Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 48
>48 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Páll Kristjáns- son fæddist á Hermundarfelli í Þistilfirði 17. apríl 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Páls voru hjdnin Guðrún Pálsdöttir frá Hermundarfelli, f. 1. september 1880, d. 13. maí ~ 1923 og Kristján Einarsson frá Garði, f. 6. febrúar 1875, d. 10. febrúar 1969. Systkini Páls: Þórdís, f. 23. febr- úar 1901, d. 14. desember 1986, Einar, f. 11. janúar 1906, d. 16. september 1910 og Einar, f. 26. október 1911, d. 6. júlí 1996. Maki: Guðrún Kristjánsdóttir. Börn þeirra: Angantýr, Ottar, Bergþóra, Hildigunnur, Einar Kristján. Hálfsystkini Páls, börn Kristjáns og Sveinbjargar Pét- ursdóttur: Lilja, f. 12. febrúar 1929. Maki: Már Ársælsson. Börn þeirra: Áskell, Ársæll, Karólína, Þórdxs og Ottó. Fjóla, ' t f. 28. nóvember 1931, d. 23. ágúst 1975. Maki: Karl A. Mar- Föstudaginn 8. janúar síðastlið- inn lést fóðurbróðir okkar Páll Kri- stjánsson frá Hermundarfelli á Grensásdeild Landspítalans í Reykjavík. Með Páli er til moldar hniginn einn af þessum traustu stofnum sem áttu rætur sínar í íslenska bændasamfélaginu á íyrrihluta ^þessarar aldar. Hann var sonur þeirra heiðurshjóna Kristjáns Ein- arssonar og Guðránar Pálsdóttur á Hermundarfelli í Þistilfirði og ólst þar upp í fóðurgarði ásamt systkin- um sínum Einari, fóður okkar, og Þórdísi. Páll naut ekki annarrar skólagöngu en farskólans í sveitinni en góð greind, bóklestur og fágætir mannkostir gerðu það að verkum að hann stóð jafnfætis og ef til vill oft- ar feti framar þeim sem höfðu lengri skólagöngu að baki. Árið 1935 gekk hann í hjónaband með Sigríði Jónsdóttur frá Svalbarði í Þistilfirði og hófu þeir bræður þá félagsbúskap á Hennundarfelli. En Páll gekk ekki heill til skógar og _ . tæpum tíu áram síðar kom í ljós að erfíðisvinna og búskaparannir vora honum ofviða. Þau hjón bragðu þá á það ráð að flytjast til Reykjavíkur. Heilsubresturinn og flutningurinn suður hafa eflaust fengið mikið á Pál sem var samgróinn sveitinni sinni og fólkinu þar en um það ræddi hann ekki við aðra. Vonbrigði sín og sársauka bar hann einn - það var fjarri honum að íþyngja öðram með kröfu um hlutdeild eða samúð. Eftir skilnað þeirra Sigríðar árið 1950 bjuggu þau systkinin Þórdís og Páll saman fyx-st á Kleppsvegi og síðar á Grandarstíg 12. Fljótlega eftir að Páll kom til Reykjavíkur hóf hann störf sem gjaldkeri hjá Al- ' ‘"menna byggingafélaginu og síðar + Guðlaugur Friðþjófsson fæddist í Seljalandsseli í Vestur-Eyjafjöllum 9. janúar 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Stóradalskirkju 8. janúar. Að fá að vinna með Guðlaugi á þriðja áratug eru forréttindi. Manni sem var ætíð árrisull, hreinskilinn, fastur fyrir en alltaf í góðu skapi, ekki hvað síst ef eitthvað var að veðri og þurfti að atast í snjó- -^mokstri, opna fjallvegi eða kíkja í v Þórsmörkina. Manni sem var svo íusson. Börn: Viðar Þórhallsson, Björg- vin Guðmundsson, Orn, Sveinbjörg og Steinn Karlsbörn. Pálmi, f. 20. júní 1933, d. 17. nóvem- ber 1997. Maki: Elsa Georgsdóttir. Börn þeirra: Sveinbjörg Fjóla og Guðfinnur Georg. Árið 1935 kvæntist Páll Sig- ríði Jónsdóttur frá Svalbarði, f. 2. mai’s 1911. Þau skildu ár- ið 1950 og eftir það hélt Páll heimili með Þórdísi systur sinni. Páll hóf búskap á Hermundarfelli í Þistilfirði árið 1935, en brá búi árið 1944 vegna heilsubrests. Á búskaparánxn- um bjó hann lengst af félagsbúi með Einari, bróður sínum. Árið 1946 hóf hann störf hjá Al- menna byggingafélaginu og síð- ar Almennu verkfræðistofunni hf. við skrifstofu- og gjaldkera- störf. Hann lét af störfum í árs- lok 1985. Útför Páls fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Almennu verkfræðistofunni. Störf sín þar rækti hann af þeirri ná- kvæmni og samviskusemi sem ein- kenndu hann alla tíð og öðlaðist hann þar bæði vinsældir og virðingu samstarfsfólks síns. Eftir starfslok sín og síðar lát Þórdísar bjó Páll einn á Grandarstíg 12 þar til yfir lauk. Palli frændi var um margt sér- stakur maður. Hann var fagurkeri og listunnandi fram í fingurgóma, einkum á sviði tónlistar. Hann lærði xmgur að leika á orgel og var org- anisti í sóknarkirkju sinni á Sval- barði í Þistilfirði um árabil. Var til þess tekið og talað um hve Páll hefði verið nettur og smekkvís org- anisti. Hann var mikill náttúraunn- andi og ættjarðarvinur og ferðaðist talsvert með Ferðafélaginu meðan heilsan leyfði. Palh var einstakur höfðingi heim að sækja og naut þess að vera veitandi. Þegar hann bauð út að borða eða í leikhús var það ekkert hálfverk. Allt var þaulskipu- lagt fyrirfram, leigubíll við dyrnar, miðamir í jakkavasa Páls, þjónusta í fatahengi, veitingar í hléi o.s.frv. Við höfum stundum rætt um það systkinin að ef einhver fyrirfyndist sem hægt væri að kalla því enska orði „gentleman“, heiðursmaður, þá væri það Palli frændi. Reglusemi hans og práðmennska vora einstök í sinni röð og fáguð framkoma hans laðaði fólk að honum. Gamhr sveit- ungar hans hafa haft það á orði að Palli hafi alltaf verið fínn og snyrti- legur hvort sem hann gekk að erfið- isvinnu eða var tilhafður spari. Hann var alls staðar aufúsugestur og fólk sóttist eftir nærveru hans. Hann hafði einstaklega næma kímnigáfu og skemmtilegan húmor sem hann beitti oft en þess var ætíð leiftursnöggur og hraður í tilsvör- um að viðmælendur stóðu höggdofa. Manni með óbilandi kjark sem aldrei brást, hvorki í átökum við náttúruöflin né ólæknandi sjúkdóm. Sjúkdóm sem á mörgum áram vann á skrokknum, en fékk andann aldrei bugað. Slíka mannkosti er ekki hægt að kaupa með peningum og þeir lærast ekki í háskólum. Kæri vinur, nú er komið skarð í mannflóruveginn sem verður vand- fyllt. En minning um góðan dreng lifir. Aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Ágúst og Smári. gætt vandlega að særa engan. Hann átti enga óvini. Það var ekki vegna þess að hann væri geðlaus heldur vegna þess að hann var hreinn og beinn, ætíð sjálfum sér samkvæmur og virti og þótti vænt um samferða- fólk sitt. Palli frændi eignaðist ekki af- komendur og þess vegna höfum við bi-óðurböm hans ef til vill orðið hon- um nákomnari en eUa. I bemsku var sérstakt tilhlökkunarefni að opna jólapakkana frá honum og Dísu frænku og innihaldið sveik aldrei. Heimili þeirra stóð okkur ávaUt opið og alla tíð sýndu þau okkur og okkar fólki rausn og elskusemi. Milli Palla frænda og móður okk- ar í-íkti gagnkvæm virðing og ein- læg vinátta. Nú við leiðarlok er henni, okkur og fjölskyldum okkar efst í huga innilegt þakklæti til Palla frænda fyrir allt það sem hann gaf okkur, ást hans og bjarg- fasta tryggð. Hann var einn af homsteinunum í tUvera okkar allra og þar sem hann var er nú skarð fyrir skildi. Við eigum nú aðeins minningamar og þær era aUar bjartar og hlýjar - á þær ber engan skugga. Með þessum kveðjuorðum langar okkur tU þess að koma á framfæri kæra þakklæti til hjúkranarfólks á Grensásdeild svo og tU Bfrnu Sveinsdóttur, nágrannakonu og vin- konu Páls, sem var honum ómetan- leg stoð og stytta um árabU. Blessuð sé minning Páls Krist- jánssonar frá HermundarfeUi. Angantýr, Óttar, Bergþóra og Einar Kristján. Látinn er í Reykjavík frændi minn, PáU Kristjánsson frá Her- mundarfeUi í Þistilfirði, og langar mig að minnast hans með nokkram orðum. Frá því að ég man eftir mér vora PáU og Þórdís systir hans há- tíðargestir hjá fjölskyldu minni. Skyldleika okkar er þannig háttað, að föðuramma mín, Lovísa, og móð- ir Páls, Guðrán Pálsdóttir, vora bræðradætur og mildll vinskapur með þeim og munu þær hafa skrif- azt á í mörg ár. Frá því segir bróðfr Páls, Einar Kristjánsson, í endur- minningum sínum, Fjallabæjarfólk. Guðrán dó reyndar frá 3 ungum bömum árið 1923 og varð öllum harmdauði, ekki sízt Lovísu frænku sinni. Kristján átti síðar tvær dætur með Sveinbjörgu seinni konu sinni, þær Fjólu og Lilju. Lovísa amma mín hafði alla tíð náið samband við systkinin frá Hermundarfelli og hafði á þeim mikið dálæti. Páll var giftur í nokktn- ár en var bamlaus. Eg kynntist ekki eiginkonu hans. Eftir að þau skildu hélt hann lengst af heimili með Þórdísi systur sinni á Grandarstíg 12 í Reykjavík. I mörg ár starfaði Páll hjá Al- menna byggingafélaginu og hefur verið um hann sagt að hann hafi verið áreiðanlegur og samvizkusam- ur, svo að aldrei hafi skeikað. Páll vai' tónelskur maður, stundaði tón- leika og fylgdist alla tíð með því sem var að gerast í tónlistarlífi bæj- arins. Páll fi-ændi minn var friðsam- ur og mikið práðmenni og þótt faðir minn reyndi áram saman í fjöl- skylduboðum að fá hann til að ræða við sig um þjóðmál, en það var hans eftirlætisumræðuefni, varð ró Páls ekki raskað, og skoðunum hans ekki breytt. Fastur fyrir. Hann var sátt- ur við sitt hlutskipti í lífinu eftir að starfsævinni lauk, og þótt hann væri einn á báti var hann mann- blendinn og átti mörg áhugamál. Mínar síðustu minningar um Pál eru frá nýliðnu gamlaárskvöldi, en þá fór ég ásamt syni mínum að sækja hann á Grandarstíginn, því að til stóð að verja kvöldinu saman. Páll var ekki tilbúinn, sem var óvenjulegt og biðum við mæðginin eftir honum um hríð inni í stofu á meðan hann var að hafa sig til. Þetta kvöld fannst mér í fyrsta sinn vera af frænda mínum dregið og hann vera saddur lífdaga. Því kom það mér ekki á óvart að hann skyldi allur örfáum dögum síðar. Vinátta sem stofnað var til fyrir meira en hundrað áram milli bræðradætranna Lovísu og Guð- ránar hefur fylgt eftirkomendum þeirra. Með þessum orðum vil ég þakka fyrir samfylgd fjölskyldu minnar við systkinin frá Hermund- arfelli. Þau hafa verið okkur vin- áttu- og gleðigjafar í 3 kynslóðir. Katrín Fjeldsted. Eg man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafti þitt bæði á himni og jörðu. (Davíð Stefánsson) Það er svo margt sem mig langar að þakka þér, Palli frændi. Allar minningamar af Grandarstígnum. Kaffiboðin þín vora engu lík, því þú varst yndislegur gestgjafi og sann- ur herramaðui'. Á tónleikum og öðram manna- mótum varst þú ósjaldan fylgdar- maðm' minn og sessunautur. Eg og þú virtumst yfirleitt vera eina ein- hleypa fólkið í þessari fjölskyldu. Eg var stolt af að vera í fylgd þinni og sitja við hlið svo fágaðs og vel klædds herramanns. Þú varst smekkmaður og alltaf flott klædd- ur. Allir sem þig hittu hrifust af þér og þinni einstöku persónu. Eg minnist gjafa þinna sem vora smart og frumlegar og hittu í mark jafnvel hjá sérvitrastu unglingum. Þú varst sá sem allir vildu líkjast. Elsku Palli, takk fyrir allar fal- legu minningamar, sem þú gafst mér. Hvíldu í friði. Þín frænka, Ragnheiður. Nú er Páll afabróðir minn látinn og hugga ég mig við allar góðu minningamar sem tengjast honum, við það að hann fékk lifað svo lengi góður til heilsunnar, varð aldrei örvasa gamalmenni, heldur bar ell- ina með reisn. Eg er skírður í höf- uðið á nafna eins og ég kallaði hann og má segja að hann hafi verið nokkurs konar þriðji afi minn. Á æskuáram mínum bjó ég ekki langt frá honum og Þórdísi, Dísu systur hans, og var þá tíðrn- gestur hjá þeim. Seinna er ég var að komast á imglingsárin bjó ég aftur í nágrenni við nafna, eða um 3 mínútur og tutt- ugu sekúndur, því ég tók oft tímann hvað ég var lengi að hlaupa til hans og Dísu. Á tímabili var ég daglegur gestur hjá nafna, tefldi nokkrar skákir við hann og fékk heitt súkkulaði og sætabrauð með. Nafni er í hópi þeirra fáguðustu og snyrtilegustu manna sem ég hef kynnst og sá rausnarlegasti. Eg fékk oft að njóta þessarar rausnar og er mér sérstaklega minnistætt er hann gaf mér foriáta skáktölvu í fermingargjöf, sem mig langaði mikið í, en var frekar vonlítill um að fá þar sem slíkur gripur var rándýr. Þegar nafni rétti mér umslag á fermingardaginn afski'ifaði ég von- ina um tölvuna, en mikil var gleði mín þegar ég opnaði það og sá gjafabréf upp á tölvu. Þá var nafni sérstaklega sjarmer- andi og tók hann bara nokkrar mín- útur að töfra kærastur mínar upp úr skónum þegar ég fór með þær til hans í kaffi. Eftir að nafni minn fór að eldast hefur mér orðið hugsað til þess að hann væri öfundsverður af að geta litið yfir langa ævi og verið sáttur við öll sín verk og gjörðir. Þakka þér allar samverustund- imar og allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku nafhi minn. Minningin um þig mun fylgja mér á lífsleiðinni. Hvfl í friði. Páll Eyjólfsson. Stríðsárin era sérstakur kafli Is- landssögunnar. Fé streymdi inn í landið, atvinna var yfrin og ný tækni raddi sér til ráms. Árið 1941 höfðu tveir ungir verkfræðingar, Gústaf E. Pálsson og Árai Snævarr, forgöngu um stofnun Almenna byggingafélagsins hf. sem síðai- átti eftir að verða öflugasta verktaka- fyrirtæki landsins um langt skeið. Það var gæfa þessa unga fyrirtækis að í þjónustu þess réðst margt úr- vals starfsfólk sem sumt hvert hélt PALL KRIS TJÁNSSON GUÐLAUGUR FRIÐÞJÓFSSON tryggð við félagið allan þess starfs- aldur. Einn þessara manna var Páll Kristjánsson, sem hóf störf hjá ABF árið 1946, í upphafi sem skrif- stofumaður, en síðar gjaldkeri. Því starfi gegndi Páll síðan allan starfs- tíma Almenna bygginga-félagsins eða til ársins 1970 og síðan hjá arf- taka þess Almennu verkfræðistof- unni hf. til ársins 1985 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Páll Kristjánsson var fæddur að Hermundarfelli í Svalbarðshreppi 17. aprfl árið 1909. Foreldrar hans vora hjónin Guðrán Pálsdóttir frá Hermundarfelli og Kristján Einars- son frá Garði í Þistilfirði. Móðir Páls dó frá þremur bömum, Þór- dísi, Einari og Páli, þegar Páll vai' um fermingu. Faðir hans tók síðar upp sambúð með Sveinbjörgu Pét- m-sdóttur og eignuðust þau saman þijú böm, Lilju, Fjólu og Pálma. Einungis Lflja lifir bróðm' sinn. Páll átti við vanheilsu að stríða sem unglingur og langt fram eftir aldri. Skólagangan varð því aldrei löng en því meir sótt í fróðleik af sjálfsdáðum. Páll kvæntist 1935 Sigríði Jónsdóttur frá Svalbarði í Þistilfirði. Þau Páll hófu búskap á HermundarfeOi og bjuggu þar til ársins 1945, að þau fluttu til Reykjavíkur. Sigríði og Páli varð ekki bama auðið og leiðir þein-a skildu um það leyti sem þau fluttu suður. Páll Kristjánsson var fremur lágur vexti, kvikur á fæti og prúð- menni. Störf sín öll rækti hann af stakri trámennsku og lipurð. Það var örugglega ekki þakklátt hlut- verk að vera gjaldkeri hjá verk- takafyrirtæki um miðbik þessarar aldar. Verktakastarfsemi var og er áhætturekstur og það var ekki alltaf hátt í kassanum hjá gjaldker- anum framan af. Tollheimtumönn- um öllum tók Páll af sömu ljúf- mennsku og allir virtust þeir hverfa sporléttir á braut, hvort sem þeir höfðu fengið úrlausn sinna mála eða ekki. Við starfs- mennimir sem þá vorum ungir og sumir að byggja þurftum líka stundum á fyrirgreiðslu að halda. Afgreiðsluborðið hjá Páli nefndum við í daglegu tali „gráturnar". Mönnum gat dvalist við grátumar. Páll hafði einkar þægilega nærvera og var í senn ræðinn og margfróð- ur. Gullið lét hann hins vegar ekki alltaf laust. Hann deildi nefnilega þeirri afstöðu með Guðránu Jóns- dóttur vinnukonu á Mosfelli í sög- unni af brauðinu dýra, að því sem manni er tráað fyrir, því er manni tráað fyrir. Páfl Kristjánsson þekkti ekki kynslóðabil né fór hann í mann- greinarálit. Fyrir honum vora allir jafnir. Hann var fyrst og fremst vin- ur okkar og félagi sem vai' sívak- andi yfir velferð fyrii-tækisins og hag starfsfólksins. Sínar aðstæður bar hann aldrei á torg. Á góðum stundum var Páll gjaman hrókur alls fagnaðar enda naut hann alla tíð samvista við fólk. Páll lét af störfum hjá Almennu verkfræðistofunni er hann var á 77. aldursári en þá var sjón hans mjög tekin að bila. Undir lok starfsævinnar réðst Páll í bygg- ingu sumarhúss heima á Her- mundarfelli í félagi við systur sína og mág. Það fór ekki milli mála hvert hugurinn leitaði. Þar var hann heldur ekki háður sjóninni. Hann þekkti bæði geisla kvöldsól- arinnar á Gunnólfsvíkurfjalli og bakkann í hafinu. Þegar við nú enn stöndum við gráturnar hjá Páli Kristjánssyni rifjast ósjálfrátt upp þau gildi er hann stóð fyrir og lifðu með þjóð- inni í 1100 ár. Samstarfsfólk á Almennu verkfræðistofunni. Jólin era tími hefða og gróinna síða. Þá verður allt að vera eins og var. Helst má ekki bregða mikið út af því sem gert var í fyrra og í hittifyrra eða þá árið þar á undan. Þó verða tvenn jól reyndar aldrei fullkomlega eins, því öll era lögmál sett í lífinu, að sumir koma og aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.