Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 35 UMRÆÐAN Loksins, loksins LOKSINS, loksins kom að því að einhver úr kennarastéttinni viti mig svars við grein minni frá lokum nóv- embennánaðar. Sá sem það gerir er enginn annar en Olafur Oddsson, reyndur og vel þekktur kennari við elsta skóla landsins, maður sem hef- ur látið sig varða málefni íslenskrar æsku í tæp þrjátíu ár. Olafur lýsir mér sem ófrumlegum og illa upp- lýstum manni, fáfróðum og for- dómafullum og setur mig í hóp allra verstu óvina kennarastéttarinnar, en ég nenni ekki að elta ólar við þær Kennaralaun Átta af hverjum tíu framhaldsskólakennur- um, segir Þórður Kri- stjánsson, greiddu þessum skammarlaun- um atkvæði sitt í sein- ustu samningum. fullyrðingar. Verra þykir mér að hann skuli ekki telja innihald grein- ar minnar umfjöllunarvert en eyði öllu sínu púðri á fyrirsögn hennar og persónu mína. Sá grunur sækir að mér að Ólafur hafí aldrei lesið meira en fyrirsögnina og að það gildi jafnvel um flein kennara. Þetta er miður, því við Ólafur ei-um greinilega sammála um margt. Mun ég því leitast við að setja mál mitt fram i samhengi við gi-ein Ólafs. Laun kennara eru of lág 106.445 eru laun kennara á fer- tugsaldri með fjögurra ára háskóla- nám að baki. Við Ólafur erum sam- mála um að þetta er of lágt, en átta af hverjum tíu framhaldsskólakenn- urum greiddu þessum skammar- launum atkvæði sitt í seinustu samningum. Það segir mér að kenn- arar eru búnir að gefast upp á verk- föllum og uppsögnum; þær leiðir hafa litlu sem engu skilað - nýrra leiða verður að leita. Tillagan mín hækkaði þessa tölu þó í 141.926, það er umtalsvert, en ekki yfírgengi- legt. Launin eru ekki samanburðarhæf Umræða um það hvaða kennarar, eða hve margir sæki endurmennt- unarnámskeið eða semji námsefni á sumrin, er deila um keisarans skegg og hún heldur launum kennara niðri. A meðan starfsemi framhalds- skólanna er háttað eins og nú, verð- ur ekki hægt að bera laun kennara saman við laun annarra háskóla- menntaðra manna. Þegar skólar verða farnir að starfa í tíu til ellefu mánuði á ári, geta kennarar loks borið tekjur sínar saman við aðra hópa, hvort sem það eru lögfræð- ingar eða húsasmiðir. Leyfí til endurmenntunar þekkj- ast í núverandi kerfí, þau geta áfram verið til þó starfsháttum skólanna sé breytt. Ég neita að trúa því að þröngsýni kennara sé slík að þeir telji sig eingöngu geta sótt sér símenntun í júlímánuði eða þá í heils árs skömmtum. Vinnuálag kennara er of mikið Ólafur segir um kennarastarfíð í grein sinni: „Það er afar erfitt og slítandi [og] fara margar helgar og frídagar í yfirferð ritgerða og verk- efna.“ Fyrir þessa vinnu er sáralítið greitt sérstaklega, um 10.000 á mánuði þykir gott hjá kennara með mikinn nemendafjölda. Sú almenna skoðun, að fyrir þetta álag sé kenn- urum greitt með lengra orlofí en gengur og gerist, virðist óspart not- uð gegn þeim við samningaborðið. Enda hafa kennarar gengist inná að þetta sé eðlilegt ástand sem fylgi starfinu og eru jafnvel stoltir af því að vera þær hetjur að standast álagið. Ef skólinn væri starfræktur í tíu til ellefu mánuð á ári, væri ekki hægt að bjóða kennurum uppá nú- verandi vinnuálag - þeir brynnu út á innan við fimm árum. Kennarar ættu því þá kröfu að geta lokið starfsdegi sínum á átta klukku- stundum eins og annað launafólk. Fullt starf kennara er í dag 24 kennslu- stundir á viku. Mér þætti ekki ósangjarnt að kennarar skiluðu 18 kennslustundum á viku þegar þeir væru famir að kenna ellefu mánuði. á ári. Gæði kennslunnar? „Þá hafa oft í fram- haldsskólum liðlega tvítugir stúdentar fengist við kennslu," segir Ólafur einnig. „Ég dáist að því fólki sem af hugsjón sinni lætur bjóða sér það vinnuálag og þau laun sem bjóðast fyrir kennslu, en það breytir ekki því að atgervisflóttinn Þórður Kristjánsson úr stéttinni er skelfi- legur. Ætlum við að sitja auðum höndum og horfa uppá hnignun skólakerfisins, eða eiga börnin okkar skil- ið að við gerum eitt- hvað til þess, ungir og vel menntaðir menn, konur og karlar, fáist til þess að mennta æsku þessarar þjóð- ar?“ Ég tel að bæði nemendur og kennarar eigi skilið umhverfi sem einkennist af fag- legum metnaði, skil- virkum vinnuaðferðum og mannúðlegum af- kastakröfum. Að þessu miða tillögur mínar. Mér skilst að kennarar séu flestir arfareiðir vegna greinar minnar er birtist 26. nóv. og ég verð að segja að ég skil ekki af hverju. Ef það er vegna þess að menn eru móðgaðir yfír fyrirsögn greinarinnar, en nenntu ekki að lesa innihaldið, þá get ég ekki vorkennt þeim. Ef þeir hins vegar lásu greinina en mis- skildu hana, þá er þeim vorkunn, því að í henni eru - að mínu mati - mjög góðar tillögur um kjarabætur til handa kennurum og leið til þess að bera laun kennara saman við önnur laun. Ef kennarar hafa upp til hópa ekki áhuga á því að geta horft fram- an í fólk með fullri reisn og sjálfs- virðingu þegar laun þeirra eru rædd, þá skil ég ekki meirihlutann af þessari stétt. Höfunclur er kerfisfræðingur. -'L i Stutt mm _ og mi tolvu 358 Windows 95 12 18. - 20. janúar 18:00 - 21:00 12.000 359 Word 97, grunnur 12 25. - 27. janúar 18:00-21:00 12.000 360 Excel 97, grunnur 12 01. - 03. febrúar 18:00-21:00 12.000 361 PowerPoint 97, grunnur 12 08. - 10. febrúar 18:00-21:00 12.000 362 Internet, grunnur 12 15. -17. febrúar 18:00-21:00 12.000 363 Lotus Notes, grunnur 12 22. - 24. febrúar 18:00-21:00 12.000 364 Access 97, grunnur 12 01. - 03. mars 18:00-21:00 12.000 365 Word 97, millistig 12 08. - 10. mars 18:00-21:00 12.000 366 Excel 97, millistig 12 15. - 17. mars 18:00-21:00 12.000 367 PowerPoint 97, framhald 12 22. - 24. mars 18:00 - 21:00 12.000 368 Outlook 97, grunnur 12 29. - 31. mars 18:00-21:00 12.000 369 Access 97, millistig 12 05. - 07. apríl 18:00 - 21:00 12.000 370 Windows 95 12 12. - 14. apríl 09:00 - 12:00 12.000 371 Internet, grunnur 12 12. - 14. apríl 13:00 -16:00 12.000 372 Vefsíðugerð, grunnur 12 12. - 14. apríl 18:00 - 21:00 12.000 373 Word 97, grunnur 12 19. - 21. apríl 09:00 - 12:00 12.000 374 Lotus Notes, grunnur 12 19. - 21. apríl 13:00 - 16:00 12.000 375 Word 97, framhald 12 19. - 21. apríl 18:00 - 21:00 12.000 376 Excel 97, grunnur 12 26. - 28. apríl 09:00 - 12:00 12.000 377 Access 97, grunnur 12 26. - 28. apríl 13:00 - 16:00 12.000 378 Excel 97, framhald 12 26. - 28. apríl 18:00 - 21:00 12.000 379 PowerPoint 97, grunnur 12 03. - 05. mai 09:00 - 12:00 12.000 380 Vefsíðugerð, grunnur 12 03. - 05. maí 13:00 - 16:00 12.000 381 Lotus Notes, framhald 12 03. - 05. maí 18:00-21:00 12.000 382 Access 97, grunnur 12 10.-12. maí 09:00 - 12:00 12.000 383 Outlook 97, grunnur 12 10. -12. maí 13:00 - 16:00 12.000 384 Office 97, samnýting forrita 12 10. - 12. maí 18:00 - 21:00 12.000 385 Lotus Notes, grunnur 12 17. -19. maí 09:00 - 12:00 12.000 386 Windows 95 12 17. - 19. maí 13:00 - 16:00 12.000 387 Access 97, framhald 12 17. -19. mai 18:00-21:00 12.000 388 Internet, grunnur 12 24. - 26. maí 09:00 - 12:00 12.000 389 PowerPoint 97, grunnur 12 24. - 26. maí 13:00 -16:00 12.000 390 Vefsíðugerð, framhald 12 24. - 26. maí 18:00 - 21:00 12.000 Innritun hafin VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10 ■ Framtíöin ■ 108 Reykjavik Sími 588 5810 • Bréfasími 588 5822 www.vt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.