Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ STÓRT hal af King Klip. Hlöðver útvegaði íslenskt troll fyrir skipið, kenndi notkun þess og fyllti skipið í fáeinum hölum. „Þetta troll er mitt barn í Afríku,“ segir hann. að stýra þessu. Við köstum snemma á morgnana, veiðitíminn allt niður í 6-7 klst. á dag og þá er eftir mikil vinna hjá strákunum við að flaka. Hreint út sagt má segja að þetta sé nútímaþrælahald. Strákamir eiga að fá 6 tíma svefn og hafa einn dag í frí fyrir hverja viku við veiðarnar." Hlöðver segir að þeir séu um 30 daga í túmum. Hann kveðst vera búinn að fylla skipið einu sinni. Kom þá í land með 560 tonn af afurðum. Fiskimjölsverksmiðja er um borð og engu hent. Á árinu var aflinn 7000 tonn af hake-físki. Hann segir að vel hefði mátt veiða meira, en að- stasður leyfðu það ekki vegna áhafnarinnar. Hún er á lélegum kjörum og er auðvitað ekki ánægð. „Núna er ég eingöngu með þel- brúna sjómenn eða „litaða" eins og þeir kalla þá, sem er erfíðara en með þá svörtu í Namibíu. Þelbrúnn maður lítur stærra á sig en sá svarti og hann er alltaf í varnarstöðu. Sá þelbrúni vill nota svarta manninn en setur sig alltaf í vörn gegn hvíta manninum. Sá svarti lítur upp til hvíta mannsins. Þetta á við um sjó- mennina sem era allt ómenntað fólk. Sá brúni er ekki eins hræddur við að missa vinnuna eins og svarti sjómaðurinn og getur því staðið í ströngu þegar hann er óánægður. Verkalýðsfélagið er veikt í Namibíu en sterkt í Suður-Afríku. Það er því töluverður barningur með mann- skapinn og ég hefi átt í svolitlum erfiðleikum. Það er passað vel upp á að ég láti þá ekki vinna of mikið. Þýðir ekkert að segja þeim að því miður sé komið of mikið í trollið og biðja þá um að drífa sig að hífa og bjarga aflanum. Þeir vinna bara á einum hraða, sem mér fínnst róleg- ur en þeim mikill. Þá segjast þeir bara verða að hafa fleiri karla um borð. Það era trúnaðarmenn um borð og fyrirtækið er mjög varkárt gagnvart sjómannafélaginu. Trún- aðarmennimir verja þá vel ef manni hættir kannski til að taka ekki nægilegt tillit til þess sem til er ætl- ast. Hugsunarhátturinn er svo ger- ólíkur því sem er hér heima. Ég hefí átt í svolitlum vandræðum með að ná þessum hugsunarhætti til að , geta unnið með þeim. Það gengur best ef maður getur sett sig inn í hann. En það er mjög erfitt því þeir ganga auðveldlega á lagið. Vandi minn er sem sagt að físka ekki of mikið vinnslunnar vegna. Það er því margt að spá í. En þetta gengur alltaf út á það að treysta algerlega á sjálfan sig og hafa aga á hlutunum því þarna getur maður ekki leitað tii neins. Er algerlega einn og verður að standa og falla með því sem mað- ur segir og gerir. Ákvarðanir tek ég þó í samráði við útgerðarstjórann í landi. Það er góður agi hjá þessu fyrirtæki og því er vel stjómað." Irvin & Johnson Ltd. er gamal- gróið fyrirtæki. Ræður yfir helm- ingnum af fiskveiðikvóta Suður-Af- ríku og hefur 6000 manns í vinnu. Það rekur stórt og fullkomið frysti- hús og 20 togara. Þeir eru nú að fara út í endumýjun hjá sér,“ að sögn Hlöðvers. Era að fá tvö ný ís- fískveiðiskip nú í mars, sem era smíðuð á Spáni og era minni en tog- arinn hans. „Það verður mitt næsta verkefni að hanna veiðarfæri og VITINN á Góðravonarhöfða. Veitt er í 16-18 stiga hita í Atlantshafinu, siglt fyrir höfðann og í 26 gráðu sjávar- hita í Indlandshafi. að fá sjómennina? Á smábátunum fá ungir menn tilfínningu fyrir sjón- um. Við byrjuðum allir á smábátum. Ég trúi því aldrei að smábátaútgerð leggist af á íslandi. Eg á bróður sem er skipstjóri á ísfisktogara í Chile, Albert Haralds- son. Við höfum mikið samband og reynum að styðja hvor annan,“ seg- ir Hlöðver enn fremur. „Hann hefur unnið fyrir þýskt fyrirtæki þar og gengið mjög vel, sérstaklega með því að kaupa inn íslenskar vörur, þar á meðal af Jósafati Hinrikssyni og Hampiðjunni. En það ætlar að taka lengri tíma að sannfæra menn og koma því á í Suður-Afríku.“ Þegar spurt er um hvort fleiri ís- lenskir skipstjórar séu á þessum slóðum, kveður Hlöðver það vera, þótt hann hafí ekki tölu á þeim. Þeir hafa margir verið í sambandi hver við annan. „í dag eru íslenskir skip- stjórar orðnir mjög sterkir og vekja mikla athygli í Suður-Ameríku, Suður-Afríku og Namibíu, og í Ástralíu. Þangað höfum við þó ekki haft mikið samband. Það hefur gengið svakalega vel hjá okkur og við erum orðnir mjög sterkir á þess- um slóðum vegna þess að við höfum haft með okkur góða aðila hér heima, sem era Hampiðjan og Jósa- fat Hinriksson eins og ég sagði áð- an. Við erum allir komnir með topp- skip. Og nú er bara að standa sig í framtíðinni." Sjálfur er Hlöðver orðinn vel kynntur í Suður-Afríku. Ekki bara á eigin skipi heldur líka almennt, ekki síst eftir að hann útvegaði troll á ístogara og kenndi þeim að nota íslenskt troll. Hann fór með skipinu út til að kenna þeim aðferðina og þeir fylltu skipið í 8 hölum, mestallt King Klip, sem er einna erfiðasti fiskurinn og fæst bara á erfiðum botni. Síðan hefur þessi skipstjóri verið aflahæstur af ísfisktogurun- um. Nú er því ætlunin að fara að setja sams konar veiðarfæri á hin ísfiskskipin. Það bíður Hlöðvers nú eftir að hann kemur úr jólafríinu að setja upp troll fyrir þá og fara út með þeim til að kenna þeim á veið- arfærin. Á meðan getur hann skilið sitt skip eftir í höndum einhvers þessara þriggja Suður-Afríku-skip- stjóra sem hafa verið með honum og hann hefur verið að þjálfa upp. „Við höfum verið að fiska á nýjum miðum og það verður hluti af mínu starfi núna að fara með nýju trollin á nýjar slóðir. Þá verður maður að láta vita um allt sem maður gerir og getur gert. Nú er ekki lengur hægt að halda neinu fyrir sjálfan sig, eins og heima. Nú er maður orðinn eins og miðlari sem þarf að miðla sinni reynslu til annarra. Það er nýr þátt- ur í lífinu að miðla til annarra því sem maður hefur. Og það er gott að geta gert slíkt,“ segir Hlöðver og brosir afsakandi, sýnilega feiminn við háfleyg orð eins og að verða heiminum og mannkyninu að liði, sem viðmælandinn leggur honum í munn. ara starf en í Namibíu, ábyrgðin er svo miklu meiri. En verkefnið er mikilvægt að fást við,“ segir hann. „Við eigum fortakslaust að gera miklu meira af því að miðla okkar þekkingu til þróunarlandanna." Grunnslóð vernduð fyrir togurum Nú hefur Hlöðver reynslu af fisk- veiðum og fiskveiðistjórnun í þrem- ur löndum, búinn að vinna undir þrenns konar fiskveiðistefnu. Hvernig ætli sé í Afríkulöndunum um ofveiði og kvóta, mál málanna á Islandi? Hann segir að kvótaskerð- ing sé núna í Suður-Afríku, en kvótaaukning í Namibíu. Namibíu- menn hafa verið að byggja upp sína stofna í sex ár með mjög góðri fisk- veiðistjórnun, sem honum finnst að íslendingar ættu að líta til. Togarar fá þar ekki að fara grynnra en 200 metra dýpi, svo að öll grannslóð er vernduð fyrir þeim. Veiðieftirlits- menn era um borð í hverju einasta skipi, sem útgerðin borgar. ,Á tog- uranum eru þeir yfirleitt tveir og standa sex tíma vaktir allan sólar- hringinn. Þeir láta mann heyra það óþvegið ef maður gerir eitthvað sem þeim líkar ekki, segir Hlöðver. „Na- mibíumönnum hefur þannig tekist að byggja upp stofninn á mjög skömmum tíma. I Suður-Afríku era aftur á móti engir eftirlitsmenn um borð. Mér finnst fiskveiðistjórnunin hagkvæmust í Namibíu af þessum þremur löndum sem ég hefi reynslu af, þ.e. íslandi, Namibíu og Suður- Afríku. Af þeim gætum við ýmislegt lært. Við getum alltaf lært af öðr- um, þótt við séum góðir sjálfir." Islenskir ráðamenn eru alltaf að grobba af því að hér sé fínasta fisk- veiðistjórnun sem til sé í heiminum. Hlöðver dregur það sem sagt í efa. „Það er rangt. Miðin verða að fá að tala,“ segir hann fastmæltur. „Ef rétt hefði verið á málum haldið vær- um við ekki þar sem við erum í dag HLÖÐVER var í þrjú ár skip- stjóri í þróunarverkefni í Namibíu og hafði þá upp í 80 svarta heimamenn í áhöfn. og meiri fiskur á miðunum. Rækjan er t.d. búin. Ég segi ekki að hér sé röng stefna. Þjóðfélagið ber með sér að hlutimir séu í góðu lagi. En alltaf er spuming hvort það getur ekki orðið betra með tilliti til fram- tíðarinnar. Og alltaf er hægt að leið- rétta vitleysurnar." Hvað er það sem honum finnst mest að hér á íslandi? „Ég held að menn séu komnir með of öflug fisk- veiðitæki og þurfi þess vegna að fara gætilegar miðað við það sem maður hefur kynnst annars staðar. Fiskurinn fær hvergi frið. Ég segi að ef menn ætla að nota svona öflug fiskveiðitæki þá verði bara að nota þau færri. Sama er sennilega farið að gerast við Suður-Afríku. Farið að sjá á og þar era menn að spá í að fækka skipum en hafa þau öflugri. Það sem mitt fyrirtæki ætlar að gera er að fækka skipum og koma með ný skip til að fiska meira á færri skip, umfram allt með gæðin í fyrirrúmi. Liður í því er að kaupa þessa tvo ísfisktogara sem era í smíðum á Spáni. Þetta fyrirtæki er margverðlaunað úti um heim fyrir gæðaframleiðslu. Innst inni er ég mjög stoltur af að vinna fyrir þessa menn.“ Minnkaður kvóti á stóru skipin „Eitt finnst mér dálítið skrýtið núna þegar ég kem heim. I Suður- Afríku er verið að taka kvótann af stóru fyrirtækjunum og flytja hann yfir á smábáta og smærri útgerðir til þess að skapa atvinnu í landi. En þegar maður kemur hingað þá er þessu alveg öfugt farið. Mér finnst að eigi bara að leyfa þessum sjó- mönnum á smábátunum að hafa sína köku og veiða hana í friði. Ef þeir gefast upp, hvar eigum við þá fylgjast með því hvemig hægt sé að gera allt á sem hagkvæmastan hátt. Þarna snýst allt um að spara. Það hefur verið vandi að laga sig að því að vinna með lélegan útbúnað af sparnaðarástæðum. Við erum vanir því allra besta hér á íslandi. Þess vegna held ég að Hampiðjan og Jósafat Hinriksson eigi eftir að verða sterkir þarna niður frá, þegar Afríkumenn hafa áttað sig á því að það er hægt að spara peninga með dýram, sterkum og góðum veiðar- færam. Þá fara þeir að spá í líftíma veiðarfæranna. En þetta tekur langan tíma, verður alltaf að sann- reyna allt. Þessir menn eru óskap- lega varkárir." Ætlar hann að vera þarna lengi enn? Hlöðver segir að sér líki mjög vel að vinna með þessum mönnum í dag. Ef allt gengur vel ætlar hann að vera eitthvað áfram. Meðan hann getur látið gott af sér leiða og miðl- að sinni þekkingu til annarra, eins og honum finnst að maður eigi að gera, þá sé hann ekkert á leið heim þótt hann sé löngu búinn að lofa 18 ára gömlum eldri sjmi sínum að koma heim. Annan þriggja ára son á hann á Islandi. Sjómennskan létt, starfið erfitt Hlöðver bætir því við að vegna veðurfarsins sé sjómennskan þarna svo miklu léttari, hreinn lúxus, hægt að vera á stuttbuxum við vinnu allt árið. Hann kveðst hafa á tilfinningunni að hann geti ekki lengur stundað sjómennsku á Is- landi. Þarna er allt svo þægilegt. Og ekki þarf hann að hafa áhyggjur af óveðrunum. Að vísu geta komið óveður en þau standa stutt og manni sem vanur er veiðum í Barentshafi þykir þau ekkert til- tökumál. Hlöðver orðar það svo að sjómennskan sé létt þótt starfið sé erfitt. Aðbúðin um borð er góð enda er skipið hans heimili. „Það er erfið- ultílp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.