Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 30
30 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Falinn sannleikur
iiiiaiiiiiiBainiMiii
KVIKMYÍIDAHÁT[# í
REYKJAVÍK
15 - 23 janúar1999
ii.imiiiiTri i ■ 11nn
Iláskólabíó
VEISLAN „FESTEN“ *irk
Lcikstjóri: Thomas Vinterberg.
Handrit: Vinterberg og Mogens Ru-
kov. Framleiðandi: Birgitte Hald.
Kvikmyndatökustjóri: Anthony Dod
Mantle. Tónlist: Lars Bo Jensen. Að-
alhlutverk: Ulrich Thomsen, Henning
Moritzen, Thomas Bo Larsen, Pa-
prika Steen, Birthe Neuman. Nimbus
Film 1998.
OPNUNARMYND Kvikmyndahá-
tíðar í Reykjavík, sem hófst í gær-
kvöldi, er danska myndin Veislan
eða „Festen“ en hún önnur af tveim-
ur svokölluðum „dogma“-myndum
hátíðarinnar, hin er Fávitarnir eftir
Lars von Trier. Hugtakið á að lýsa
þeirri írásagnaraðferð sem kvik-
myndagerðarmennirnir nota og
snýst um að fara ekki eftir hefð-
bundum vinnureglum hvað varðar
lýsingu, myndatöku og stúdíóvinnu
heldur brjóta upp formið kannski í
tilraun til þess að afmá það, gera það
ósýnilegt; þurrka út skilin á milli
áhorfandans og verksins og mynda
eðlilegt flæði og fyrst og fremst eins
konar ofurraunsæi eins og við höfum
séð t.d. í myndum Mikes Leighs í
Bretlandi.
I Veislunni eftir Thomas Vinter-
berg, sem er einn úr danska
„dogma-hópnum“, kemur aðferðin
fram í notkun á handheldri mynda-
vél, sem er reyndar langt í frá nýtt
fyrirbrigði, notkun á raunverulegum
tökustöðum fremur en sviðsmyndum
í upptökuveri, náttúrulegri lýsingu
sem gerir myndflötin gi’ófan og
óskýran nema þeim mun meiri birta
sé við höndina, lámarks hljóðvinnslu
og þar fram eftir götunum; við höf-
um séð Von Trier gera flest af þessu
í spítalatrylli sínum fyrir sjónvai’p,
Lansanum. Útkoman verður eins
konar fréttamynda- eða myndbands-
upptaka sem gerir áhorfandann eins
og einn af þátttakendum sögunnar
og sagan í Veislunni er þessleg að
maður fær jafnvel þá tilfinningu að
maður sé að fylgjast með einhverju
sem maðui’ ætti kannski ekkert að
horfa á. Eins og maður liggi á gægj-
um. Stundum er tekið úr leyni eins
og við þurfum að felast, stundum of-
an úr loftinu eins og um eftirlits-
myndavél sé að ræða, en alltaf í
hringiðu atburðanna.
I Veislunni nýtist þessi ódýra og
hráa aðferð við kvikmyndagerð
giska vel þótt kannski einhverjum
verði óglatt vegna myndatökunnar,
myndavélin er á sífelldum hring-
snúningi, Hin iðandi myndavél gerir
okkur að flugu á vegg í sextugsaf-
mæli hóteleiganda nokkurs og við
íylgjumst með því þegar sonur hans
tekui- allt í einu í skálaræðu að rifja
upp verknaði mannsins gagnvart
honum og systur hans þegar þau
voru lítil. Systirin hefur nýlega
framið sjálfsmorð á hótelinu og lík-
lega hefur sá atburður fengið bróður
hennar til þess að segja frá. Hann á
aðra systur sem kemst að leyndar-
málinu þennan sama dag og bróður,
sem enga hugmynd hefur um það
sem gerst hefur í fortíðinni. Að auki
hafa safnast saman til að heiðra hót-
eleigandann vinir og frændur, sem
ekki vita alveg hvernig þeir eiga að
taka tíðindunum.
Myndin hlaut sérstök dómnefnd-
arverðlaun á síðustu Cannes-hátíð
og er ekki sýnilegt annað en að hún
sé vel að þeim komin. Hún er mjög
sterk og áhrifarík og sérstaklega
vel leikin mynd um sifjaspell, um
falinn sannleika í stórri fjölskyldu
sem kemur upp á slétt og fellt yfir-
borðið þegai' halda á mikla veislu til
þess að heiðra einn af máttarstólpum
samfélagsins. Myndin skoðar það
hvernig samfélagið og nánasta fjöl-
skylda bregst við tíðindunum með
því að láta í fyrstu sem um hlægileg-
an rógburð sé ræða og hvernig reynt
er að halda áfram eins og ekkert hafi
í skorist. En sannleikurinn vill ryðja
sér inn í veisluna og hann verður
ekki umflúinn.
Leikararnir allir standa sig feiki-
lega vel í þessum fjölskylduharm-
leik undir vökulu auga leikstjórans
Vinterbergs. Þeir færa upp á yfir-
borðið væringar sem ki-aumað hafa
undir niðri árum saman og draga
upp skyndimyndir af ósköp venju-
legu fólki sem þarf að takast á við
skuggalega fortíðina. Vinterberg
hefur hina grófgerðu og hráu kvik-
myndaaðferð mjög á valdi sínu og
hefur gert eftirminnilega kvikmynd.
Arnaldur Indriðason
Fagleg vinnubrögð
TÖNLIST
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Jón
Leifs, Kjartan Ólafsson og Hauk Tómasson.
Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson.
Föstudagurinn 15. janúar 1999.
FÖSTUDAGURINN hefur aldrei verið góður
hljómleikadagur, hvað sem því veldur, og man
undirritaður varla eftir að tónleikar væru haldn-
ir á föstudagskvöldum, fyrr en nú fyrir skömmu
og nær ávallt við dræma aðsókn.
Tónleikamir hófust á frumflutningi íslenskrar
svítu eftir Mist Þorkelsdóttur og er tilefni henn-
ar heimþrá á löngum nóttum erlendis. Verkið er
í þremur þáttum með hægu og hugleiðandi for-
spili en síðan kemur Skuggadans, þar sem leikið
er með dulúð dimmunnar og váleg skammdegis-
hljóð. Annar þátturinn er Búálfadans, sem í
byrjun er svolítið slitróttur, sem vel má skilja
svo, að búálfar séu ef til vill stirðir til dansleikja.
Smátt og smátt þéttist tónvefurinn og dansinn
verður grimmari. Þriðji kaflinn heitir Skessu-
dans og hefst hann á slagverksþætti en síðan
magnast dansinn í afkáralegri og stflmótaðri
tónmyndum og glissandó. Aftur kemur slag-
verkskafli og gauragangurinn hefst með samleik
á tvær túbur og endar Skessudansinn í miklum
statískum hljómi. Þetta er áheyrilegt verk,
skýrt í tónferli og formskipan og á köflum
tónalt, þar sem heyra mátti einstaka stefbrot, er
sum minntu á þjóðlög. Gott verk, sem var ágæt-
lega flutt.
Annað verk tónleikanna var Variazioni pa-
storali, op. 8, eftir Jón Leifs, yfir stef eftir Beet-
hoven. TÍlbrigðin eru níu og má heyra ýmislegt
sem síðar einkenndi tónstfl Jóns, höggvandi tón-
skipan, þverhnípt og stutt innskot, sem eru sér-
kennilega endaslepp og virðast ekki gegna neinu
mótívísku hlutverki. Lfldega hefði mátt gera
meira úr hraðabreytingum til að skapa andstæð-
ur en að öðru leyti var verkið ágætlega flutt und-
ir stjóm Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Eftir hlé var frumflutt Sonnetta eftir Kjart-
an Ólafsson og tekur tónskáldið fram í efnis-
skrá, að í verkinu sé ekki að finna „melódíur
eða stef“, ekki sé um að ræða „hljómfræðilega
framvindu" og að verkið sé án forms og styðjist
ekki „við neinar tónsmiðaaðferðir11. Hug-
myndafræðilega minnir þetta á kenningar Bou-
lez, þar sem hann segir að tónlist byggist að-
eins á andstæðum í tónhæð, hraða og styrk og
má segja, að það hafi í heild verið einkenni
þessa verks. Auðvitað heyrðust tónlínur, flest-
ar tónalar, sem mynduðu samfelldan tónbálk
og samhljóman hljóðfæranna er í raun hljómm’
og fonn verksins afmarkaðist af mismunandi
styrkleika, skipan tónhæðar og margvíslegu
tónferli, jafnvel sterkum púls, er viða gat að
heyra í verkinu og markaði framvindu þess.
Þetta er ekki nýstárlegt verk, heldur „hefð-
bundið nútímaverk“, vel unnið og hið áheyri-
legasta, hvað snertir tónferli, hljóman og form
og var ágætlega flutt undir stjórn Guðmundar
Ola.
Síðasta verkið, Storka, eftir Hauk Tómas-
son, var í raun sömu gerðai’ og verk Kjartans
en í þykkum tónvefnum gat að heyra margvís-
legt tónferli. Andstæða hins þykka tónvefs var
einraddað stef, er að mestu var leikið á hásviði
tréblásturshljóðfæranna. Lok verksins voru
byggð á einskonar orgelpunkti, mjög þykkum
kyrrstæðum tónvef, sem átti sér kyrrstæða
tónmiðlægju. Verkið er vel skrifað fyrir hljóð-
færi og margt að heyra en ekki sérlega fram-
legt að gerð, „hefðbundið nútímaverk“ og fátt
annað að segja um það en að verkið er vandað
og faglega vel unnið. Þannig vann Guðmundur
Óli Gunnarsson einnig sitt verk, af fag-
mennsku, svo að „allt var gjört sem gera
þurfti". Jón Ásgeirsson
Úthlutað úr Kvikmyndasjóði fslands
Vilyrði fyrir hæsta
styrk 47,5 milliónir
rjár kvikmyndir hlutu vil-
yrði til framleiðslu árið
2000 þegar úthlutað var úr
Kvikmyndasjóði Islands í
gær, alls 107,5 milljónir króna. Þá
var úthlutað 91 milljón til fram-
leiðslu fjögurra kvikmynda á þessu
ári en þær höfðu fengið vilyrði við
úthlutun síðasta árs. Samtals nem-
ur úthlutun til kvikmyndagerðar á
árinu 1999 111 milljónum króna og
útgefin vilyrði til kvikmyndagerðar
á árinu 2000 eru samtals 117,8
milljónir. I ávarpi við úthlutunina
lýsti Þorfinnur Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, yf-
ir mikilli ánægju með samkomulag
sem menntamálaráðherra, fjár-
málaráðherra og aðilar í íslenskri
kvikmyndagerð gerðu í desember
síðastliðnum um stóraukin framlög
ríkisins til Kvikmyndasjóðs.
Vilyrði fyrir hæsta styrknum,
47,5 milljónum, hlaut Islenska
draumaverksmiðjan til framleiðslu
á kvikmyndinni Sólon Islandus,
sem Margrét Rún Guðmundsdóttir
leikstýrir. Þá fékk íslenska kvik-
myndasamsteypan vilyrði um 42
milljónir til myndarinnar Ikingut í
leikstjórn Ara Kristinssonar en
handritshöfundur er Jón Steinar
Ragnarsson. Zik Zak kvikmyndir
fengu ennfremur vilyrði fyi’ir 18
milljóna styrk til framleiðslu
myndarinnar Villiljós, sem Huldar
Breiðfjörð er handritshöfundur að
en leikstjóramir verða fimm, þar
sem um fimm tengdar sögur er að
ræða. Þeir eru Asgrímur Sverris-
son, Dagur Kári Pétursson, Einar
Þór Gunnlaugsson, Inga Lísa
Middleton og Ragnar Bragason.
Styrkir til þessara mynda nema
25% af heildarframleiðslukostnaði
og mun þetta vera í fyrsta sinn í
sögu Kvikmyndasjóðs sem þrjár
myndir fá svo háan styrk.
Þá hlutu tvær heimildamyndir
vilyrði til framleiðslu árið 2000; I
gegnum linsuna eftir Grétu Ólafs-
dóttur og Susan Muska í fram-
leiðslu Nýja bíós, 3,3 milljónir, og
Tyrkjaránið á Islandi eftir Hjálmtý
Heiðdal og Þorstein Helgason í
framleiðslu Seylunnar ehf., 2,5
milljónir. Ennfremur fékk teikni-
myndin Litla lirfan ljóta eftir
Gunnar Karlsson og Friðrik Erl-
ingsson, í framleiðslu Skrípó ehf.,
vilyrði fyrir 4,5 milljónum.
Kvikmyndirnar fjórar sem hlutu
MARGRÉT Rún Guðmundsdóttir
sagðist í símtali við Morgunblað-
ið í gærkvöldi varla vera búin að
ná því að hún hefði fengið vil-
yrði fyrir 47,5
milljónum
króna úr Kvik-
myndasjóði.
„Þetta er einn
af stærstu ham-
ingjudögunum í
mínu lífi,“ sagði
hún. Sjálf var
hún fjarri góðu
gamni þegar
tilkynnt var um
úthlutunina, en hún býr og
starfar í Þýskalandi.
„Þetta breytir öllu, því nú
fyrst get ég farið af stað til þess
að finna peninga í Evrópu. Það
gat ég ekki áður vegna þess að
myndin er alislensk. Þó að
mörgum hafi litist vel á verkefn-
ið erlendis segjast þeir ekkert
geta gert ef ekki kemur til
framlag frá Islendingum og þess
vegna er þetta nákvæmlega það
sem ég þurfti.“
Mynd hennar, Sólon Islandus,
fjallar eins og nafnið gefur til
kynna um landshornaflakkarann
kunna Sölva Helgason og er
byggð á skáldsögu Davíðs Stef-
ánssonar, Sólon Islandus.
„Myndin fjallar um Sölva Helga-
styrki til framleiðslu á þessu ári að
undangengnu vilyrði síðasta árs
eru Ungfrúin góða og húsið, sem
Guðný Halldórsdóttir leikstýrir og
Kvikmyndafélagið Umbi og
„Einn af
stærstu
hamingju-
dögunum
í mínu lífi“
son frá því hann er fjögurra ára
gamall og þangað til hann deyr
- og meira að segja eftir það
líka. Sölvi var maður sem átti
stóra drauma, langaði til að
sigra heiminn með pínulitlum
lygum og fölsuðum passa og var
snillingur í þeirri þjóðaríþrótt
Islendinga að monta sig. Og
hann var alveg þrælskemmtileg-
ur, a.m.k. samkvæmt sögu Da-
víðs,“ segir Margrét Rún. Að-
spurð um hvenær hún hyggist
helja tökur á myndinni, minnir
hún á að þó að vilyrði sé nú
fengið fyrir 25% framleiðslu-
kostnaðar, sé enn eftir að út-
vega þau 75% sem eftir standa.
En nái hennar bjartsýnustu
áætlanir fram að ganga gæti
það orðið í febrúar á næsta ári.
Ari Kristinsson er leiksljóri
Pegasus framleiða, 34 milljónii’,
101 Reykjavík, sem Baltasar Kor-
mákur leikstýrir og 101 ehf. fram-
leiðir, 24 milljónir, Fíaskó, sem
Ragnar Bragason leikstýrir og Is-
myndarinnar Ikingut, sem ís-
lenska kvikmyndasamsteypan
fékk vilyrði fyrir 42 milljónum
til að framleiða, en handritshöf-
undur er Jón Steinar Ragnars-
son. Ari upplýsir að Ikingut sé
grænlenska og þýði vinur.
„Þetta er barna- og fjölskyldu-
mynd um Iitinn grænlenskan
dreng, sem rekur með ís að
Norðurlandi og veldur usla í
smáþorpi þar. Þetta er svona
einskonar ET á íslandi,“ segir
hann. Gert er ráð fyrir að hefja
tökur í janúar á næsta ári. Ari
kveðst fagna því mjög að barna-
mynd sé nú loks sýnd sama virð-
ing og kvikmyndum fyrir full-
orðna.
Um kvikmyndina Villiljós, sem
Huldar Breiðfjörð er handrits-
höfundur að og Zik Zak kvik-
myndagerð framleiðir, segir Ás-
grímur Sverrisson: „Þetta eru
fimm sögur sem allar tengjast,.
Þær gerast allar á sama tíma,
þegar rafmagnið fer af borg-
inni.“ Ásgrímur er einn af fimm
leikstjórum myndarinnar. Hinir
leikstjórarnir eru þau Dagur
Kári Pétursson, Einar Þór
Gunnlaugsson, Inga Lísa Midd-
leton og Ragnar Bragason. Vil-
yrði var veitt fyrir 18 milljóna
króna styrk til framleiðslu
myndarinnar.
lenska kvikmyndasamsteypan
framleiðir, 23 milljónir, og Dancer
in the dark, sem Lars Von Trier
leikstýrir og fslenska kvikmynda-
samsteypan framleiðir, 10 milljón-
ir. Björk Guðmundsdóttir semur
tónlist við síðastnefndu myndina
og Sjón skrifar texta.
Ennfremm- fengu tvær stutt-
myndir styrki til framleiðslu á
þessu ári; Old Spice eftir Dag Kára
Pétursson, 2 milljónir, og Slurpinn
og co. eftir Katrínu Olafsdóttur, 1
milljón. Fjórar heimildamyndir
voru styrktar; Heimskautalöndin
unaðslegu í leikstjórn Þórs Elíss
Pálssonar, Hvíta fjallið - Niflungar
framleiða, 3,5 milljónir, Selurinn
hefur mannsaugu í leikstjórn Páls
Steingrímssonar, Kvik hf. fram-
leiðir, 2,5 milljónir, Leyndardómar
íslenskra skrímsla í leikstjórn
Kára Schram, Andrá hf. framleiðir,
3 milljónir, og Málarinn í leikstjóm
Erlends Sveinssonar, Kvikmynda-
verstöðin framleiðir, 2 milljónir. Þá
hlaut Þorfinnur Guðnason einnar
milljónar króna framlag til undir-
búnings heimildamyndinni Tófu.
Alls hlutu tíu aðilar styrki til
handritsgerðar og -þróunar á árinu
1999, hvern að upphæð 250.000 kr.
Þeir era Ari Kristinsson fyrir
handritið Lífsmark, Baldur Jóns-
son og Illugi Jökulsson fyrir Silfur-
krossinn, Kristlaug Sigurðardóttir
og Maríanna Friðjónsdóttir fyrir
Margrét, Margrét, Mai’grét, Hall-
dór E. Laxness fyrir Vefarann
mikla frá Kasmír, Hallgrímur
Helgason fyrir Eg á eftir að kyssa
37 stelpur áður en ég finn þá einu
réttu, Inga Lísa Middleton og
Þórey Sigþórsdóttir fyrir Draum á
Jónsmessunótt, Erlendur Sveins-
son fyi-ir Vorar skuldir, Einar Már
Guðmundsson og Páll Steingríms-
son fyrir Brimblóð, Júlíus Kemp og
Lars Emil Ámason fyiir Kalt blóð
og þeir Jón Proppé, Helgi Sverris-
son og Þorvaldur Þorsteinsson fyr-
ir Við feðgarnir. Aukastyrk fékk
Lars Emil Amason fyrfr Meistai-a
Kjarval, 100 þúsund kr. Síðar á ár-
inu verður svo úthlutað til þeirra
sem komast áfram 2,4 milljónum
króna.
Margrét Rún
Guðmundsdúttir