Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 65
BRIDS
Umsjón 6iióinuiulur
l’áll Ariiiirsiiii
LESANDINN er í norður
með þessi spil:
A KD32
* 10765
* 65
* ÁG3
Það eru allir á hættu og
makker opnar í fyrstu hendi
á einum Standard-tígli, og
næsti maður stekkur í þrjú
hjörtu. Hver er sögnin?
Rúnar Gunnarsson
hringdi í umsjónarmann og
bar upp þessa spurningu, en
hann fékk þetta vandamál
upp við borðið í Borgarnesi
um síðustu helgi, þar sem
fram fór hin árlega bridshá-
tíð Borgnesinga. Rúnar
kaus að dobla neikvætt, sem
er skiljanleg ákvörðun með
10 punkta og fjórlit í spaða.
Makker svarar doblinu
með fjórum laufum. Hver er
nú sögnin?
Norður
A KD32
V 10765
* 65
* ÁG3
Suður
* Á6
V -
* ÁDG932
* D10752
Rúnar sagði fjóra spaða
og við því sögðu allir pass.
Fjórir spaðar fóru tvo niður,
sem var afleit niðurstaða.
Að visu lá spilið illa, svo
engin slemma vannst, en
Rúnar var ekki ánægður
með frammistöðu sína og
makkers, Guðmundar Grét-
arssonai', og vildi vita hvar
pottur væri brotinn í sögn-
um.
Mikilvægasta spurningin
hér er þessi: Er doblið krafa
i geim? Með öðrum orðum,
mætti norður passa svar
makkers á þremur spöðum,
fjói-um laufum eða fjórum
tíglum? Þetta er auðvitað
spurning um skilgreiningu,
en mín tilfinning er sú að
meirihluti spilai'a noti doblið
ekki sem geimkröfu. Sé svo,
ætti suður að segja fimm
lauf, en ekki fjögur.
En hitt er annað mál að
Rúnar á tæplega íyrir dobli,
því þó svo að doblið sé ekki
krafa í geim, þá verður
doblai'inn að geta náð landi
einhvers staðar. Og það get-
ur hann ekki með þessi spil
ef hann fær óhagstætt svar.
Til þess þyrfti hann að eiga
þriðja tigulinn eða fjórða
laufið. Hér hefði því verið
betra að passa og láta
makker enduropna með
stutt hjarta.
En eftir að hafa doblað,
er skiljanlegt að Rúnar
reyni fjóra spaða í þeirri von
að hitta á makker með þrílit,
til dæmis skiptinguna 3-1-5-
4. Guðmundur hefði átt að
breyta í fimm lauf, því það
er hæpið að doblai'inn eigi
fimmlit í spaða i þessari
stöðu - þá hefði hann ein-
faldlega sagt þrjá spaða.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og sínianúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Arnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík.
í DAG
Árnað heilla
80
ÁRA afmæli. Á
morgun, sunnudag-
inn 17. janúar, verður átt-
ræð Svanlaug Þorsteins-
dóttir, Dalatanga 15, Mos-
fellsbæ. Svanlaug var gift
Aðalsteini Þorgeirssyni sem
lést 1987. Hún tekur á móti
gestum í Hlégarði, Mos-
fellsbæ, sunnudaginn 17.
janúar milli kl. 15-18.
OZ"kÁRA afmæli. í gær,
Ofóstudaginn 15. janú-
ar, varð áttræður Siggeir
Björnsson, Holti á Síðu.
Eiginkona hans er Margrét
Jónsdóttir. Þau eru að
heiman um helgina.
Hlutavelta
ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr.
1.219 til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita Þórir
Sigvaldason, Elsa Bergsteinsdóttir, Anna Lilja Elvarsdótt-
ir og Sólrún Sigvaldadóttir.
Með morgunkaffinu
Ast er...
að máli með hénhi í
stað þess að spila golf.
TM Reg. U.S. P»L OH. — alt tights reserved
(c) 1999 Los Angeles Triies Syrxlicate
SKAK
Um.sjón Maioeii'
Pétursson
STAÐAN kom upp á öfl-
ugu opnu móti sem nú
stendur yfir í Lin-
ares á Spáni. Mari-
ano Lupian, Spáni,
hafði hvítt, en
Dmítri Svetúsjkin
(2.460), Moldavíu,
var með svart og
átti leik.
24. - Rxg2! 25.
fxg4 (Eftir 25.
Kxg2 - gxS + 4-
verðm' hvíti kóng-
urinn berskjaldað-
ur) 25. - Re3! 26.
axb6 - Rxg4 27.
Hxa6?? (Hvítm'
varð að leika 27.
Bxg4, þótt ekki sé staðan
glæsileg) 27. - Rf2 mát.
Efstir að loknum sjö um-
ferðum á Linares mótinu
voru Rússarnir Drejev og
Kharlov með sex vinninga
af sjö mögulegum. Helgi
Ólafsson var með fjóra og
hálfan vinning í 19.-35. sæti.
SVARTUR leikur og vinnur
STJÖRIVUSPA
eítir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert enginn bardagamaður,
en farsæll að upplagi og
kannt að meta auðugt fjöl-
skyldulíf.
Hrútur ^
(21. mars -19. apríl)
Oft er það gott sem gamlir
kveða segir máltækið. En
það er ekki síður nauðsynlegt
að hlusta á börnin. Þau auðga
lífið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér hættir um of til þess að
einblína á eina lausn og miss-
ir af mörgum skemmtilegum
möguleikum fyrir vikið.
Tvíhurar t
(21. maí - 20. júní) nA
Láttu það ekki slá þig út af
laginu, þótt verkefni dagsins
séu einhæf og tilþrifalítil.
Leystu þau vel af hendi og þá
taka stærri hlutir við.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gættu þess vel að vera heill í
samskiptum þínum við aðra.
Láttu ekkert slá ryki í augun
á þér, heldur haltu þínu
striki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það gengur ekki að blanda
tómstundunum um of i vinn-
una. Haltu þessu aðskildu,
sinntu þínu starfi og þá áttu
góðan frítíma inni.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú þarft að velta fyrir þér
beiðni gamals vinar um
gi'eiða. Sinntu honum sem þú
mátt, því þú munt fá það end-
urgoldið með einhverjum
hætti.
(23. sept. - 22. október) m
Þér hefur tekizt að koma
góðu skikki á þín mál og mátt
því næðisins vel njóta. En
smátilbreyting er nú alltaf til
góðs.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Verkefnin hrúgast upp á
borðinu hjá þér. Það er þér
ekki til minnkunar að leita
aðstoðar; betra heldur en
drukkna í óleystum vanda-
málum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) áíff
Nú ríður á, að þú látir ekki
þröngva þér til þess að taka
afstöðu gegn betri vitund.
Þótt erfitt sé nú, muntu sann-
ast maður að meiri.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) *Sr
Það getur reynzt hættulegt
að hlaupa til og kaupabara til
þess að kaupa. Athugaðu
vandlega þinn gang áður en
þú festir fé þitt í einhverju.
Vatnsberi .
(20. janúar -18. febrúar)
Veldu orð þín af kostgæfni.
Ekkert er eins leiðinlegt og
að sjá málstað sinn misskil-
inn og affluttan fyrir ónógai'
útskýringar.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Skipuleggðu vinnu þína
þannig að þú og samstarfs-
menn þínir eigi auðvelt með
að leysa fyrii'liggjandi verk-
efni. Annað er hrein sóun.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðrn• á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Opið laugardag
frá kl. 10-14
SH OOX
heilsutískuskór
Litir: Svartir. Stæröir: 36-41. Tegund: 3361 Verö 4.995
Nýkomin sending
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Reykjavík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
C 4
'U-nao
SÖLARKAFFI
ÍSFIRÐINGA
ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst
fyrir sínu árlega SOLARKAFFI
föstudagskvöldið 22. janúar nk.,
að BROADWAY - Hótel íslandi
Húsið opnar kl. 20.00 en kl. 20.30
hefst hefðbundin hátíðar- og skemmti-
dagskrá með rjúkandi heitu kaffi og
rjómapönnukökum að ísfirskum sið.
Almennur dansleikur til kl. 3 e.m.
Aðgangseyrir kr. 2.000 eða kr. 2,400 m. fordrykk.
Aðgöngumiðar á dansleik eftir kl. 11, kr. 1.200
Forsala aðgöngumiða að Hótel íslandi
laugardaginnlö. janúar kl. 14-16.
Borð tekin frá sama tíma.
Miða og borðapantanir auk þess í síma 533-1100
dagana 17.-22. janúar milli kl. 13-17.
VfSA
Greiðslukortaþjónusta.
STJÓRNIN