Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 39 af 89 fyrsta árs nemum í hjúkrimarfræði við Háskóla Islands 39 AF 89 þátttakendum í sam- keppnisprófum fyrsta árs nem- enda í hjúkrunarfræði í Háskóla Islands hafa kært framkvæmd prófanna. Katrín Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir að megn óánægja hafi blossað upp eftir prófm, sem haldin voru í des- ember. Osamræmi hafí verið milli kennsluefnis í líffærafræði og prófverkefnis og próf fyrir mis- gáning verið lagt fyrir fjórða árs nema snemma morguns en fyrsta árs nemar þreyttu prófíð eftir há- degi. Prófíð hafí því lekið út til sumra. Kæra fram- kvæmd prófa Katrín segir að ekki hafí fengist fullnægjandi niðurstaða frá náms- braut í hjúkrunarfræði vegna kæranna og þær því verið sendar rektorsembættinu, sem hafí falið kennslusviði að íjalla um málið. Niðurstaðan varð sú að kennslu- svið gæti ekki farið gegn úrskurði námsbrautarinnar. „Það kemur í ljós að Háskólinn getur ekki farið gegn vilja náms- brautarinnar. Námsbrautin sem verið er að kæra dæmir því í eigin sök,“ segir Katrín. Guðrún Kristjánsdóttir, for- maður námsbrautar í hjúkrunar- fræði, kannaðist ekki við að próf hefði fyrir misgáning verið lagt fyrir fjórða árs nemendur. Hins vegar hafí munnlegar at- hugasemdir vegna námskeiðs í líf- færafræði verið afgreiddar með innbyrðis samskiptum kennara og stúdenta. í lok síðasta prófs hafí borist skrifleg kæra frá réttinda- skrifstofu stúdenta. Prófið hafi ver- ið þyngra en oft áður en engu að síður hafí útkoman að jafnaði verið betri. Guðrún sagði að í ljósi at- hugasemda yrði námskeiðið í líf- færafræði endurskoðað og einnig vænti hún þess að settar yrðu skýr- ar reglur um frágang námsefnis. Gjöld vegna öku- skírteina hækka um 17-33% GJALD fyrir almennt ökuskírteini hækkaði um 500 krónur um áramót- in úr 3.000 krónum í 3.500 krónur eða um tæp 17%. Á sama tíma hækkaði gjald fyrir' bráðabirgða- ökuskírteini einnig um 500 krónur úr 1.500 krónum í 2.000 krónur eða um rúm 33%. Stefán Eiríksson, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, sagði að gjald vegna ökuskírteinanna hefði verið þjónustugjald en hefði nú ver- ið tekið inn í aukatekjulögin sem skattur og væri þar meðal annars verið að taka tillit til þeirra breyt- inga sem gerðar hefðu verið á út- gáfu skírteinanna og aukins kostn- aðar vegna útgáfu þeirra. Prófgjöld hækkuðu um nálægf 20% Bráðabirgðaskírteini eru gefin út í tvö ár til þeirra sem eru að fá öku- skírteini í fyrsta skipti og einnig þeirra sem orðnir eru 65 ára og eldri. Stefán sagði að gera mætti ráð fyrir að um 15 þúsund skírteini væru gefin út árlega. Þá hækkuðu prófgjöld vegna öfl- unar ökuréttinda einnig um áramót- in um nálægt 20% að meðaltali að sögn Stefáns. Sú gjaldtaka er ekki inni í aukatekjulögunum, enda um notendagjald að ræða. Hækkanir eru mismunandi eftir því um hvaða ökuréttindi er að ræða, en prófgjald vegna almenns ökuprófs hækkaði úr 2.800 krónum í 3.400 krónur eða um rúmlega 21%. Stefán sagði að þarna væri fyrst og fremst um hækkun vegna verð- lagshækkana að ræða á liðnum ár- um. Prófgjöldin hefðu ekki hækkað í mörg ár. Þama væri um þjónustu- gjöld að ræða, sem væri ætlað að standa undir kostnaði við prófadeild Umferðarráðs. Prófadeildin hefði umsjón prófanna með höndum og hún hefði verið rekin með halla, einkum á síðasta ári. Morgunblaðið/RAX Beðið eftir afla í ljósaskiptunum FUGLARNIR á Höfn í Horna- fírði silja rólegir á þakskeggi við höfnina og bíða eftir að bát- arnir komi inn. Þá fljúga þeir af stað og næla sér í æti á auð- veldan hátt. Best þykir þeim sfídin og loðnan og því er um að gera að vera í viðbragðsstöðu og ná sér í smábita áður en afl- inn er bræddur. Norrænt sjónvarp í Breið- varpinu FRÁ og með deginum í dag bætast sex norrænar sjónvarpsrásir við í Breiðvai-pi Landssímans. Þetta eru tvær rásir sænska ríkissjónvarps- ins, SVTl og SVT2, tvær rásir norska ríkissjónvarpsins, NRKl og NRK2, danska í-íkissjónvarpið DRl og danska sjónvarpsstöðin TV2. Barnaefni, framhaldsþættir, íþróttir, kvikmyndir og fréttir eru hluti af daglegri dagskrá, á við- komandi tungumáli eða með texta ef um erlenda þætti eða kvikmynd- ir er að ræða. Tilkoma norrænu rásanna sex á Breiðvarpinu eykur mjög fjöl- breytni sjónvarpsefnis á Islandi, segir í fréttatilkynningu. í kynn- ingarskyni eru norrænu rásirnai' opnar fram til 1. marz öllum sem aðgang hafa að breiðbandi Lands- símans. Eftir 1. marz verða rásirn- ar seldar í áskrift. Er þá jafnframt ætlunin að bjóða upp á nokkra mis- munandi áskriftarflokka í Breið- varpinu. ---------------- I haldi vegna innbrota í Mjódd UNGUR maður var handtekinn á þriðjudag vegna gruns um innbrot í fjögur fyrirtæki í Mjóddinni í Reykjavík nóttina áður. Þýfið úr innbrotunum fannst þar sem mannsins var leitað og í framhaldi af því var annar ungur maður handtekinn vegna þessara mála. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögi-egluþjóns í Reykjavíkurlögreglunni, sátu mennirnir enn inni eftir hádegi í gær vegna rannsóknar málsins og færi það eftir framgangi hennar hvort farið yrði fram á gæsluvarð- hald yfír þeim. Stjórn fulltrúaráðs mælir ekki með prófkjöri STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík leggur ekki til að fram fari prófkjör í Reykja- vík fyrir komandi alþingiskosning- ar. Fari svo að ekki verði gerð til- laga um prófkjör á aðalfundi full- tráaráðsins 23. janúar nk. verður þetta í fyrsta sinn frá 1974 sem prófkjör verður ekki fyrir valinu í Reykjavík fyrir þingkosningar. Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna, segir að almenna reglan sé sú að kjörnefnd geri tillögu um lista. Það þurfi hins vegar sérstaka ákvörðun til þess að það fari fram prófkjör. „Endurspeglar hið alnienna viðhorf í flokknum" Aðalfundur fulltrúaráðsins verður 23. janúar næstkomandi og þar verður gerð grein fyrir niðurstöðu stjórnarinnar. Búið er að velja kjörnefnd og tekur hún fljótlega til starfa. Ekki er ljóst hvenær hún lýkur störfum. Bald- ur segir að niðurstaða stjórnar fulltrúaráðsins hafi verið sam- hljóða og hún endurspegli að vissu leyti hið almenna viðhorf í flokknum. Það sé lagt mat á það hverju sinni hvort prófkjör kunni að henta flokknum. Það hafi verið niðurstaða stjórnarinnar að þokkaleg samstaða sé um fram- bjóðendur sem hafi komið inn á framboðslista fyrir síðustu kosn- ingar eftir prófkjör. í dag ••••••••••••••••••••••••••••••••••••< VIDSiaFn AIVINNULÍF HLUTABREF Árið 1999 Ástand og horfur/D4 HUGBUNAÐUR l Samruni : félaga Meðalaldur- : inn 23 ár/D7 • AUGLÝSING Blaðinu í dag fylgir 4ra síðna auglýsingablað frá Nóatúni. www.mbl.is • Jason Ólafsson þakkaði • fyrir sig í Dessau/B1 » • • • • : Michael Jordan leggur : skóna á hilluna/B3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.