Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Niðurrif Lækjargötu 2 langt komið og á undan áætlun Áttatíu ára sögu að ljúka NIÐURRIF byggingarinnar sem áð- ur hýsti Nýja bíó við Lækjargötu er langt komið og talsvert á undan áætl- un, að sögn Jóhannesar Helga Jens- sonar, framkvæmdastjóra Hífís ehf., sem stendur að verkinu ásamt EB- verki ehf. Jóhannes kveðst telja að byggingin sé stærsta steinhús sem rifíð hefur verið hérlendis. Gert er ráð fyrir að tæplega 6.000 tonn af efni falli til við niðurrifið, aðallega steinsteypu. Hafist vai’ handa við byggingu elsta hluta Nýja bíós, sem tilheyrði Austurstræti 22b, árið 1919, og er því að ljúka áttatíu ára sögu byggingarinnar. Undanfama daga hefur fátt annað en kunnugleg framhlið hússins á Lækjargötu 2 blasað við vegfarend- um og ekki verið auðvelt að sjá að innvols þess væru rústir einar. Nið- urbrot framhliðarinnar hófst síðan á fullu á fimmtudag og hverjum manni er nú sýnilegt að húsið er að hverfa. „Sprengjuárás“ í miðbænum Þar sem áður voru viðarþiljur, stig- ar, barborð, speglai’ og dansgólf stendui- ekkert annað en sundurlaus haugur steypubrota, spýtnabrak, skæld vímet, sundurslitnar raímagns- snúrur, leifar af lögnum og glerbrot. Allt sem áður var homrétt og beint er nú laust, hangandi og tvístrað þannig að þetta hús í miðbænum virðist hafa orðið fyrh’ sprengjuárás. Þessi algjöra eyðilegging hússins hefur hins vegar farið fram með mun nákvæmari og hijóðlegri hætti en búast mætti við af sprengju. Eftir gríðarlegar skemmdir á hús- inu í eldsvoða af völdum íkveikju á seinasta ári, var ákveðið að ráðast í að rífa húsið. Að undangengnu útboði hrepptu verkið fyiirtækin Hífir ehf. og EB-verk ehf. og er áætlaður kostn- aður við það 16.480.000 krónur, en þeir sem hæst buðu í niðurrifið áætl- uðu að það myndi kosta allt að 40 milljónir króna. Framkvæmdir hófust 4. janúar síðastliðinn og gert var ráð fyrir að verklok yrðu 8. febmar næst- komandi. „Við erum á undan áætlun og gerum ráð fyrir að geta lokið verk- inu mun fyrr en miðað er við í útboðs- gögnum. Við erum að gæla við að vera allt að 30% á undan áætlun, hugsan- lega meir,“ segir Eiður E. Baldvins- son, framkvæmdastjóri EB-verks ehf. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson NIÐURBROT hdssins við Lækjargötu hefur gengið hratt fyrir sig og er áætlað að því ljúki að mestu um þessa helgi, en síðan heijist brottakstur efnis á mánudag. Neðsta plata hússins mun standa áfram. Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKIÐ efni fellur til við niðurrif hdssins, eða á sjötta þdsund tonna af steinsteypu, brotajárni og timbri. NIÐURRIFIÐ hefur farið fram við afar erfiðar aðstæður. Mjög erfiðar aðstæður Á milli 12 og 15 manns hafa unnið við niðurbrot hússins undanfarnar vikur. Jóhannes kveðst telja að um sé að ræða umfangsmesta niðurrif á steinsteyptu húsi hérlendis, því þótt rifin hafi verið stærri hús miðað við rúmmál þeirra hafi ekki verið um steinsteyptar byggingar að ræða. Áætlað er að um 2.000 rúmmetrar af efni falli til, eða á sjötta þúsund tonna, sem er aðallega steypa. Úr- gangurinn er annars vegar keyrður í JÓHANNES Helgi Jensson, framkvæmdastjóri Hífis ehf. sem stendur að niðurrifi hdss- ins ásamt EB-verki hf. sjófyllingar og hins vegar í fórgun hjá Sorpu í Gufunesi, auk þess sem reynt er að endurvinna járn. Timbur fór að mestu leyti á áramótabrennur. Eiður segir sömuleiðis ljóst að um sé að ræða erfiðustu aðstæður sem hús hafi verið rifið við hérlendis. „Verkið er óhemju flókið og ekki þýðir að vaða inn með einni stórri gröfu, heldur þarf að fara eftir öllum kúnstarinnar reglum,“ segir hann. Jóhannes segir að vegna umhverf- isins og þrengslanna sé notuð sú tækni fyrst og fremst að klippa og skera. „Við skerum með steinsteypu- sögum og klippum það sem við á, auk þess að nota fleyga þegar þess þarf og ekki er hægt að koma við öðram aðferðum. Allir þessir þættir vinna saman. Sums staðar er steyp- an metri að þykkt og engin klippa eða sög nær í gegnum slíkt,“ segii’ Jóhannes. Sögulegar minjar í réttar hendur Öllum þeim minjum sem fundust í húsinu hefur verið komið í réttar hendur, að sögn Jóhannesar og Eiðs. „Sýningarvélar fóru til Kvik- myndasafns Islands og sömuleiðis handsmíðuð handrið frá 1919 og koparsúlur úr handriðum, uppruna- lega miðapúltið, sem maðurinn sem reif af miðunum stóð við, ásamt hill- um þar sem geymdar voru þær filmuspólur sem sendar voru til sýn- ingar víðs vegar um landið. Þá fékk Þjóðminjasafnið nokkrar hurðir og annað sem það vildi hirða,“ segir Eiður. Niðurbrotið hófst baka til og átu menn sig inn í húsið, ef svo má segja. Bakhliðin var tekin niður með stórri beltagröfu og á meðan klipptu menn og skáru í sundur efstu hæðina. Þau stykki dró grafan síðan niður til sín. „Allt verkið er unnið inni í húsinu og þar byggðum við undir gröfuna til að hún gæti aðstoðað við að taka stykkin. Ei’fiðasti hlutinn vai’ efsta hæðin, sem við byrjuðum á, og vegg- urinn sem snýr að veitingastöðunum Café Ópera og Astró, því sá veggur er mai’gsprunginn, mikið af steypu- skilum í honum og lítið af járnum. Hann ræður því eiginlega sjálfur hvernig hann er tekinn niður og við verðum að vinna alfarið eftir þeim forsendum sem sprangur og steypu- skil setja okkur. Það er mjög erfitt viðfangs að eiga við þennan vegg, en við verðum að taka hann niðui’ jöfn- um höndum eftir því sem við filu’um okkur niður,“ segir Jóhannes. „Aðalhættan samfara því verki er að veggurinn eða stykki úr honum falli á Café Óperu, en við rígfestum öll stykki sem við tökum með keðjum fyrir neðan brotlínu og spennum inn. Stykkin fyrir neðan brotlínu era síð- an stífuð til að þau spennist ekki út meðan við tökum efri hlutann.“ Fyllstu tillitssemi gætt Eiður segir að engin vandræði hafi orðið við niðurrifið. „Þetta hefur gengið framar vonum,“ segir hann. „Ekki síst erum við ánægðir með hversu hratt verkið gengur í ljósi þess að við höfum reynt að taka mik- ið tillit til næsta nágrennis. Við höf- um stöðvað framkvæmdir, t.d. vegna þess að fjölmennir hópar gesta hafí verið væntanlegir í mat á veitinga- staðnum við hliðina. Vinna hefur stundum legið niðri í allt að hálfan dag vegna þess, bæði á kvöldin og um miðjan daginn. Við töpum um- talsverðum tíma á hverjum degi vegna þessa og segja má að tíminn sem við ætluðum okkur til vinnu, eða frá 7 á morgnana til 10 á kvöldin, hafi aldrei verið fullnýttur." Bónus stendur að niðurbroti húss- ins og mun reisa nýja byggingu á lóðinni. „Það hús sem hér rís mun laga götumynd Lækjargötu stór- kostlega. Eg tel Bónus-menn mjög tillitssama gagnvai’t borgarbúum með uppbyggingu á húsinu sem kemui’ hér, bæði hvað varðar bygg- inguna sjálfa og þá stai-fsemi sem mér skilst að verði í henni,“ segir Jó- hannes. „Mér skilst að vísu að ekki sé búið að samþykkja allar teikning- ar, en miðað við það sem liggur fyrir munu borgarbúar vart sakna þess húss sem staðið hefur við Lækjar- götu 2.“ Fyrsta sérhannaða kvikmyndahúsið SAGA hússins sem lengst af var kennt við Nýja bíó og varð eldi að bráð í lok seinasta árs, nær um áttatíu ár aftur í tímann. Árið 1919 keypti Nýja bíó hf. suðurhluta lóðarinnar Austurstrætis 22, til að byggja þar kvikmyndahús. Nýja bíó hafði þá stundað kvikmyndasýningar í nokkur ár en félagið hóf kvikmynda- sýningar í húsakynnum Hótels íslands árið 1912. Var strax hafist handa við bygginguna og hófust sýningar í húsinu árið eftir. Var það fyrsta hús sem byggt var á Islandi sem sérstakt. kvikmynda- hús. Teikningar að húsinu gerði Finnur Thorlacius húsasmíðameistari. I bókinni Kvosin, byggingasaga miðbæjar Reykja- víkur, stendur m.a.: „Finnur hafði ferðast víða um Evrópu og eflaust hefur hann verið vel kunnug- ur byggingarlist meginlandsins á þeim tima. Húsið sem Finnur teiknaði bar greinileg einkenni jugendstílsins, bæði í lögun og skrauti. Það var tvær hæðir og kjallari. Kvikmyndasalurinn var á neðri hæð og voru svalir, „balkon“, í austur- enda hans. Var smíðinni lokið á einu ári og hófust kvikmyndasýningar þar árið 1920. Á efri hæðinni var kaffihús en veitingastaður Rosenbergs í kjallaran- um. Rosenberg hafði áður verið veit- ingamaður á Hótel Islandi." Inngangur Nýja bíós (sjá mynd) var frá Austurstræti og þykir ýmislegt benda til að ætlun manna hafi verið að Lækjartorg yrði stækkað til suðurs, þannig að Nýja bíó myndaði suðurvegg torgsins. Á árunum 1945-47 var reist viðbygg- ing austan við húsið, að Lækjargötu, og var kvikmyndasalurinn þá lengdur. Nýi hlutinn var fimm hæða steinhús, byggt eftir teikningum arkitektanna Ágústs Steingrímssonar, Harðar Bjarnasonar og Gunnlaugs Pálssonar. Hluti kvik- myndasalarins var í nýrra húsinu en auk þess verslanir og skrifstofur. Meðal annars voru söluskrifstofur Flugleiða um langt skeið í nýrri hluta hússins en húsnæði þeirra var breytt í veitingastað eftir að Flugleiðir færðu skrifstofur sínar. í kjallara hússins var veitingastaður opnaður að nýju árið 1983 undir heitinu í kvosinni, en staður- inn fékk upprunalegt heiti sitt, Rosen- berg, nokkru síðar og hélt, að mestu því nafni meðan á veitingarekstri stóð þar, eða allt þar til húsið varð eldi að bráð. Árið 1986 var skipt um eigendur að kvikmyndahúsinu og eftir nokkrar end- urbætur var því gefið nafnið Bíóhúsið. Kvikmyndasýningar stóðu yfir í nokkur ár til viðbótar, en húsinu var síðan breytt í skemmtistað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.