Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 B lík. úrufræðileguni fyrirbærum. - Og furðulegt má það heita, að land, sem er frábærlega vel fall- ið til náttúrufræðilegra iðkana, hefir aldrei átt á að skipa nein- um dugandi náttúrufræðingi. Jónas Hallgrímsson, sem dó í blóma lífsins, var meira skáld en náttúrufræðingur. Það gegnir furðu, hve rík lestrarhneigð Islendinga er þegar þess er gætt, að engir al- þýðuskólar eru í landinu. Oll kennsla fer fram í heimahúsum, og ferðast, presturinn einu sinni á ári um sókn sína og hlýðir börnunum yfír. Heimakennslan hefír þann kost í för með sér, að foreldrarnir standa í nánari tengslum við börn sín en ella. Börnin hlýða á fullorðna fólkið, taka þátt í samræðum þess, og verða því snemma kotroskin og fullorðinsleg. Eg er sannfærður um, að alþýðumenntun Islend- inga mundi hraka, ef skólar væru settir á stofn, enda er það óframkvæmanlegt sökum strjál- býli landsins. Hitt væri aftur á móti æskilegt, að stofnuð væru Iestrarfélög sem víðast, svo að menn ættu kost góðra bóka. Eftir dvöl mína í landinu, hika ég ekki við að fullyrða, að ís- lenzk alþýðumenning standi á hærra stigi en annars staðar í Evrópu. Þess verður víða vart í forn- sögunum, að mikil rækt hafí verið Iögð við söng og hljóð- færaslátt. í þeim efnum hefur orðið greinileg afturför. fslend- ingar eru ekki söngelskir, og yfírleitt má telja þá frábitna hverskonar listum. Þetta sætir enn meiri furðu, þegar þess er gætt, að æðsti presturinn í musteri listanna, Thorvaldsen myndhöggvari, var af íslenzku bergi brotinn. Staða konunnar í þjóðfélag- inu er jafnan talinn góður mæli- kvarði á menningarstig þjóð- anna. Á því sviði standa Islend- ingar öðrum Norðurlandaþjóð- um að baki. Þess munu fá dæmi meðal menningarþjóða, að kon- um sé íþyngt jafnmikið með vinnu og á Islandi. Konan verð- ur að annast öll innanhússstörf, gera skó, sauma fatnað o.þ.h. Auk þess gengur hún að hey- skap, hirðir skepnurnar og stundar jafnvel sjósókn. Hún þjónar karlmönnunum, dregur af þeim vosklæði og sinnir yfír- leitt öllum þörfum þeirra. Þetta veldur því meðal annars, að helgasta skylda móðurinnar er vanrækt - að hafa barnið á brjósti. Fjöldamargar konur hafa tjáð mér, að þó að þær æsktu einskis frekar en að hafa börn sín á brjósti, væri þeim það ókleift sökum annrikis. Segja má, að vilji karlmannsins sé ráðandi í einu og öllu. Margar af hinum fornu sið- MEDFERÐ GEGfM REYKINGUM WÝTT IMAMSKEIÐ HEFST MAIMUDAGINIM 11. JANÚAR SKRÁNING í SÍMA 552 2400 DAGMAR JÓNSDÓTTIR, HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR V/BARÓNSSTÍG Létta leiðin - Rétta teiðin Þaö er ótrúlegt hve margir láta blekkjast Og samt tekst sumum að hætta þrátt fyrir notkun plástra og tyggjós. Það er sann- arlega fólk með viljastyrk. Það heldur áfram að dæla f sig nikótíni, viðhalda lönguninni með rándýrum „hjálparmeð- ulum“ í stað þess að hætta bara. Aðferð Allen Carrs er löngu heimsfræg fyrir frábæran árangur. Það er miklu auðveldara að hætta að reykja en búið er að telja þér trú um. Lestu þessa bók og hættu að reykja. Ótrúlegt - en satt. Bókin var uppseld. Fæst nú aftur í bókabúðum og hjá Fjölva, sími 568-8433. venjum hafa nú verið lagðar niður. Þó er það enn alsiða að gefa festarmeynni morgungjöf eftir brúðkaupsnóttina. Heimanmundur t íðkast aftur á móti ekki lengur. Hitt mun enn algengt, að börnum sé gefið svokallað tannfé. Annars má segja, að Islend- ingar hirði lítt um hverskonar siðvenjur og ytri viðhöfn. Þeir fæðast inn í þennan heim í full- komnu látleysi, giftast án nokk- urrar viðhafnar og er holað í jörðina þegjandi og hljóðalaust. Höfundur er þulur. Útsala fpd ^ffjnfhhildi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Skólinn býður upp á bestu aðstöðu fyrir nemendur sem þekkist á landinu. Komið í heimsókn og sannfærist Nám við Viðskipta- og tölvuskólann leiðir til starfs Við byggjum á 25 ára reynslu og hefð og erum í takt við þarfir atvinnulífsins * Frá vísind um ti I verð brél fa ísland í alþjóðlegu umhverfi nýsköpunar og áhættufjármagns Ráðstefna á Hótel Loftleiðum 15. janúar 1999 Frummcelendur: Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra Alfred R. Berkeley forstjóri NASDAQ Vilhjálmur Lúðvíksson framkvœmdastjóri Rannsóknarráðs Islands Stefán Hal\dÓTSson framkvœmdastjóri Verðbréfaþings Páll Kr. Pálsson framkvœmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Gylfi Ambjörnsson framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubankans Jóhann Viðar ívarsson deildarstjóri Kaupþings Ráðstefnustjóri: Vilhjálmur Egilsson framkvœmdastjóri Verslunarráðs EignarhaldsfélagiO AlþýOubankinn hf. A V AFLVAKIf KAUPÞING HF Viðskipta- og iðnaðarráðuneytiö NÝSKÖPUNARSJÓÐUR 4 VERSLUNARRÁÐ (SLANDS VERÐBRÉFAÞING RANNIS Ráðstefnan hefst kl. 13:30. Þátttökugjald er 3.000 kr. Skráning er hjá Rannsóknarráði íslands í síma 562 1320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.