Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Eitthvað er nú að“ EÐLILEGT þykir um áramót að svipast um sviðið, bæði hið næsta sér sem og um þjóðlífið allt. En sitt sýnist hverjum. Við höfum heyrt ljómandi lofsöngva hljóma um dýrð þá og dásemdir þær, sem liðna árið færði lýðum, ekki sízt þeim sem áttu ærið fyrir og kunnu að ávaxta sem bezt. Á vettvangi okkar hér ómar annar söng- ur, lítt við lof kennd- ur, enda segjast ör- yrkjar ekki hafa í horfi haldið, þegar til alls er litið, prósentuhækkanir gefa fáar krónur þegar kjaragrunnur er svo lágur, skerðingaráhrifm skyggja víða á og afnema oft ávinninga að verulegu leyti eða öllu. Á degi hverjum hlýðum við á áköll fólks sem býr við hreina ör- væntingu um eigin hag og lífsaf- komu alla, sem ýmist hangir á bláþræði, svo ekkert má út af bera, eða þá að búið er við hreina örbirgð, ósæmileg lífskjör allsleysinu vafín. Og áköllin eru sönn, eiga alvar- legar staðreyndir að baki, myndin er ekki ýkt. Stundum heyrist það, þegar við bergmálum þessi áköll út í þjóðlífíð, að við séum að dekkja myndina um of, gjöra meira úr lök- um lífskjörum en ástæða er til og vissu- lega er það fólk til sem trúir því að öryrkjar hafi það harla gott, allt yfir í fullyrðingar um að fyrirhafnarlaust fái þeir sinn skerf, sinn ríflega skerf og eigi þar af leiðandi að una harla glaðir við sitt. Litið dæmi er um ráðamann í samfélaginu sem tók konu eina með sín 63 þúsund á mánuði bærilega til bæna, þegar hún kvaðst við hungur- mörk vera. Þessi há- launamaður leiddi kon- unni fyrir sjónir að þegar nauðþ- urftum hefðu að hans dómi verið gjörð góð skil gæti konan sem hæg- ast lagt nokkra upphæð fyrir. Agn- dofa konan fór að halda að heimilis- Oryrkjar >» A degi hverjum, segir Helgi Seljan, hlýðum við á áköll fólks sem býr við hreina örvæntingu um eigin hag og lífsafkomu alla. Helgi Seljan Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 bókhald sitt hlyti að vera í óskap- legri óreiðu, svo sannfærandi tíundaði ráðamaðurinn tölumar til að fá út þann afgang sem konan hafði aldrei komið auga á, aðeins hefði við ofurlangan skuldahala bætzt. Og með þennan ríflega af- gang á vörunum kvaddi ráðamaður- inn ráðagóði og bað konuna þess að kvarta nú ekki meira með þessi glæsilegu lífskjör. Vonandi eru viðbrögð sem þessi einsdæmi. Að minnsta kosti hafa ýmsir málsmetandi aðilar lagt orð í belg nú um áramót og hreint ekki verið svo steinblindir á stöðu þess- ara mála sem hálaunamaðurinn hressi. Þetta fólk er einmitt marktækt, hafandi kynnzt hinum kröppu kjörum svo margra í þess- um þjóðfélagshópi. Ég hygg að þau orð segi meiri sannleika en fimbul- famb um ágæti þessara kjara. Aðeins nokkur dæmi látin nægja. Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir lýsir ástandi á yfírfullum geðdeild- um um jól og segir svo: „Annars hefur manni fundist svona almennt á seinni árum að öryrkjar, sem við höfum mikið af, hafi úr minna að spila en þeir höfðu íyrir nokkrum árum.“ Hún segir að ástandið hjá mörgum þeirra sé alveg svakalegt. I lokin segir Halldóra að það sé dap- urlegt hvemig komið er fyrir mörg: um í þessum þjóðfélagshópi. í fréttatilkynningu frá mæðrastyrks- nefnd, þar sem segir að yfír 1.100 manns hafí þar fengið aðstoð fyrir jólin, er svo þetta orðrétt: Hópur ör- yrkja var mjög áberandi fyrir þessi jól og ljóst að kjör þeirra hafa farið versnandi mjög síðustu misseri. í blaðaviðtali segir Jónas Þóris- son, forstöðumaður Hjálparstarfs kirkjunnar, að um 60% þeirra sem þar leituðu ásjár hafí verið öryrkj- ar, hærra hlutfall en nokkru sinni. Og að lokum biskupinn yfir Is- landi, herra Karl Sigurbjömsson, sem enga tæpitungu talaði í áramóta- prédikun sinni. Hann sagði orðrétt: „Iðulega lýtur hinn minni máttar í lægra haldi og er sífellt þokað neðar í forgangslistanum. Fátæktin vex og aukinn fjöldi fólks lendir í öngstræti örbirgðarinnar, jafnvel hér. Á þriðja þúsund einstaklingar þurftu að þiggja aðstoð Hjálparstarfs kirkj- unnar iyrir nýliðin jól og það í mesta góðæri íslandssögunnar. Þetta fólk er flest öryrkjar sem ættu sam- kvæmt viðurkenndum grandvall- arsiðgildum okkai- þjóðar að njóta velferðar og stuðnings samfélagsins. Eitthvað er nú að.“ Sannarlega veit þetta fólk allt hvað það er að segja, raunsönn reynslan endurspeglast í orðum þess. Ef við tökum of sterkt til orða, hvað þá um þetta ágæta fólk? Mála sannast er engin gullöld né gósentíð í garði svo alltof margra og það erum við aðeins að segja. Og hógvær en áminnandi orð biskups- ins mættu allir í minni hafa: „Eitt- hvað er nú að.“ Höfundur er frænkvæmdastjórí ÖBÍ. Maður bítur lús ÁRÞÚSUNDLÚSIN er það nafn sem ég hef kosið að nota yfir þann alkunna viðburð, sem gerist í öllum tölvu- kerfum heimsins á miðnætti er árið 2000 gengur í garð. í flest- um tilvikum gerist það að fólk kveikir á heimatölvum sínum snemma í janúar það ár og finnur út að allt gengur ágætlega. Nokkrir sem eiga hug- búnað sem þá verður orðinn eldri en fimm ára geta lent í vand- ræðum. Mikið hefur heyrst samt um hættur af því að nota alls kyns búnað, sem gæti ver- ið stjórnað af örflögum. Þá eru nefnd til sögunnar færibönd, lyftur og jafnvel brauðristar. Fólk mun (gætilega) kveikja á brauðristum sínum, keyra bíla sína og jafnvel nota lyftur þegar líður á janúar þetta ár. Hitakerfi fjölbýlis- húsa og loftræsting munu ekki svíkja að morgni 1. janúar, og skilja fólk eftir kalt og andstutt að morgni áramótagleðinnar, heldur munu þau malla áfram eins og þeim var ætlað. Það lítur ekki út fyrir annað en að Islendingar geti horft fram til venjulegs morgunverðar þennan dag. Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er ekki hvort tölv- an táknar árið 2000 með tveimur stöfum, heldur hvort það skiptir kerfið einhverju máli hvaða ár er? Nú má sjá fyrir sér kerfi sem er stillt eftir dögum, eins og frysti- geymsla í fískvinnsluhúsi. Breytir kerfið sér eitthvað þó það haldi að árið sé 1900 en ekki 2000? Ég hef haft nokkrar áhyggjur af enn stærri kerfum, sem vora næsta örugglega hönnuð á þeim tíma, sem ártalið var geymt með tveimur stöf- um. Það kerfi stýrir flaugum stór- veldanna, þeim sem hafa að geyma kjarnaodda og önnur eyðingartól. Nú gildir reyndar sama lögmál um þessar flaugar og fyrrnefndar brauðristar eða frysti- geymslur. Það er engin rökrétt ályktun að flaugarnar fari að geýsast af stað, ein- ungis vegna þess að þær haldi að árið sé 1900, kóngurinn yfir Islandi heiti Kristján 9., búið sé að finna öll frumefni sem til séu í heiminum og Viktoría drottning sé langlífasti þjóðhöfðingi heimsins. Það er nefnilega tvö skilyrði fyrir því að árþúsundlúsin bíti: I fyrsta lagi þarf kerfið að tákna árið 2000 með stöfunum 00.1 öðru lagi þarf það að skipta einhverju máli fyrir keifið að Tölvur Niðurstaða mín er sú, segir Sveinn Ólafsson, að árþúsundvandinn sé enginn vandi fyrir ---------7------------ flesta Islendinga. staftrnir 00 séu lægri en 99. Þetta á t.d. örugglega við um vaxtareikn- ing, getur átt við um alls kyns vöra- birgðakerfi, en á greinilega ekki við um færibönd. Nær okkur standa ýmis kerfi, sem vissulega geta orðið fyrir vand- ræðum, verði ekki gripið í taumana. Það era stóru veitukerfin, vatns- veita, sími, rafveitur og holræsa- kerfi, líkt og nú er komið í Reykja- vík. Flugumferðarstjórn þarf að leita að árþúsundlúsum og prófa sín kerfi, gabba þau fyrir þennan tíma til að halda að árið 2000 sé gengið í garð og líta á afleiðingar, en ekki að leiðbeina raunverulegum flugvélum á meðan. Þeir sem standa í við- skiptum gætu hæglega lent í því að allt sé í lagi þeirra megin borðs, en að viðskiptaaðilar þeirra lendi í vandræðum fyrstu mánuði ársins Sveinn Ólafsson Favorit 3030-W Gerö: Frístandandi H-85, B-60, D-60 Ryðfrítt innra byrði Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) 4-falt vatnsöryggiskerfi Hjóðlát 49db (re 1 pW) Sjálfvirk hurðarbremsa Taumagn: 12 manna stell Þvottakerfi: 3 kerfi skolun 10 mín. venjulegt 65°C 69 mín. sparnaðar 65°C 60 mín. Orkunotkun: Sparnaðarkerfi 65°C 1,5 kwst Venjulegt 65°C kerfi 1,5 kwst Vatnsnotkun: Sparnaðarkerfi 65°C 16 lítrar Venjulegt 65°C kerfi 20 lítrar Þvottatími: Venjulegt kerfi 65° 69 mín. — B R Æ Ð U R N 1 R Sun^ið í hjjóðnema undír leiðsöýi faónenntaðra kennara. Mikil áhersla lögð á söngjtœkni o^túlkun. Byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir: io-ii ára 17-19 ára 12-13 ára 20áraogeldri 14-16 ára EINKATÍMAR Tónleikar í lok hvers námskeiðs. Geisladiskur með afrakstri hvers hóps! Kennsla Kefst 18. janúar. Innritun í síma 861-6722 Engjateig n (yið hliðina á Listhúsinu) 105 Reykjavfk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.