Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 76
>
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Djúp lægð
veldur
norðanbáli
MJÖG kröpp lægð suð-suðaustur af
landinu olli í gær norðanroki víðast
hvar á landinu og ofsaveðri á stöku
stað. Lægðin var í gærkvöld 925
millibör og er talin ein af 10-12
dýpstu lægðum sem komið hafa upp
að landinu á öldinni.
Spáð er í dag hvassviðri eða
stormi um allt landið með snjókomu
um norðanvert landið en skafrenn-
ingi og dálítilli snjókomu syðra. Hiti
verður um fi-ostmai-k á suðaustan-
verðu landinu en vestanlands og
norðan- er víðast gert ráð fyrir frosti
sem gæti farið í allt að fimm stig
sums staðar. Gert er ráð fyrir að
veðrið byrji að ganga eitthvað niður
með kvöldinu. Afram verður þó
strekkingsvindur og jafnvel rok á
morgun, sérstaklega á Norðaustur-
landi.
Veðurhamm'inn í gær truflaði víða
samgöngur þegar leið á daginn. Inn-
anlandsflug lagðist til að mynda nið-
ur um fímmleytið og vegna roks og
hálku var víða erfitt um vik fyrir
ökumenn. Þá var Björgunarsveit
Ingólfs í Reykjavík kölluð út tO að
hemja þakplötur sem losnuðu af húsi
Granda við Grandagarð.
--------------
A
Afram
búist við
lækkun
vaxta
VEXTIR lækkuðu áfram í gær í
kjölfar yfirlýsingar fjármálaráð-
herra um að ríkið muni á árinu
lækka skuldir um 21 milljarð króna.
„Yfirlýsingar fjármálaráðherra gætu
flýtt fyrir vaxtalækkun sem margir
telja að liggi í loftinu og slíkt kæmi
því ekki á óvart,“ sagði Eiríkur
Guðnason seðlabankastjóri.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, telur að vaxta-
lækkunin undanfarna daga sé eðlileg
viðbrögð markaðarins við yfirlýsing-
um Geirs Haarde fjármálaráðherra.
Telur hann líklegt að langtímavextir
muni lækka meira og segir þróunina
erlendis benda til lækkunar þeirra.
■ Enn frekari/22
Fauk átta metra í loft upp og endaði í sjó 30 metra frá vinnustaðnum
Morgunblaðið/RAX
MILE og eiginkona hans Davorka voru sammála um að Mile hefði sloppið ótrúlega vel í gær, en hann
brákaðist á fótum og marðist á líkama. Aður óttaðist hún oft um mann sinn í stríðinu í Júgóslavíu.
ÓLAFUR Gunnlaugsson, annar eigandi Trévirkis á Höfn í Hornafirði, við brakið af þakinu, sem Mile fauk
upp með í gær, og lenti í fjöruborðinu. Það var algerlega ónýtt.
fjórar þakeiningar, 7 sinnum 12
metrar að stærð, verið smíðaðar
og var verið að ganga frá þeim í
gær. Ætlunin var að setja þær
upp sem skýli til að nota meðan
verið væri að ganga frá grunn-
fleti fiskimjölsverksmiðjunnar
sem er í byggingu. Þegar Ólafur
og fleiri starfsmenn Trévirkis
voru nýkomnir af heilsugæslu-
stöðinni með Mile og voru langt
komnir með að fergja þakeining-
arnar fauk ein þeirra upp í loft
og lenti á steypubíl sem stóð þar
hjá.
„Held
ég eigi
níu líf'
„ÞAÐ eina sem ég hugsaði á
meðan ég var í loftinu var að ég
vonaði að þakið lenti ekki ofan á
mér,“ segir Mile Basrak, sem
fauk átta metra í loft upp, þegar
þak sem hann var að vinna við
tókst á loft á Höfn í Hornafirði í
gær. Barst hann siðan um 30
. T^inetra á þakinu. Vonskuveður
var á Höfn og skyndilega feykti
ein vindhviðan þakinu, og Mile
með, upp og í átt til sjávar.
Atvikið átti sér stað um klukk-
an hálftvö í gærdag þegar Mile
var að festa plötu á þak sem
smíðað hafði verið til bráða-
birgða til að selja ofan á fiski-
mjölsverksmiðju sem Trévirki
vinnur við að reisa á Höfn í
Hornafírði. „Eg fauk beint upp í
loft, átta til tíu metra og barst
• •igJBÍðan hátt í 30 metra með vindin-
um. Eg lenti í fjöruborðinu á fót-
unum og með þakið undir mér
sem betur fer. Svo rúllaði ég of-
an í sjó og rankaði við mér þar.
Þá var ég strax með mikla verki í
fótunum,“ segir Mile. Vinnufé-
lagar hans komu strax að, hjálp-
uðu honum upp úr sjónum og
fóru með hann á heilsugæslustöð-
ina á Höfn.
„Eg er bara ótrúlega heppinn,
ég held ég eigi níu líf,“ segir Mile
og Davorka, eiginkona lians, tek-
ur undir það. „Eg hef lent í þessu
nokkrum sinnum áður. f stríðinu
vissi maður aldrei neitt og stund-
um þurfti ég að halda í vonina
• Aiim að hann væri á lífi. Ætli hann
eigi ekki svona fjögur líf eftir af
þessum níu,“ segir Davorka, en
þau hjón komu til Islands frá Jú-
góslavíu fyrir hálfu öðru ári. Mile
marðist lítillega á likamanum og
brákaðist á báðum ökklum en
brotnaði ekki.
Onnur þakeining fauk
skömmu síðar
Að sögn Ólafs Gunnlaugssonar,
annars eiganda Trévirkis, höfðu
Stafrænt sjónvarp
fljótlega í boði
STEFNT er að því að stafrænar
sjónvarpsútsendingar frá norsk/-
franska fýrirtækinu Canal Digital
AS standi Islendingum til boða inn-
an nokkurra missera. Með stafræn-
um útsendingum verða gæði myndar
og hljóðs mun betri en þekkist í
Jiefðbundnum útsendingum, svo-
kölluðum hliðrænum útsendingum.
Canal Digital er að hálfu í eigu
franska sjónvarpsrisans Canal PIus
og norski landssíminn, Telenor, á
hinn helminginn í fyrirtækinu.
Canal Digital hóf stafrænar út-
sendingar í Noregi, Danmörku, Sví-
þjóð og Finnlandi í október síðast-
ijiiðnum. Margt í dagskránni er hið
sama og þegar er fyrir hendi á
Breiðvarpi Landssímans, en ríkis-
stöðvar hinna Norðurlandanna eru
einnig í boði svo og þáttasala
svokölluð, en með þeim hætti er til
dæmis boðið upp á ýmsa íþróttavið-
burði.
Mögulegt að sjá sending-
arnar um allt land
„Við hyggjumst tryggja Islend-
ingum sama efni í stafrænu sjón-
varpi og öðrum Norðurlandabúum
stendur nú þegar til boða, á ódýran
hátt,“ segir Friðrik Friðriksson,
forstöðumaður breiðvarpsdeildar
Landssímans. Bæði verður hægt að
ná útsendingunum gegnum breið-
bandið og þar sem móttökudiskur
fyi'ir gervihnattasendingar er fyrir
hendi. Þar af leiðandi verður tækni-
lega mögulegt að sjá umræddar út-
sendingar um allt land.
Per Tengblad, forstjóri Canal
Digital, segir við Morgunblaðið að
meðal ástæðna þess að fyrirtækið
hafi ákveðið að senda merki sitt til
fslands sé að það sendi þegar út í
öllum löndunum fjórum í Skandin-
avíu og telji „að sjálfsögðu eðlilegt"
að ísland sé í hópi hinna fjögurra
landanna. „Það er líka vel þess virði
að taka þátt í því að koma stafræn-
um útsendingum á fót á íslandi,"
segir Tengblad.
Mynd um Sólon
Islandus lofað
47,5 milljónum
ALLS voru gefin vilyi'ði Kvik-
myndasjóðs íslands til kvik-
myndagerðar á árinu 2000 fyrir
117,8 milljónum króna, en í gær
var úthlutað 111 milljónum til
kvikmyndagerðar á árinu 1999.
Vilyrði fyrir hæsta styrknum
á næsta ári, 47,5 milljónum
króna, hlaut Margrét Rún Guð-
mundsdóttir og íslenska
draumasmiðjan, til framleiðslu
á myndinni Sóloni íslandusi,
sem fjallar um landshorna-
flakkarann, Sölva Helgason.
fslenska kvikmyndasam-
steypan fékk vilyrði fyrir 42
milljónum til myndarinnar Ik-
ingut í leikstjórn Ara Kristins-
sonar en handritshöfundur er
Jón Steinar Ragnarsson.
Þá fengu Zik Zak kvikmyndir
vilyrði fyrir 18 milljóna styrk til
framleiðslu kvikmyndarinnar
Villiljós, sem Huldar Breiðfjörð
er handritshöfundur að.
■ Vilyrði fyrir/30
■ Stafrænar/6