Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ yf + Guðný Helga Þorsteinsdóttir var fædd í Gerðum í Garði 31. okt. 1911. Hún lést á Sjúkra- húsinu í Keflavík hinn 10. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Helga Vigfúsdóttir, f. 22. sept. 1882, d. 8. jan. 1943, og Þor- steinn Arnason, f. *■ 28. okt 1885, d. 23.jan. 1969. Börn þeirra auk Guðnýj- ar Helgu voru: Árni, f. 14. nóv. 1908, d. 10. mars. 1986, Steinunn, f. 15. apr. 1910, d. 15. júlí 1990; Guðrún, tvíburasystur Guðnýjar Helgu, f. 31. okt. 1911; Ingveldur f. 26. nóv. 1912, d. 5. jan. 1987; Ingólfur, f. 25. sept. 1914, d. 15. júlí 1938; Hallveig, f. 30. júlí 1916; Þorsteinn, f. 23. ág. 1918; Gunnar Þ. f. 17. nóv. 1920; Sig- urbjörg, f. 29. maí. 1923. Síðari kona Þorsteins var Ingveldur S. Pálsdóttir, f. 20. mars. 1911, d. 1. jan. 1987. Þeirra synir eru Ingólfur G., f. 22. apr. 1951, og Vignir Páll, f. 5. des. 1952. Fósturforeldrar Guðnýjar Helgu voru Bjarnfríður Sigurð- ardóttir, f. 20. ág. 1889 í Innri- Tengdamóðir mín, Guðný Helga Þorsteinsdóttir, var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem fylgdi öldinni og kvaddi hún þetta líf nú í upphafí síð- asta ársins. Helga, eins og hún var ávallt kölluð, var fædd í Gerðum í Garði árið 1911 og var ásamt tví- ^burasystur sinni þriðja til fjórða í röðinni tíu barna þeirra Guðnýjar Helgu Vigfúsdóttur og Þorsteins Amasonar, sjómanns og húsasmiðs í Gerðum og síðar í Keflavík. Á þriðja aldursári fór hún í fóstur, sem áætl- að var tímabundið, til hjónanna sem hún var heitin eftir, þeiiTa Helgu Vigfúsdóttur, hálfsystur Guðnýjar Helgu eldri, og manns hennar Guðna Jónssonar, útvegsbónda á Vatnsnesi í Keflavík. Einkasonur Helgu og Guðna á Vatnsnesi, Jó- hann, var þá nýgiftur Bjarnfríði Sig- urðardóttur og var um það bil að taka við búi af öldruðum foreldrum sínum. Fóstrið dróst á langinn og örlögin réðust þannig að Helga varð ■uppeldisdóttir frænda síns Jóhanns og Bjamfríðar á Vatnsnesi. Á Vatnsnesi var rekið myndarbú, útgerð og síðar verslun. Þar var lögð áhersla á vinnusemi, trú- mennsku og virðing borin fyrir hverju starfi. Þarna ólst Helga upp með fullorðnu og öldruðu fólki og upplifði hina rómuðu íslensku bað- stofustemningu. Þegar skyggja tók á vökunni var það til siðs að heimilisfólkið Iagði sig í Ijósaskiptunum en lítil stúlka fór út að leika sér og átti að mæta inn þegar ljósin voru kveikt. Njarðvík, d. 20. apr. 1974, og Jóhann Guðnason, f. 23. maí 1884 í Bakkakoti í Leiru, d. 18. nóv. 1946. Fóstursystur Guðnýjar Helgu eru Sigríður Jónsdóttir, f. 25. okt. 1924, og Kristín Guðniunds- dóttir, f. 7. maí. 1926. Guðný Helga ólst upp á Vatnsnesi í Keflavík. Árið 1939 giftist Guðný Helga Fal Guðmundssyni, f. 13. maí 1910 í Keflavík, d. 13. apr. 1962, skipstjóra og út- gerðarmanni. Börn þeirra: 1) Ingólfur Þ. Falsson, f. 4. des. 1939, d. 8. ág. 1998, kvæntist Elínborgu Einarsdóttur, f. 29. apr. 1939 (þau skildu). Þeirra börn voru flmm; Hörður, f. 17. febr. 1941, kvæntur Ragnhildi Árnadóttur, f. 13. ág. 1944, og eiga þau þrjú börn; Jóhanna Birna, f. 11. sept. 1946, gift Daða Þorgrímssyni, f. 28. ág. 1942, og eiga þau tvö börn. 2) Margeir Falsson, f. 13. mars. 1953, d. 28. mars 1953. Utför Guðnýjar Helgu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þá hófst vakan og heimilisfólkið sat á loftinu og vann. Konurnar sátu fyrir innan og unnu ullina, karlar sátu á fremra lofti og unnu við veið- arfærin, hnýttu net og tauma og kemdu hrosshár. Lesnir voru hús- lestrar, sögur sagðar og kveðnar rímur. Telpan var snemma látin taka til hendinni því gamla konan, Helga, „vildi ekki að nafna sín yrði nein ómynd“. Helga sagði síðar þegar hún rifj- aði þetta upp: „Eitt vetrarkvöid á aðventu hjá venjulegri nútímafjöl- skyldu eru eins og galdrar saman- borið við gamla tímann.“ Á unglingsárum Helgu fjölgaði á heimilinu þegar bættust við fóstur- böm, fyrst Sigríður Jónsdóttir, bróðurdóttir Bjarnfríðar og síðar Kristín Guðmundsdóttir. Þær voru alia tíð sem kærar systur Helgu. Þá kom á heimilið um svipað leyti ung- ur piltur úr Keflavík, Falur Guð- mundsson, sem síðar varð lífsforu- nautur Helgu. Heiga sótti barnaskólann í Kefla- vík. Það besta við skóladagana voru samskiptin við Gunnu, tvíburasyst- ur hennar. Hún hafði einnig hiotið það hlutskipti að fara í fóstur, sex ára gömul til annarrar móðursystur þeirra, Bjarnveigar í Brautarhól í Njarðvík. Þarna kynnust þær syst- ur best og þrátt fyrir aðskilnað bundust þær tryggðarböndum og urðu mjög nánar eins og tvíburum er einum gefíð og héldust þau bönd til hinstu stundar. Þrátt fyrir fádæma gott atlæti, ást og umhyggju fósturforeldranna í uppvextinum, syrgði Helga ávallt að hafa ekki tilheyrt foreldrum sín- um og stóra samhenta systkina- hópnum í Garðinum en var svo lánsöm að geta haft samskipti við þau og síðar byggt upp traust og gott samband við fjölskylduna alla. Helga stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík, þar sem hún lauk prófi frá hússtjórnardeild. Hún sótti einnig frekara nám í fatasaum. Eftir skólanámið vann hún á Vatns- nesi, sem var umsvifamikið heimili á þeim tíma. Árið 1939 giftu þau sig, Helga og Falur Guðmundsson, sem þá var skipstjóri og síðar útgerðar- maður í Keflavík. Þau höfðu þá byggt sér hús í túngarði Vatnsnes- jarðarinnar, að Vatnsnesvegi 17. Hjónaband þeirra var farsælt og mikið jafnræði með þeim hjónum. Þau eignuðust fjögur börn, Ingólf, Hörð, Jóhönnu Birnu og Margeir, sem lést í frumbernsku. Eins og algengt var á þessum tímum, var mikil vinna og allt að því þrældómur sem fylgdi sjósókn. Hvíldi þá á húsmæðrum að sinna heimili og börnum alfarið og við bættist að útbúa matarkost fyrir skipshöfnina. Helga leysti þessi störf vel úr hendi og var framúr- skarandi myndarleg húsmóðir. Hún var alla tíð atorkusöm og hreint og beint elskaði að vera önnum kafín. Hún var einstaklega vel verki farin og hreinasti listamaður í öllum hannyrðum. Hún undi sér vel heimavinnandi og féll aldrei verk úr hendi. Helga var mikill náttúruunn- andi og notaði hvert tækifæri til að fara með börn sín til sumardvalar, oftast til vinkonu sinnar að Geir- landi á Síðu, þar sem hún réði sig sem vinnukonu yfir sumartímann á meðan Falur stundaði síldveiðar. Þrátt fyrir annríkið tóku þau hjón þátt í félagslífi. Falur gegndi trún- aðarstörfum fyrir stéttarfélag sitt og Sjálfstæðisflokkinn og var m.a. starfandi bæjarfulltrúi í 2 kjörtíma- bil. Helga var virkur félagi í Sjálf- stæðiskvennafélaginu og var iengi í stjórn Slysavamadeild kvenna í Keflavík. Undirrituð kynntist fjölskyldunni aðeins örfáum mánuðum áður en Falur féll frá, nógu snemma til að sjá að þau hjón höfðu varðveitt með sér ástina og virðingu hvort íyrir öðru. Það var Helgu mikið áfall að missa mann sinn skyndiiega og aðeins lið- lega fimmtugan. Það urðu mikil um- skipti í lífí hennar. Hún hóf störf við afgreiðslu hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur, sem hún gegndi meðan aldur leyfði, eða til ársins 1982. Breytingarnar urðu fleiri því hún flutti heimili sitt aftur niður á Vatnsnes til að annast fóstru sína Bjarnfríði, sem þá var orðin öldruð og lasburða. Þar bjó Helga meðan hennar var þörf og flutti síðan aftur heim í húsið sitt. í þessu hlutverki, sem einstæð útivinnandi kona, stóð Helga sig vel og lét drauma sína rætast um ferða- lög þau sem hún og Falur höfðu ætiað sér saman. Hún tók bílpróf, keypti sér tjald af bestu gerð og ferðaðist víða, bæði með okkur börnum og barnabörnum og ekki síst síðar margar ferðir innan lands og utan með félögum í hópi aldraðra hér á Suðurnesjum. Hún var í eðli sínu útivistarkona og naut þess að ganga um nýjar slóðir. Það var okkur í fjölskyldunni áhyggjuefni þegar svo hraust at- orkukona þurfti að hætta störfúm um sjötugt. Við áttum erfitt með að sjá hana fyrir okkur aðgerðarlausa. Svo varð ekki, því um sama leyti var stofnað Félag aldraðra á Suðurnesj- um og starfaði hún af krafti innan þess féiags og naut þess að ferðast, föndra, spila, pútta og synda með félögum sínum. Henni var mög um- hugað um velfarnað barnabarna sinna og lengst af þessum tíma var eitthvert þein-a búsett í húsinu hennar. Áttatíu heilsugóð ár eru mikil guðs gjöf en þegar heilsan brestur á einum degi verður það hverjum manni áfall. Það varð Heigu þyngsta raunin að uppgötva að hendumar sem höfðu verið sívinn- andi alla tíð, létu ekki að stjóm hug- ans. Nokkru eftir þessi veikindi ílutti hún að Hlévangi í Keflavík þar sem hún dvaldist sl. þrjú ár. Enn eitt áfallið dundi yfir sl. sum- ar þegar Ingólfur sonur hennar lést eftir erfið veikindi. Það kom því ekki á óvart þegar hún veiktist enn frekar í des. sl. og lést á Sjúkrahús- inu í Keflavík eftir fjögurra vikna dvöl. Eg vil þakka tengdamóður minni fyrir samfylgdina, fyrir allt sem hún kenndi mér og allt_ sem hún var börnunum mínum. I huga mínum geymi ég minningu um stolta konu, vinnusama og einstaklega hjálpfúsa sem gott var að eiga að vini. Að lokum færi ég fyrir hönd fjöl- skyldu Helgu, þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlévangi í Kefla- vík og á Sjúkrahúsinu í Keflavík fyrir framúrskarandi góða umönn- un, gæsku og hlýhug. Ragnhildur Árnadóttir. Elsku móðir í minni geymi margar stundir, er aldrei gleymi. Varstmínstoð og styttan bjarta. Stolt þér þakka með ást í hjarta. (Ó.S.) Elsku mamma mín, þetta er mín hinsta kveðja til þín. Guð geymi þig. Þín dóttir, Jóhanna Birna. Áramót eru tími uppgjöra, ekki síst þegar dregur að aldamótum eins og nú. Menn keppast við að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðfélag til nýiTar aldar, fyrir stofnanir og hvers konar samtök og ekki síst fyr- ir eigið líf. Um nýliðin áramót höf- um við heyrt konur og menn rök- ræða um góðæri, hvort um það sé yfirleitt að ræða eða hvort við nú- tímafólk séum orðin of góðu vön til að veita því eftirtekt. Eitt er víst að kynslóðin sem nú er óðum að kveðja, fólkið sem uppiifði öndverða öldina, velkist ekki í vafa um hvað sé góðæri. Tilvera komandi alda- móta er orðin þessu fólki framandi og flókin en lífsreynsla þess verður okkur sem yngri erum endalaus hafsjór af fróðleik, sé henni gefinn gaumur. Okkur systkinin langar að minn- ast föðurömmu okkar, Guðnýjar Helgu Þorsteinsdóttur, í örfáum orðum. Helga amma varð ung ekkja og minnumst við hennar sem sjálf- stæðrar útivinnandi ömmu sem vildi allt fyrir okkur gera. Eitt af hennar aðaláhugamálum voru prjóna- og saumaskapur. Á yngri árum vorum við þrjú oft í eins peysum sem hún hafði prjónað og seinna laumuðumst við systur oft til hennar með tísku- blöð og komum stuttu seinna út glaðar í nýjum buxum, kjólum eða drögtum. Böm okkar nutu líka góðs af Helgu langömmu-teppum, peys- um og ullarsokkum. Amma var mjög atorkusöm og oft gustaði af henni, ekki síst í eld- húsinu. Við heyrðum sögur af því þegar hún smurði skrínukost fyrir Fal afa og áhafnir hans og með það í huga komu „flatköku-veislurnar" ekki á óvart sem hún snaraði fram þegar hún kom með okkur í ferða- lög. Það voru notalegar stundir þegar búið var að tjalda að sjá box- in hennar ömmu opnast og gæða sér á heimatilbúnum flatkökum og heitu kakói fyrir svefninn. Henni var mikið í mun að allir fengju alltaf nægju sína og maður var varla fyrr kominn í heimsókn en að hún hafði dekkað borð og við reyndum eftir okkar bestu getu að gera öllu skil. Að öllu ólöstuðu voru þó molasoparnir á Vatnsnesvegin- um bestir, þegar við sátum við eld- húsborðið og ræddum það sem á daga hennar hafði drifið. Amma gerði sér lítið fyrir og tók bílpróf eftir fimmtugt og átti ætíð góða bíla sem okkur þótti mikið til koma. Hún var alla tíð mjög dugleg og röggsöm og lítið gefin fyrir lág- markshraða í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Þar var aksturinn engin undantekning og leiddi til þess að við kölluðum hana oft kappaksturshetjuna okkar í milli. Hún átti góðri heilsu að fagna vel fram yfir áttrætt og eftir að hún hætti vinnu var hún virk í félags- starfi aldraðra og hafði sérstaka ánægju af því að ferðast, jafnt utan- lancls sem innan. Á síðari áram hafa lönd og álfur skilið okkur að í Iengri eða skemmri tíma. Á meðan heilsan leyfði fylgd- ist amma vel með okkur og hélt áfram uppteknum hætti, sendi okk- ur útprjónaðar peysur, gjafir, bréf og jafnvel flatkökur á milli landa. Við kveðjum Helgu ömmu okkar nú með margar góðar minningar og þakklæti í huga. Hún hefur nú feng- ið langþráða hvíld. Blessuð sé minn- ing hennar. Helga, Hulda, Falur og fjölskyldur. Elsku amma, eftir að hafa verið veik í rúm fjögur ár hefur þú nú kvatt okkur í hinsta sinn. Okkur systkinin langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þegar horft er til baka, koma upp í hugann margar góðar minningar. Sérstaklega eru minnisstæð öll þau skipti sem við komum í pössun til þín og fengum að gista á Vatnsnesveginum, og var þá jafnan spilaður manni fram eftir kvöldi. Það var einnig ómissandi að koma til þín í notalegheitin á hverj- um sunnudagsmorgni og fá hjá þér vöfflur með rjóma eftir að hafa ver- ið í sundi með mömmu og pabba. Þú hafðir mikið yndi af útiveru, elsku amma, og fórum við öll fjölskyldan á hverju ári saman upp í sumarbústað og var þá oft farið í gönguferðir, sund og minigolf, en þú varst ansi liðtæk með pútterinn. Síðasta aðfangadagskvöld var tómlegt að hafa þig ekki hjá okkur, en við höfum eytt aðfangadags- kvöldi saman frá því að við systkin- in munum eftir okkur. Við kveðjum þig með söknuði, en eftir stendur minning um góða ömmu. Takk fyrir, elsku amma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, ffiðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Falur Helgi og Berglind. Þá er kveðjustundin komin, amma mín. Eg sat hér fyrr í dag ásamt Hauki Inga, eldri syni mín- um, og við rifjuðum upp minningar frá þeim tíma er við bjuggum hjá Helgu ömmu. Það fyrsta sem tveggja ára guttinn gerði þegar við komum heim á kvöldin var að hlaupa upp stigann til ömmu lang og heilsa upp á hana og var alltaf jafn vel tekið á móti honum. Það kom heldur ekki sjaldan fyrir þegar kvöldmaturinn var kominn á borðið að snáðinn sagði: „Bíddu aðeins, mamraa, ég ætla bara að athuga fyrst hvað amma er með að borða.“ Eg á henni ömmu minni það mikið að þakka að hún bauð mér og syni mínum heimili svo ég gæti sparað fyrir útborgun í íbúð. Við bjuggum hjá henni í tæp tvö ár eða allt þar til við fluttum í okkar eigið húsnæði. Það voru heldur ekki fá kvöldin sem amma kom niður með prjónana sína eftir að Haukur var sofnaður og sendi stelpuna út svo að hún gæti farið á hestbak eða í heimsókn. Þar sem ég og synir mínir höfum búið erlendis síðustu ár, þá hafa sam- verustundirnar með henni ömmu á þeim tíma verið allt of fáar, en sím- tölin þeim mun fleiri. Eg trúi því að amma mín sé í dag á fallegum góðum stað ásamt afa Fal, pabba og fleirum. Elsku Jó- hanna og fjölskylda, ég veit að framundan er sérstaklega erfiður tími hjá ykkur þar sem heimili ykk- ar hefur nánast verið heimili hennar ömmu síðastliðin ár. Guð gefi ykkur og okkur öllum styrk í sorginni. Guðrún Helga Ingólfsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til bh-tingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavfk, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. GUÐNÝ HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.