Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 45 UMRÆÐAN 2000. Sumum verður hugsað til vöruafgreiðslukerfisins á nýja flug- vellinum í Hong Kong í þessu sam- bandi. Nú hefur ríkisstjórnin sett sam- an hóp embættismanna til að fjalla um árþúsundlúsina, og talsmaður hennar lagði áherslu á að hvert fyr- irtæki fyrir sig réði fram úr vandamálum sínum. Nú benda þessi orð til þess að ríkið telji allt vera komið í lag sínum megin borðsins, eða að minnsta kosti að það verði allt komið í lag að kvöldi 31. desember árið 1999. Sú tímasetning er reyndar það eina sem stendur nokkurn veginn öruggt í allri umræðunni um árþúsundlúsina. Hver sem vandinn er, þarf hann að vera leystur fyrir klukkan tólf það kvöld. Eða hvað? Ég sé ekki betur en að það geti ver- ið að einhver gömul forrit í vinnu- tölvunni minni geti lent í ruglingi þetta kvöld. Þau eru þó ekki svo mikilvæg að ég sé mikið að garfa í þessum hlutum. Reyndar get ég komist í alls kyns hjálpartól til að prófa þetta á Vefnum, og fólk er hvatt til að hafa sig eftir þessum hjálpartækjum. Fólk getur til dæmis slegið inn stafina Y2K í Ya- hoo! og fikrað sig síðan áfram. Flest hjálpartæki fyrir heimatölvur og smærri fyrirtæki era annaðhvort ókeypis eða mjög ódýr. Reyndar hefur verið bent á enn ódýrari lausnir. Til dæmis mætti taka upp annað tímatal. Sé notast við íslamskt tímatal, svo dæmi sé tekið, er árið 1419. Þá hefðum við að minnsta kosti 81 ár til að ráðast á vandann, eða bara velta honum undan okkur. Kínverskt tímatal kæmi einnig að gagni, en þá gæti vandinn orðið tímabundnar skrár (temporary files) sem enduðu á .HUND eða .KOTT eða færa bara þá leið. Oráðlegt er að taka upp gyðinglegt tímatal. Þar er árið 5749, og áramót eru í september. Þá myndi ekki einn árþúsunda- vandi, heldur fjórir hellast yfir okk- ur í einu. Niðurstaða mín er að árþúsund- vandinn sé enginn vandi fýrir flesta Islendinga, enda muni þeir skemmta sér áhyggjulítið á gamlárskvöld 1999, en einhverjir gangi þó stigana í stað þess að taka lyftuna, rétt til öryggis. Nú er augljóst að árþúsundlúsin bítur fast í öll fjármálakerfi og kemur við sögu í mörgum fleiri kerfum. Hönn- uðir þessara kerfa hafa brugðist við þessum vanda, og era að leysa langtum stærri verkefni af hendi, eins og upptöku evrósins. Það er þó til lítils að tala af skyn- semi um þetta við marga hér á landi og annars staðar. Otrúlega margt fólk er orðið harðákveðið í því að boða einhvers konar hamfar- ir að morgni 1. janúar árið 2000, hvað sem tautar og raular. Nú veit margt af þessu fólki lítið hvað er svona merkilegt við þennan dag. Hann er markverður fyrir það eitt í tilverunni, að þann dag er talið að Jesús hafi verið skírður, 1998 áram fyrr. Þetta veit ég, af því að ég les bæði Biblíuna og mannkynssöguna. Hvers vegna Guð ætti að taka reiðikast af því að sonur hans var skírður 1998 árum fyrr er algerlega handan skilnings míns. Margir verða þó að búa til einhvers konar hamfaraspá þennan dag og hafa bitið það fast í sig að það hljóti að verá árþúsundlúsin sem valdi þess- um hamföram. Það er dæmi um að maður bítur lús. Sárt bítur soltinn maður. Höfundur er upplýsingafræðingur við Samvinnuháskólann á Bifröst. Enski boltinn á Netinu S' mbl.is _ALUTAF= eiTTHXSAÐ NÝTT Efþú kýst ekki fulltrúa þinn þá kýs einhver annar fulltrúa sinn sem fulltrúa þinn Það sem skilur okkur að gerir okkur sterkari sem heild. Konur búa yfir verðmætri reynslu og þekkingu sem f karlmönnum er ómögulegt að öðlast. Þessi I. verðmæti, ólík sjónarmið og efnistök eru auðlind I sem þjóðin hefur ekki borið gæfu til að nýta i á lýðræðislegan hátt. <3 j Alþingi er útvörður lýðræðisins í landinu. í Aukinn hlutur kvenna í störfum þess 1 er íslensku þjóðinni í hag. «8 “ Lýðræöið rúmar bæði kynin. Ráðherraskipuð nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum giggí "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.