Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 25
Ziirich
dýrust
í Evrópu
ZÚRICH í Sviss komst fram
úr Ósló í desember sl. sem
dýrasta borg í Evrópu en
Tókýó, höfuðborg Japans, er
enn sem fyrr dýrasta borg í
heimi. Kemur þetta fram í
samantekt breska tímaritsins
The Economist. I þeim lönd-
um, sem átt hafa við efnahags-
erfiðleika að etja, hefur kostn-
aður víða lækkað og nú eru
fimm borgir í Asíu meðal
þeirra 20 dýrustu en voru átta
fyrir ári. Ódýrasta stórborgin í
Asíu er nú Nýja Delhi.
Ódýi-asta borgin í Evrópu er
Pétursborg í Rússlandi en inn-
an Evrópusambandsins eru
það Aþena og Lissabon. Ósló
er nú fimmta dýrasta borg í
heimi og Kaupmannahöfn sú
tíunda.
Handtökur
á N-Irlandi
LÖGREGLAN á Norður-ír-
landi handtók í gær nokkra
menn og lagði hald á tvær byss-
ur eftir að ráðist hafði verið á
lögreglustöð á fimmtudag. Þá
fann hún einnig þrjár öflugar
loftvaimabyssur rétt við írsku
landamærin. Talið er, að liðs-
menn Irska lýðveldishersins,
IRA, hafí falið þær en þeim
hafði verið komið fyrir í vegg-
hleðslu.
Netverjum
fjölgar í Kína
KÍNVERSKA fréttastofan Xin-
hua sagði í gær, að alnetsnot-
endur í landinu hefðu orðið 1,5
milljónir á síðasta ári en þeir
vora 600.000 við áramótin fyrri.
Plestii’ era þeir í höfuðborginni,
Peking, 400.000, og 84,1% allra
notenda eru undir 35 ára aldri.
Er því spáð, að þeir verði orðnir
10 milljónir á næsta ári.
Móðuharðindi
í Mexíkó
AFLÉTT hefur verið neyðar-
ástandi í Mexíkóborg en því var
lýst yfír vegna mikillar meng-
unar. Kulaði þar aðeins í gær
og nóg til að létta aðeins á
mestu móðunni. Um 18 milljón-
ir manna búa í borginni og er
ástandið verst þar á veturna.
Fyrr í vikunni var bannað að
hreyfa næstum helming allra
bíla en um þriðjungur borgar-
búa þjáist af einhverjum óþæg-
indum eða sjúkdómum í öndun-
arfærum.
Aflimanir
í Afganistan
SEX hermenn Taleban-hreyf-
ingarinnar í Afganistan voru
aflimaðir í gær í Kabúl, höfuð-
borginni, fyrir rán. Misstu þeir
allir hægri hönd og vinstri fót.
Þá var einnig tveimur öðrum
mönnum refsað. Var öðrum
gefínn að sök hórdómur og var
skriðdreki látinn velta háum
vegg yfir hann. Hinn var að-
eins drengur, sem nýlega
missti hægri höndina fyrir
þjófnað. Nú var vinstri fótur
hans höggvinn fyrir sömu sak-
ir. Meira en 20.000 manns
fylgdust með þessari fullnustu
réttlætisins á íþróttaleikvang-
inum í borginni.
Reuters
Létt en
óárennileg
ÞAÐ eru ekki aðeins verslanir,
sem eru með vörutalningu um
áramót, heldur einnig dýra-
garðarnir. Þessa daga stendur
hún yfír í Hellabrunn-dýragarð-
inum í Munchen og þá eru öll
dýrin vegin og mæld. Líklega
vildu fáir mæta þessum 20
grömmum á förnum vegi en hér
er um að ræða fuglakónguló,
einhverja stærstu kóngulóar-
tegund í heimi.
La Tenerife
Lanzarote
rteventura
Gomera
Canaria
Spennandi kynning á Kanaríeyjaferðum
í Súlnasal, Hótel Sögu,
sunnudaginn 17. janúar kl. 15.00-17.00
Dagskrá
# Kvikmyndasýningar frá Gran Canaria og Fuerteventura.
€ Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins koma gestum í sannkallað sólarstuð.
# Sigríður Hannesdóttir og Árni Norðfjörð, skemmtanastjórar Úrvals-fólks, kynna dagskrá i
Úrvals-fólksins á Gran Canaria og Fuerteventura. ® '
# Steinunn Harðardóttir, leiðsögumaður, segir frá gönguferðum á Gran Canaria.
# Danshópur Árna Norðfjörð sýnir samkvæmisdansa.
# Laufey Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Plúsferða kynnir ferðir þeirra til Gran Canaria
# Rebekka Kristjánsdóttir kynnir paradísareyjuna Fuerteventura
# Hafsteinn Þorvaldsson frá Selfossi segir frá kynnisferð stjórnar Úrvals-fólks til Kanaríeyja
Lukkuferðir - vinnur þú kannski ferð til Kanarí?
Komdu í sólina á Hótel Sögu, kynntu þér eyjarnar
og kannski veröur lukkan þér hliðholl þvf nokkrar
lukkuferðir til Kanarí verða dregnar út:
Faxafeni 5, sími 568 2277
Lágmúla 4: sími 569 9300, grœnt númer: 800 63 00,
Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353,
Selfossi: s(mi 482 1666, Akureyri: s(mi 462 5000
- og hjá umboðsmönnum um land allt.
Vefsíða: www.uu.is
FERÐIR
[væt vikuteröir ÍYf,( v
Tvær innborganif á fe
að upphæð 25.000 kr
i boði Úrvals-Útsýnar
Vikuterð fv(,f ^Vf",f ^
Tvær innborganir á f
að upphæð 20.000 k
í boði Plúsfetða
1 B;
|||:
W :m- m
1 1 [ |/í
■ * i \ V
■ [ 1
L
.