Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Lífíð er dásamlegt ROBERTO Benigni; ljúfsár mynd úr útrýmingarbúðunum. ✓ Italska grínistanum Roberto Benigni hefur yfírleitt tekist að fá áhorfendur til þess að brosa og meira að segja þótt sögusviðið sé útrýmingarbúðir nasista í síðari heims- styrjöldinni. Arnaldur Indriðason segir frá nýrri mynd Benigni sem heitir Lífíð er dásamlegt. ^LENDINGAR, held ég, að Ihafí fyrst séð til ítalska grín- leikarans Roberto Benigni á stórmerkilegri kvikroyndahá- tíð sem Kvikmyndahátíð í Reykja- vík hélt í Laugarásbíói fyrir eins og >um áratug eða svo. Benigni var einn af þremur aðalleikurum í glimrandi fínni gamanmynd sem Jim Jarmusch sendi á hátíðina og hét „Down By Law“. Benigni lék fanga sem slapp úr haldi við þriðja mann og var líklega það hlægileg- asta í myndinni fyrir utan auðvitað dauðalvarlegan húmor Jarmusch. Myndin var gerð árið 1986 en þá var Benigni orðinn þjóðkunnur í heimalandi sínu fyrir skemmtileg- heit. Ekki hefur hróður hans farið minnkandi með árunum og nýjasta ^myndin hans, Lífíð er dásamlegt, hefur vakið mikla hrifningu í heimalandi hans og víðar, m.a. á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún hlaut dómnefndarverð- launin síðastliðið vor. Fágætur og undarlegur ítalir hafa einnig verið iðnir við að verðlauna myndina sem kemur Benigni þægilega á óvart. ítalski Oskarinn heitir David di Donatello og Lífíð er dásamlegt hreppti átta slíka á árinu; Benigni leikstýrir, leikur aðalhlutverkið og skrifar handritið ásamt öðrum. „Þeir hlógu alltaf að mér á Italíu en gáfu 1 aldrei nein verðlaun fyrir gaman- myndir,“ segir hann í viðtali við bandaríska kvikmyndatímaritið Premiere. „Núna, eftir að ég gerði þessa mynd, veita þeir mér helling af verðlaunum." Benigni er fæddur árið 1952 og hóf snemma að skemmta fólki. Undir lok sjöunda áratugarins var hann farinn að leika í litlum leik- húsum í Róm en fyrsta bíómyndin sem við hann er kennd heitir Eg elska þig Berlinguer og byggir á '' eintali sem Benigni flutti á sviði. Síðar var leikarinn kominn með sinn eigin sjónvarpsþátt og lék jafnframt í bíómyndum m.a. fyrir Bernardo Bertolucci í myndinni „Luna“. Hann gerði þrjár myndir á árunum 1983 til 1985 og var tek- inn að vekja athygli utan Italíu, m.a. leikstjórans Jarmusch, sem setti hann bæði í „Down by Law“ og síðar í einn kafla „Night on Earth“. Leikstjórinn hefur ekkert nema gott um Benigni að segja, lýsir honum sem „fágætum og undarlegum“ og segir að hann sé „fyndnasti maður sem ég hef fyr- irhitt“. Helsti kostur hans sem gamanleikara, að mati Jarmusch, er hvernig honum tekst að blanda saman sprækum líkamshreyfíng- um og hröðum talanda líkt og hann væri „Groucho og Harpo Marx í einum og sama manninum með svolitlu af Buster Keaton til bragðbætis". Svo virðist sem flestir hæfi- leikamenn í kvikmyndunum, hvort sem þeir eru leikarar, leikstjórar eða kvikmyndatökumenn eða hvað annað, reyni fyrir sér í Hollywood með einum eða öðrum hætti. Benigni gerði það en með vægast sagt vondum árangri. Gaman- myndaleikstjórinn Blake Edwards reyndi að endurvekja foma frægð Clouseaumyndanna eða mynd- anna um Bleika pardusinn og fékk Benigni til þess að leika fyrir sig titilhlutverkið í Syni Bleika pardusins. Myndin var mjög léleg og gerði lítið til þess að auka fram- gang leikarans í draumaborginni. Hann hafði áður leikið á móti bandaríska gamanleikaranum Walter Matthau í „Little Devils" en sneri heim aftur og gerði Johnny Stecchino þar sem hann lék strætisvagnastjóra sem var tekinn í misgripum fyrir mafíósa. Benigni hitti í mark. Stecchino er vinsælasta bíómynd sem sýnd hef- ur verið á Italíu fyrr og síðar. Fyr- ir skemmstu gerði hann annan misskilningsfarsa sem hét Skrímslið og fjallaði um ósköp venjulegan mann sem tekinn er í misgripum fyrir fjöldamorðingja. Svo virðist sem hann hafí gaman af að finna húmor í því sem venjulega er ekki tengt fyndni á neinn hátt. Lífið er dásamlegt er enn annað dæmi um það. Hann lætur mynd- ina gerast að hluta í útrýmingar- búðum nasista í síðari heimsstyrj- öldinni þar sem faðir og sonur bíða dauða síns en í þeim skelfi- legu aðstæðum tekst honum að skapa ljúfsára kómík, ef marka má erlenda gagnrýnendur, og fer mjög smekklega með það. „Mig langaði mikið til þess að takast á við harmleik," hefur Premiere eft- ir honum þegar hann lýsir hug- myndinni á bak við Lífið, „að setja sjálfan mig í mjög öfgafullar kringumstæður. Þetta er elsta hugmynd í heimi, að vernda líf þitt og að hafa rétt og skyldu til þess að segja Lífið er dásamlegt rétt áður en þú deyrð.“ Benigni fann einmitt titil myndar sinnar í orð- um Leon Trotskys þegar hann hugði að menn Stalíns væru komnir til þess að myrða hann; Lífið er dásamlegt gerist á ítal- íu undir stjórn Mussolinis fyrir stríð og hefst sem töfrandi ástar- saga um Guido, heillandi klaufa- bárð er verður ástfanginn af Dóru, sem stendur honum talsvert ofar í virðingarstiganum (Dóra er leikin af Nicolettu Braschi, eiginkonu Benigni). Hún er trúlofuð foringja í fasistaflokknum. Um síðir giftast Guido, sem er gyðingur, og Dóra, sem er það ekki, byrja að starf- rækja bókaverslun og eignast lít- inn dreng, Joshua að nafni. En það eru blikur á lofti og brátt snýst draumur Guido upp í martröð. Árásir á gyðinga í hverf- inu magnast. Drengurinn spyr hvers vegna nálægt bakarí bannar aðgang gyðinga og hunda. Guido reynir að fela sannleikann fyrir syni sínum með því að beita fyrir sig kímni og bröndurum. Hann segir að búðareigendur megi búa sér til hvaða reglur sem er. A morgun verður komið upp skilti sem bannar vísigota og hunda. Svo gerist það einn daginn að fjölskyldan er flutt í útrýmingar- búðir nasista og til þess að halda verndarhendi yfir syni sínum lætur Guido sem þeir séu að leika í leik sín á milli. Guido „þýðir“ reglurnar sem gilda í búðunum jafnóðum og þær eru hrópaðar á þá og skýrir út fyrir syninum hvernig menn vinna sér inn stig; með því að fela sig, með því að þegja og með því að vera ekki að biðja um snakk. Rétti maðurinn? Benigni er hrósað sérstaklega fyrir að gera hinar skelfilegu að- stæður allar mjög trúverðugar og fyrir lýsinguna á aðstöðunni sem faðirinn finnur sig í þegar hann reynir að vernda son sinn og notar gamansemina til þess. Benigni segist hafa velt sögunni fyrir sér árum saman og skoðað hana frá öllum hliðum. Hann er sjálfur ekki af gyðingaættum en faðir hans var sendur í vinnubúðir Þjóðverja og var þar í tvö ár. „Hann sagði okk- ur frá reynslu sinni,“ er haft eftir Benigni, „sem var mjög sorgleg en mjög fyndin líka. Hann vildi verada okkur börnin sín fyrir hryllingnum en við skynjuðum hann mjög djúpt.“ Gerðar hafa verið fjölmargar kvikmyndir sem fjalla um lífið í útrýmingarbúðum nasista nú síð- ast auðvitað Listi Schindlers eftir Steven Spielberg. Allar halda þær á lofti minningunni um þá sem fór- ust í dauðabúðunum og þær eru áminning um að sagan megi ekki endurtaka sig. Sumar hverjar hafa valdið deilum því viðfangsefnið er ákaflega viðkvæmt en til þess er tekið að Lífið er dásamlegt hefur hvergi orðið tilefni deilumála og hefur hún ekki verið gagnrýnd að ráði fyrir efnistök. Bíómyndirnar hafa fjallað um fasisma í háðsá- deilustíl eins og Einræðisherra Charlie Chaplins og jafnvel út- rýmingarbúðirnar líka eins og Lina Wertmúller gerði í Sjö blómarósum. Þegar Lífið var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Jerúsalem síðastliðið sumar stóð kona upp úr áhorfendahópnum og varaði við myndinni en var púuð niður. Grínarinn Benigni er kannski ólíklegastur allra til þess að fjalla um útiýmingarbúðirnar og kannski ekki. Ut af einhverju er það sem trúðurinn er alltaf sorg- mæddur. •Si ** c'-' Yoga - fyrir þig Kl. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. 12.10 Lísa Ásmundur Lisa 10.15 17.20 Daníel Ingibjörg Daníel Ingibjörg til 17.50 11.25 Hugleiðsla 18.30 Ásmundur Lísa Ásmundur Lísa Ásmundur Lísa Við bjóðum upp á jógatíma og jóganámskeið í notalegu umhverfi. Verð: Árskort 24.000, 6 mán. 18.000, 3 mán. 12.000 og 1 mán 5.300. Kortin gilda í alla tíma á stundaskrá, saunu og tækjasal. Næsta grunnnámskeið: Þri. og fim. kl. 16-17, hefst 19. janúar. Y0GA$> STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. AUGLÝSINGADEILD <§> mbl. is Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is ALL.TAf= G!TTH\SA£y A/Ýi i | Haukahúsinu við Flatahraun, sími 565 2740 UPPÁNÍJflVÍDDlDMÖniMHI. 4IÍILSUD41HS fWUH JJOMÖH ÚNINCflADJW CflOWDJJNCf) (fnnwniiiDniiiM miiDMIKWl ní ÍIJÓIUUIOÞflD vid flucKóum wm poikujiuiu síui flfliu flfluofl fl flDTflflfl ÞflTT 1 SVNINÍflflflOP. Kennt verður í Haukahúsinu, Flatahrauni og hefst kennsla 14. janúar. iHH-fíiTuii mm m il u-20 í slmfl eqe 2/40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.