Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRIS TBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR + Kristbjörg Odd- ný Þórðardóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 9. október 1975. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landa- kirkju 9. janúar. Við systkinin, makar og börn höfðum þá ánægju að hittast öll og koma saman í fyrsta skiptið í mörg ár á gamlárskvöld. Við vorum öll ánægð og glöð á þessum tímamótum. Arn- ar og Kristbjörg voru þar á meðal okkar og biðu spennt eftir nýja ár- inu þar sem þau áttu von á sínu öðru barni á hverri stundu. Hinn 3. janúar hélt gleðin áfram þar sem stúlkubarn fæddist hárprúð og ynd- isfalleg. En daginn eftir var sem elding hefði hæft hvert hjarta í fjöl- skyldunni. Hún Kristbjörg mág- kona okkar var dáin. Nei, því trúum við ekki voru fyrstu orð okkar, því viljum við ekki trúa að svona geti gerst á þessari tækniöld. Að Guð geti komið og tekið frá okkur unga stúlku aðeins 23 ára og skilið eftir sig tvær dætur, þriggja ára og eins dags gamla hjá ungum föður sínum, nei. En harður veruleikinn hefur sigrað okkur og við systkinin og elskulegur bróðir verðum að berjast vio hann. Þrátt fyrir þennan ósigur og þessa reiði í brjósti okkar tökum við höndum saman og minnumst ástkæiTar mágkonu okkar. Við minnumst hennar og með því fáum við gleði og hlýju í hjarta okkar á ný- Kristbjörg átti ekki erfítt með að koma inn í fjölskylduna okkar þó svo litli bróðirinn færi ekki hátt með það að hann hefði eignast kærustu. Og oftar en ekki gekk hún fram og kjnnti sig og hélt uppi samræðum og tengdi þannig og styrkti fjöl- skylduböndin. Hún varð því fljótt ein af okkur. Kristbjörg varð fyrir- mynd allra þó ung væri, hún sýndi okkur að hægt er að eignast böm þó ungur sé og sjá um heimili á sama tíma. Heimili þeirra var glæsi- legt og hún höndlaði heimilisstörfín eins og hún hefði ekki gert neitt annað, en það var nú síður en svo. Hún hélt ótrauð áfram að vinna eins og meira en nokkur gæti hugsað sér. Kristbjörg lét sig æskulýðsmál skipta sem og uppeldis- og mennta- mál. Má meðal annars nefna fram- úrskarandi og óeigingjamt starf hennar að fimleikum í Vestmanna- eyjum, án hennar hefðu þeir átt erfitt uppdráttar. Kristbjörg og Arnar eiga Berthu Maríu sem er þriggja ára og þar sést best hvernig Kristbjörg hefur náð að móta svona unga stúlku, skýrmælt, ófeimin, kurteis, hraust, hugmyndarík, hæfíleikarík og kátur krakki sem lætur ekkert stoppa sig. Það verður því erfítt fyrir okkur sem eftir eru að ganga í hlutverk hennar og reyna þannig að aðstoða Amar bróður okkar og fjölskyldu Kristbjargar í nánustu framtíð. Sorgin verður okkur alltaf þung- bær en minningin um Kristbjörgu á eftir að hlýja okkur um hjartarætur og hjálpa okkur, Steinu og Þórði, mömmu og pabba, ættingjum og vinum að öðlast sálarfrið. Því minn- ingin um Kristbjörgu er svo falleg og sterk að enginn getur gleymt henni, hún mun lifa að eilífu í huga okkar. Lilja, Guðmundur, Magnea, Sigurður Bjarni, Erlingur, Birgir og fjölskyldur. Kæra vinkona. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þú skulir vera far- in frá okkur. A sunnudaginn bámst okkur þær gleðifréttir að ykkur Arnari hefði fæðst stúlka. Við vor- um öll svo hamingjusöm með þetta, en svo morguninn eftir vorum við harmi slegin þegar við fréttum að þú værir dáin. Hversu stutt getur verið milli gleði og sorgar. En í sorginni munu litli sól- argeislinn hún Bertha María og hin nýfædda dóttir ykkar veita öll- um gleði í hjörtum okkar. í þeirri trú að þeir sem Guðirnir elska mikið, deyja ungir, reynum við að takast á við sorg okkar. Við reynum að trúa því að Guð hafí haft góða og ríka ástæðu til að taka þig frá okkur og við trúum því að þú munir alltaf vera með okkur og styðja okkur í náinni framtíð. Það var svo auðvelt að þykja vænt um þig, elsku Kristbjörg mín, þú gafst okkur alltaf svo mikið af sjálfri þér. Þegar við Erlingur eign- uðumst Söndru í sumar þá tókst þú virkan þátt í gleði okkar og þú hefur verið svo góð við hana. Síðast var það á gamlárskvöld þegar við fögn- uðum nýja árinu saman og þú sast með Söndru í fanginu og varst að segja mér hvað þú hlakkaðir mikið til þess að eignast barnið sem þú barst undir belti. Það lýsir þér ein- staklega vel orð sem mamma þín lét falla um þig um daginn þegar við vorum að tala saman þegar hún sagði að það hefði aldrei verið hægt að skreppa með þér í bæinn, því það hefði alltaf minnst tekið tvo tíma, því öll börn bæjarins urðu að heilsa upp á þig og segja við þig nokkur orð. Þessu er auðvelt að trúa því að þú hefur verið að kenna í fimleikun- um alveg síðan við kynntumst og það eru að verða níu ár síðan. Einnig hefur þú verið að kenna í Hamarskóla í Vestmannaeyjum þar sem margir eiga nú um sárt að binda í sorg sinni. Þið Arnar voruð búin að búa ykk- ur yndislegt heimili með dóttur ykkar Berthu Maríu og voruð búin að undirbúa komu nýja bamsins. Heimilið ykkar var yndislegt og bar sterkan svip af því hversu listfeng þú varst, allskyns föndur og dúllerý. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar og maður gleymdi sér oft og iðulega bara í spjalli. Kæra Kristbjörg mín, ég kveð þig með þessu ljóði og vonandi eigum við eftir að hittast síðar þegar okkar stundir eru liðnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Arnar, Guð gefí þér styrk til að takast á við sorg þína og þú veist að þú getur leitað til okkar hvað sem á gengur. Elsku Steina, Þórður, Gunný, Rikki og fjölskyldur og aðrir aðstandendur, við sam- hryggjumst ykkur og vonum að þið standið saman í sorg ykkar. Erlingur, Vigdís og Sandra. Elsku Kristbjörg mín. Hvernig getur það verið að ég sitji hér og skrifí minningargrein um þig? Þessi orð eru mikið frekar ætluð þér ná- lægri. Það koma svo margar minn- ingar upp í hugann hjá mér síðan þú fórst. Þá stendur einna helst upp úr fæðingin og skímin hjá eldri dóttur þinni, Berthu Maríu. Allar stundirn- ar sem við gátum setið og talað um það þegar við báðar væram komnar með börn og einnig kvöldið sem þú bauðst mér í mat í fyrrasumar. Þá gmnaði mig ekki að þetta væri í síð- asta skiptið sem við ættum saman heila kvöldstund. Eg man þetta kvöld eins og það hafí gerst í gær. Þú tókst á móti mér og bauðst mér inn á fallega heimilið ykkar Arnars og Berthu Maríu. Ég gat ekki kom- ist hjá því að taka eftir þessu nýja bliki í augunum á þér og þá kom fyrst ugp í hugann að þú værir ófrísk. Ég man að þú stóðst inni í eldhúsi þegar ég spurði þig hvort að gmnur minn væri réttur. Þú neitað- ir því staðfastlega þá, en það leið ekki á löngu þar til ég komst að hinu sanna. Auðvitað var þetta blik hamingjublik, því allir sem þekktu þig vissu, að þetta var þér kærast - móðurhlutverkið, ótrúlega margt hefur breyst hjá okkur á þessum fáu mánuðum síðan ég sá þig síðast, og leiðir okkar hafa ekki legið mikið saman síðan þá. Ég hef samt alltaf fundið fyrir þér og hlýjunni sem þú sendir mér. Elsku Kristbjörg mín, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Elsku Arnar, dætur og aðrir að- standendur. Megi Guð styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. 0 þú brostir svo blítt og ég brosti meó þér eitthvað himneskt og hlýtt kom við hjartað í mér. (Stefán frá Hvítadal.) Megi Guð geyma þig þangað til við sjáumst næst. Þín vinkona Aldís. Okkur langar í örfáum orðum að minnast einlægrar, góðrar stúlku, Kristbjargar Oddnýjar Þórðardótt- ur. Hún kom hérna til vinnu geislandi af lífsgleði og hamingju. Hún vann dagsverkin sín af natni og oft meira en það. Skipulögð og vandvirk stúlka í blóma lífsins. Já, þau eru mörg falleg lýsingarorðin sem koma upp í hugann þegar hugsað er tii Kristbjargar. í haust þurfti hún að hætta vinnu vegna veikinda á meðgöngu. En það má segja að hún hafi þó aldrei alveg horfíð frá okkur, því hún var okkur innan handar við ráðningu og leið- beiningu á nýjum starfskrafti. Hún kom í heimsókn nú í desember til að missa ekki tengslin að hennar sögn. Fallega, ljúfa Kristbjörg okkar er nú horfín frá okkur öllum. Það var að morgni 4. janúar er við mættum til vinnu, úthvíld eftir jólafríið og til- hlökkun við að takast á við nýja önn. Mikil ánægja ríkti yfir ný- fæddu stúlkubami þeirra Krist- bjargar og Arnars. Skömmu síðar var þessi sami hópur sleginn harmi. Stjömubjört nóttin og tunglið í fyllingu. Lítil stúlka fæðist heilbrigð í byrjun nýs árs, móóur og barni heilsast vel. Þetta eru fréttirnar sem berast um Eyjuna og allir gleðjast og samfagna. Nýárssólin skín. Unga móóirin leggur barnió sitt á brjóst. Hún leggur hvítvoóunginn í vögguna og blessar litlu stúlkuna sína. Allt var þaó í hinsta sinn. Andartaki síðar er Kristbjörg örend. Tíminn stendur kyrr. Ys hvunndagsins hljóðnar. Háværar raddir verða að hvísli. Sólin hættir að skína. Stjörnumar hætta að tindra. Poka grúfir sig yfir blæðandi hjörtu. Þögn Þögn Þögnin Ekkert rýfur þögnina annað en ekkasog syrgjendanna og lágvær kliður barnanna sem leika sér. (H.M.) Kristbjörg er nú horfin frá okkur. Minning hennar mun lifa i hjarta okkar. Við sendum ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þá og styðja í hinni miklu sorg. Megi minning Kristbjargar verða ljós í lífi ykkar. Fyrir hönd starfsfólks Hamars- skóla, Bergþóra Þórhallsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir. Elsku vinkona. Undanfarinn mánuður hefur ver- ið tími Ijóss og friðar, ánægju og gleði, en á einu augnabliki hvarf ánægjan og gleðin eins og dögg fyr- ir sólu. Ég hvorki gat né vildi trúa því þegar íris og Elfa komu til mín á mánudaginn og sögðu mér að þú værir dáin. A sunnudaginn fæddir þú nýtt líf í heiminn, hrausta fallega stelpu, en rétt tæpum sólarhring síðar var þitt líf tekið, þú kvaddir þennan heim. Elsku Kristbjörg mín, þetta er svo sárt. Minningarnar um þig og vinskap okkar streyma nú fram og það sem mér er efst í huga er þegar við kynntumst fyrir rúmum tíu ár- um. Þá vomm við á leiðinni til Flórída með fjölskyldum okkar og urðum strax í flugvélinni á leiðinni út perluvinkonur. Þessar þijár vik- ur sem við vorum á Flórída vomm við næstum óaðskiljanlegar og brölluðum margt saman, m.a. sett- um við upp fimleikasýningu fyrir fólkið í sumarhúsunum niðri við strönd, köfuðum eftir kröbbum í sjónum, héldum partý og margt fleira. Eftir þessa ferð töluðum við alltaf um að seinna færum við sam- an með bömin okkar til Flórída, en því miður getur ekkert orðið af því. Margar fleiri góðar minningar á ég um okkur saman eins og t.d. þeg- ar ég var að koma til Eyja, þegar þú komst á Laugarvatn og við spiluð- um rommý tímunum saman og vor- um komnar upp í sextíu og eitthvað þúsund stig, þegar við fórum saman á Landsmótið í Mosfellsbæ og skruppum til Reykjavíkur og strætóbílstjórinn skildi þig eftir fyr- ir utan vagninn og ég og Guðný vor- um í marga klukkutíma að leita að þér og loksins þegar við fundum þig var mikið hlegið og gert grín að þessu. Minningin um það þegar þú hringdir í mig og sagðir mér að þú og Arnar væruð byrjuð saman, vá hvað þú varst spennt og ástfangin. Ekki varstu minna spennt þegar þú hringdir í mig og sagðir mér að þú værir ólétt og nokkrum mánuðum seinna eignaðistu yndislega litla dóttur, Berthu Maríu. Minningin um sumarbústaðarferðina í Mýrdal- inn sumarið 1997, allt Eljaraglettu- fjörið og öll kvöldin sem við sátum saman og töluðum um lífið og tilver- una. Þessar minningar ylja mér nú og hjálpa mér í sorginni. Elsku Kristbjörg, mjög góð vin- átta hefur haldist með okkur frá því við kynntumst þó að við höfum ekki verið eins duglegar að hittast und- anfarin ár og hér áður fyrr, og ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eignast vináttu þína. Ég hef lært margt af þér og vináttu okkar og ég þakka fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman og ég lofa þér því að styrkja Arnar og dætumar eins vel og ég get og halda minningu yndis- legrar móður þeirra á loft í framtíð- inni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Arnar, Bertha María, ný- fædda dóttirin, Steina, Þórður, Bjössi, Edda, Þórdís og Eyþór, við Jón Gunnar vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg og hjálpa ykkur í gegnum þennan erfíða tíma. G. Harpa Rúnarsdóttir. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét) Okkur langar í örfáum orðum að minnast Kristbjargar Oddnýjar Þórðardóttur, systur hennar Þór- dísar góðrar vinkonu okkar. Við minnumst Kristbjargar sem traustrar og ábyggilegrar ungrar konu, sem tók lífinu með ró. Það vom aðeins tvö ár á milli systranna og skiptust oft á skin og skúrir í samskiptum þeirra eins og gengur og gerist, og oft höfðum við gaman af því að fylgjast með. Alltaf virtust þær þó ná að hlæja að öllu saman á endanum, og það vissum við vel. Með árunum þróaðist samband þeirra í sterka vináttu, þó sérstak- lega eftir að Bertha María kom í heiminn og þær systur eyddu meiri tíma saman. Voram við vinirnir sammála um að Kristbjörg hefði fundið sitt eina sanna hlutverk í líf- inu þegar hún varð móðir, eða eins og við sögðum alltaf: „Hún Krist- björg er bara svo mikil mamma." Einnig er það ógleymanlegt þegar hún var ófrísk að Berthu Maríu og var í hvíta kjólnum sem Þórdís lán- aði henni. Hún var svo falleg þenn- an dag og sú mynd af henni kemur hvað oftast upp í hugann þegar litið er til baka. Það era margar spurningar sem koma upp í hugann þegar þetta er skrifað og þeim verður víst aldrei svarað. Það er nær óraunverulegt að hugsa til þess að það var bara á síðasta sunnudagskvöld að Þórdís hringdi með þær gleðifréttir að Kristbjörg hefði eignaðst litla dótt- ur og að allt hefði gengið vel. Það næsta sem við heyrum er að Krist- björg sé dáin. Af hverju? Hvers vegna hún? Við getum aðeins vonað að tíminn lækni sárin og að framtíðin fari vel með þá sem eftir sitja. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur til allra að- standenda, þó sérstaklega til Ai'n- ars og dætranna tveggja. Guð veri með ykkur. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofáu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Daði, Eygló, Guðfinna, Björk, Hildur Sig., Hildur Sæ., Hjálmar, Jóhanna Yr, Jórunn, Karólína, Lilja, María Rós, Sigrún, Súsanna og Sædís. I yndisleik vorsins rrúili blóma og runna situr ung móðir með barnið á hnjám sér andlit hennar sói bros hennar ylhýrir geislar Rafael í allri sinni dýrð Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara i rangsnúnumlieimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt (Snorri Hjartarson.) Minningin um Kristbjörgu, feg- urð hennar, eftirænting og gleði mun lifa allt. Megi algóður Guð styrkja fjöl- skyldu hennar og ástvini í sorginni. Guðný og Drífa. Það var erfíður mánudagsmorg- unninn 4. janúar. Ekki nóg með að það væri fyrsti vinnudagurinn eftir langt og ánægjulegt jólafrí og erfítt væri að snúa sólarhringnum aftur við, heldur bárust mér þær hörmu- legu fréttir að þú værir dáin, elsku besta Kristbjörg mín. Hvernig gat það verið? Hann Arnar þinn hringdi í mig daginn áður og sagði mér að þið hefðuð eignast aðra stelpu, allt hefði gengið vel og allt í himnalagi. Hvernig getur það verið að svona ung og falleg stúlka í blóma lífsins, sem á yndislegan unnusta, og yndis- lega þriggja ára dóttur, gefi annarri dóttur sinni líf einn daginn og sé svo sjálf numin á brott úr þessu lífi og frá þessum gersemum næsta dag? Fyrir mér er þetta óskiljanlegt, hvaða hlutverk er þér frekar ætlað en þetta yndislega hlutverk sem þú hafðir hér á meðai okkar? Þú sem varst svo ljúf og góð, svo mikill vin- ur vina þinna og gerðir alltaf allt til að gleðja aðra. Stundum fannst mér þú gleyma að hugsa um sjálfa þig og það er alls ekki langt síðan þú fórst að hugsa meira um sjálfa þig,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.