Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 14
14 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Danir vilja styðja Islendinga
í deilum vegna ESB-sjóða
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Foreldrar
leysa
kennara af
FORELDRAR nemenda í Hofs-
staðaskóla í Garðabæ héldu í gær
uppi kennslu í skólanum á meðan
kennararnir voru á námskeiði í
agastjórnun á vegum Fræðslu-
miðstöðvar Reykjavíkur. Kennari
á námskeiðinu er Gabríela Sig-
urðardóttir sálfræðingur. Nám-
skeiðið stendur til vors og inn í
námskeiðið var felld nokkurra
daga viðvera þar sem einn dagur-
inn lenti á virkum degi og leystu
foreldrarnir þá af.
„Tveir til fjórir tóku að sér
hvern bekk og ákváðu í samráði
við hvern bekkjarkennara hvað
skyldi gert,“ sagði Elín Thoraren-
sen foreldri en námskeiðið var
skipulagt fyrir jól. Hér er Hrönn
Arnars foreldri ásamt nemendum
sínum til eins dags í fjarveru
kennarans.
„VIÐ njótum ekki innri markaðar
ESB eins og meðlimir, en samt eru
gerðar kröfur til okkar eins og við
séum með,“ sagði Halldór As-
gn'msson utanríkisráðherra í við-
tali við Morgunblaðið um deilur Is-
lands og hinna EES-landanna um
greiðslur landanna í þróunarsjóð
Evrópusambandsins. „Það þyrfti
að vera búið að leysa þetta mál á
næstu dögum, þó ekki sé víst að
svo verði.“
Þessa deilu, samband íslands og
ESB, dönskukennslu á íslandi og
fleiri mál ræddi Halldór í gær við
Niels Helveg Petersen, utanríkis-
ráðherra Dana, á síðari degi opin-
berrar heimsóknar sinnar í Dan-
mörku, en eftir viðræðurnar héldu
þeir blaðamannafund.
Brýnt að leysa deiluna um
greiðslu í þróunarsjóði ESB
Spánverjar, sem eru lang harð-
astir í horn að taka, hóta að standa
í vegi fyrir þátttöku Islands í 5.
rammaáætlun ESB, að sögn Hall-
dórs. „Það tekst því vonandi að
leysa deiluna, því ef það verður
áframhaldandi andstaða við þátt-
töku okkar í áætluninni væri það
gífurlegur skaði fyrir rannsóknir
og skyld mál á íslandi." Eins og er
greiða Islendingar 100 milljónir á
ári í þróunarsjóð, sem Spánn,
Grikkland, Portúgal og Irland
hljóta styrki úr. Að sögn Halldórs
hefur verið rætt við fulltrúa þess-
ara landa undanfarið.
„Við erum tilbúnir að inna af
hendi einhverjar gi-eiðslur,“ segir
Halldór, „en ég get ekki sagt hvað
við séum tilbúnir til að sam-
þykkja.“ Hann minnir á að EES-
löndin hafi á sínum tíma tekið á sig
hlut Sviss og það mæli með veru-
legri lækkun. Um leið sé brýnt að
reyna að ná betri niðurstöðu um
tollamal á fiski, því eins og nú sé
njóti Islendingar innri markaðar-
ins ekki að fullu, þó kröfur séu
gerðar til þeirra eins og til með-
lima.
„Það er stefna okkar að finna
hagkvæma lausn,“ segir Helveg
Petersen um deiluna. Hann bendir
á að EES-löndin álíti sig ekki laga-
lega bundin af því að inna greiðsl-
urnar af hendi, en séu tilbúin til að
samþykkja hæfilegt framlag. „Eg
vil ekki taka afstöðu til hvort lönd-
in séu lagalega bundin af gi-eiðsl-
unum. Það verða lögfróðir menn að
skera úr um, en við viljum gera
okkar til að leysa málið,“ sagði
Helveg Petersen.
Gæti verið kostur að sækja um
ESB-aðild á undan Noregi
„Ef Island gengur í Evrópusam-
bandið á annað borð gæti verið
kostur að ganga í það á undan Nor-
egi, en það er ekki takmark í sjálfu
sér,“ sagði Halldór Asgrímsson, er
hann var inntur eftir hvort engin
hreyfing væri á íslandi í átt til þess
að ganga í ESB í ljósi þess að skoð-
anakannanir sýndu að Islendingar
væru jákvæðir.
„Fiskveiðistefna ESB er helsta
hindrunin fyrir að við getum geng-
ið í ESB,“ sló Halldór föstu.
„Lausnin sem Norðmenn fengu á
sínum tíma dugir Islendingum
ekki, því sjávarútvegur gegnir svo
miklu stæn-a hlutverki hjá okkur
en Norðmönnum.“ Um það hvort
ekki þyrfti að láta reyna á í samn-
ingum hverju væri hægt að áorka
sagði hann að hin endanlega próf-
raun væru auðvitað samningavið-
ræður, en áður en til þeirra kæmi
þyrfti að vera búið að rýna vel í
stöðuna. Hann sagðist þó ekki álíta
að ESB-aðild yrði kosningamál í
komandi kosningum. „Fiskveiði-
stefna er alltaf erfið viðureignar í
ESB,“ sagði Helveg Petersen. Þau
mál þekki Danir í kjölinn eftir að
hafa fylgst með aðildarviðræðum
við Norðmenn og Svía á sínum
tíma.
Björk og dönskukennslan
Ur því söngkonan Björk kýs
frekar að handleggsbrjóta sig en
tala dönsku, eins og haft var eftir
henni fyrir nokkru, hafði danskur
blaðamaður áhuga á að vita hvað
íslensk yfirvöld hygðust gera til að
efla vinsældir dönsku á Islandi.
„En hún hefur þó ekki látið verða
af því að handleggsbrjóta sig,“
sagði Helveg Petersen léttur í
bragði og nefndi að Danir styddu
við dönskukennslu á íslandi á
margan hátt.
Halldór minnti á að Björk hefði
þegið norrænu tónlistarverðlaunin.
Danskan væri mikilvæg því íslensk
utanríkisstefna væri grundvölluð á
norrænni samvinnu, en mesti vand-
inn í dönskukennslu væri að krakk-
arnir heyrðu aldrei dönsku. Það
væri þó vonandi að breytast nú
þegar danskt sjónvarp færi að
sjást á Islandi.
Dönskukennslan var einnig á
dagskrá er ráðherrarnir tveir
ræddu við Margréti Þórhildi Dana-
drottningu í gærmorgun. Hún lýsti
áhuga á góðu sambandi landanna,
enda nefndi Halldór að drottningin
hefði alltaf verið áhugasöm um þau
mál. I dag mun utanríkisráðherra
kynna sér sölu íslenskra afurða í
Danmörku og heimsækja búðir í
þeim tilgangi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Friðun og kaup ríkisins á Geysissvæðinu
Hófleg gjaldtaka fjár-
magni viðhald og rekstur
í SKÝRSLU nefndar um friðun
Geysis og Geysissvæðis er lagt til að
gengið verði frá samningum um
kaup á Geysissvæðinu og Almenn-
ingi og svæðin friðlýst fyrir 1. sept-
ember 1999. Kostnaður vegna kaupa
á þeim jörðum sem liggja að hvera-
svæðinu liggur ekki fyrir en ljóst er
að hann er umtalsverður.
Lagt er til að sérstakur landvörð-
ur starfi á sumrin sem veiti gestum
upplýsingar um hverasvæðið og aðra
áhugaverða staði í nágrenninu. TO að
standa straum af kostnaði við rekst-
ur og viðhald er lagt til að gjald verði
tekið af gestum hverasvæðisins.
Miðað er við að fullorðnir þurfi ekki
að greiða meira en 200 krónur í að-
gangseyri.
„Það hefur verið heimild í fjárlög-
um til þess að ganga til slíkra verka
en hún hefur ekki verið nýtt og farið
í það með formlegum hætti. Við vor-
um meðal annars að bíða eftir áliti
þessarar nefndar en nú finnst mér
vera full ástæða til að skoða það og
mun vinna í því í framhaldi af þessu
nefndarstarfi,“ sagði Guðmundur
Bjamason umhverfisráðherra sem
skipaði nefndina árið haustið 1997.
Vijji jarðeigenda til að selja
Lagt er tO að verkið verði í hönd-
um þriggja manna nefndar sem jafn-
framt geri framkvæmda- og kostn-
aðaráætlun vegna rannsókna á
svæðinu, skipulagningu þess og
framkvæmdir sem nauðsynlegt er að
hefjist sem fyrst. Markmiðið er að
framkvæmdum á Geysissvæðinu
verði lokið árið 2002.
Nefndin átti fund í mars 1998 með
landeigendum í Haukadal sem eiga
þær fjórar jarðir sem liggja að
hverasvæðinu við Geysi. A þeim
fundi kom fram skýr vilji þeirra til
að selja ríkissjóði eignahluti sína í
svæðinu með því skOyrði að sam-
komulag náist um verð og að selj-
endum verði tryggt heitt vatn til
húshitunar.
A fundinum kom fram að eigend-
um 1/3 hluta jarðarinnar Tortu væri
óheimilt, samkvæmt erfðaskrá Ar-
sæls Jónssonar, að selja sinn hlut en
væru því ekki andsnúnir að landið
yrði tekið eignanámi í þeim tilgangi
að friða svæðið. Aðrar jarðir sem
liggja að hverasvæðinu eru Hauka-
dalur II, Haukadalur III, Bryggja
og Laug en sú síðastnefnda er í eigu
ríkissjóðs.
í Náttúruminjaskrá kemur fram
að áhugaverðar jarðmyndanir sé að
finna á svæðinu auk þess sem Al-
menningur sé eitt af fáum ósnortnu
mýrarsvæðum Suðurlands. „Þetta er
mikil náttúruperla og viðkvæmt
svæði og mikil ferðamannaumferð
um það. Slík umferð, á bilinu
100-200 þúsund manns á ári, þýðir
að það þarf að halda vel utan um
svæðið og sinna því. Þá er mjög
æskilegt að það sé einn aðili sem beri
á því ábyrgð og þar sem um eina af
náttúruperlum þjóðarinnar er að
ræða tel ég eðlilegt að það sé ríkið.
Það þarf að ganga frá vatnsrétt-
indum því þarna er ferðaþjónusta og
ábúendur sem nýta orku af svæðinu
og það þarf að ganga frá því með
tryggilegum hætti. Það eru ýmis at-
riði sem eru þess eðlis að æskilegt sé
að ríkið hafi þama yfirumsjón með
höndum og þá væri það einfaldast
með eignaraðild,“ sagði ráðherrann.
Lagnir fjarlægðar og
bætt aðgengi
Hitavatnsleiðslur á hverasvæðinu
þykja nokkurt óprýði og er það álit
nefndarinnar að hluti af friðunarað-
gerðum verði að taka þær upp eða
koma þeim betur fyrir. Álits var leit-
að hjá Orkustofnun um hvort vinna
mætti orku úr svæðinu samhliða
friðun þess og virðast allar líkur
benda til að svo sé hægt. Frekari
rannsókna þurfi þó við áður en
ákvörðun um slíkt verði tekin.
Það er samdóma álit nefndarinnar
að verulega þurfi að breyta og bæta
aðgengi ferðamanna að hverasvæð-
inu. Samkvæmt aðalskipulagi er fyr-
irhugað að færa núverandi þjóðveg
suður fyrir Hótel Geysi sem nefndin
telur að yrði til mikilla bóta. Varð-
andi aðgengi ferðamanna inn á sjálfu
hverasvæðinu ályktar nefndin að
alltof litlum fjámunum hafi verið
varið til þess og þarfnist göngustígar
til dæmis sárlega viðgerðar.
Meðal hugmynda um uppbygg-
ingu svæðisins sem nefndin leggur
fram er að koma fyrir plöntustíg
með upplýsingum um einstakar
plöntur, ástand gróðurs og breyting-
ar á gróðurfari frá landnámsöld.
Einnig þurfi að stórbæta viðvörunar-
skilti og bæta við almennum fróð-
leiksskiltum á svæðinu en öryggi
ferðamanna, sem gengið geta óá-
reittir um hverina, sé ábótavant.
Nefndin ákvað að taka ekki af-
stöðu til þess hvort rétt sé að hjálpa
Geysi til að gjósa að nýju enda hafi
Nátt.úruvernd ríkisins ekki lokið
rannsóknum á áhrifum þess.