Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fj árlagabr ella A SIÐUSTU dögum fjárlagavinnunnar á Alþingi gerðist það að menn urðu skyndilega fram úr hófi örlátir og tóku að veita fé á báð- ar hendur. Vai'ð þessi stökkbreyting bæði í fj árlaganefndinni sjálfri og þó ekki síður í ríkisstjóminni, - slíkt kalla illgjai-nir kosn- ingaskjálfta. Hækkun útgjalda við síðustu umræðu fjárlaga varð því hvorki meira né minna en hálfur fjórði milljarður króna. Nú urðu góð ráð dýr því að samkvæmt þeim áætlunum sem áður lágu fyrir var hér orðinn mik- ill halli á þeim fjárlögum sem svo mjög höfðu verið lofuð áður og tal- in vera réttu megin við strikið og því hafði verið gefið í skyn að tekjuhliðin yrði ekki endurskoðuð við þessa umræðu. En hinir alvitru íjölbragðamógusar fjármálasnill- innar létu sér ekki bilt við verða fremur en endranær heldur fóru með tekjuáætlun sína á svipaðan hátt og tröllin í þjóðsögunum fóru með ólánsama byggðamenn. Þeir hnoðuðu hana upp úr súru sméri og teygðu yfir eldi hafandi yfir særingar slíkar er dugðu til þess að teygja tekjuliðinn um 208 millj- ónir fram yfir það sem farið hafði í óráðsíu milli umræðna. Þóttust þeir nú karlar fyrir sinn hatt og Sigríður Jóhannesdóttir hrósuðu sér nú mjög af því að fjárlögin væru afgreidd með meiri af- gangi en við fyrri um- ræður. Töfrabragðið í tekjuáætluninni var þó ekki annað en það að áætla að skatttekjur ykjust um 1.828 millj- ónir króna og telja að aukin sala á eignum ríkisins gæti skilað 1.300 milljónum króna. Undanfarið höfum við rekist á eignir ríkisins á hinum ýmsu útsölum og er ljóst að þær verða ekki seldar nema einu sinni og þegar kol- krabbinn hefur gleypt þær skila þær ekki lengur arði til ríkissjóðs og því óar mig við því að sækja enn eyðslufé með þessum hætti. Minnihluti fjárlaganefndar telur auk þess að í þeirri þjóðhagsáætl- un sem tekjuáætlunin byggir á liggi vanmat á innflutningi og fjár- festingu. Þar er gert ráð fyrir að innflutningur aukist aðeins um 0,9% á árinu. Benda má á að síð- asta ár hefur hann aukist um 23,3% þótt hluti þess sé að vísu til- kominn vegna mikilla fram- kvæmda, m.a. byggingar álvers. Samt má telja að 0,9% aukning á þessu ári sé allt of varlega áætluð. Eg tel ástæðu til að óttast að þetta sé einn af þeim fjöldamörgu spá- dómum á undanförnum árum sem Fjárlög Það er íslendingum til háborinnar skamm- ar, segir Sigríður Jóhannesdóttir, að reyna ekki að nýta þá tekjumöguleika sem til eru til þess að rétta hlut öryrkja. ekki muni rætast. Það virðist þörf á sérstöku átaki til að spár verði haldbetra stjórntæki í fjármálum hér á landi því þótt í spám sé eðli málsins samkvæmt ævinlega ein- hver vafi virðist mér oft að fjár- málaspám með öðrum þjóðum sé betur treystandi. Það er t.d. mikilvægt að spár um kaupmátt og einkaneyslu séu byggðar á traustum forsendum. Sapkvæmt spám átti einkaneyslan á Islandi á liðnu ári að aukast um 5% en reyndin varð sú að hún hef- ur aukist um 12% og er sú gríðar- lega þensla mikið áhyggjuefni, einkum þar sem hún er að stórum hluta fjármögnuð með lántökum, og máttum við síst við því að skuldir heimilanna ykjust enn stórlega. Það er áríðandi að tekjugrund- völlur ríkissjóðs verði styrktur m.a. með virkara skattaeftirliti og sértækum aðgerðum gegn skattsvikum en alltof lítið hefur farið fyrir slíkum aðgerðum und- anfarin ár. Það er á allra vitorði að mikið er um svai'ta atvinnustarf- semi í landinu. Það liggur í hlutar- ins eðli að illa hefur gengið að áætla hversu háar fjárhæðir er þar um að ræða en talað hefur verið um að allt að 15 milljarðar séu á sveimi í einhverju neðanjarðarhag- kerfi. Mjög brýnt er að reynt sé að sporna við slíku og þá ekki aðeins vegna þeirra tekna sem ríkissjóður verður af heldur ekki síður vegna þess unga fólks sem oft lendir í hinum verstu hremmingum eftir að hafa ráðið sig upp á slíka skil- mála. Gerist það svo að atvinnu- rekendur snuði það um laun er engum vörnum við komið því ekki er formlega gengið frá ráðning- unni, verkalýðsfélagsaðild eða öðr- um réttindum. Það er ekkert grín að slasast á vinnustað við slíkar aðstæður. Minnihluti fjárlaganefndar lagði einnig til við lokaafgreiðslu fjár- laga að tryggingagjald yi'ði hækk- að um 0,5%, en það eitt hefði aflað hálfs annars milljarðs sem nota hefði mátt til að bæta hag þeirra sem minnst mega sín og sem enn eina ferðina fóru halloka við fjár- lagagerð. Má þar nefna öryrkja og aðra þá lífeyrisþega sem ekki hafa annað sér til framfærslu en bætur og eiga ekki möguleika á að afla sér annarra tekna. Samkvæmt nið- urstöðum þessara fjárlaga er því fólki áfram ætlað að knýja á dyr hjálparstofnana um næstu jól pg þarf raunar ekki jól til. Það er Is- lendingum til háborinnar skammar að reyna ekki að nýta þá tekju- möguleika sem til eru til þess að rétta hlut öryrkja þannig að þeir séu ekki læstir inni í fátækragildru til viðbótar því oki sem fötlun þeirra leggur á þá. Þegar hætt var að tengja bætur við ákveðinn launaflokk umsaminna launa fyrir nokkrum árum hétu stjórnvöld því að bætur myndu ekki hækka minna í framtíðinni en sem næmi meðaltalshækkun launa. Nú um áramótin lagði ríkisstjórnin af rausn sinni fram 75 milljónir króna í þessu skyni. Ekki þarf yfir því að kvarta að fjölmiðlar hafi ekki gert þessu ör- læti góð skil. Svo góð skil raunar að stór hluti þjóðarinnar var farinn að halda að hér hefði verið staðið við áðurnefnt loforð. Sannleikurinn er hins vegar sá að enn vantar 401 milljón króna til þess að loforðið sé efnt. Meðan biðraðir aldraðra og öryrkja við hurðir hjálparstofnana lengjast ár frá ári hefur ríkis- stjórnin ekki upp á aðrar trakter- ingai' að bjóða þessum hópum en svikin loforð. Það er reisn yfir slíkri fjáiTnála- stjórn nú í góðærinu! Höfundur er alþingismaður Alþýðubandalagsins fyrir Iteykjanvskjördænn. KAMBSVEGUR - 3JA HERBERGJA Til sölu björt og mjög góð ca 100 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð í fallegu húsi við Kambsveg í Reykjavík. Flísar og parket á gólfum. Búið er að endurnýja mikið í íbúðinni. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 896 3038. VALHOLL FASTEIGNASALA Síðumúla 27. Reykjavík sími 588 - 4477. Fax 588 - 4479 Netfang http://mbl.is/valholl/ og einnig á http://habil.is Opið virka daga frá kl. 9-18, sunnudaga frá kl. 12-14. 2ja herbergja Skaftahlíð - í góðu húsi. Falleg rúmg. 61 fm íb. í kj., lítið niðugr., á fráb. stað. Laus í mai/júní '99. Mögul. að yfirt. leigusamn. Áhv. 3 m. húsbr. V. 5,8 m. 2392 Snæland - einstaklíb. - Útb. 1 millj. Mjög góð 33 fm ósamþ. íb. á jarðhæð á rólegum eftirsóttum stað í Fossvogi. Áhv. 30 ára hagst. lán 2.350 þús. V. 3,4 m. Laus strax. 1543 Spóahólar - lítil útb. - laus. Giæsii. mikið endurn. 54 fm íb. á 1. hæð. Áhv. 3,3 m. húsbr. + byggsj. V. 5,0 m. Laus strax. 1878 Þingholtin - sérinng. Falleg mikiö standsett 52 fm íb. á jarðhæð í góðu fjórbýli. Nýl. gler, rafmagn, lagnir og gólfefni. V. 4,5 m. 5043 Þverbrekka - byggsj. 3 m. - ekkert greiðslumat. í einkasölu glæsil. íb. á 5. h. í nýl. viðg. lyftuhúsi. Nýl. fallegt eld- hús. Fallegt útsýni. Mjög góð sameign. Áhv. 3 m. byggsj. 40 ára lán. V. 4,9 m. 4171 Atvinnuhúsnæði Bæjarflöt - Grafarv. - glæsil. iðnaðarhúsn. Vorum að fá sex 200 fm iðnaðarbil með mikilli lofthæð. Góð innkeyrslu- bil. Stórt athafnasvæði. Teikningar á skrifstofu. Grensásv. - skrifstofuhúsn. í Nökkvavogur - risíbúð m/byggsj. Falleg mikið endurnýjuð íbúð á frábærum stað í góðu þríbýli. Áhv. byggsj. 3.5 millj. Verð 6.5 millj. 3501 glæsil. húsi. Vorum að fá í einkasölu 250 fm hæð á 2. hæð með miklu útsýni. 3 m loft- hæð. Góö bílastæði. 6388. Upplýs. veitir Bárður sölustjóri. Flutningur Land- mælinga til Akraness FOSTUDAGINN 8. janúar sl. hófu Land- mælingar formlega starfsemi sína á Akra- nesi og voi-u þar sér- stök hátíðarhöld í til- efni dagsins. Undirrit- aður var þar viðstadd- ur og lýsir sérstakri ánægju með þessa gjörð Guðmundar Bjarnasonar umhverf- isráðherra og reyndar ríkisstjómarinnar allr- ar. Um er að ræða fyrsta flutning stofn- unar af þessari stærð- argráðu frá Reykjavík út á land. Athöfnin var þeim til sóma sem að henni stóðu, þæði kjarnyrtar ræður og tónlist- arflutningur. tækifæri. Það er með ólíkindum að eftir all- ar þær hugmyndir sem uppi hafa verið á síðustu áratugum um flutning opinberra stofnana frá Reykja- vík þá skuli menn bregðast við á þann hátt sem raun ber vitni. Þessi orð eru sett á blað vegna þess að ástæða er til að hrósa Guðmundi Bjarnasyni fyrir festu og stöðugleika og fyrir að fylgja því eftir sem hann hafði ákveðið, þótt auðveldara hefði verið og sennilega frekar til vin- sælda failið að hætta við þessa að- gerð. Landmælingar s Astæða er til að hrósa Guðmundi Bjarnasyni fyrir festu og stöðug- leika, segir Gisli S. Einarsson, og fyrir að fylgja því eftir sem hann hafði ákveðið. Fólk með góða menntun hefur flust til svæðisins og eflir það stöðu byggðanna sem njóta velkominna krafta þess. Einnig eru þeir sem búa í Reykjavík og starfa á stofn- uninni boðnir velkomnh' til starfa í nýrri stofnun á gömlum granni. Gísli S. Einarsson Viðurkenning á því sem vel er gert Guðmundur Bjarnason hefur staðið í orrahríð vegna flutnings þessa ríkisfyrirtækis. Meira að segja varð að grípa til sérstakrar lagasetningar í kjölfar dóms Hæstaréttar eins og sagt var í einni ræðu sem flutt var við þetta |Sanpellegrino| sok ka- Velkomin til Akraness Vinnuaðstaða í hinu nýja hús- næði Landmælinga er hið vandað- asta og virðist öllu vel fyrirkomið með hagsýni og myndarskap. Enda svöraðu starfsmenn þeir sem ég ræddi við því til að mjög hefði allt breyst til bóta frá því sem var í fyrri aðstöðu. Mikill fengur er fyrir Vestlend- inga að fá þessa stofnun til Akra- ness og líklegt er að allt landið komi til með að njóta góðs af á einn eða annan hátt. Bæjarfélögin Borgarnes og Aki-anes njóta þess að til verða a.m.k. 15 ný störf sem gefa tekjur til bæjarfélaganna. Framtíðarvinna Það er rétt að færa stjórnsýslu út á land þar sem því verður við komið. Það er rétt að flytja tækni og tæki til þess að jafna aðstöðu byggðar þegar það nýtist fyrir alla landsmenn. Eg tel að það verði að vanda undirbúning flutnings stofnana á öllum sviðum. Það eru ýmsar stofnanir sem eiga jafn vel eða bet- ur heima í öðram landshlutum en á Reykjavíkursvæðinu. Þær eigum við að flytja út á land í fyllingu tím- ans í hverju tilviki. Höfundur er þingmaður jafnaðarmanna. Gœðavara Gjafavard — malar- og kafíislcll. Allir verðflokkar. . - Heimsfrægir hönnuöir m.a. Gianni Versace. oVERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.