Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ HLÖÐVER Haraldsson hefur undanfarið ár verið skipstjóri og veitt djúpt út af suðurodda Afríku í Atlantshafi og Ind- landshafí á stærsta og glæsi- legasta verksmiðjutogara Suður-Afríkumanna, Boronia. Og notar þar íslensk veiðarfæri. Telur samvinnuna við Jósafat Hinriksson og Hampiðjuna ómetanlega. Hann trúir því að notkun íslenskra veiðar- færa eigi eftir að stóraukast á þess- um slóðum. Aðferðirnar og útbún- aðurinn þurfi bara tíma til að sanna sig. Auk skipstjórnarinnar bíður hans nú að skipuleggja útbúnað tveggja nýrra ísfísktogara sömu út- gerðar og kenna notkun veiðarfær- anna. Pað er langur vegur frá stráknum á árabátnum með honum afa sínum í Stykkishólmi, sem þar fékk tilfinn- ingu fyrir sjómennskunni og ákvað að verða sjómaður, og upp í allsráð- andi skipstjórann með 60 manna áhöfn á flaggskipi stærstu útgerðar í Suður-Afríku, aðeins rúmlega fer- tugur að aldri. Á uppvaxtarárunum fannst honum á margan hátt meira um að vera í sjómennskunni í Ólafs- vík en í Stykkishólmi og flutti sig því þangað. Byrjaði sem háseti, svo stýrimaður og endaði sem skipstjóri. Eftir að hafa lokið námi í Stýri- mannaskólanum færðist hann á fiskiskipum rólega frá smærri bát- um upp í togara. Byrjaði skipstjóra- ferilinn á togaranum Guðmundi í Tungu á Patreksfirði. „Ég ætlaði reyndar aldrei að verða skipstjóri. í mínum huga var það of mikið í fang færst og mikil ábyrgð, en það æxlað- ist svo að ég fór að leysa af sem skipstjóri og hefi verið fastur í því síðan um tvítugt. Byrjaði eiginlega of ungur,“ segir hann. Þetta var jafn og sígandi framgangur. Fyrr en varði var Hlöðver orðinn skipstjóri á öðrum af fyrstu frysti- togurunum sem íslendingar eignuð- ust, Hólmadrangi frá Hólmavík, og var með hann í 10 ár. „Ég tók frá upphafi þátt í þeirri frysti- togarauppbyggingu. Álltaf var verið að þróa þetta, breytingar gerðar margsinnis á skipinu og það lengt. Þá vorum við að byrja í Smugunni. Ég lenti þar í töluverðum erfiðleik- um því ég var einn af þessum sem byrjuðu með flottrollið þar. Ég hefí alltaf verið mikill áhugamaður um flottrollsveiði," segir hann. Þegar hann er inntur frekar eftir vand- ræðunum nefnir hann stöðuga norska eftirlitsmenn um borð að fylgjast með, sem tók á taugamar, enda ekki ljóst hvaða stefnu málin tækju, en vill þó ekki gera mikið úr því. Hann endaði sinn síðasta túr á Hólmadrangi með skipið fullt af flökum úr Barentshafi. Úr Barentshafi til Afríku Þá fannst honum nóg komið og réði sig í þróunarverkefni á vegum Islenskra sjávarafurða til undirfyr- irtækis þeirra, Seaflowers, í Afríku- ríkinu Namibíu. Kveðst ekkert hafa vitað út í hvað hann var að fara. Farið var með íslenskan ísfisktog- ara þangað suður eftir. Hlöðver var á honum í tvö ár og gekk allt vel, segir hann einfaldlega. „Þetta var samt mjög ólíkt því sem maður hafði vanist. Aðalvanda- málið kannski mannskapurinn. Við vorum 36 um borð og þarna var áhöfnin svartir heimamenn, nema við fjórir íslenskir yfirmenn til að stjórna og aðalvandamálið að aga liðið. Sjómennirnir fengu þrjá túra til að standa sig áður en þeir voru fastráðnir og voru mikil manna- skipti. Þurfti yfirleitt að láta 6-8 fara eftir hverja veiðiferð. Það var eins og að eiga við unglinga sem vildu vinna en gátu það ekki af því þeir höfðu ekki verksvit. Þurfti að kenna þeim allt og spurning hve lengi tolldi í höfðinu á þeim það sem við þá var sagt. Þeir kunnu ekkert að vinna en vildu vinna. Allt þurfti að kenna þeim, hreinlæti og alla meðhöndlun fisksins á okkar vísu. Þetta var þróunarverkefni. Mest undir sjálfum manni og okkur strákunum komið hvernig gekk. Stundum þurfti maður að beita ótrúlegri þolinmæði til að ná tökum á hlutunum. Svo bætti Seaflower við stórum 90 metra löngum frystitog- ara sem keyptur var frá Þýskalandi og þá byrjaði fyrst ballið. Áhöfnin orðin 94 og þar af 80 Namibíumenn. Var eins og heill svartur her væri að koma um borð þegar við lögðum úr höfn. Við vorum 10 íslenskir yfir- menn og þetta tókst mjög vel vegna þess að við stóðum saman og vorum ákveðnir í að láta hlutina ganga.“ Hlöðver var allan timann skip- stjórinn sem við þessar aðstæður þurfti að vera allt í öllu, skipstjóri og dómari, sífellt að leysa vandamál og stilla til friðar milli manna. „Þeir rífast mjög mikið og það er svo skrýtið að í rifrildinu kom mamma þeirra oft við sögu. Þeir fóru að nið- urlægja mömmu hver annars og þá fyrst varð allt vitlaust íyrir alvöru. CAPE Town, heimabær Hlöðvers. Með islensk veiðarfæri Þegar Hlöðver byijaði á Boronia fékk hann að ráða sínum veiðarfær- um sjálfur. Hann losaði sig við það sem fyrir var og bjó skipið veiðar- færum á íslenska vísu, þar á meðal toghlerum frá Jósafati Hinrikssyni og trollum sem eru hönnuð af Hampiðjunni. „Ég segi alltaf að við sem eram í svona verkefnum erlendis í þessum löndum gætum aldrei gert þetta nema með hjálp þessara fyrirtækja heima. Þessir strákar hjá fyrirtæki Jósafats Hinrikssonar og Hampiðj- unni eru mjög áhugasamir og hafa stutt mjög vel við bakið á okkur. Ég byrjaði í Suður-Afríku með sama hugarfari og í Namibíu að fara á nýjar fiskislóðir. Þarna erum við líka að veiða „hake“. Ég hefi verið á djúpslóð á miðum sem þeir hafa ekki veitt á áður. Ég hefi haft þann hátt á að vera meira og minna að vinna sem fiskiskipstjóri, þ.e. haft með mér heimaskipstjóra til að skóla og látið hann fylgjast með hvemig þeir geta tileinkað sér vinnuaðferðir á íslenska vísu. Á þessu eina ári hefi ég verið með þrjá Suður-Afríkuskipstjóra um borð. Þeir vilja læra og mér sýnist þeir hafa mjög mikla trú á íslendingum. Þeir spyrja hvort það geti virkilega verið að fiskurinn hafi verið þarna allan tímann. En þeir eru ekki vanir erfiðum botni, hraunbotni, höfðu hvorki veiðarfæri né rétt hugarfar til að veiða við erfiðar aðstæður eins og við erum vanir á Islandi. Á þeim stöðum höfum við veitt besta fisk- inn. Svo höfum við verið að fiska í töluvert hörðum straumi sem þeir hafa ekki getað gert.“ Veiða út af Góðravonarhöfða Þetta er svolítið sérstakt að því leyti að eftir að hafa verið hálfan túrinn í Atlantshafinu í 16-18 stiga yfirborðshita þá siglum við kannski fyrir Góðravonarhöfða og komum í Indlandshafið þar sem yfirborðshit- inn er 26 stig í sjónum. Við tökum fiskinn að vísu úr sama botnhita, 6-7 gráðum, en hann er svo viðkvæmur þegar hann er kominn upp úr. Fyr- irtækið bannar okkur því að taka of mikið inn í einu vegna hitans. Við verðum því að reyna að stilla okkur og taka ekki meira en 10 tonn í hali vegna gæðanna. Ég má ekki taka meiri fisk en skipshöfnin ræður við á 16-18 tímum á sólarhring. Við er- um með 60 manns við vinnuna á einni vakt. Það er mitt vandamál ► BORONIA, skip Hlöðvers, við bryggju í Cape Town. SUÐUR-afrískur skipstjóri sem Hlöðver er að þjálfa og kenna ís- ienskar veiðiaðferðir. Þar eru þelbrúnir sjómenn sem hann segir gerólíka svörtu sjómönnunum í Namibíu. Þá varð maður að taka á málinu og stilla til friðar. Varð alltaf að taka báða aðila fyrir. Þau voru mörg vandamálin sem ég hafði ekki kynnst fyrr. En aðalmálið var að læra að umgangast þetta fólk og að- lagast því á réttan hátt. Ekkert þýðir að vera með nein læti í kring- um þetta fólk. Verður alltaf að tala við það eins og fullorðið fólk þótt þetta séu ekki annað en unglingar. Þurfti ógurlega þolinmæði.“ Uppbyggingar- og þróunarstarf En það var góð veiði og gekk mjög vel. Við vorum í beinni sam- keppni við Spánverja og spenna í loftinu. En við sigruðum í þeirri orr- ustu, náðum betri árangri en þeir og gekk betur að vinna með þessu fólki, tala við það og kenna því. Spánverjamir voru frekar að verja sín réttindi að fá að vera þarna,“ út- skýrir hann. „Við Islendingar fórum of seint af stað, vorum of uppteknir af okkar málum hér heima. Það var komin ákveðin mótun á veiðarnar frá Spánverjunum þegar við kom- um. Við verðum því sífellt að sann- færa fólkið um hvers við erum megnugir. Við vorum í rauninni í þróunarverkefni þótt við værum aflahæstir ár eftir ár, fyndum ný mið og værum frumkvöðlar í að fiska á djúpslóðinni þar sem við fengum stærri og betri fisk en þeir. Vandinn var að fiska ekki of mikið upp á gæðin að gera því það er svo heitt þarna og fiskurinn viðkvæmur. Við vorum að veiða lýsingstegund sem nefnist „hake“. Það sem við höfum verið að gera í Namibíu er í rauninni mjög athyglisvert því við höfum verið að byggja þessar veið- ar upp á mjög skömmum tíma.“ Eftir þrjú ár í Namibíu var Hlöðver ákveðinn í að fara heim til Islands. En áður var hann með skipið í viðgerð í Suður-Afríku og var þá boðin vinna hjá stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtækinu þar, Irvin & Johnson Ltd. Þeir vildu ráða hann skipstjóra á nýjasta frystitogarann sinn, sem er eitt dýrasta og fullkomnasta fiskiskip Suður-Afriku, 65 m langur verk- smiðjutogari, svipað skip og Þerney hjá Granda. Þeir kalla þetta skip flaggskip Suður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.