Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 B 7 MARGRÉT flýgur fúslega til húsbónda síns, sem heldur á einhverju gógæti handa henni. ræktaða ránfugla. „Ég hef fengið fálka frá Kanada og þeim fylgir vottorð upp á að þeir séu aldir upp á fálkagarði. Það er orðið algengt núorðið." Þetta leiðir hugann að blaðafregnum undanfarin ár um stolin fálkaegg og fálka. Frank kink- ar kolli og kannast vel við slíkar fréttir, líka frá íslandi, því fálka- heimurinn er lítill og þeir sem þekkja á annað borð til þar vita allt sem þar gerist. „Blaðamenn tala alltaf um að fálkar kosti margar milljónir og það ýtir kannski við veikum sálum að reyna að verða sér úti um fálka og selja. En það er orðið ógjörlegt að hafa ólöglega fálka um hönd, því með blóðsýni, hring um löppina, örflögu og öðru er ekki lengur hægt að fela upprunann. Eftirlitið er bæði fullkomið og tæknivætt,“ segir hann. Og hann er heldur ekki trúaður á sögur um auðmenn, sem kaupi ólög- lega fugla til að hafa í felum hjá sér, því meginánægjan við að eiga góða og fallega fugla er að geta haft þá til sýnis eða notað þá við veiðar, þar sem það er leyft. „Sannleikurinn er sá að það kaupir enginn lengur fugla af óþekktum uppruna fyrir ómældar upphæðir," fullyrðir hann. „Arabar kaupa ekki lengur ólöglega fugla, því þeir eiga nóg af peningum til að kaupa fugla löglega. Það er ekkert gaman að eiga fugla, sem ekki er hægt að sýna.“ En á hinn bóginn er mikil eftir- spurn eftir fuglum og hert eftirlit hefur einnig gert ránfugla að fágætri vöru, sem fólk reynir að stela, ekki aðeins úr náttúrunni, heldur frá öðr- um fuglaeigendum. Frank bendir á að ef fálkar séu til dæmis orðnir svo algengir að bændur kvarti undan þeim gætu stjórnvöld kannski hug- MARGRÉT svífur hátignarlega yfir heimkynnum sínum. SULTANA rífur í sig bráð sína. leitt að miðla takmörkuðum fjölda á markað. Hann bendir á að í Kanada leyfi stjórnvöld til dæmis árlega að teknir séu 10-12 fálkar. Þeir eru ekki seldir, svo stjómvöld gera þetta ekki til að græða, heldur er hægt að sækja um að fá fugla og síðan er valið úr umsóknum. Það er hins veg- ar rándýrt að verða sér úti um fálka, því það þarf þyrlu til að fara til þeirra afskekktu svæða, þar sem fálkarnir eru og svo þarf tvo fugla- fræðinga með til að tryggja að vel og rétt sé að öllu staðið. „Islendingar gætu hugleitt hvort þetta sé leið, sem þeir vilji fara,“ segir Frank að lokum. Ai-nargriðlandið hans er einnig áhugavert dæmi um hvemig fólk getur kynnst fuglalífinu. Þeir sem ekki komast þangað en vilja kynnast starfseminni geta gert það á netinu: www.eagleworld.dk. Bætt næring - betri þyngd Erum að fara af stað með tvo nýja megrunarhópa, 5. árið í röð. Námskeiðið stendurtil loka maí. Minnum á viktvaktina sem er stuðningshópur fyrir þá sem áður hafa sótt námskeiðin okkar. Upplýsingar og skráning í síma 551 4742 í dag, sunnudag, milli kl. 13:00 og 16:00 og á mánudag og þriðjudag næstkomandi milli kl. 09:00 og 13:00. IMæringarsetrið ehf., Laugavegi 7, tölvupóstfang: annael@isholf.is Nicotinell tyggjó og plástur Hættu nu alveg! Ráðgjöf og kynning í eftirtöldum apótekum: Mánudaginn ll.jan. kl. 14.00-18.00 Lyfja.Setbergi Þriðjudaginn 12.jan. kl. 14.00-18.00 Apótek Austurbæjar Miðvikudaginn 13.jan. kl. 14.00-18.00 Iðunnarapótek, Domus Medica Fimmtudaginn 14.jan. kl. 14.00-18.00 Borgar apótek Breiðholts apótek Föstudaginn 15.jan. kl. 14.00-18.00 Ingólfs apótek Keflavíkur apótek Laugardaginn lö.jan. kl. 14.00-18.00 Apótekið Smáratorgi Gott bragð til að hætta að reykja Útsala á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Reykjavík, HÓTEIy REYKJAVIK 25-40% afsláttur ef greitt er með korti 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu í dag, sunnudaginn 10. jan., frá kl. 13-19 Verðdæmi Stærð Verð áður Nú stgr. Pakistan sófaborösstærð Chachun, Afghanistan Balutch-bænamottur og margt, margt fleira. ca 125x175-200 196x169 36-42.600 84.900 10-16.200 28.300 52.400 8.900 RAÐBREIDSLUR Ferð a h appdræ tti Flugfélags Islands 2. útdráttur af sex Taktu fram flugáætlun okkar, sem þú fékkst með Morgunblaðinu 6. desember, og kannaðu hvort númerið á henni er meðal lukkunúmera mánaðarins. I ukhmtiwti't iiiuiiiiniuUhulai rtu. 5.281 20.481 21.843 25.810 30.365 47.777 Við óskum vinningshöfum til hamingju og óskum þeirn góðrar ferðar. Hver vinningur felur í sér ferð fyrir tvo, fram og til baka, tíl hvaða áfangastaðar Flugfélags íslands sem er - innanlands. Vinninga skal vitjað ísíma 570 3600. Næst verður dregið í lokfebrúar. FLUGFÉLAG ÍSLANDS fyrir fólk eina o$ þig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.