Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 8

Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 8
8 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lífróður íbúa á Breiðdalsvík Um 300 íbúar BreiödalsvíKur róa nú lífróöur til aö bjarga atvinnumálum staöarins. Kaupa til baka hluta þess kvóta sem þeir lögðu til við sameininguna viö Búlandstind. "Þetta er lífróöur. Wenn sáu fram á það að 1 ef ekkert ýrói að gert, þá hefði orðiö héma algjört byggðahrun," i' n 11' l/'1 LÁTIÐ þið mig um þetta, elskurnar mínar, svona lagað verður ekki liðið í mínu kjördæmi. Hvar er þessi kauði sem kom þessu kvótakerfi á? Tillaga frá Arna Johnsen um úttekt á nýtingu lítilla orkuvera Túrbínusmiðir hlaðnir verkefnum fram yfír aldamót ÁRNI Johnsen alþingismaður hefur lagt fram tillögu til þingsá- lyktunar á Alþingi um að fela rík- isstjórninni að láta gera úttekt á nýtingu á þróunarmöguleikum lít- illa orkuvera þar sem kannað verði hvort hagkvæm uppbygging lítilla sjálfstæðra orkuvera gæti samanlagt jafnast á við stóra virkjun. I greinargerð með tillög- unni kemur fram að menn sjái sér nú hag í að setja upp slík orkuver og túrbínusmiðir séu hlaðnir verkefnum fram yfir aldamót. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að á íslandi séu nú um 300 lítil orkuver og flest þeirra við býli í sveitum. Þeim hafi fækkað nokkuð á undanförnum árum og fyrir þrem áratugum hafi þau ver- ið um eitt þúsund talsins. Bent er Harður árekstur í Hafnarfirði HARÐUR árekstur tveggja fólksbifreiða varð á gatnamót- um Vesturgötu og Vestur- brautar í Hafnarfirði laust fyr- ir klukkan hálftvö eftir hádegi í gær. Engin slys urðu á fólki, en bifreiðarnar skemmdust töluvert og varð því að draga þær á brott með kranabifreið. Að sögn lögreglunnar var hálku og óvarlegum akstri um að kenna. á að framleiðslugeta litlu orkuver- anna sé umtalsverð, eða yfir 4 megavött, og yfirleitt meiri en einstök býli geta nýtt. Því hafi nýting orku frá þeim ekki verið sem skyldi. I greinargerðinni segir að flutningsmanni tillögunnar þyki rétt að áður en ráðist sé í fram- kvæmdir við stóra virkjun á há- lendinu verði kannað hvort ekki sé hagkvæmara að styrkja lítil orkuver vítt um landið og nýta betur það rafmagn sem þau fram- leiða og geta framleitt. Líklegt séð að með tiltölulega litlum til- kostnaði væri hægt að framleiða 30-60 megavött í litlum orkuveit- um, eða á við það sem Nesjavalla- virkjun eða Hitaveita Suðurnesja framleiða. Skemmtileg smíði Þeir sem einna helst hafa stundað smíði á túrbínum fyrir lít- SEINKUN var á áætlunarflugi Flugleiða frá Bandaríkjunum í gærmorgun. Fjögurra klukku- stunda töf var á brottför vélar- innar frá Boston vegna mikillar snjókomu og einnar klukku- stundar seinkun á vélinni sem il orkuver síðastliðin ár eru feðgarnir Eiður Jónsson og Jón Sigurgeirsson, sem búa á Árteigi í Köldukinn, og Bragi Sigurðsson á Sauðárkróki. Bragi er vélsmiður og hefur smíðað túrbínur undan- farin 15 ár. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri svo mikið að gera að hann hefði ekki komist yfir það sem beðið hefði verið um. „Eg er með tvær vélar núna og þarf að skila annarri þeirra af mér í febrúar, en ég geri ekki ráð fyrir að geta klárað hina í vetur. Onnur fer vestur að Hnjóti í Pat- reksfirði og hin fer að Hvanna- brekku í Berufirði. Það er gaman að eiga við þetta og mér finnst þetta skemmtileg smíði. Það var lægð í þessu fyrir um þremur ár- um en síðan er þetta að koma aft- ur núna og ástæðan held ég að sé einfaldlega orkuverðið sem menn þurfa að greiða,“ sagði Bragi. kom frá New York af sömu or- sökum. Flug til Evrópu var samkvæmt áætlun utan flugs til Glasgow sem tafðist vegna seinkunar á flugi frá New York. Ekki var búist við frek- ari töfum á millilandafluginu í gær. Seinkun vegna snjókomu vestra Nýr forstöðumaður RÚV á Austurlandi Fj ór ðungurinn togar í mig Jóhann Hauksson FRÁ 1. febrúar tekur nýr for- stöðumaður við stjórn Svæðisútvarps Austurlands. Svæðisút- varp þetta hefur starfað í röskan áratug og sér um fréttaflutning og ýmsa dagskrárgerð frá þessum landsfjórðungi og innan Austurlands ekki síst. Jóhann Hauksson hefur verið ráðinn forstöðumaður Svæðisútvarps Austur- lands. Hvernig skyldi hið nýja starf horfa við honum. Til að byrja með þá togar þessi landsfjórð- ungur talsvert í mig. Eg er ættaður úr Hjalta- staðaþinghá og Jök- ulsárhlíð í föðurætt og bjó um tíma á Egilsstöðum þegar ég var barn og unglingur og á þaðan góðar minningar. Á hinn bóginn hef ég orðið dágóða reynslu af útvarpi og þetta er nýr vettvangur. Það geta verið spennandi tímar framundan, jafnvel þegar á þessu ári þarna eystra, sem og á hinum svæð- isstöðvunum sem gætu orðið samfara því að fréttastofa Sjónvarps á að flytjast á þessu ári upp í Efstaleiti og þá er fyrirhuguð samvinna frétta- stofanna beggja. - Gæti sú aukna samvinna breytt fyrirkomulagi svæðis- stöðvanna? Það er meira en líklegt að þeim verið beinlínis falið það verkefni að þjóna bæði útvarpi og sjónvarpi úr landsfjórðung- unum jöfnum höndum. Um þetta er rætt en ekkert er af- ráðið enn. Sérstök nefnd innan Ríkisútvarpsins undir forustu Boga Ágústssonar fjallar um þessi mál þessa dagana. - Hyggst þú breyta miklu í dagskrárgerðinni eystra? Þetta hefur verið í nokkuð föstum skorðum. Það eru út- sendingartímar nokkrum sinn- um í viku innan fjórðungsins, með bæði frétta- og þjónustu- hlutverk og aðra dagskrár- gerð. Sem dæmi má nefna mjög skemmtilega spurninga- keppni aldraðra milli byggðar- laga eystra. Þetta heyrist bara innan fjórðungsins. Ymislegt í þessum dúr myndi ég vilja halda áfram með. Það sem ég hins vegar hef mesta reynslu af er fréttaflutningur og þar blasa við ýmsir möguleikar, ekki síst ef sjónvarpið færist inn á stöðina líka. Ég mun beita mér fyrir að allar fréttir úr fjórðungnum berist sem gi-eiðast til allra landsmanna, þegar það á við, gegnum fréttastofu Útvarps- ins. - Hvaða málefni á Austur- landi eru þér hugleiknust? Það eru þrír eða fjórir mála- flokkar sem standa upp úr í umræðunni hvað Austurland snertir. I fyrsta lagi er það sjávarútvegurinn, þetta eru yf- irleitt sjávarútvegspláss, allt stendur þama og fellur með fiskveiðum og fiskvinnslu eins og fréttirnar frá Breiðdalsvík að undanförnu sanna. I öðru lagi má nefna samgöngumál, þetta er erfiður fjórðungur ► Jóhann Hauksson er fæddur 1953 í Borgarnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hh'ð og BA-prófi í félags- fræði frá Háskóla Islands. Einnig stundaði hann fram- haldsnám í félagsvísindum við háskólann í Lundi árin 1985 og ‘86. Hann hefur starfað sem fréttamaður við fréttastofu Ríkisútvarpsins frá árinu 1987 með því hléi að frá árinu 1991 starfaði hann í rösklega ár hjá Kynn- ingu og markaði. Hann hef- ur nú tekið við starfi for- stöðumanns Svæðisútvarps- ins á Austurlandi. Jóhann er fráskilinn og á tvö börn, Sig- trygg Ara, f. 1974, og Erlu, f. 1983. hvað samgöngur snertir, eink- um yfir vetrarmánuðina. Þetta er mjög mikilsvert mál fyrir byggð í fjórðungnum og þá ekki síst það sem nefna má í þriðja lagi, sem eru ferðamál. Þar eni möguleikar Austur- lands miklir. Loks má nefna umræðu sem hefur verið mjög heit og skipt fólki í flokka þarna eystra, en það eru orku- og stóriðjumál. Þar eru mörg sjónarmið uppi. - Hvernig líst þér á að breyta svona rækilega til í bú- setu? Það virðast þykja meiri tíð- indi ef fólk flytur út á land heldur en þegar fólk flyst af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins. Þetta er kannski einn af huglægu þáttum byggða- vandans. Hvað sjálfan mig snertir þá lít ég svo á að hafi maður vinnu, gott fólk í kringum sig og fal- lega náttúru þá sé a.m.k. mín- um þörfum fullnægt. Ég er að vísu ekki enn búinn að tryggja mér húsnæði en eygi þó kannski möguleika í þeim efn- um. Að minnsta kosti verður mér varla úthýst, vona ég. - Hvað er þér efst í huga á þessum tímamótum? Það er erfitt að skilja við fólkið sitt og vinnufélaga en á móti kemur að allir hvetja mann til að takast á við ný verkefni. Það er ekki síður mikilvægt að heyra utan að sér að Austfirðingar láti sér yfir- leitt vel líka að fá mig á svæð- ið. Ýmsir mögu- leikar í frétta- flutningi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.