Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 63
BREF TIL BLAÐSINS
íslensk popptónlist
á ensku, gott mál!
Frá Bergdísi Sigarðardóttur:
TIL íslenskra poppara sem syngja
á ensku og fjölmiðlamanna sem
sýna þeim áhuga.
Sem áhugamanni um íslenska
popptónlist er það hulin ráðgáta af
hverju fjölmiðlamenn eru enn þann
dag í dag alltaf að spyrja íslenska
popptónlistarmenn sem flytja tón-
list sína á ensku - af hverju þeir
syngi á ensku. Spurningin er fyrir
löngu orðin óþörf og mjög hvim-
leið. Þessu hefur verið svarað
mörgum sinnum áður og menn
hafa haft litlu nýju þar við að bæta.
Viðkomandi tónlistarmenn ættu að
vera íýrir löngu hættir að svara
þessari spurningu, ekki síst þeir
sem hafa svarað henni oftar en
einu sinni og oftar en tvisvar. Er
ekki kominn tími til að neita hrein-
lega að svara þessari spurningu,
kæru tónlistarmenn? I kjölfar
spurningarinnar um af hverju
menn syngja á ensku fylgir svo oft
og iðulega enn hvimleiðari spum-
ing en hún er - hvort viðkomandi
tónlistarmaður/menn dreymi um
frægð og frama í útlöndum. Er
samasemmerki á milli þess að
flytja tónlist á ensku og vilja verða
frægur í útlöndum? Vilja ekki allir
sem semja tónlist af einhverjum
metnaði að tónlistin þeirra nái til
sem flestra? Er eitthvað óeðlilegt
við það að metnaðarfullir íslenskir
tónlistarmenn hafi áhuga á að ná til
fleiri eyrna en íslenskra, ekki síst
þar sem markaðurinn hérlendis er
algjör dvergur í samanburði við er-
lenda markaði og mjög vonlítið að
geta lifað af tónlist hér á landi. Það
er ekki þar með sagt að draumur-
inn um frægð og frama sé alls-
ráðandi hjá viðkomandi tónlistar-
mönnum þótt þeir kjósi að flytja
tónlist sína á ensku. Samasem-
merkið er í flestum tilfellum með
þörfínni um að geta lifað af því að
búa til tónlist. Til þess að lifa af
tónlist þarf jú að selja hana. Tón-
list er söluvara og ef það að syngja
á ensku eykur möguleika íslenskra
tónlistarmanna á því að selja tón-
list sína þá er það gott mál. Það vill
svo til að enskan er gífurlega mikið
notuð í tónlist í hinum vestræna
heimi og það er ekki að ástæðu-
lausu þvi enskan þykir mjög ákjós-
anleg til textagerðar t.d. vegna
Stjörnuspá á Netinu
v^mbl.is
\LLTAf= elTTHVAO NÝTT
ríkulegs orðaforða og þess hversu
víða hún er töluð og skilin.
Viðkomandi tónlistai-menn hafa
jafnvel hlotið óverðskuldaða gagn-
rýni fyrir að vera að vinna gegn ís-
lensku máli. Staðreyndin er sú að
það eru aðrar og betri leiðir til að
halda okkar góða tungumáli að
börnum og unglingum landsins en í
gegnum popptónlist. Það er ósann-
gjarnt að gera íslenska poppara að
ábyrgðarmönnum fyrir íslensku
máli á þennan hátt og fáránleg
krafa að ætlast til þess að þeir
flytji tónlist sína á íslensku til þess
að mega heita sannir íslenskir tón-
listarmenn. I raun er sjálfsagt og
eðlilegt að einmitt tónlistarmenn
frá svo fámennri þjóð eigi fullan
rétt á að flytja tónlist sína á ensku
ef þeir kjósa það og ömurlegt að
þeir þurfi í sífellu að vera að afsaka
sig fyrir það. Það væri nær að
spyrja þá tónlistarmenn sem
syngja eingöngu á íslensku af
hverju í ósköpunum þeir geri það
og hvort þeir hafi nú ekki meiri
metnað en svo að ná eingöngu eyr-
um hinna fámennu eyjarskeggja?
Og hvað með þá popptónlistar-
menn sem eru sífellt að semja ís-
lenska texta við erlend lög. Þurfa
þeir ekkert að afsaka ófrumleik-
ann?
Islensk popptónlist flutt á ensku
er alveg jafn íslensk og sú sem er
ílutt á íslensku. Tónlistarmennirnir
eru íslenskir og eru að semja sína
tónlist og það er það sem skiptir
máli en ekki hvort þeir kjósa að
flytja texta sína á ensku eða ís-
lensku. Það er tónlistin sem lifir.
Nær væri fyrir fjölmiðlamenn að
spyrja meira út í lagasmíðarnar,
útsetningarnar og textagerðina al-
mennt, burt séð frá því hvort hún
er á ensku eða íslensku.
BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR,
Eiríksgötu 11, Reykjavík.
Útsalai ff í fullum gangi
Allt að 70 i% afsláttur SK/æi Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345
Nýtt kortatímabil
Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema
Útsala
Stórar stærðir
Nýtt kortatímabil
Rie Design (www.riedesign.dk)
Eiðistorgi 13,
sími 561 4465,
fax 561 4495.
VIÐ HOFUM LÆKKAÐ
LYFJAVERÐIÐ
NÍCOtÍllCllC tyggigúmmí Nicotinelle piástur
2 mg 84 stk. kr. 999,- 21 mg/klst 21 stk. kr. 4.849,-
4 mg 84 stk. kr. 1.499,- 21 mg/klst 7 stk. kr. 1.899,-
Ráðgjöf og kynning,
föstudaginn 15 . janúar kl. 14-18
INGÓLFS APÓTEK lægra lyfjaverð
KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 568 9970
IIA
og Sport
Músik og Sport ehf. - Reykjavíkurvegi 60 - Símar 555-2887 og 555-4487
Fyrir börnin
Moon Boots
Endurskin
Teg. 193
Litir: Blár og rauður
Stærðir: 30-35
Nú 1.995,-
Góður gúmmísóli
Póstsendum samdægurs
oppskórinn
v/lngólfstorg, sími 5521212
Tískutilboð
30—40% afsláttur
Destroy
Teg.: 2819
Litur: Svartur
Stærðir: 36—41
Dockers
Teg.: 30810
Litur: Gráir m/sv.
Stærðir: 37—41
Dockers
Teg.: 30811
Litur: Gráir m/sv.
Stærðir: 37-41
PÓSTSENDUIW SAMDÆGURS
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut • ReykjQvik
Simi 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Krínglunni 8-12 • Reykjovik
Stmi 5689212
íþróttir á Netinu
/§>mbl.is