dion mun þó ljúka tón-
leikaferð sinni um heiminn áður
en að hvíldinni kemur svo hún
geti lifað „venjulegu lífi“, að sögn
Angelil.
Á rólegu nótunum
Morgunblaðið/J úlíus
Sveinn Hauksson.
TOJVLIST
Geisladiskur
SÓLFINGUR
Sólfíngur, geisladiskur Sveins
Há. Söngur: Sigurður Ingvars-
son, Rannvá Olsen og Sveinn
Hauksson. Hljóðfæraleikur:
Sveinn Há, Jóhann Ásmundsson,
Jón Ólafsson, Þórir Úlfarsson,
Þorsteinn Gunnarsson, Jóhann
Hjörleifsson, Eyþór Arnalds,
Dan Cassidy, Þórir Lárusson og
Eggert Pálsson. Diskurinn var
hljóðritaður í Hljóðrita, Stöðinni
og Sultardropanum á árunum
1993-1998. Upptökumenn voru
Þórir Úlfarsson, Axel Einarsson
og Sveinn Ilauksson. Sultar-
dropinn gefur út.
SÓLFINGUR er ekki
fyrsta útgáfa Sveins Há, það
er þó orðið nokkuð langt síðan
síðast heyrðist í honum en
geisladiskurinn hefur verið í
vinnslu síðan 1993. Á honum
eru tíu lög, öll eftir Svein utan
eitt. Líklega flokkast tónlist Sveins
sem gítarpopp, öll einkennast lögin
af gítarleik Sveins og rólegum
stemmningum, órafmögnuð hljóð-
færi eru nær einráð á Sólfingrum,
fiðla, selló, flygill og órafmagnaður
gítarleikur sjá til þess að hlustand-
inn æsist ekki um of.
Hljóðfæraleikur er allur afbragð
enda hefur Sveinn fengið valin-
kunna menn sér til aðstoðar, næg-
ir þar að nefna Dan Cassidy fiðlu-
leikara, Jón Ólafsson sem leikur á
hljómborð og flygil og Eyþór Arn-
alds sem leikur á selló. Fyrstu lög
geisladisksins hljóma einkum vel,
lögin Sólfingur, Dvergurinn og
Kertaljós í vindi eru öll kraftmikil
og vel flutt, gítarleikur Sveins er
áberandi, svo og „latin“-skotin
hrynjandi sem vekur áhuga hlust-
andans. Fagmannlegar útsetning-
ar og góður hljómur hjálpa einnig.
Þegar lengra líður á hlustun fara
lögin því miður að gerast æ eins-
leitari og rólegri, jafnvel svo jaðr-
ar á stundum við að verða niður-
drepandi, slíkt er þó smekksatriði
að sjálfsögðu. Ber þá einkum að
nefna lagið Hernámið, tilbreyting-
arlaust hjakk sem líður fyrir slak-
an texta og túlkun hans, gítarleik-
ur liggur mun betur fyrir Sveini en
söngur.
Textar geisladisksins eru hins
vegar almennt nokkuð vel smíðað-
ir, vel er farið með íslenskuna
og sérstaklega er textinn
Móðir ágætur þótt ekki sé
yrkisefnið það frumlegasta
sem heyrst hefur. Meðferð
textanna er einnig góð, söngur
Sigurðar Ingvarssonar og
Rannváar Ólsen falla vel að
tónlistinni og textunum, þau
eru bæði prýðis söngvarar og
hafa tilfinningu fyrir tónlist-
inni.
Umslag geisladisksins er
smekklega unnið, leggur
áherslu á gítarleik Sveins,
myndin á framhlið bæklings-
ins er samsett af rafgítar og
blóðrauðu sólarlagi, sem er
mjög í stíl við innihald disks-
ins, hógvær en oft litlaus und-
irleikur skapar bakgrunn fyrir
söng og svo gítarleikinn.
Helsta lýti umslagsins eru
ótrúlega margar stafsetning-
arvillur í svo blaðsíðufáum
bæklingi, engin vanþörf hefði
verið á prófarkalestri áður en
hann fór í prentun.
Sveinn er frambærilegur gítar-
leikari, ber oft uppi geisladiskinn
og bjargar honum frá því að verða
of einsleitur. Meiri vinnu hefði þó
mátt leggja í önnur hljóðfæri og út-
setningar þeirra, helst er það fiðlu-
leikur Dan Cassidy sem sker sig
úr. Ekki er það svo að hljóðfæra-
leikararnir standi sig illa sjálfir,
það fer tónlistinni einfaldlega illa
að allur hljóðfæraleikur sé borinn
uppi af einu hljóðfæri, betur hefði
verið ef samspil hefði verið meira
og fyrir vikið hefði Sólfingur orðið
heilsteyptari og líflegri afurð og
þ.a.1. áheyrilegri.
Gísli Árnason