Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Alþýðleg- ur gagna- grunnur Forlagið hefur 1 athugun að gefa út kveð- skap Stefáns Jónssonar, fréttamanns og síðar alþingismanns, í samvinnu við syni hans. Pétur Pétursson, sem lengi starfaði með Stefáni hjá Ríkisútvarpinu, segir hér frá ýmsum uppátækjum hans. FYRIR nokkrum dögum barst mér bréf frá Forlag- inu, bókaútgáfu, þar sem spurst var fyrir um vísur Stefáns Jónssonar fréttamanns og síðar þingmanns. Sagt var að synir Stefáns, Hjörleifur og Kári, báðir þjóðkunnir menn, hygðu á útgáfu vísnanna. Við Stefán vorum lengi sam- starfsmenn í Ríkisútvarpi. Hann var þar hverjum manni kátari. Kastaði fram vísum, ýmist í eigin nafni eða fyrir munn annarra. Einkum varð Jón Pálmason fyrir barðinu á járnmélum skáldafáks Stefáns. Sjálft Morgunblaðið lét glepjast á merkisafmæli Páls Is- ólfssonar er Stefán gerði þá glennu, að senda ferskeytlu, frum- lega, kveðna í nafni Jóns Pálma- sonar þingforseta. Af- það -mæli um sé vert og það glaður syng um og tónakálfínn töluvert teitur dansa ég kring um Samstarfsmenn Stefáns fengu margir hverjir minnisstæðar kveðjur frá Stefáni. Skriftlærðir menn hafa í rás tímans verið all- margir í þjónustu Ríkisútvarpsins. Einn þeirra, sem átti til að koma síðar til starfa en vaktaskrá mælti fyrir um fékk svolátandi kveðju frá Stefáni: Vambsíði klerkur klukkan er tvö. Þú átt að koma klukkan eitt og fara klukkan sjö. Um þær mundir sem kransæða- stífla herjaði á þjóð vora var all- mikið rætt um orsakir sjúkdóms- ins. Hvort unnt væri að tímasetja aukningu veikinnar og taka mið af einhverjum þáttum í lífsmynstri þjóðarinnar. Stefán fór létt með lausn þess vanda. Hann staðhæfði að brotthvarf lúsarinnar væri bein orsök kransæðastíflunnar. Lúsin hefði dregið út óholla vessa með biti sínu. Auk þess hefði lúsin séð SCHLEISNER skrifaði skýrsluna. STEFÁN Jónsson setti fram kenningu um kransæðastíflu. fyrir sífelldri hreyfingu þeirra, sem báru hana í skyrtu sinni. Slík hreyfing kyiTsetumanna hefði reynst þeim holl og hrakið stíflur á brott með sífelldu iði. Þegar Þórbei'gur Þórðarson spurði kenningar Stefáns um inn- reið kransæðustíflu og brotthvarf lúsarinnar er mælt að hann hafði sagt: Segir Stefán þetta? Líkast til er þetta hverju orði sannara og til- gáta hans kórrétt. Stefán lét sér vel líka og kvað fyrir munn Jóns á Akri: Ævi mín var eintómt grín einkum þegar ég var rakur. Blessuð séríu sveitin mín - sérstaklega Akur. Miðlægur gagnagrunnur, sem svo er nefndur hefir vakið miklar deilur. Þegar Danakonungur gaf út konunglega tilskipun um rannsókn á heilsufari Islendinga sendi hann kunnan danskan lækni P.A. ÞÓRBERGUR Þórðarson trúði á kenninguna. Schleisner árið 1847. Schleisner læknir þakkaði síðar Jóni Sigurðs- syni forseta fyrirgreiðslu er hann hafði veitt af ljúmennsku. Kvenna- listinn og aðrar jafnréttishreyfmg- ar kvenna ættu að geta sótt sér ýmis fræði og efni í vopn í jafnrétt- isbaráttu sinni, slíkt er vænlegra til árangurs, en að standa sprænandi við hlandskálar herrasalerna. I skýrslu danska læknisins, sem sá glöggt kúgun og misrétti sem ís- lenskar konur máttu þola á nítj- ándu öld, þótt hátt væri talað um lýðréttindi og frelsi. „Merkilegt er það, að hann verð- ur að kaupa fátækar tómthús- mannakonur til að fara í fæðingar- húsið og ala þar börnin og fá alla aðhjúkrun ókeypis." segir Jón Guðmundsson Þjóðólfsritstjóri í bréfi til Jóns Sigurðssonar. Axel Guðmundsson, söngmaður góður og ötull starfsmaður skatt- stofunnar þýddi grein P.A. Schleisners, sem birtist hér. Margt var á sínum tíma rætt og ritað um rannsóknir Schleisners. Islenskir læknar og fulltrúar heil- brigðisstétta ættu að gefa því gaum. Schleisners-skýrslan íslendingar Líkamsvöxt- ur, skapferli og þjóðar- eðli Islendingar eru yfírleitt hraustlega byggðir og vel vaxn- ir. Krypplingar eða vanskapaðir menn eru mjög sjaldgæfir. Margir telja, að þeir séu hærri vexti en Danir, en um það get ég ekki fullyrt að svo stöddu. Hitt virðast aftur á móti rannsóknir mínar hafa leitt í ljós, að blóðhiti Islendinga sé meiri en með öðr- um þjóðum, eða að meðaltali 37,27. Sú skoðun er ríkjandi meðal íslendinga, að ýms lyf, einkum uppsölu- og hægðalyf, verki minna á þá en útlendinga. Þetta virðist ekki fjarri sanni og gæti ef til vill átt rót sína að rekja til þess, að maturinn er næstum einvörðungu borðaður kaldur. Ég hefi ennfremur veitt því athygli, að meira sést af hvítunni í augum Islendinga en annarra tnanna. Veldur það því, að svo virðist sem þeir séu stöðugt að hlusta með vakandi athygU. Það er alkunnugt, að fornkon- urnar dáðu meira vasklega karl- menn og mikla að vallarsýn en þótt fríðir væru. Mun sá smekk- ur enn ríkjandi; enda er fríðleiki í andlitsfalli sjaldgæfur á Is- landi, einkum meðal karlmanna. Verður það og enn rneira áber- andi sökum þess, að enginn hirð- ir hið minnsta um útlit sitt. Aft- ur á móti kunna allir Islending- ar að meta gjörvilegan vöxt og sterklegan. Gamla, íslenzka glíman er enn iðkuð, og er það því nær einasta skemmtunin, sem höfð er um hönd. Hvar sem ungir menn mætast, skiptir það engum togum, að þeir takast á fangbrögðum. En aldrei hefi ég séð það leiða til illinda, nema menn væru við öl. Islendingar eru að eðlisfari þunglyndir. Rólyndi og alvara eru höfuðeinkenni í skapferli þeirra. En þeir eru þrautseigir í hverri raun. Þeir sækjast ekki eftir hættunum, en sé því að skipta, leggjast þeir á árina hægt og sígandi, unz markinu er náð. Þeir eru gætnir og var- færnir, einkum ef ókunnugir eiga í hlut. Varúðin virðist þeim í blóð borin. En í hættum og erf- iðleikum sýna þeir oft hina mestu karlmennsku og snar- ræði. Þrætugjarnir eru Islendingar og una því illa, að hlutur þeirra sé fyrir borð borinn. Að því leyti eru þeir ósviknir arftakar vík- inganna. Aftur á móti virðast þeir eftirbátar forfeðra sinna um stórbrotna göfugmennsku, vinfestu og drengskap. Má efa- laust rekja hnignun þeirra eigin- leika til allskonar hörmunga, sem yfír þjóðina hafa dunið - ófrelsis, drepsótta, hallæra og verzlunaránauðar. Enda virðist tortryggni rík í eðli Islendinga og jafnvel undirferli. Verður þess einkum vart í viðskiptum við kaupmanninn og veraldlega embættismenn íslenzka og danska, einkum þó danska. Yfir- leitt á Danskurinn ekki upp á pallborðið hjá þeim. Enda þótt kristindómurinn hafi breytt í mörgu hugsunar- hætti þjóðarinnar, má þó enn finna ýms merki hins forna átrúnaðar. Það tíðkast að vísu ekki lengur, að börn séu borin út, en hitt er alsiða, að mæður hafi ekki börn sín sjálfar á bijósti, heldur komi þeim í fóst- ur til grannkonu þeirra, sem tekið hefir á móti barninu. Þar er það oftast falið umsjá gamall- ar konu, og má geta nærri, hvernig slíkt fóstur er. Niður- staðan verður því lík og á dög- um heiðninnar. Þá voru börnin borin út, en nú murkast úr þeim líftóran á annan og seinlegri hátt. Þetta er þeim mun furðu- legra, þegar þess er gætt, að fs- lendinga tekur mjög sárt til barna sinna og auðsýna þeim annars ástríki í hvívetna. Og þau fáu börn, sem lifa af fyrsta árið, hljóta venjulega gott upp- eldi. Islendingar eru enn sem fyrr frábærlega gestrisnir. Þó að nú sé að vísu hætt að leysa gestina út með gjöfum, á ferðamaðurinn jafnan vísar hinar beztu móttök- ur og fyrirgreiðslu. Og þegar gesturinn fer, þykir það sjálf- sögð skylda, að húsbóndinn söðli hest sinn og fylgi honum úr garði. Þó að bókmenntum hafi hnignað frá því sem áður var, er lestrarhneigð alþýðunnar rneiri en hjá nokkurri annarri þjóð. Á veturna eru íslendingasögurnar lesnar upphátt. Á því þreytast menn aldrei. Margir hafa meira að segja ofan af fyrir sér með því að ferðast, um og lesa upp- hátt fyrir fólkið eða kveða rím- ur. Flestir eru læsir og skrif- andi, en reikningskunnáttan oft- ast báborin. Eftirtekin er yfír- leitt rík og greindin skörp. Oft hefir það vakið furðu mina, hversu rökrétt óbreyttir alþýðu- menn hugsa og álykta. Aðeins á einu sviði virtist mér hinni með- fæddu, heilbrigðu skynsemi fólksins fatast. Það var þegar talið barst að ýmiskonar nátt- Læknahúsið er flutt í Domus Medica, Egilsgötu 3, 6. hæð Nýtt símanúmer frá áramótum 563 1060 Almennar skurðlækningar • Barnaskurðlækningar • Blóð- og þvagrannsóknir Bæklunarskurðlækningar • Lýtalækningar • Svæfingar og deyfingar Þvagfæraskurðlækningar • Æðaskurðlækningar Egill Á. Jacobsen, yfirlæknir Sérgrein: Þvagfæra- og almennar skurðiækningar Guðjðn Haraldsson, skurðlæknir Sérgrein: Þvagfæra- og almennar skurölækningar Guðmundur Bjarnason, yfirlæknir Sérgrein: Barna- og almennar skurðlækningar Guðmundur Vikar Einarsson, yfirlæknir Sérgrein: Þvagfæraskurðlækningar (Urology) Halldór Jóhannsson, dr.med., yfirlæknir Sérgrein: Æöa- og almennar skurölækningar Höskuldur Kristvinsson, skurðlæknir Sérgrein: Æöa- og almennar skurölækningar Ingvar Kjartansson, skurðlæknir Sérgrein: Æöa- og almennar skurðlækningar Jens Kjartansson, dr.med., yfirlæknir Sérgrein: Lýtalækningar Matthías Kjeld, sérfræðingur Sérgrein: Efnameinafræði Óli Hjálmarsson, svæfingalæknir Sérgrein: Svæfingar og deyfingar Sigurjón Sigurðsson, bæklunarskurðlæknir Sérgrein: Bæklunarskurðlækningar Tómas Jónsson, skurðlæknir Sérgrein: Almennar skurðlækningar Valdemar Hansen, svæfingalæknir Sérgrein: Svæfingar og deyfingar Viðtalsbeiðnum veitt móttaka kl. 13-18 alla virka daga í síma 563 1060 Xt LÆKNAHUSIÐ hf. Domus Medica, Egilsgötu 3, 6. hæö, 101 Reykjavík, sími 563 1060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.