Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Útgerðarfélag Breiðdælinga stofnað á Breiðdalsvfk
Hreppurinn leggur til 20 millj.
og önnur fjármögnun hafin
Viðhorf í atvinnumálum á Breiðdalsvík hafa breyst aftur til hins betra
að því er fram kemur í grein Rögnu Söru Jónsdóttur. Nýtt útgerðarfé-
lag hefur verið stofnað, endanleg fjármögnun þess er framundan og
-------------------------------------------7--------------------
einnig er nauðsynlegt að auka kvóta Mánatinds. I því sambandi er með-
al annars horft til byggðakvóta sem til umræðu hefur verið á Alþingi.
FISKURINN unnin hjá Búlandstindi. Nýjustu breytingar í rekstrinum tryggja aukna vinnslu í landi,
bæði á Djúpavogi og Breiðdalsvík.
ÚTGE RÐARFÉ LAG Breiðdælinga
var stofnað sl. sunnudag og á mánu-
dagskvöld var haldinn kynningar-
fundur með starfsfólki fyrirtækisins.
Fyrirtækið hefur gengið frá kaup-
samningi við Búlandstind um kaup á
öllum eigum fyrirtækisins á Breið-
dalsvík auk togskipsins Mánatinds
og aflaheimildum þess; 600 tonnum
þorskígilda, þar af 200 tonnum af
þorski. í landi er um að ræða frysti-
hús, hausaþurrkara, saltfískhús og
beitningaaðstöðu. Útgerðarfélag
Breiðdælinga er hlutafélag og lagði
hreppurinn til 20 milljónir sem
hlutafé en kaupverð hefur ekki verið
gefíð upp. Stofnun fyrirtækisins hef-
ur hleypt lífí í annars svartsýna
Breiðdælinga sem ekki sáu fram á
trygga atvinnu á næstu mánuðum.
Rúnar Björgvinsson sveitarstjóri í
Breiðdalshreppi segir stofnun fyrir-
tækisins vera neyðaráætlun sem
nauðsynlegt hafí verið að fram-
kvæma. „Því er ekki að leyna að áð-
ur en til stofnunar fyrirtækisins
kom ríkti mikil svartsýni í samfélag-
inu. Fimmtíu manns vinna í frysti-
húsinu og íbúar bæjarfélagsins eru
þrjú hundruð. Útgerðin er burðarás
atvinnulífsins og ef ekki hefði verið
brugðist hratt við hefði byggða-
kjarninn ekki farið nema niður á
við,“ segir Rúnar.
Hann segir að þær aflaheimildir
sem fylgu Mánatindi dugi þó hvergi
til að reka skipið og halda uppi
stöðugri vinnu í landi. Að hans mati
þurfa a.m.k. að koma til 700 tonn af
þorski til viðbótar til þess að geta
haldið skipinu úti og haldið uppi
vinnu í landi.
Á byrjunarreit takist
ekki íjármögnun
I kaupsamningnum við
Búlandstind er fyrirtækinu gefíð
tækifæri á að fjármagna kaupin fyr-
ir 1. mars nk. Næstu skref verða að
sögn Rúnars hlutafjársöfnun, önnur
fjármögnun og aukning aflaheim-
ilda. Hlutafé verður boðið út meðal
bæjarbúa auk þess sem leitað verð-
ur til fyrirtækja og fjársterkari aðila
um hlutabréfakaup. Rúnar segir að
einnig verði farið af stað með að
tryggja byggðarlaginu frekari afla-
heimildir með öllum hugsanlegum
leiðum. Möguleikar séu á að fara í
samstarf við aðra aðila í útgerð auk
þess sem menn horfi nú til byggða-
kvóta sem er til umræðu á þinginu.
„Ég er bjartsýnn og treysti því að
þetta hafist,“ segir Rúnar þegar
hann er spurður um framtíðina.
Togskipið Mánatindur er úti á mið-
unum og er væntanlegur í land um
helgina og hefst vinnsla á aflanum í
næstu viku. Rúnar segir ánægju og
létti ríkja meðal starfsmanna nýja
fyrirtækisins enda hafí það flest allt
verið atvinnulaust frá því um miðjan
desember. Ef fyrirtækið nái að
tryggja fjármögnun sjái það fram á
áframhaldandi stöðuga vinnu. „Ef
hins vegar samningarnir ganga til
baka, sem er hugsanlegt, þá erum
við komin aftur á byrjunarreit. Ég
er bjartsýnn á að við getum unnið úr
þeim grunni sem við höfum. Sveitar-
félagið ýtir þessu úr vör til að
tryggja fólki atvinnu en ekki er ólík-
legt að við drögum okkur út úr
rekstrinum þegar fram líða stundir
ef fjármögnunin og reksturinn
gengur vel,“ segir Rúnar.
Ljóst frá upphafi að Djúpavogur
nyti góðs af breytingum í
Búlandstindi
Eftir að Vísir hf. í Grindavík
keypti meirihluta í Búlandstindi hf.
eða 51% í desember hafa verið gerð-
ar miklar áherslubreytingar hjá fyr-
irtækinu. Meginbreytingarnar eru
þrjár, að sögn Péturs Hafsteins
Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis
pg stjórnarformanns Búlandstinds.
í fyrsta lagi var vinnslan færð í land
og frystitogarinn Sunnutindur seld-
ur í síðustu viku.
í öðru lagi dró fyrirtækið sig al-
farið út úr vinnslu á Breiðdalsvík og
hefur nú gengið frá kaupsamningi
við Útgerðarfélag Breiðdælinga um
kaup á þeim eignum sem fyrirtækið
átti á Breiðdalsvík ásamt togskipinu
Mánatindi og veiðiheimildum þess. I
þriðja lagi hefur fyrirtækið hug á að
fá nýja aðila að fiskimjölsverksmiðj-
unni á Djúpavogi og segir Pétur að
þegar séu hafnar viðræður um aðild.
Fyrirtækið hóf saltfískvinnslu á
mánudag og gerir jafnframt ráð fyr-
ir að hún verði megin uppistaða fyr-
irtækisins. Pétur segir að það hafi
verið ljóst frá upphafí að Djúpivogur
myndi njóta góðs af þeim breyting-
um sem gerðar voru í fyrirtækinu.
Fyrirtækið hafi reynt að fara eins
„mjúklega" og unnt væri í þessar
breytingar og samið við Breiðdæl-
inga á sanngjarnan hátt að mati Pét-
urs.
„Breiðdælingar þurfa að finna leið
út frá þeim grunni sem þeir hafa nú
eftir að við vörpuðum ábyrgðinni í
hendur þeirra sjálfra. >ví miður var
það ofar okkar getu að gera það sem
þarf til að koma atvinnulífinu í rétt-
ar horfur bæði á Breiðdalsvík og
Djúpavogi. Við urðum að velja ann-
an staðinn,“ segir Pétur. Pétur segir
að þótt flestii- á Djúpavogi séu já-
kvæðir út í breytingarnar ríki vissu-
lega óánægja um borð í til dæmis
frystitogaranum Sunnutindi auk
þess sem ákveðinnar neikvæðni
hefði gætt í umfjöllun fjölmiðla um
breytingarnar og áhrif þeirra.
Olafur Ragnarsson sveitarstjóri
Djúpavogshrepps segir að breyting-
arnar sem Vísir hf. standi fyrir í út-
gerð á Djúpavogi séu mjög jákvæð-
ar fyrir byggðarlagið. Með því að
vinnsla færist í land gefist kostur á
mun stöðugri atvinnu fyrir fjölda
fólks á Djúpavogi og möguleikar séu
á að vinnan verði jöfn allan ársins
hring. Segir hann ákveðin kafla-
skipti hafa orðið í atvinnulífi á
Djúpavogi með þessum breytingum
og almennt ríki mikil bjartsýni í
byggðinni vegna þeirra.
Skúli Hannesson formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Breiðdæl-
inga segir óvissuástand hafa ríkt í
samfélaginu frá því að Vísir til-
kynnti um áherslubreytingarnar í
byrjun desember. A mánudag hafi
hins vegar rofað til og síðan þá væri
andrúmsloftið í byggðarlaginu allt
annað. „Nú hafa menn hér bjartsýn-
ina að leiðarljósi og ég tel að við höf-
um góðan grunn til þess að byggja
upp öflugt fyrirtæki,“ segir Skúli og
segir jafnframt að margir hafi
hringt frá því tilkynnt var um stofn-
un hlutafélagsins og látið í ljós
stuðning við bæjarbúa.
PÉTUR Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis og stjórnarfor-
maður Búlandstinds, harmar rangfærslur fjölmiðla og segir að það
hafi verið ljóst frá upphafi að Djúpivogur myndi njóta góðs af breyt-
ingunum sem gerðar voru í Búlandstindi frá því Vísir hf. keypti meiri-
hluta í fyrirtækinu í desember.
Morgunblaðið/RAX
RÚNAR Björgvinsson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, segir að strax
verði farið út í sölu hlutabréfa í hinu nýstofnaða Utgerðarfélagi Breið-
dælinga auk þess sem farið verði út í aðra fjármögnun og frekari öflun
aflaheimilda.
Elín
Þorstcinsdóttir
Elín sölu-
stjóri
ÍS í Bret-
landi
• ELÍN Þorsteinsdóttir, sem verið
hefur gæðastjóri hjá Islenskum
sjávarafurðum frá árinu 1994, tók
nú um áramótin
við starfi sem
sölustjóri hjá
Iceland Seafood
Ltd., sölufyrir-
tæki Islenskra
sjávarafurða hf. í
Bretlandi.
Elín er fædd í
Reykjavík 29.
des. 1961. Nám
og fyrri störf:
Stúdentspróf frá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1982.
Frönskunám við Université Paul
Valéry í Frakklandi 1982-1983. Iðn-
rekstrarfræðingur á markaðssviði
frá Tækniskóla Islands 1991. Ritari
í franska sendiráðinu í Reykjavík
1983-1984 og hjá utanríkisráðuneyt-
inu 1984-1985. Aðstoðarmaður fram-
kvæmdastjóra hjá Utflutningsmið-
stöð iðnaðarins 1985-1986 og í sömu
stöðu hjá títflutningsráði íslands
1986-1987. Markaðs- og kynningar-
fulltrúi hjá ÍS hf. 1991-1994, kynn-
ingar- og gæðastjóri 1994-1995 og
gæðastjóri frá 1995, með yfirumsjón
með gæðakerfinu ISO 9001.
Eiginmaður Elínar er Gísli Will-
ardsson og eiga þau to syni.
• Halldóra Gyða Matthíasdóttir
Proppé hefur hafið störf sem gæða-
stjóri hjá íslenskum sjávarafurðum
hf. Tekur hún við
af Elínu Þor-
steinsdóttur sem
nú um áramótin
tók við starfi
sölustjóra hjá
Iceland Seafood
Ltd. í Bretlandi.
Halldóra er
fædd í Reykjavík
20. júní 1969.
Nám ogfyrri
störf: Stúdents-
próf frá Mennta-
skólanum í Hamrahlíð, nýmálasviði,
árið 1990. Próf í iðnrekstrarfræði af
markaðs- og rekstrarsviði í Tækni-
skóla íslands 1998. B.Sc. próf í al-
þjóðamarkaðsfræði frá sama skóla í
janúar 1999. A námsárum sínum
starfaði Halldóra hjá ýmsum deild-
um SH í Reykjavík og einnig eitt
sumar hjá SH í Hamborg.
Eiginmaður Halldóru er Óli
Svavar Hallgrímsson og eiga þau
einn son.
Halldóra Gyða
Matthíasdöttir
Proppé
Sjálfstæð
starfsemi
lögð niður
SAMTÖK fiskvinnslustöðva hafa nú
tekið að sér að annast skrifstofuhald
fyrir Félag rækju- og hörpudisk-
framleiðenda, en félagið lagði niður
sjálfstæða starfsemi sína um ára-
mótin.
Félagið sjálft hefur þó ekki veríð
lagt niður og frekari ákvarðanir um
framtíð þess verða teknar á aðal-
fundi í febrúarmánuði næstkomandi.
í frétt frá Félagi rækju- og hörpu-
diskframleiðenda vegna þess, eru
þeir, sem erindi eiga við félagið,
beðnir að snúa sér til SF í síma 562
3155 eða bréfsíma 562 3158.
Tap vegna
ofveiði
EYJARSKEGGJAR á Papúa Nýju-
Gíneu verða af miklum tekjum árlega
vegna ólöglegra veiða erlendra skipa
í 200 mílna landhelgi eyjanna. Talið
er að upphæðin nemi jafnvirði rúm-
lega eins og hálfs milljarðs íslenskra
króna. Mest er um ólöglegar veiðar á
túnfiski, en stofninn í landhelgi
Papúa Nýju-Gíneu er talinn einn sá
besti í Kyrrahafi og aflaverðmæti
hans áætlað á jafnvirði 3,5 milljarða
íslenskra króna á ársgrundvelli.