Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/2 -13/2 ► ÖLFUSHREPPUR hefur fallið frá forkaupsrétti sín- um á hluta í sjö jörðum í hreppnum, sem Reykjavík- urborg keypti á liðnu hausti vegna nýtingar á jarðhita. í framhaldi af því hafa sveit- arfélögin skrifað undir viljayfírlýsingu um samstarf í jarðhita- og orkumálum. ► KÆRUNEFND jafnréttis- mála kemst að þeirri niður- stöðu í áliti að kona af er- lendu bergi brotin hafi sætt kynferðislegri áreitni á vinnustað hér á landi af yf- irmanni sem gegndi leið- beiningarstöðu gagnvart konunni. Farið var fram á að vinnustaðurinn bæri fé- bótaábyrgð en ekki var fall- ist á það í álitinu. ► FISKISTOFA svarar sumum umsóknum um kvóta og veiðileyfi á já- kvæðan hátt, að sögn Þórð- ar Ásgeirssonar fiskistofu- stjóra. í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdi- mars Jóhannessonar sendu um 4.000 manns inn umsókn um veiðileyfi og kvóta og mega þeir búast við svari á næstu dögum. ► LIÐ Njarðvíkur varð bik- armeistari í körfuknattleik karla á sunnudaginn er það sigraði Iið Keflavíkur. Njarðvík sigraði eftir fram- lengingu 102:96, staðan eft- ir venjulegan Ieiktima var. 88:88. KR-stúIkur eru bikar- meistarar kvenna en þær sigruðu IS nokkuð auðveld- lega, 88:58. OZ gerir samning við Ericsson SKRIFAÐ hefur verið undir samning á milli OZ og sænska stórfyrirtækisins Ericsson til þriggja ára. Hann felur í sér samstarfsverkefni upp á að minnsta kosti einn milljarð króna. Fyrirtækin munu vinna að því að tvinna saman hefðbundin símakerfi Ericsson við tölv- una og Netið, þar sem OZ verður í leið- andi hlutverki. Fyrirtækin hafa þegar hafíð kynningu á þessu samstarfi. Sam- starfið við Ericsson hefur þá þýðingu að umsvif OZ aukast verulega en íyrirtæk- ið er með starfsstöðvar í Reykjavík, San Fransisco og Stokkhólmi. Framsóknarflokkur leiði næstu ríkisstjórn HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknarflokks- ins, sagði á opnum stjórnmálafundi á fimmtudag útilokað að Framsóknar- flokkurinn muni fara með forystu og eiga forsætisráðhen-a í næstu ríkis- stjóm, nema hann fái góða kosningu í vor. Hann sagði ennfremur að honum heyi’ðist það á Samfylkingunni núna að hún vildi gjarnan að Framsóknarflokk- urinn leiddi næstu ríkisstjóm. Maður rændi verslun vopnaður sveðju GRÍMUKLÆDDUR síbrotamaður, vophaður sveðju, framdi rán í 11-11- verslun í Norðurbrún á fostudagskvöld. Hann ógnaði tveimur starfsmönnum verslunarinnar, pilti og stúlku, með vopninu og neyddi þau til að afhenda honum 100.000 krónur. Tilkynnt var um afbrotið klukkan 22.15 og var maðurinn handtekinn um 20 mínútum síðar í íbúð sinni á Kleppsveginum. Clinton sýknaður ÖLDUNGADEILD Bandan'kjaþings sýknaði Bill Clinton, forseta landsins, að tveimur ákæram á fóstudag en hvor um sig varðaði embætt- ismissi. Annars veg- ar að hafa gerst sek- ur um meinsæri og hins vegar að hafa reynt að hindra framgang réttvís- innar. Var íyrri ákæranni hafnað með 55 atkvæðum gegn 45 og þeirri síðaii með 50 atkvæðum gegn 50. Þurfti aukinn meirihluta, 67 atkvæði, til að víkja Clinton frá en fyrir hvoragri ákæranni fékkst einfaldur meirihluti. Auk 45 íiemókrata sýknuðu 10 repúblikanar Clinton af fyrri ákæranni og fimm af þeirri síðari. Er niðurstaðan mikið áfall fyrir repúblikana en banda- ríska þjóðin og raunar fólk víða um heim fagnar því, að þessu máli skuli lokið. Clinton flutti ávarp að atkvæðagreiðsl- unni lokinni, baðst en einu sinni afsökun- ar á þvi framferði sínu, sem leitt hefði þessar hremmingar yfir landsmenn, og sagði, að nú væri tími sátta upp runninn. Lítið þokast í Rambouillet VIÐRÆÐUR Serba og Kosovo-Albana halda áfram í Rambouillet-höll fyrir utan París en hafa gengið heldur stirðlega. Robert Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, sakaði Serba á fóstudag um að standa í vegi fyrir árangri með óbilgjöm- um kröfum um, að Albanir undirrituðu strax yílrlýsingu um ýmis grundvallarat- riði hugsanlegs samkomlags, meðal ann- ars, að landamæram Júgóslavíu yrði ekki breytt. Madeleine Abright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrii- helgi, að þegai- hefði verið ákveðið að gera loftárásir á serbnesk skotmörk ef viðræðumar færa út um þúfur en Rúss- ar era andvígir því sem fyrr. Deiluaðilar hafa frest út þessa viku til að komast að samkkomulagi. ► HUSSEIN, konungur Jórdaníu, var borinn til grafar sl. mánudag að við- stöddum hundruðum þús- unda manna og fulltrúum 75 ríkja, meðal annars Bill Clinton, forseta Bandaríkj- anna, Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og Jacques Chirac, forseta Frakklands. Með Clinton í för voru þrír fyrirrennarar hans á forsetastóli. Husseins hefur verið minnst sem frið- flytjanda í Miðausturlöndum og segist sonur hans og nú- verandi konungur, Abdullah, ætla að feta í fót- spor hans að því leyti. ► KOSNINGAR í þýska sambandslandinu voru áfall fyrir ríkisstjórn jafnaðar- manna og græningja en þeir síðamefndu töpuðu miklu fylgi. Jafnaðarmenn bættu raunar stöðu sína aðeins en mestur var sigur kristilegra demókrata. Hitti áróður þeirra gegn því, að milljónir manna, sem búið hafa í Þýskalandi árum og áratug- um saman, fengju ríkisborg- ararétt í mark en ríkis- stjórnin ætlar samt ekki að hvika frá því. ► MIKIL og mannskæð snjó- flóð urðu í frönsku Alpahér- uðunum í vikunni og hafa 11 manns fundist látnir. Hefur snjóað meira á þessum slóð- um en elstu menn muna og snjóflóð fallið víða þar sem engin dæmi voru um þau áð- ur. Hefur fólk verið fiutt frá mörgum þorpum vegna flóðahættu. FRÉTTIR Upplýsingar um ísinn á Tjörninni á símsvara SAMSTARFSNEFND um lögreglumálefni í borginni hefur ákveðið að upplýsingar um ástand íssins á Tjöminni verði framvegis á símsvara Iþrótta- og tómstundaráðs en fjögur ár eru síðan ákveð- ið var að hætta að flagga rauðu flaggi þegar ísinn væri ekki mannheldur og grænu þegar hann væri traustur. Þá er í athugun að setja upp ljós austan og vestan við Tjöm- ina sem gefi upplýsingar um ástand íssins. Steinunn V. Óskarsdóttir, for- maður samstarfsnefndar um lög- reglumálefni, segir að flöggun við Tjörnina eigi sér langa forsögu en Ólína Þorvarðardóttir, þáverandi borgarfulltrúi Nýs vettvangs, flutti tillögu um að flagga við Tjörnina yf- ir veturinn og að flaggað yrði rauðu þegar ísinn væri ótraustur en ÍSLANDSFLUG hefur samið við Grænlandsflug um að fljúga til Grænlands einu sinni í viku í sjö mánuði, en skrifað var undir samn- inginn í gærmorgun. Samningurinn kveður á um það að íslandsflug fljúgi lyrir Grænlands- flug til Grænlands að sögn Sigfúsar Sigfússonar, markaðsstjóra Islands- flugs. Flogið verður frá Reykjavík til Constable Point á austurströnd Grænlands en frá Constable Point er flogið með þyrlu til Scoresbysunds. Fyrsta flugið verður 31. mars. Flogið verður á miðvikudögum og er flugtíminn tæpir tveir tímar. Reikn- ar Sigfús með að miðinn fram og til grænu þegar óhætt væri að fara út á hann. Vandamál að staðsetja flaggið „Síðan var alltaf vandamálið hvar ætti að setja flöggin upp,“ sagði hún. „Meiningin var að setja þau baka muni kosta um 50.000 krónur. Islandsflug mun nota ATR 42- flugvél í verkefnið, en sú vél tekur 46 farþega eða 4 tonn af frakt og hentar mjög vel í þetta flug, að sögn Sigfúsar. Hann sagðist vera mjög ánægður með samninginn, sem rennur út í haust, og vonast til að framhald verði á samstarfinu, jafn- vel að nýr samningur verði gerður að ári liðnu. í vetur hafa bæði Grænlandsflug og Flugfélag íslands flogið frá ís- landi til Grænlands. Grænlandsflug hefur flogið frá Keflavík til Kulusuk, en Flugfélag íslands frá Reykjavík til Kulusuk. upp í hólmanum en eðli málsins samkvæmt var ekki hægt að setja upp rauða flaggið þegar ísinn var ekki heldur." Sagði hún að í sam- ráði við lögregluna hefði ver- ið ákveðið að hætta að flagga en koma þess í stað upplýs- ingunum inn á símsvara ÍTR rétt eins og öðrum upplýs- ingum um skíðasvæði borg- arinnar. Steinunn sagði að jafn- framt hefði verið rætt um að hugsanlega mætti koma upp ljósum við austur- og vesturbakka Tjamarinnar í framtíðinni, sem lýstu rauðu þegar ísinn væri ekki heldur en grænu annars. „Vanda- málið er að þegar ísinn á Tjörninni er heldur að vestanverðu þá er hann ekki heldur austan megin, þar sem heitara vatn rennur í Tjömina við Fríkirkjuveg," sagði hún. Svavar Gestsson ný- skipaður sendiherra „Spennandi verkefni“ „ÞETTA er spennandi og skemmti- legt verkefni, sem ég hlakka til að takast á við,“ sagði Svavar Gestsson alþingismaður sem hefur verið skipaður sendi- herra frá 1. mars næstkomandi og mun hafa dag- lega yfirumsjón með þeim verk- efnum landa- fundanefndar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að standa fyrir í Kanada um árþús- undamót. Svavar, sem staddur er í Banda- ríkjunum, sagðist í símtali við Morgunblaðið í gær mundu hafa að- setur í Winnipeg og á næstunni færi hann í að undirbúa opnun skrifstofu þar. Hann kvaðst reikna með því að taka til starfa um eða upp úr mán- aðamótum. Svavar sagði að ráðning sín kæmi í framhaldi af ákvörðun utanríkis- ráðherra og ríkisstjórnarinnar um að stofna til þessa verkefnis í Kanada í tilefni af landafundaaf- mælinu, til að tengja ísland og Vestur-íslendinga betur og til að þróa viðskipta- og menningartengsl Islands og Kanada. ------------- Kodak aftur- kallar g*allaða straumbreyta KODAKFYRIRTÆKIÐ hefur aft- urkallað 120 þúsund gallaða straumbreyta fyrir stafrænar myndavélar í Bandaríkjunum. Gall- inn felst í því að rafmagnsbilun veldur sýruleka í rafhlöðu straum- breytanna svo þær springa. Vitað er um þrjú tilvik þar sem rafhlöðurnar hafa ofhitnað og sprungið. í einu tilviki fékk maður minniháttar brunasár þegar raf- hlaða sprakk framan í hann. Umboðsaðili Kodak á íslandi hef- ur ekki fengið neina tilkynningu um gallann, enda er talið að um stað- bundið vandamál sé að ræða, þar sem 110 volta spenna sé á straum- breytunum í Bandaríkjunum, en 220 volta spenna notuð hérlendis. Sigi-ún Böðvarsdóttir, sölumaður hjá Hans Petersen, sagði að málið yrði kannað og allra upplýsinga leit- að hjá Kodak og viðeigandi ráðstaf- anir gerðar í framhaldinu ef ástæða þætti til. Góð hreyfing og skemmtun fyrir böm og mæður . 8 vikna námskeið í Baðhúsinu, Brautarholti 20. Uppl.og skráning í síma 551 4949. BAÐHUSIÐ Morgunblaðið/Ásdís NILS Kreutzman, framkvæmdastjóri áætlunarflugs Grænlandsflugs, og Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri Islandsflugs. A Islandsflug til Grænlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.