Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 B 11 HIÐ fræga gullaldarlið KR-inga en Óli gerði KR að íslandsmeisturum alls sjö sinnum. ÓLI með íslandsmeisturum ÍBK árið 1964. Norðmenn og Dani í frjálsum íþróttum, svo að ríkisstjórnin bauð okkur í Tjarnargötu. Þeir stilltu sér þar upp og heilsuðu okkur all- ir, ráðherrarnir. Benedikt Waage var þá forseti ISI og hann fór að halda ræðu um ágæti íþróttanna; þar væri ekki spurt um litarhátt eða þjóðerni, heldur hver gæti hlaupið hraðast og hoppað hæst. Þá gall í Ólafi Thors: „Ekki heldur hver getur logið mest, eins og hjá okkur.“ Benedikt varð svo um að hann ætlaði ekki að komast á spor- ið aftur. En þetta voru afrekstím- ar, því þarna voru þeir Clausen bræður upp á sitt besta og Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson." Þrátt fyi'ir góðan árangur var Óli B. ekki lengi þjálfari landsliðsins, eða aðeins í tvö ár. Hvers vegna? „Vegna þess að einn maður vann svo mikið á bak við mig. Hann þekkti formann KSI, tróð sjálfum sér inn í starfið en vann aldrei neina sigra.“ Óli sneri aftur til KR-inga og þjálfaði meistaraflokkinn þar út ár- ið 1962. „Árið 1963 fór ég svo til Vest- mannaeyja, en það gekk ekki, aðal- lega vegna þess að strákarnir sem voru í liðinu voru að undirbúa þjóð- hátíð og ferðuðust inn í dal á vöru- bíl einn daginn. Sá sem var bíistjóri hafði opinn glugga að aftan og liðið sat aftan á pallinum til að vísa veg- inn. Einn sagði bflstjóranum að fara inn í dal en annar út á berg. Hann fór mitt á milli, upp í grjót- hrúgu. Þeir hossuðust þar upp í loftið og skullu niður á vörubflspall- inn og slösuðust margir. Þeir voru því úr leik, þótt þeir hafi verið efni í gott lið.“ ■f: Vestmannaeyjar, Keflavík og Hlíðarendi Þetta ár vann Óli hjá fógeta í Vestmannaeyjum til að gera eitt- hvað á daginn, en nú var botninn dottinn úr verunni þar. „En þá fara þeh' í Keflavík að tala við mig um það hvort ég væri til í að koma þangað," segir hann. „Það var miklu betra fyrir mig að vera þar, nær heimili mínu sem var í Reykja- vík, og geta keyrt á milli. Keflvík- ingar höfðu aldrei verið nærri því að vinna en ég gerði þá að Islands- meisturum 1964. Vorum aftur við toppinn 1965. Þá fóru Valsmenn að tala við mig og mér leist vel á það, vegna þess að þá var ég laus við öll ferðalög. Þarna höfðu Valsarar ekki unnið mót í tíu ár. Ég tók starfinu og gerði þá að Islandsmeisturum í tvö ár í röð. Arið 1967 lékum við við Benfiea frá Portúgal og gerðum jafntefli 0-0. Þá komu 18.300 áhorf- endur á Laugardalsvöllinn og það met stendur enn.“ Hvers vegna hættirðu með KR? „Ég var búinn að vera svo lengi með þessa stráka að ég ákvað að það væri hollt fyrir þá að skipta um. A þessum tíma notuðu þeir bara KR-inga til að þjálfa og urðu síðast Islandsmeistarar 1968. En síðan hafa þeir ekki orðið Islands- meistarar." Fannst þér ekkert erfitt að segja skilið við félagið þitt? „Nei, mér fannst það ekkert erfitt. Það er auðvelt að lýjast í svona starfi, vegna þess að það eru alltaf menn sem baktala mann. Ég var svo harður við strákana, krafð- ist þess að þeir gerðu nákvæmlega það sem ég sagði. Það olli ekki ein- göngu ánægju." Þú talar eins og mikil valdabar- átta hafi verið í knattspyrnunni á þessum tíma. „Já, hún var mikil. Það voru ýms- ir menn sem vildu öllu ráða. En meðan ég var með liðið, réð ég því alveg einn.“ Varla hafa allir verið ánægðir með að missa út svo sigursælan þjálfara, því áður en Óli B. tók að þjálfa KR, unnu KR-ingar að með- altali á sjö ára fresti. En á meðan hann þjálfaði liðið, vann það ís- landsmeistaratitilinn sjö sinnum á þrettán til fjórtán árum. Óli hefur tíu sinnum gert lið að Islandsmeist- ui'um og aðspurður hvort aðrir knattspyrnuþjálfarar eigi þvílík af- rek, svarar hann: „Ég held að það sé rétt hjá mér að sá næsti á eftir mér sé hálfdrættingur." Þú sagðir áðan að ekkert annað en járnagi hafi dugað. Var mikið agaleysi í íslenskri knattspyi'nu? „Já, það þurfti miklu meiri aga en við áttum að venjast. Þeir sem era að kenna fótbolta, era uppalendur og geta haft mikil áhrif á það hvernig krakkar verða. Það lærði ég á Laugarvatni. Ég lærði töluvert mikið í sálai-fræði, sem er nauðsynlegt að menn kunni. Ég áttaði mig á því að ég gæti skamm- að einn strák en ekki næsta, því hann myndi alveg detta niðUr. Þjálfarinn verður að læra á hvern og einn leikmann; hvernig hann getur talað við strákana svo allt komist til skila sem hann er að segja.“ Grandagutti Óli er fæddur í Stóra Skipholti, sem er á Grandavegi, 15. nóvember 1918 og varð því nýlega áttræður. „Þetta var í spönsku veikinni," seg- ir hann. „Móðir mín var veik af henni þegar hún fæddi mig en ég hef líkast til sloppið við að smitast, vegna þess að ég lifði. Og það gerði móðir mín líka. I systkinahópnum vora þeir fjór- ir bræðurnir og tvær systur, en önnur þeirra lést á unglingsaldri. En gæfan hefur verið árans hliðholl þeim systkinum að öðra leyti, því enn í dag fylgjast þau að í gegnum lífíð. Elstur er Sigurjón, verður ní- ræður í aprfl. Svo kemur Hákon, 86 ára frá því í nóvember. Svo kemur systir sem varð 83 ára 3. nóvember, síðan Óli, áttræður, og litli bróðir- inn, Guðbjörn, er ekki nema 77 ára. Óli segir alltaf hafa verið mjög náið samband og kært milli þeirra systkinanna. „Við höfum gert eitt sem venju- lega er ekki gert. Við hittumst einu sinni á ári, og höldum þessi mót til skiptis, hring eftir hring. Sá sem heldur veisluna má bjóða sínum af- komendum. Þetta yrði of stórt ef við hittumst með alla afkomend- urna. Þetta hefur alltaf verið talinn góður siður; að setjast niður einu sinni á ári og tala saman, frá klukk- an fjögur og fram á kvöld, nú orðið. Hér áður fyrr hittumst við klukkan hálfníu og voram eins lengi og við vildum. Við höfum alltaf verið mjög sam- rýnd systkinin. Það hefur aldrei verið neitt ósamkomulag á milli okkar. Ekki einu sinni þegar við seldum Guðrúnu Asmundsdóttur leikkonu Stóra Skipholtið, eftir að hafa gert það mikið upp. Við seld- um það frekar ódýrt, vegna þess að við vildum fá kaupanda sem yrði líklegur til að halda húsinu vel við. Það hefur gengið eftir. Um þetta var fullt samkomulag." Fótbolti og ufsaveiðar í Selsvörinni Eitthvað hlýtur það að hafa ver- ið, fjörið, í kringum alla þessa bræður. „Já, þú getur ímyndað þér. En það sem við dunduðum okkur mest við var að veiða ufsa í Selsvörinni sem nú er horfinn. Ég datt í sjóinn á hverjum degi, stundum tvisvar á dag en þá fékk ég ekki að fara meira út þann daginn því það var ekki meira til af fotum. Við vorum auðvitað með strákahóp í knatt- spyrnunni og vorum að sparka all- an daginn og vorum gersamlega búnir þegar við komum heim á kvöldin. Það vora alltaf einhver tún til að leika sér á og nóg var af liðun- um og oft urðu úr því áflog. Hins vegar var ég heldur linur til áfloga. Ég fór meira að segja einu sinni í box til að herða mig og átti síðan að keppa við mann sem var miklu sterkari en ég. En það vildi mér til happs að ég fékk botnlanga- kast og þurfti að fara á spítala svo það varð aldrei neitt af því og ég lagði boxið á hilluna. Ég var hins vegar í öllum öðrum íþróttum, skíð- um og frjálsum íþróttum, fimleik- um, spjótkasti, golfi.“ Hefur aldrei verið fyrirgefið A heimili Óla er mikið safn verð- launagripa og á spjöldum sem hann hefur varðveitt gefur að líta ógrynni verðlauna- og heiðurs- merkja fyrir allar mögulegar íþróttagreinar, þó mest fyrir knatt- spyrnu og golf. Þar gefur að líta æðstu merki frá ýmsum félögum, Knattspyrnusambandinu, Knatt- spyrnuráðinu og ÍSÍ - en ekki frá KR. Hvers vegna? „Þeir hafa aldrei fyrirgefið mér að hafa látið Val vinna KR í úrslita- leiknum 1966 og 1967. Bara það að vinna KR, með Val, var alveg rosa- leg synd. Ég var ekki vel liðinn á eftir. En ég fékk þó núna, á áttræð- isafmælinu mínu, skeyti frá KR, sent út til Kanaríeyja. Líka frá Val.“ Hvernig finnst þér knattspyrnan í dag? „Hún er betri en hún var, en mér líst ekki á þetta hlutafélag eins og KR og jafnvel fleiri eru að stefna að. Ég held að það komi ekki til með að bæta knattspyrnuna hér á Islandi.“ Hvers vegna? „Jú, sjáðu til, menn leika kannski erlendis að vetrinum til, koma heim haltir og skakkir og eiga að spila hér, en geta ekkert spilað. Það fer allt í að jafna sig fyrir næsta tíma- bil erlendis, þannig að þeh' nýtast ekki að fullu hérna. Það era að minnsta kosti fáir sem nýtast.“ Sigurður Örn Jónsson, barnabarn Óla, er þessa dagana í Englandi til að láta prófa sig. Hann spilar með KR og það leiðir hugann að fjöl- skyldu Óla, sem er reyndar ekkju- maður og á þrjú uppkomin börn. Óli, hvar hittirðu konuna þína fyi'st? „KR-ingar héldu alltaf veislu einu sinni á ári og ég var vanur að bjóða alltaf sitthvorri dömunni. Svo kom þetta ár, 1944, þar sem ég hafði engri boðið og þarna var kom- inn fimmtudagur. Þá dettur mér í hug að það sé kvennamót uppi hjá Jóni Þorsteinssyni á Lindargötunni og ég ætti að fara þangað og at- huga hvort ég sæi ekki einhverja stúlku. Og þar sá ég eina sem mér leist á. Hún var að keppa í hand- bolta hjá Haukum. Eftir leikinn fóra þær niður í bað, en ég beið í stiganum eftir að þær kæmu upp. Þegar hún kom, bað ég hana um að tala við mig. Ég vissi ekki einu sinni nafnið á henni. Ég bar upp erindið en hún svaraði ekki alveg strax. Þá sagði ég: „Ég er á bíl og skal keyra þig heim til að sjá hvert ég á að sækja þig á laug- ardaginn." Þú hefur verið fjári sjálfsöragg- ur. „Já, já, það þýddi ekkert annað. Og við fórum saman á ballið. Efth' það ball vissi ég að ég vildi hitta hana aftur. Það gekk svona la-la fyrst í stað en svo fór það að smáaukast og endaði með því að við trúlofuðum okkur árið 1945. En ég get nú sagt þér hvað við vorum ákveðin bæði. Hún var alveg ákveðin í því að fara á húsmæðra- skóla en hún ætlaði alls ekki að vera á Laugarvatni þar sem ég var. Hún var viss um að við myndum skemma fyrir hvort öðra að læra almennilega. Hún fór að Staðarfelli í Dölum og ég á Laugarvatn. Það vora margir undrandi yfir þessari ákvörðun, vegna þess að við hefð- um svo hæglega getað bæði verið í skóla á Laugarvatni. En við vorum sammála um að vera ekki á sama stað - til þess að við gætum lært. Við skrifuðumst á og ég hringdi alltaf til hennar á laugardögum.“ En voru ekki freistingarnar allt í kring, til dæmis á Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni? „Nei, ég hafði fundið mína konu. Við treystum hvort öðru og vildum vera traustsins verð.“ „Við giftum okkur 20. júlí 1946 en svo lést hún í mars 1990. Við eig- um þrjú börn, tvo syni og eina dótt- ur, barnabörnin eru átta, þrjú barnabarnabörn.“ Hjá Vegagerðinni í þrjátíu ár Þegar Óli kom af íþróttakennara- skólanum 1946 hóf hann störf hjá ESSÓ. „Ég fór austur í Vík í Mýr- dal og á Stokkseyri og var við íþróttakennslu til að byrja með en hætti fljótlega vegna þess að ég vildi vera í bænum. Svo fór ég í Vegagerðina og þar var mjög gott að vera. Ég sá um birgðir um allt land og birgðabókhaldið. Starf þjálfara var ekki vel launað á þess- um tíma, kannsk hálf laun verka- manns, svo maður varð að sjá fyrir heimilinu annars staðar. Og stund- um var ég að þjálfa til klukkan hálf- ellefu á kvöldin. Frá átta á morgn- ana hjá Vegagerðinni og eftir kvöldmat að þjálfa." Þetta hefur verið mikið álag. „Já, já, en það sést nú ekki á karli í dag að hann hafi verið undir þessu álagi.“ Nei, merkilegt nokk, það sést ekki. En segðu mér svona í lokin, Óli, hvað þarf góður knattspymu- þjálfari að hafa til að bera - annað en fílefldan og endingargóðan skrokk? „Þjálfari verður að vera mjög út- sjónarsamur. Hann verður að hafa forystuhæfileika til að geta stjórn- að þessum mannskap sínum og enn eitt, sem margir hafa ekki, hæfni til að koma mönnunum í bardagaham áður en þeir hefja leikinn. Það er ekki hægt að ná því úti á velli. Ég hélt alltaf töluvert langar tölur yfir strákunum, áður en leikurinn byrj- aði til þess að þeir kæmu trítilóðir út á völlinn. Þjálfari þarf líka að vera góðm- mannþekkjari. Það er ekki nóg að læra heil ósköp. Ég þekki einn slík- an en mér er sagt að hann dragi menn í dilka, hvern á móti öðram. Þjálfarinn verður líka að vera vinur allra, upp að vissu marki. Það getur enginn komist langt nema strákun- um þyki vænt um hann og beri virðingu fyrir honum. Þjálfarinn þarf líka að hafa mjög góð tök á skapi sínu. Hann þarf að geta stillt sig, jafnvel þótt hann sé bálreiður. Það er viss kúnst að vera þjálfari sem nær öllu því besta út úr leik- mönnunum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.