Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgnnblaðið/Sigurgeir Jónasson FULLTRÚAR lífeyrissjóðanna á fundi í Vestmannaeyjuni. Sameining landsbyggð- arlífeyrissjóða könnuð Vestmannaeyjum - Akveðið hefur verið að kanna hagræði af sam- runa Lífeyrissjóðs Vestmanna- eyja, Lífeyrissjóðs Austurlands, Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra og Lífeyris- sjóðs Norðurlands. Stjórnir sjóðanna tóku þessa ákvörðun með hliðsjón af þeim miklu breytingum sem eru að verða á rekstrarumhverfi þeirra. Margir sjóðir hafa sameinast á síðustu árum sem leitt hefur til stærri og öflugri sjóða og ef af sameiningu þessara lífeyrissjóða verður myndast einn öflugasti líf- eyrissjóður landsins með eignir upp á 35 milljarða króna. Talsverðar breytingar eru að verða á starfsumhverfi lífeyris- sjóða með tilkomu laga um starf- semi lífeyrissjóða og breytinga á lögum um tekjuskatt vegna við- bótarlífeyrissparnaðar. Breyting- arnar munu hafa í fór með sér aukna samkeppni milli lífeyris- sjóða og einnig annarra aðila sem bjóða lífeyrissparnað. Vegna hraðrar þróunar inn- lends fjármálamarkaðar og breyt- inga á öllu fjármálaumhverfi, m.a. með heimildum til fjárfestinga er- lendis, er fjármálaumhverfð orðið flóknara og áhættusamara en áð- ur. Vegna þessara breyttu að- stæðna hafa stjórnir áðurnefndra lífeyrissjóða ákveðið að kanna samruna sjóðanna því það er skoðun þeirra að stórir og öflugir sjóðir séu betur til þess fallnir að mæta nýjum aðstæðum á fjár- málamarkaðnum og tryggja þannig sjóðfélögunum bestu þjón- ustu og góða ávöxtun. Endanleg ákvörðun á ársfundum Á næstunni verður gerð ítarleg könnun á hagkvæmni þess að sjóðirnir verði sameinaðir og stefnt er að því að kynna málið rækilega fyrir sjóðfélögum og að- ildarfélögum sjóðsins á næstunni. Ársfundir lífeyrissjóðanna munu endanlega ákveða þátttöku og er stefnt að ákvörðunartöku fyrir mitt ár og ef samruni verður sam- þykktur mun nýr lífeyrissjóður hefja starfsemi í upphafi nýixar aldar. Morgunblaðið/Silli GAUKUR Hjartarson við fuglatalningu. Fuglar taldir af móð Húsavík - Hin árlega vetrartalning fugla á Húsavík fór fram á 10 svæð- um á Húsavík og í nágrenni. Að sögn Gauks Hjartarsonar, sem hef- ur yfirumsjón með talningunni, ein- kenndi talninguna að enn hefur talsvert af þröstum vetui'setu á Húsavík. Haustið 1994 var fóður- gjöf til þrasta í bænum stóraukin og hefur verið mikil síðan. Þeir voru þó nokkuð færri þetta árið en síð- ustu ár. Alls sáust 18 skógarþrestir, 3 svartþrestir og 15 gráþrestir. Fjöldi einstaklinga í talningunni var í meðallagi og sáust alls 37 fuglategundir sem er færra en undanfarin ár. Annað eftirtektar- vert við talninguna var m.a. að gráhegrar sáust í Aðaldal en mjög langt er síðan hegrar sáust þar síðast í jólatalningu. Aðrar sjald- gæfar tegundir voru grágæs, rauðhöfðaönd og urtönd. Ovenju- lítið bar á erlendum flækingsfugl- um í haust og sýnir það sig í taln- ingunni nú. Eins og oftast áður var mest af æðarfugli og töldust um 6200 fugl- ar sem er meðallag. Óvenju mikið bar á dflaskörfum en fjöldi þerra var tvöfaldur miðað við meðal- fjölda síðustu ára. Að þessu sinni voru 15 rjúpur, sem er nálægt meðalfjölda. REYNIR Pétursson, Tryggvi Siglryggsson og Ingólfur Birkir Eyjólfs- son. Þeir hafa endursmíðað lyftustaurana niðri í Skipasmiðastöð og þarna eru þeir að leggja síðustu hönd á verkið. Allar tímasetningar hafa staðist hjá þeim og smíðin er afar vel af hcndi leyst. Lyftustaurar rísa Isafírði - Bytjað er að reisa staurana í nýju efri Iyftunni á Seljalandsdal en fyrir nokkru var lokið við að steypa undirstöður. Uppsetning endastöðvanna er veigamesta verkið og um helgina var gengið frá þeirri neðri. Næst er sú efri en það er erfiðasti hlut- inn og síðan stauramir þar á milli. Loks er að koma upp vírum og öðrum búnaði og má vænta þess að verkinu verði lokið og lyftan tilbúin til noktunar um mánaða- mótin ef allt gengur upp, að sögn Tryggva Guðmundssonar lög- fræðings sem er í forsvari fyrir áhugamannahópnum sem stendur að uppsetningu lyftunnar. Við uppsetningu neðri enda- stöðvarinnar var fengin til að- stoðar 38 tonna beltagrafa frá Jóni og Magnúsi hf. Stjórnandi hennar var Hagalín Ragúelsson og eiga skíðafélagsmenn sem við verkið unnu naumast orð til að lýsa snilld hans á vélinni í kafsnjó uppi í liðlega fjögur hundruð metra hæð í fjallinu. Boltarnir í undirstöðunum smellpössuðu í götin á stálinu og verkið gekk betur en nokkur gat þorað að vona. Við uppsetningu efri endastöðv- arinnar verður notast við kláfinn sem notaður var við steypuflutn- ingana í undirstöðuna. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson STALBITARNIR í neðri endastöðinni smella á sinn stað. Iþrótta- menn ársins í Reykja- nesbæ Keflavík - Þau Anna María Sveinsdóttir körfuknattleikskona úr Keflavík og Friðrik Ragnars- son körfuknattleiksmaður úr Njarðvík voru útnefnd íþrótta- menn ársins í Reykjanesbæ fyrir árið 1998, en þetta er í fyrsta sinn sem tveir íþróttamenn hljóta þennan heiður. Þau Anna María og Friðrik leiddu Iið sín til sigurs í Islandsmótinu í körfuknattleik auk þess sem Keflavík sigraði einnig í bikarkeppninni. Ujálmar Árnason, formaður IRB, afhenti verðlaunin en auk þess hlutu 147 einstaklingar í Reykjanesbæ viðurkenningar fyrir að hafa orðið Islandsmeist- arar í sinni grein eða sett Is- landsmet. Hjálmar sagði að til samanburðar þyrftu Reykvíking- ar að eiga uin 1.500 íslandsmeist- ara miðað við höfðatölu. f kjörinu varð Orn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suður- nesja í öðru sæti og Jóhann Kri- stjánsson úr Nes-íþróttafélagi fatlaðra í þriðja sæti. Viðurkenn- ingar fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar hlutu: Ingi F. Gunnarsson, Hildur Krist- jánsdóttir, Gísli Hlynur Jóhann- esson og Jóhanna Guðbjartsdótt- ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.