Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 32
LAUGARDAGUR 16. JANUAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hann
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
PAUL-Henri Nargeolet við
líkan af Titanie.
Paul-Henri Nargeolet hefur eytt meiri
tíma við Titanic-flakið á 3.600 metra dýpi
en nokkur annar. Hann stjórnar leiðöngr
um djúpsjávarkafbátsins Nautile sem er
notaður til að sækja muni og taka myndir
af leifum lúxusskipsins. Anna Bjarnadóttir
hitti hann á Titanicsýningu í Ziirich
ur að flakinu strax næsta ár. Það
var ekki hreyft við neinu. För
Nautile var á vegum IFREMER
og Titanic Ventures, sem seinna
varð RMS Titanic, Inc. Ferðin var
gagngert farin til að sækja sýni
fyrir vísindamenn og til að sækja
muni úr skipinu sem sökk í jómfrú-
arferð sinni aðfaranótt 15. apríl
1912.1.495 fórust.
Tæplega 5.000 hlutir hafa verið
teknir úr flakinu fram að þessu í
fímm leiðangrum. Rannsóknar-
leiðangrarnir hafa verið mislangir,
frá 15 dögum upp í tvo mánuði.
„Við erum um 90 mínútur á leiðinni
frá rannsóknarskipinu niður á
3.600 metra dýpi þar sem Titanic
liggur," sagði Nargeolot. „Við er-
um þrír um borð og vinnum í 6 til 8
tíma. Við erum síðan 90 mínútur
aftur á leiðinni upp. I’að var lengi
talið að Titanic hefði fengið um 300
metra langa rifu þegar það rakst á
ísjakann. Eg hef ekki séð neitt sem
bendir tii þess. Titanic sökk öragg-
VIÐ vorum orðlausir þeg-
ar við sáum framstafn
Titanic £ fyrsta sinn. Það
var mjög tilfinningarík
stund. Hugurinn fylltist af hugsun-
um en ég get ekki sagt að ein hugs-
un hafí verið sterkari en önnur. Yf-
irleitt tölum við mikið, skiptumst á
fyrirskipunum og leiðbeiningum. I
þetta sinn var dauðaþögn í stjórn-
klefanum í 10 mínútur." Paul-
Henri Nargeolet. stjórnaði fyrsta
djúpsjávarleiðangri kafbátsins
Nautile að Titanic árið 1987. Hann
hefur verið með í flestum Titanic-
leiðöngrum síðan. Hann þekkir
hvern hlut sem hefur verið bjargað
og á 1.400 klukkustundii’ af Titanic
á myndbandi.
Franskir og bandarískir vísinda-
menn frá frönsku hafrannsókna-
stofnuninni IFREMER og Woods
Hole frá hafrannsóknastofnuninni í
Bandaríkjunum fundu flakið 1.
september 1985. Bandaríski
sjóherinn sendi djúpsjávarbát nið-
Handtuch;
BORÐBUNAÐUR úr Titanic,
TITANIC-sýningarminjagripir seljast vel.
Tæplega 5.000 hlutir
hafa verið teknir úr flak-
inu fram að þessu í fimm
leiðöngrum. Rannsókn-
arleiðangrarnir hafa ver-
ið mislangir, frá 15 dög-
um upp í tvo mánuði.
GENGIÐ fram hjá flöskum sem sukku niður á hafsbotn
með Titanic fyrir 86 árum.
Hvað orsakar útbrot?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Eldri kona hringdi:
Ég er með mikil útbrot sem mig
klæjar mikið í. Ég leitaði til
læknis en áburðurinn sem hann
skrifaði upp á sló ekki á þetta.
Getur þetta verið ofnæmi og ef
svo er hvað gengur fólk lengi
með slíkt? Er eitthvert gagn af
mentol-kremi sem hægt er að
kaupa án lyfseðils?
Svar: Utbrot geta verið
margvísleg og af ýmsum toga.
Húðin og það sem henni fylgir er
eitt stærsta líffæri líkamans og
gegnir einkum því mikilvæga
hlutverki að verja líkamann fyrir
umhverfínu og sérstaklega fyrir
alls kyns sýklum. Vegna þessara
varna gegn sýklum eru sterk
tengsl milli húðarinnar og
ónæmiskerfísins.
Útbrot geta haft margvíslegt
útlit og þeim geta fylgt mismikil
óþægindi. Aigengast er að útbrot
séu með einhvern rauðan lit en
þau geta líka verið t.d. blá, hvít,
brún eða svört. Stundum er
eingöngu um litabreytingu að
ræða og húðin slétt og mjúk en
einnig geta myndast þykkildi
undir húðinni, útbrotin geta
verið upphleypt, blöðrur geta
myndast, fleiður, hreistur eða
sár. Bakteríusýkingum fylgja oft
graftarpollar og kýli. Sum útbrot
eru bundin við andlit, háls og
hendur, þ.e.a.s. þau svæði sem
birta og sólarljós nær venjulega
til. í öði-um tilvikum fylgja
útbrotin útbreiðslu vissrar
taugar eða æðar, þau geta
takmarkast við útlimi eða búk en
stundum eru þau dreifð um allan
líkamann. Sumum útbrotum
fylgja alls engin óþægindi,
jafnvel þó að þau séu útbreidd og
líti illa út. Öðrum útbrotum getur
fylgt verkur, sviði, stingur eða
kláði. Sum útbi’ot koma
Útbrot
skyndilega og geta horfið eftir
nokkra klukkutíma en önnur
útbrot koma hægt og geta staðið
vikum, mánuðum eða árum
saman. Öll atriðin sem lýst hefur
verið skipta miklu máli fyrir
greiningu sjúkdómsins og á
greiningu byggist hugsanleg
meðferð.
Orsakir útbrota eru jafn
margvíslegar og útlit þeirra.
Sum útbrot eru merki um
sjúkdóm í innri líffærum og má
þar nefna sjúkdóma í
innkirtlum, lifur eða ristli.
Útbrot geta einnig verið hluti
sjúkdóms sem leggst á mörg
líffæri eins og rauðir úlfar,
þvagsýrugigt og of há blóðfita.
Efni sem snerta húðina geta
valdið ofnæmi eða ertingu og er
það algeng ástæða útbrota; sem
dæmi má nefna snyrtivörur og
þvottaefni. Lyf valda stundum
ofnæmi og lyf sem tekin eru inn
geta valdið útbrotum sem oftast
eru útbreidd en geta stundum
verið mjög staðbundin. Mikill
hiti eða kuldi veldur vel
þekktum bruna- og
kalskemmdum á húðinni. Einnig
getur útfjólublá geislun (frá
ljósalömpum eða sólinni) og
geislun frá geislavirkum efnum
valdið útbrotum og skemmdum á
húð. Þá er eftir að nefna
húðsýkingar af völdum baktería,
veira eða sveppa sem eru
algengar ástæður útbrota.
Skordýr sem bíta og alls kyns
sníkjudýr valda einnig útbrotum
en það er frekar sjaldgæft hér á
landi.
Meðferð útbrota fer alveg
eftir því hver
sjúkdómsgreiningin er og útbrot
sem valda miklum óþægindum
eða sem standa lengur en
nokkra daga er sjálfsagt að fara
með til læknis
(heilsugæslulæknis eða
húðsjúkdómalæknis) og fá
greiningu. Við ofnæmi er t.d.
mikilvægt að finna
ofnæmisvaldinn og fjarlægja
hann, að öðrum kosti lagast
ástandið ekki. Greining
húðsjúkdóma er oft erfið og af
lýsingu bréfritara er lítið hægt
að ráða í um hvað gæti verið að
ræða. Mentólkrem verkar
kælandi og getur dregið úr
óþægindum tímabundið en það
læknar ekki.
• Loscndur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn uni það seni þeiin liggur á hjarta.
Tekið er á nwti spumingum á virkum
dögum milli klukkan 10 og 17 í súna 569
1100 og bréfum eða súnbréfum merkt:
Vikulok, Fax 5691222.