Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Með haförnum og íslensk- um fálka á Norður-Jótlandi Nyrst í Danmörku er arnargriðland, sem Sigriín Davíðsdóttir heimsótti nýlega og hitti þar fyrir fuglaunn- anda, sem meðal ann- ars á íslenskan fálka. SVONA fugl fæst ekki lengur,“ segir Frank Wenzel og bendir á Sultönu, íslenska fálkann sinn, sem reyndar er fædd í Danmörku hjá Wenzel, en á ættir að rekja til íslands og vináttu hans við Finn heitinn Guðmundsson fuglafræðing. Wenzel hefur alltaf verið heillaður af fuglum. „Okkur hinum þykir gaman að fuglum," segir Irene kona hans, „en við eru ekki haldin ástríðu hans á þeim.“ Hún viðurkennir líka að það hafí tekið sig svolítinn tíma að átta sig á þessari ástríðu hans þegar hún kynntist Frank, þá ung stúlka í Kaupmannahöfn. En það hefur líka tekið tíma að sannfæra yfírvöld um að amargriðland væri góð hugmynd og einnig þarf að vera á varðbergi gagnvart öfgafullum dýravemdun- arsamtökum. Nú búa þau með fugl- unum og reka amargriðland við Tuen, skammt frá Skagen, nyrsta odda Jótlands. Frank fylgist með fuglalífi víða, kannast við fálkarán á íslandi og segir að fjölmiðlar ýti undir slíkt með skrifum um þær milljónir, sem fáist fyrir fálka. „Sannleikurinn er sá að það kaupir enginn lengur fugla af óþekktum upprana fyrir ómældar upphæðir," slær hann föstu. Mannfólkið er gestir í ríki fuglanna Það er laugardagur og sýning í fuglagriðlandinu. Bílastæðið er fullt af bílum, mörgum fá Þýska- landi, því Jótland er vinsæll áfangastaður Þjóðverja í fríi. Við stórt bjálkahús er opið svæði með þéttsetnum bekkjum framan við litla tjörn. Frank Wenzel gengur um og fræðir áhorfendur um fugl- ana. Meðan hann talar kemur hafóm fljúgandi þöndum vængj- um, grípur bráð, sem Wenzel hefur lagt út fyrir hann. Þetta er hafóm- in Margrét, ættuð frá Noregi og Wenzel hefur náð fullkomnu sam- bandi við hana, því hún gerir allt, sem hann biður hana um. Hvemig hann fer að er óljóst, því hann skip- ar henni ekki fyrir, heldur segir áhorfendum hvað hún ætli að gera og síðan gerir hún nákvæmlega það. Hún sest líka á handlegg hans. Það er tilkomumikil sjón að sjá hafömin svífa í svona návígi, því vænghafíð er gríðarlegt, enda grípa gestimir andann á lofti og mynda- vélamar smella í sífellu. Að sýningu lokinni eru gestimir orðnir margs fróðari um emi og geta svo fengið sér hressingu í kaffistofunni eða keypt bækur um fugla eða kort með myndum frá gi-iðlandinu. Irene stendur í búðinni, Frank svarar spumingum áhugasamra gesta. Amagi-iðlandið er í einkaeign þeirra Wenzel-hjónanna. Þama er þjónustuhús með búð og kaffístofu og svo era stór búr með fuglum eins og í dýragarði, þar sem fugl- amir era fyrir og eftir sýningar og svo hús fyrir aðra þá starfsemi, sem tengist fuglunum, auk þess sem hjónin búa þama. Frank hafði starfað sem ljósmyndari með fugla sem sérgrein, einkum ránfugla og myndir sínar hafði hann tekið sam- an í sýningu, sem fór á milli bóka- safna í Danmörku. „Svo enduðum við hér fyrir 22 árum,“ segir Irene, „því okkur datt í hug að íyrst fólk hefði áhuga á að horfa á fugla- FRANK Wenzel með haförninn Margréti. IRENE Wenzel í búðinni í griðlandinu. myndir, þá kynni það að vilja sjá fuglana líka.“ Þegar þau settu upp lítið skilti við veginn fyrir átján áram um að hægt væri að skoða fugla grunaði þau síst að fyrirtækið ætti eftir að vinda upp á sig og umferðin til Skagen að verða jafn mikil og raun ber vitni. Fyrsta árið komu 2500 manns, nú koma þama yfír fimmtíu þúsund gestir árlega. Skagen er mikill ferðamannabær og þar fer um ein milljón ferða- manna um árlega. Wenzel-hjónin hafa einnig sett afgreiðslutíma griðlandsins skorður. Framan af kom fólk á öllum tímum sólar- hrings, en nú er griðlandið með sýningar tvisvar á dag yfír hásum- arið, en einu sinni í viku yfir vetur- inn, að fríum undanteknum. Hug- myndin er nefnilega að fuglamir séu frjálsir á griðlandinu, en fólkið fær aðeins að vera á afmörkuðu svæði á afmörkuðum tímum. Fugl- arnir venjast mannaferðum, en eru samt herrar svæðisins og mennirn- ir aðeins gestir þar. Irene kynntist Frank á jazzklúbbi í Kaupmannahöfn og segist óneitanlega hafa rekið upp stór augu, þegar að því kom að hann bauð henni heim og hún Og þegar þau hjón- in eru spurð hvað fuglarnir éti eru þau ekki gefin fýrir að nefna að rán- fuglarnir fá ilifandi kjúklinga og aðra unga. Dýraverndun- armóðursýki Dana og annarra þjóða er á því stigi að það gæti verið viðkvæmt mál. komst að því að hann átti ránfugla. „Á þeim tíma voru ránfuglar ekki friðaðir, heldur álitnir meindýr, sem mætti skjóta. Mér fannst stór- skrýtið að hafa svona mikinn áhuga á fuglum," segir hún brosandi. Frank var þá þegar orðinn ljós- myndari og rithöfundur með rán- fugla sem sitt sérssvið. Sjálf segist hún áhugasöm um fugla, en er ekki haldin sömu ástríðu á fuglum og maður hennar. Þá má skilja af orð- um hennar að í lífi hans ganga fugl- arnir fyrir öllu og það tekur vissu- lega tíma fyrir aðra að skilja slíkt. Að hluta hefur áhuginn gengið í arf, því Edith dóttir þeirra rekur griðland og fálkagarð á Norður- Sjálandi, þar sem hún bæði ræktar fálka, temur og kemur fram á sýn- ingum. Synir þeirra hjóna hafa áhuga móðurinnar, ekki ástríðu fóðurins, en hafa aðstoðað foreld- rana við rekstur griðlandsins. Fuglaáhugann segist Frank hafa haft allt frá barnæsku, því hann ólst upp á Norður-Sjálandi þai- sem nóg var af fuglum, sem hann fór snemma að fýlgjast með, mynda og skrifa um. „Eg gerði ekki annað en að vera úti og virða fyrir mér fugl- ana,“ rifjar hann upp. En það voru ránfuglar eins og fálkar og emir sem áttu fyrst og fremst hug hans. Og svo var hann svo heppinn að búa rétt hjá þekktum fugla- fræðingi, sem var ólatur að miðla honum af þekkingu sinni og síðan fékk Frank að taka myndir sem fuglafræðingurinn notaði í bækur sínar. Hina fomu íþrótt að veiða með fálka hefur Frank einnig lagt stund á og reynt að halda í heiðri. Alls eiga þau hjónin nú 49 tunn- ur lands og 65 fugla, sem þau hafa eignast á margvíslegan hátt, „en eingöngu á löglegan hátt,“ undir- strikar Frank. Sem dæmi um hvernig fuglarnir hafa komið er að honum var sagt að til stæði að fella tré í Noregi með amarhreiðri í. Hann fór á staðinn og fékk þar unga. Fuglarnir hafa einnig eign- ast unga í griðlandinu og þannig bætast við nýjar kynslóðir. Og svo er það íslenski fálkinn Sultana, sem er þriðja kynslóðin í eigu Franks. Hann fór til íslands á sínum tíma til að gera kvikmynd fyrir danska menntamálaráðuneyt- ið um náttúru Island og kynntist þá Finni Guðmundssyni fugla- fræðingi. „Með leyfi hans var ég svo heppinn að fá fálkaunga, sem síðan hafa fjölgað sér. Á þeim tíma var hægt að fá svona leyfi, en það er eðlilega ekki hægt lengur,“ segir Frank og segist hafa heyrt að bændur kvarti yfir ágangi fálka. Inni í búrinu hjá Sultana er hún lokkuð til gestsins með smáfugli. Hún tyllir sér á vinstri handlegg- inn, þar sem hár leðurhanskinn hylur handlegginn og horfir foi*vit- in á gestinn. Hún tekur því ekki illa að henni sé strokið á bringunni. Það er óneitanlega áhrifamikið að fá að standa með íslenskan fálka á hendinni, en slíkt hlotnast þó aðeins gestum í sérlegum erinda- gjörðum. Almennir gestir fá ekki að halda á eða vera með fuglana, því þeir eru ekki leikföng. Frank kemur fram við Sultönu af virðingu og nærgætni, en fálki er fálki, ekki gæludýr. Haföminn Margrét er með- höndluð á sama hátt. „Margrét er sérlegt eftirlæti Franks,“ segir Irene, því hann ól hana upp frá því hún kom úr eggi. En fuglar eru ekki innileg dýr og einhvern veg- inn væri það næstum móðgun að vera með smámælt viðkvæmnistal við þessa fráneygu og skarpleitu fugla. Frank ber Margréti á hand- leggnum úr búrinu að vigtinni. Fuglarnir og heilsufar þeirra er undir stöðugu eftirliti. En það hefur ekki gengið áfalla- laust að starfrækja arnargriðland- ið, sem mætt hefur mikilli tor- tryggni yfirvalda, einkum um- hverfisráðuneytisins. „En sú saga er á enda,“ segir Frank, sem legg- ur áherslu á að nú eigi þau gott samstarf við ráðuneytið eins og aðra opinbera aðila og framlag þeirra til ferða- og náttúramála svæðisins er nú metið að verðleik- um. Og þegar þau hjónin eru spurð hvað fuglamir éti era þau ekki gefín fyrir að nefna að ránfuglamir fái lif- andi kjúklinga og aðra unga. Dýra- vemdunarmóðursýki Dana og ann- ana þjóða er á því stigi að það gæti verið viðkvæmt mál. Þó samtök af þessu tagi tali fjálglega um náttúruna er eins og það vilji oft gleymast að lífsbaráttan í villtri náttúranni er hörð og þar éta þeir stóru þá litlu. Þessum eðlilegu aðstæðum er ekki hægt að líta fram- hjá þegar amargriðlandið á að vera griðland á forsendum náttúrannar, ekki firrtra borgarbúa. Ránfuglar með vottorði - enginn markaður fyrir ólöglega fugla Auk þess að verða sér úti um fugla eins og áður var nefnt segir Frank að nú sé einnig hægt að fá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.