Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag áhugafólks um fþróttir aldraðra efnir til átaks Morgunblaðið/Kristinn GUÐRÚN Nielsen, formaður félagsins, ásamt Ernst Backman, Sofffu Stefánsdóttur og Höskuldi Goða Karlssyni. Hreyfing mikilvæg slysavörn ÁTAK Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra er að hefjast um þessar mundir í tilefni þess að árið 1999 hefur verið til- einkað öldruðum. 1 samráði við íþrótta- bandalag Reykjavíkur hefur félagið fengið til umráða Bláa salinn í íþrótta- höllinni í Laugardal. Þar verður boðið upp á íþróttaiðkun af ýmsu tagi tvisvar sinnum í viku undir stjórn Höskuldar Goða Karlssonar, íþróttakennara og fyrrverandi skóla- stjóra. Fyrir utan hefðbundna leikfimi verður m.a. boðið upp á boccia, pútt, blak og jafnvel boltaleiki ef einhveijir hafa áhuga á slíku. fþróttaaðstaðan er opin öllum lífeyrisþegum þeim að kostnaðarlausu. Höskuldur Goði sagði mikilvægt að all- ir fyndu hreyfingu við sitt hæfí og nytu aukinnar vellíðunnar. Um 6.000 aldraðir eru á elliheimilum höfuðborgarsvæðisins og 13 þúsund búa á eigin vegum. Að sögn Guðrúnar Nielsen, formanns félagsins, er helsta markmið átaksins að ná til þeirra eldri borgara sem heima sitja. Aldur sé afstæður og eins og slagorð félagsins segir, er: „aldrei of seint“ að hreyfa sig og vera með. Að sögn Guðrúnar Gestsdóttur og Sigrúnar Jóhannsdóttur, sjúkraþjálfara, hafa kannanir erlendis sýnt fram á að hreyfing eldri borgara hafi stórbætt áhrif á heilsu þeirra. Þannig megi draga úr ýmsum kostnaði heilbrigðiskerfisins með forvörnum af þessu tagi. Endurhæf- ing taki til dæmis styttri tíma fyrir eldri borgara sem eru í góðu líkamlegu formi. Bæklingur með heilræðum fyrir fólk á besta aldri hefur verið gefinn út af þessu tilefni og hafði Hlynur Jónasson hjá Slysavarnanefnd umsjón með honum. Til hliðsjónar kynnti hann sér bæklinga frá Norðurlöndunum sem að hans sögn áttu það allir sameiginlegt að vera fremur neikvæðir. Að lians sögn er markmiðið með bæklingnum að upplýsa og ráð- leggja eldri borgurum varðandi hættur og varnir gegn þeim, en ekki að hræða fólk. „Eitt af því mikilvægasta í slysa- vörnum er hreyfing," sagði Hlynur, sannfærður um að átakið muni skila sér í aukinni þáttöku. Félag áhugafólks um íþróttir var stofnað árið 1985 og að sögn Guðrúnar Nielsen hefur starfsemin eflst með hverju ári. Markmið félagsins er að stuðla að vellíðan aldraðra með iðkun Ieikfími, sunds og annarra íþrótta. Einnig hefur verið lögð áhersla á að stuðla að menntun kennara og leiðbein- enda víðs vegar um landið. Sérstakur kynningardagur verður haldinn í Bláa sal Laugardalshallarinnar fimmtudaginn 28. janúar kl. 10 þar sem starfsemi félagsins og aðstæður verða kynntar. Formaður efnahags- og við- skiptanefndar um skatt á tekjur úr lífeyrissjóðum Full ástæða til að skoða mál- in í samhengi VILHJÁLMUR Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að ástæða þess að tekjuskattur sé greiddur af greiðslum úr lífeyrissjóðum, en ekki fjármagnstekjuskatt- ur, sé að framlög í lífeyrissjóði séu undanþegin tekjuskatti við inngi-eiðslu. Hins vegar sé full ástæða til þess að skoða lífeyriskerfið, skatt- kerfið og tryggingakerfið í samhengi. Eldri borgarar hafa gert kröfu til þess að greiddur sé 10% skattur af greiðslum úr lífeyr- issjóðum eins og af fjármagnstekjum. Vilhjálm- ur sagði að rökin fyrir því íyrirkomulagi að greiða tekjuskatt af greiðslum úr lífeyrissjóð- um væru að framlög til lífeyrissjóða væru ekki skattlagt fé. Útgreiðslurnar væru skattlagðar eins og hverjar aðrar launatekjur, en fjár- magnstekjuskattur væri ekki greiddur af ávöxtun á fé lífeyrissjóða né eignaskattur af eignum þeirra. Vilhjálmur sagði hins vegar að full ástæða væi'i til að gera heildarúttekt á samhengi lífeyr- issjóðakerfisins, skattkerfisins og trygginga- kerfisins. Hann sagði að mikil ástæða væri til þess að gera slíka heildarúttekt. Það væri búið að end- urskoða lífeyriskerfið, en það ætti eftir að fara betur yfii' skattkerfið og almannatrygginga- kerfið í þessu sambandi líka, þannig að um eðli- legt samhengi væri að ræða þama á milli, þ.e. á milli þess hvernig tekna er aflað á starfsævinni, hvernig þær séu skattlagðar og síðan hvenær og hvernig fólk geti haft það þegar það komi á lífeyrisaldur. Umræður á Alþingi í framhaldi af kvótadómi um lög og stjórnarskrá HJÖRLEIFUR Guttormsson, óháð- ur þingmaður, vék fyrstur í ræðu sinni um stjóm fiskveiða á þriðjudag að stjórnarski'ánni og því hvað þing- ið gæti gert til að afstýra árekstram við hana. Sagði hann það mikið um- hugsunarefni í hversu veikri stöðu Alþingi væri sem stofnun til að taka á málum af þessum toga og hversu illa og ófullkomlega væri búið um samspil Alþingis sem löggjafa við upplýsingabranna í samfélagi til þess að leita ráðgjafar og ekki síst varðandi möguleika á því að fá túlk- anir á kröfum stjómarskrárinnar. Það væri knýjandi að styrkja Alþingi sem stofnun, langtum meira en tek- ist hefði þrátt fyrir ágæta viðleitni á undanförnum áram. Kvótadómur Hæstaréttar frá 3. desember 1998 og fleiri dómar kölluðu á það, að mati Hjörleifs, að þingið af fullri alvöra athugaði sinn gang og fjallaði um það hvemig mætti styrkja stöðu þess þannig að það risi undir þeim kröfum sem nútímasamfélag og réttarþróun gerði nauðsynlega. Dómurinn hefði verið í anda dómshefða eins og þær hefðu þróast á meginlandinu. Þar hefði ekki birst þröngur skilningur á stjómarskránni eða bókstafstúlkun heldur víðari sjónarmið þar sem ákveðnum lykilatriðum í stjórnar- skránni hefði verið gefið nýtt inntak og þá alveg sérstaklega hugtakinu jafnræði. Sljórnlagadómstólar Nefndi Hjörleifur að í Þýskalandi væri stjómlagadómstóll sem hefði beinlínis það hlutverk að kveða á um gildi lagasetningar með tilliti til stjórnarskrár. Væri sá dómstóll kjörinn af þinginu, sem sagt stjóm- málaflokkunum. Niðurstöðurnar væra bindandi og þinginu gjaman gefinn tímafrestur til þess að leysa úr árekstram milli settrar löggjafar og stjómarski'ár. í Frakklandi væri sérstakt stjórnlagaráð starfandi og þingmenn, einnig þingmenn í minni- hluta, gætu skotið nýsamþykktum lögum til þess að fá úrskurð um hvort viðkomandi lög stæðust gagn- vart stjómarskránni. Ráðið hefði að því leyti ekki eins bundnar hendur og íslenskir dómstólar, sbr. Kvóta- dóminn, að það gæti lagt mat á laga- bálk í heild sinni. Sums staðar annars staðar hafa Leggja þarf meiri rækt við spurningar sem lúta að stjórnarskránni Fyrr í vikunni spannst nokkur umræða á Alþingi um hvað gera mætti til að tryggja betur að löggjöf væri í samræmi við stjórnar- skrána. Hvort setja ætti á laggirnar ráðgefandi nefnd fyrir þingið til dæmis með tilnefningum úr lagadeild Háskólans, Hæstarétti og frá Lögmannafélaginu. Páll Þórhallsson kynnti sér það sem þingmenn höfðu um málið að segja. Hjörleifur Þorsteinn Guttormsson Pálsson þinginu verið skapaðir möguleikar á að fá ráðgefandi álit sem ekki er bindandi um túlkun stjórnarskrár- innar. Nefndi Hjörleifur Sviþjóð í því sambandi. Þar kæmu hæstaréttar- dómarar við sögu við mat á laga- frumvörpum. Sagði hann að það væri athugandi fyrir Alþingi að koma á fót fastri ráðgefandi nefnd löglærðra manna sem gæti verið tilnefnd af Hæstarétti, lagadeild Háskóla ís- lands og Lögmannafélaginu til dæm- is. Þannig mætti tryggja flæði hug- mynda á milli milli þessara stofnana. Ekki yrði lengur við þann losarabrag unað sem verið hefði í kring- um álitsgjöf Lagastofn- unar Háskóla Islands. Nú væri staðan sú að þegar mál kæmu til kasta Alþingis væri framkvæmdavaldið eða jafnvel hagsmunaaðilar hugsanlega búnir að fá sér hliðhollt álit hjá þeim mönnum sem til greina kæmu og þeir væru þá bundnir af því sem þeir þá hefðu sagt. Nefndi Hjörleifur gagnagi'unnsfrum- varpið í því sambandi. Þar hefði aðal- hagsmunaaðilinn í málinu, Islensk erfðagreining, verið búinn að panta álit fyrirfram hjá Lagastofnun Háskóla Islands og borga fyrir. Því hefði svo verið flaggað sem hlutlægu áliti. Alþingi gæti ekki lagt slíkt álit að jöfnu við hlutlausa ráðgjöf. Aðal- hagsmunaaðilinn hefði borgað fyi'ir starfið, mótað spumingarnar og ekki hefði neinn gagnstæður málflutning- ur farið fram fyi'ir lögfræðinga- nefndinni eins og gilti um dómstóla, þar sem þeir hefðu hlutverk af þessu tagi. Or réttarþróun í Evrópu Þorsteinn Pálsson, dómsmála- og sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðis- flokki, kvað Hjörleif þarna hafa vikið að mjög áhugaverðu atriði sem lyti að undirbúningi löggjafar bæði af hálfu framkvæmdavalds og löggjaf- arvalds, sérstaklega með tilliti til stjómarskrárinnar. Væri hann sann- færður um að bæði framkvæmda- vald og löggjafarvald þyrftu að huga að þessum þáttum í miklu ríkari mæli á komandi árum. Það væri mjög ör réttarþróun í gangi i Evrópu sem sjá mætti í úrlausnum Mann- réttindadómstóls. Evrópu í Strass- borg og EB-dómstólsins í Lúxem- borg. Víða væri sérsaklega hugað að þessum efnum og leiðirnar mismun- andi. í Danmörku til að mynda fengi sérstök deild í dómsmálaráðu- neytinu öll frumvörp til umsagnar út frá lagatæknilegum sjónarmiðum með hliðstæðum hætti og fjármál- aráðuneytið fengi öll stjórnarfrum- vörp til umsagnar út frá fjármála- legum sjónarmiðum. Huga þyi'fti að því ennfremur hvort ástæða væri til að koma á fót sérstökum dómstóli til þess að úrskurða um stjórnar- skrármálefni. Það væri gífurlega mikil ákvörðun að úrskurða um hvort lög sem Alþingi, þjóðþingið sjálft, hefði sett stæðust ekki stjórnarskrá. Vildi Þorsteinn þó benda á að það væri engan veginn víst að menn leystu öll vandamál jafnvel þótt þingið ætti kost á ráðgjöf færustu sérfræðinga. Til dæmis kvaðst hann nokkuð sannfærður um að hefði slík ráðgjöf verið fyrir hendi fyrir 15 ár- um þegai' lögin um stjórn fiskveiða vora sett í upphafi hefði hún ekki verið á þann veg sem dómur Hæstaréttar varð nú um 5. gr. lag- anna um stjóm fiskveiða og það sem ýmsir vildu halda fram að dómurinn væri að segja um 7. gr. vegna þess að þá hefðu aðrar hugmyndir verið uppi í þessum efnum. Það ætti sér stað ákveðin rétt- arþróun og engan veginn víst að álit sem gefið væri á einum tíma stæðist fyrir dómstóli áratugum síðar. Eigi að síður breytti það ekki þeirri skoðun hans að þetta þyrfti að íhuga og að það þyrfti að leggja meiri rækt við spurningar sem lytu að stjórnar- skránni þegar við væram að setja löggjöf okkar og ekki síst í ljósi þess að það væru ýmsir ytri þættir sem farnir væra að hafa áhrif á lagasetn- inguna eins og réttarþróunin í Evr- ópu. Mótmælir gagnrýni á Lagastofnun Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki, kvaðst myndu vilja taka heils- hugar undir hugrenningar um gildi þess að leggja í vinnu til að fylgja réttarþróuninni eftir. Hins vegar furðaði hann sig á þeirri falleinkunn sem Lagastofnun Háskóla íslands hefði fengið hjá Hjörleifi Guttorms- syni. Hér væri ekki bai-a um ein- hverja stofnun að ræða heldur Laga- stofnun Háskóla íslands, stofnun sem starfaði í nafni Háskóla Islands og þyrfti þar af leiðandi að uppfylla ákveðin skilyrði. Til þeh’ra sem þar störfuðu væra gerðar akademískar kröfur og þar færa fróðustu menn á sínu sviði. Svaraði Hjörleifur því til að það þyrfti einmitt að athuga nú þegai’ viðskipti þingnefnda og stofn- ana Háskóla íslands færu vaxandi hvort álitin væru gefin undir fræði- legum kröfum háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.