Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR VÍSlNÐllNýjar eindir? Orka frá fjar- lœgum kvösum KVASAR eru öfhigustu ljósgjafar sem þekktir eru í alheimsrúm- inu. Þeir geta sent frá sér orku sem er 100 sinnum meiri en sam- anlögð orka allra stjarna vetrarbrautarinnar. Stærð þessara afl- miklu ljósgjafa er samt ekki meira en tvöföld stærð sólkerfisins. Þó enn sé margt óljóst um myndun og eiginleika kvasa hafa þeir æ siðan þeir voru uppgötvaðir verið vísindamönnum mikið áhugamál og veitt þeim mikilvæga innsýn í þróun og aldur sJtjarna og vetrarbrauta. Þeir hafa einnig veitt eðlisfræðingum mikilvægar upplýsingar um frumeindir og mismunandi eigin- leika þeirra. Nýlega hafa stjarneðlisfræðingar í Þýskalandi greint óvenju orkumikla geisla frá kvösum við útjaðar sjálfs alheimsins. Fyrstu athuganir á geislum þessum benda til þess að þeir séu úr nýjum frumeindum. eftir Sverri Ólafsson Flestir stjarnvísindamenn telja að kvasar séu úr þungum svarthol- um, sem eru staðsett innarlega í vetrarbrautum. Þeir draga því til sín nálægar stjörnur og lofttegund- ir sem hitna svo mikið við aðdrátt- inn að þau senda frá sér gífurlega mikið orkumagn. Þessi orkumyndun er uppistaðan af mældum geisla- styrk kvasanna. Þýsku vísinda- mennimir rannsökuðu fimm afl- mestu tilfelli geimgeisla sem nokk- umtíma hafa greinst. Þeir telja að geislamir hafi komið frá fimm mis- munandi kvösum sem allir era í gíf- urlegri íjarlægð frá jörðinni. Ef niðurstöður vísindamannanna um fjarlægð kvasanna era réttar þá munu þær hafa mikilvæg áhrif á <*lla umræðu um nútíma eindaeðlis- fræði. Fundur þessi virðist sérstak- lega styðja nýlegar hugmyndir inn- an eindafræðinnar sem segja fyrir um tilvist nýrra einda sem falla ekki inn í líkan, s.k. „standard“- kenningar um uppbyggingu einda og tengsl þeirra á milli. Niðurstöð- ur þessar byggjast á þeirri stað- reynd að engin þekkt eind getur „lifað af ‘ jafn langa ferð í gegnum alheimsrúmið og umrædd kvasa- geislun. Flestar hefðbundnar eindir, sem era uppistaða allrar þekktrar geisl- unar, eins og prótónur, rafeindir, eða jafnvel heilir atómkjarnar, hafa tilhneigingu til að splundrast við geislavirka ferla og ummyndast í aðrar eindir, þar á meðal Ijóseindir. A ferð sinni í gegnum alheimsrúmið rekast geislarnir einnig stöðugt á ljóseindir bakgrannsgeislunarinnar og tapa við það hluta af orku sinni. Vegna þessa orkumissis og tak- markaðra ævilíka ættu hefðbundn- ar eindir ekki að komast lengra en u.þ.b. 150 milljóna ljósára vega- lengd. Þar sem geislamir sem þýsku vísindamennirnir greindu virðast koma frá kvösum sem eru í meira en 150 milljóna ljósára fjar- lægð er ólíklegt að þeir geti verið úr hefðbundnum eindum. Það er því erfitt að skýra hvernig geislar þessir hafi komist jafn mikla vegalengd og náð alla leið til jarðar- innar með því að notast einungis við „standard“-líkanið. Vísindamenn- irnir telja því að eina skýringin geti verið að geislamir innihaldi áður óþekktar eindir, sem ekki falla inn- an ramma hefðbundinna líkana. Á undanfömum árum hafa verið sett- ar fram kenningar, sem ef til vill geta skýrt tilvist þessara lang- drægu geisla. Svokallaðar „súper- symmetríu“-kenningar hafa verið þróaðar á undanförnum 20 árum, en hafa enn sem komið er ekki náð al- mennri viðurkenningu á meðal eindaeðlisfræðinga. Þessar kenn- ingar gera ráð fyrir því að hver hefðbundin eind eigi sér samhverf- an eindafélaga, sem býr að mestu leyti yfir sömu eiginleikum og upp- hafseindin en engu að síður nokkram viðbótar eiginleikum. Það er skoðun þýsku vísindamannanna að „súpersymmetría" geti skýrt til- vist og samsetningu þessara lang- drægu geisla. Sú eind sem líklegust er til að skýra fyrirbærið er s.k. SO-eind sem „súpersymmetríu“-kenningar hafa fyrir löngu sagt fyrir um. Sam- kvæmt kenningunni hefur þessi eind enga hleðslu og hún mundi þar af leiðandi hafa litla víxlverkan við Ijóseindir bakgrannsgeislunarinnar. SO-eindin gæti að öllum líkindum, a.m.k. samkvæmt kenningunni, ferðast þúsundir milljóna ljósára í gegnum alheimsrúmið. Sem stend- ur eru þessar eindir því líklegasta skýringin á fyrirbærinu, þó margir stjameðlisfræðingar séu ekki sann- færðir um að svo sé. Leitin eftir öðrum mögulegum eindum heldur því áfram. Tækni/ Tvinnbílarnir ogpeningamálin Grœðir þjóðfélagið á þeim ? Grœði ég á þeim ? í SÍÐUSTU tæknigrein var laus- lega fjallað um tæknihlið tvinnbíl- anna. Sé gert ráð fyrir þrefaldri nýtni þeirra á við hinn venjulega bensínbfl, sparar yfirritaður í elds- neytiskostnaði vel yfir eitt hundrað þúsund krónur á ári. Sé tekið lán fyrir tvinnbflnum og það borgað á tíu árum, sem er undir endingar- tíma bflsins, mætti það lán vera sex og hálf milljón króna, eigi ég að fara slétt út úr þeim viðskiptum. -^etta er það sem ég gæti borgað aukalega fyrir það eitt að bfllinn væri tvinnbfll. Bfll sem ég keypti mér mætti þar með kosta átta og hálfa milljón króna. Dálaglegur bfll. En tvinnbílamir kosta langt í frá svo miklu meira en venjulegir bílar. Verðlagning Toyota-verk- smiðjanna á þeim bfl sem var sýndur hér nýlega er ívið hærri en á sam- svarandi venjuleg- um bíl. Kæmi shk- ur blll á markað hér er öraggt að ég sparaði megnið af þessum hundráð þúsundum á ári, miðað við óbreyttar verðlagsforsendur. Þetta er miðað við Toyota-gerðina þar sem er um að xæða hina svokölluðu samsíða skipan "élahluta, þar sem annað tveggja lítil bensínvél og rafhlöðurnar snúa hjólabúnaðinum, en hvorttveggja þegar mikið liggur við. Öll upphaf- lega. orkan kemur hins vegar frá bensíninu og kosturinn felst ein- göngu í betri nýtingu hennar. Þjóð- arbúið sparar um tvo þriðju þess eldsneytis sem fer á bflaflotann, en spuming er hvort bensínverði yrði haldið óbreyttu ef meginhluti bíla- flotans er kominn á tvinnvél. Ríkis- sjóður er sú hít sem yrði einhvem- veginn að bæta sér missinn. Tvinnbílamir era komnir til að vera. Að sögn Toyota-umboðsins hér kemur hann á markað í Vesturevr- ópu og hér á fyrri hluta ársins tvö þúsund. Þetta er sá kostur sem not- aður verður næstu áratugina, uns rafbílar taka alveg við, i seinasta lagi um það leyti er verulega fer að sneyðast um ohubirgðir heimsins á miðri komandi öld. En rafbfll er i engu framfor út frá umhverfissjón- armiðum séð, sé ekki sú raforka sem er upprunalega framleidd umhverf- isvæn, þ.e. orðin til við vindorku, sól- arorku eða kjamasamrana. Engu skiptir hvort koltvíildið kemur frá stóram kolaorkuveram eða út úr púströram ótal bfla, ef magnið er hið sama. Einn sá kostur sem við getum horft fram til er sá að gróflega áætl- að fellur koltvíildismengun Islend- inga um einn sjötta hluta. En það væri óskalausn íyrir okkar þjóðarbú ef við gætum sameinað kosti tvinn- bíls og orkuframleiðslugetu landsins, enda þótt hún sé afar umdeild stærð sem stendur. Samanber hina miklu deilu er stendur meðal þjóðarinnar um nýtingu miðhálendisins. Tvinn- bfll sem gæti staðið á stæði og tekið við orku úr rafkerfinu á nóttum, þannig að minnihluti orkunnar kæmi frá bensínvélinni, myndi spara okkur meginhluta, e.t.v. 90% allra bensín- kaupa til bflaflotans. Fljótt á litið myndi slíkt krefjast nokkra meiri orkuframleiðslu vatnsafls- og jarð- hitavirkjana aukalega en nú er þegar fyrir hendi. Það yrði ekki átakalaust að koma upp þeim mannvirkjum er til þyrfti. En eigi að virkja orkulindir vorar á annað borð, væri skynsam- legra að nýta slíkt til gjaldeyris- sparnaðar og til að halda niðri koltví- ildismengun okkar en til að selja það norskum eða einhverjum enn alþjóð- legri auðhringum í málmframleiðslu. Á þessari tækniaðferð er hins vegar enn sá hængur, að shkt krefst hátt í sama magns rafhlaðna og er að finna í hreinum rafbflum, a.m.k. á meðan ekki hafa fundist virkari rafhlöður en reyndin er. Það magn af rafhlöð- um ásamt tveimur aflvélum, bensín- vél og rafmótor, gerir að líkindum meiri kröfúr til rýmis en svo að bfll- inn verði að öllu leyti sambærilegur við fólksbfla dagsins í dag hvað varð- ar akstursgetu, farþegarými og þyngd. MATARLISTA/ r///;/ við öfgaþjóð? Með hœkk- andi sól Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur. Vonandi hafið þið haft það gott um jólin, hlýtt á fallega tónlist, slappað vel af og átt ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Nú eru veisluhöld jólanna að baki þar til að ári, nýtt ár hafið og þar með ný verkefni sem bíða okkar. Flestir eru nú svona hálfþungir á sér í ársbyrjun eftir allt hangikjötið, jólaölið og allar hinar jólakræsing- arnar og ekki beint í drífandi gír, auk þess sem sól- eftir Álfheiði Hönnu arhring- Friðriksdóttur urinn er kominn á ská og skjön. En það er óþarfi að örvænta, eða fara í einhverja öfgakennda líkamsþjálf- un með nagandi sam- viskubit. Öllum er nátt- úrlega nauðsynlegt að hreyfa sig og það helst daglega, en góður göngutúr, sundferð og tuttugu mínútna heima- leikfimi eru til dæmis mjög ódýrar lausnir og á flestra færi. Hvað mataræðið varðar er gott bæði fyrir budd- una og sálina að halda dálítð í við sig í mat og drykk og sumir fasta á þessum árstíma. Það er einnig gott fyrir hugmyndaflugið að láta reyna á hvað maður getur mallað úr hinum og þessum aðföngum, hreinsað bókstaflega út úr eld- hússkápunum áður en maður verslar aftur eitthvað að ráði. Að sama skapi eru öfgar í þessum efnum ekki af hinu góða. Eftir svona mikil veisluhöld er ekki vit- laust að vinda ofan af neyslunni í rólegheitum, svona frameftir jan- úar og matbúa t.d. ríkulega grænmetisrétti, sannkallaða veislurétti, sem eru samt léttir. Pizzur þykja nú t.a.m. ekkert slor, en þær eru mjög handhægar og þær má búa til í ýmsum stærð- um og möguleikarnir til að fylla þær eru óteljandi. Það er t.d. upplagt að nota matarafganga sem fyllingu, s.s. kjöt, físk, kryddpylsur eða grænmeti, séu aðeins ostur og tómatkraftur við hendina. Maður getur nefnilega haft veislumat allt árið um kring þótt hann sé úr afgöngum eða mjög ódýra hráefni og margréttað, t.d. boðið upp á heitan grænmetisrétt eða súpu með salati og brauð og ávöxt, kaffi eða te í eftirrétt. Hér er tillaga að tveimur álíka matseðl- um: grískt salat, gróft brauð, ávöxtur, kökusneið, kaffi eða te, eða: ítölsk minestrone (tær græn- metissúpa) gróft brauð, ferskt sal- at, ávextir og ostur, kaffi. Það sést á þessum matseðlum að margrétta máltíð þarf alls ekki að þýða meiri matur eða flóknari eldamennska, heldur nýtur maður einfaldlega hvers réttar betur og gefur honum meiri gaum, heldur en ef öllu er hrúgað saman á einn og sama diskinn. Hér fylgir hins vegar uppskrift að heitum grænmetisrétti, sem er kjörinn orkugjafi nú með hækk- andi sól, sem endranær, með dálít- ið suðrænni sveiflu. Hann er svona í sparilegri kantinum, t.d. sem staðgengill sunnudagssteikurinn- ar. Með þessum rétti er ágætt að bera fram ferskt salat og brauð og jafnvel kotasæluíylltar appelsínur í eftirrétt, fylling: appelsínukjöt, kotasæla, sveskjur, ristað haframjög og e.t.v. smádreitill af appelsínulíkjör. Fyllt eggaldin Uppskrift fyrir 4 _________2 meðalstór eggaldin_______ 1 msk. ólífuolía _______2 stórir, hokkoðir laukar____ 2 marÖir hvítlauksgeirar 175 g saxaðir sveppir 4 stórir tómatar (hakkaðir, sem búið er að flysja) 1 tsk. tómatkraftur 75 t heilhveitiraspur ___________2 msk. hveitiklíð________ 50 g hakkaðar möndlur 1 msk. hökkuð steinselja 1 tsk. sítrónusafi ____________salt og pipar___________ 50 g rifinn maribó-ostur. Hitið ofninn í 180°. Pikkið í eggaldingrænmetið með gaffli á nokkrum stöðum til að varna því að börkurinn rifni við hitun. Legg- ið grænmetið á bökunarplötu og bakið í ca. 30 mín. og snúið einu sinni. Skerið eggaldingrænmetið langsum í tvennt og skrapið kjötið innan úr og merjið það eða hakkið í matvinnsluvél. Hitið nú olíuna í potti og hitið laukinn við miðl- ungshita í u.þ.b. 3 mín. Bætið þá hvítlauknum út í og hitið áfram í 1 mín. Setjið nú sveppina, tómatana og tómatkraftinn út í pottinn og látið malla í ca. 5 mín. Hrærið í af og til. Bætið nú út í pottinn eggaldinkjötinu 273 af raspinum, helmingnum af hveitiklíðinu, möndlum, sítrónusafa og stein- selju og látið malla í 2-3 mín. Leggið eggaldinbörkinn nú í eld- fast fat og komið fyllingunni fyrir í þessum 4 helmingum. Blandið saman restinni af raspinum, hveitiklíðinu og ostinum og stráið yfir. Bakið við 180° í 20-25 mín. Berist fram strax. Ferskt, múskatkryddað spínatsalat er til- valið með þessum rétti, eins gufusoðið spergilkál með val- hnetukurl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.