Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
ÁSMUNDSSON
+ Sigurður Ás-
mundsson,
sendifulltrúi hjá ut-
anríkisráðuneytinu,
fæddist í Reykjavik
27. mars 1932.
- Hann lést af völdum
krabbameins á
heimili sínu föstu-
daginn 5. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ásmundur Ás-
mundsson, f. 20.12.
* 1907, d. 11.3. 1976,
og Gróa Ásta Ja-
fetsdóttir, f. 10.11.
1902, d. 19.5. 1988. Systkini Sig-
urðar eru: Gunnar Jafet, f. 25.8.
1929, Gylfi, f. 13.9. 1936, og
Guðrún, f. 27.8. 1940.
Hinn 17. ágúst 1957 kvæntist
Sigurður Kari Lund Hansen
(síðar Karí Karólína Eiríksdótt-
ir) sjúkraliða frá Kragerö í Nor-
egi. Þau eignuðust
fjórar dætur; Eddu
Dagmar snyrtifræð-
ing, f. 11.12. 1958,
gift Sigurði K. Kol-
beinssyni viðskipta-
fræðingi, f. 11.2.
1960; Birnu Katrínu
flugfreyju, f. 26.3.
1961, gift Erlingi
Hjaltested húsa-
smíðameistara, f.
20.1. 1960; Ellisif
Astrid verslunar-
maður, f. 17.10.
1968, sambýlismað-
ur Hafliði Ragnars-
son konditormeistari, f. 1.5.
1969; Sunna Miriam sölumaður,
f. 28.4. 1977. Sigurður átti sex
afabörn.
Útför Sigurðar fer fram frá
Dómkirkjunni á morgun, mánu-
daginn 15. febrúar, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Pabbi er dáinn. Pabbi sem mark-
að hefur djúp spor í hjörtu okkar og
hug. Hann var vinur og leikfélagi,
en fyrst og fremst pabbi í dýpstu
merkingu þess orðs. Hálfgerður
gutti alla tíð sem geymdi barnið í
sjálfum sér og við fengum að njóta.
Sannkallaður íslendingur sem bar
virðingu fyrir landinu, sjálfstæðinu,
fánanum. Við systurnar vorum ekki
háar í loftinu þegar pabbi leiddi
okkur upp að Öxarárfossi eða Lög-
bergi. Sagði sögur af fornum hetj-
um og kenndi okkur að bera virð-
ingu fyrir íslenska fánanum. Hann
mátti aldrei snerta jörð. Gjaman
fylgdu ljóðlínur skáldsins Jónasar
Hallgrímssonar um Fjallið Skjald-
breið.
' Hann var mikill sögumaður.
Hnyttnar sögur úr Vesturbænum
voru hans uppáhald, draugasögur
og sögur af sérstöku samferðafólki.
Ýmislegt úr Hávamálum hafði hann
í hávegum, t.d. „Ijúfur verður leið-
ur“. Hann fór mikið í heimsóknir en
staldraði stutt við. Tefldi eina skák,
gaf börnum pening og sagði þá: „Þú
verður að lofa einu,“ og þau horfðu
á hann stóreyg. „Ekki setja pening-
inn í sparibaukinn, bara kaupa
nammi fyrir alltsaman.“ Þetta líkaði
litlum eyrum að heyra.
Pípukarlinn hann pabbi, veikur,
máttfarinn og þreyttur tók síðasta
smókinn úr pípunni sinni kvöldið
íyrir dauða sinn. Við systumar blés-
um reyknum yfir hann og gamli
glettnissvipurinn var á sínum stað.
Einnig lásum við eitt uppáhalds-
kvæðið hans, „Skúlaskeið" eftir
Grím Thomsen. Að mörgu leyti
minnti það á erfitt en stutt hlaup
hans sjálfs undan krabbameininu.
Og svo með blóðga leggi, brostin lungu
á bökkum Hvítár féll hann dauður niður.
Mamma og við systurnar héldum
utan um hann þar til bláu augun,
blárri en hafið og himinninn lögðust
aftur og voru ei meir. Við kveðjum
okkar strákslega, gefandi og góða
pabba með miklum trega. Hann
leiðir nú litlu börnin á himnum í
norsku peysunni, með hattinn og
pípuna, sumarbústaðarluktina og
kannski smá pening í vasa.
Far vel, faðir og vinur.
Þínar dætur,
Edda, Birna, Ellisif og Sunna.
Sigurður Ásmundsson, tengda-
faðir minn, lést á heimili sínu föstu-
daginn 5. febrúar sl. eftir erfiða bar-
áttu við krabbamein sem hann
greindist með í september á síðasta
ári.
Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu.
Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar-
stofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber i
huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu Islands búa yfir mikilli
reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil.
Útfararstofa íslands sér um;
Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði
við prest og aðstandendur.
Flytja hinn iátna af dánarstað i líkhús.
Aðstoða við val á kistu og Kkklæðum.
Undirbúa Ifk hins látna í kistu og snyrta ef
með þarf.
Útfararstofa ísiands útvegar:
Prest.
Dánarvottorð.
Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.
Legstað í kirkjugarði.
Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara
og/eða annað listafólk.
Kistuskreytingu og fána.
Blóm og kransa.
Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum.
Líkbrennsluheimild.
Duftker ef líkbrennsla á sér stað.
Sal fyrir erfidrykkju.
Kross og skilti á leiði.
Legstein.
Flutning á kistu út á land eða utan af landi.
Flutning á kistu til landsins og frá landinu.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík.
Sími 581 3300 - allan sólarhringinn.
Fyrstu kynni okkar Sigurðar
urðu í Húsafelli um páska 1984. Þá
hafði ég nýlega kynnst elstu dóttur
hans, Eddu Dagmar, og var, í fyrsta
sinn kynntur formlega fyrir foreldr-
um hennar og fjölskyldu.
Áður fyrr hafði ég lauslega
kynnst Sigurði í badmintonhúsi
TBR þar sem hann þeytti fjaðrir í
allar áttir með sínum nánustu félög-
um í svokölluðum „Þursaflokki".
Var það oft hin ágætasta skemmtun
að fylgjast með tilþrifum þeirra fé-
iaga.
Það fór fljótt vel á með okkur
Sigurði enda líkaði honum vel að
sögn þegar ég biðlaði til dóttur hans
samvæmt fornum hefðum. Hann
samþykkti beiðni mína og við Edda
giftum okkur síðar á árinu. Sigurð-
ur stjórnaði brúðkaupsveislunni
með glæsibrag enda var hann gest-
gjafi ásamt Karí. Þau höfðu bæði
undirbúið allt mjög vel enda hefði
Siggi ekki mátt til þess hugsa að
elsta dóttirin nyti ekki dagsins til
hins ýtrasta. Þar kynntist ég manni
sem vildi vanda verk sín til hins
ýtrasta gagnvart sínum nánustu.
Eftir að við Edda hófum búskap
vandi hann tíðar komur sínar á
heimili okkar fyrst á Selvogsgrunn
og nú síðast á Sunnuveg. Eftir að
frumburður okkar fæddist fjölgaði
heimsóknum hans til muna og þótti
mér nóg um á tímabili. En þannig
var Siggi, hann vildi fylgjast reglu-
lega með sínu fólki og vita að öllum
liði vel. Oft stoppaði hann stutt við,
tróð í eina pípu, þáði gjarnan eitt-
hvað fljótandi og var svo farinn í
næstu heimsókn fyrr en varði og
jafnvel án þess að ná að kveðja alla.
Mér er þó efst í huga hversu áhuga-
samur hann var að sækja afabörnin
sín á sunnudagsmorgnum og fara
með þau í barnamessu í Áskirkju
svo ekki sé minnst á tíðar ferðir
með þær í sundlaugarnar þar sem
keyptar voru pyisur og ís í ofanálag.
Siggi var sannkallaður eftirlætisafi
alira afabama sinna en svo kaus
hann að kalla þau.
Árið 1987 festu Siggi og Karí sér
land í Efstadal, rétt austan við
Laugarvatn og reistu þar sumarbú-
stað tveimur árum síðar. Siggi naut
þá ómetanlegrar aðstoðar Erlings
Hjaltested tengdasonar síns við
uppbygginguna en Birna og Elii
slógu einnig til og byggðu sér bú-
stað á sama stað. Þannig lágu leiðir
þeirra saman mörgum stundum í
Efstadal en hvergi mér vitanlega
leið Sigga betur en uppi í bústað.
Hringdi hann gjarnan til mín til að
segja mér hversu vel honum liði og
gilti einu hvort ég var á landinu eð-
ur ei. Stundum átti hann það til að
fara einn síns liðs með litla tösku
sem í voru tannbursti, flatkökur og
örlítil brjóstbirta. Hann skildi ekki
alltaf tilstandið sem fylgir þvi að
taka með sér hafurtask í bústaðinn.
Hann vildi bara hafa þetta einfalt
og njóta stundarinnar. Eg skildi
hann vel þar sem ég hef átt því láni
að fagna að njóta sumarbústaðar-
veru frá barnæsku, fyrst með for-
eldrum mínum og síðar eiginkonu
og börnum. Síðustu árin hefur það
verið fóst venja að öll fjölskyldan
hittist um verslunarmannahelgi í
Efstadal til að borða góðan mat og
skemmta sér. Við munum halda því
áfram þótt Sigga njóti ekki lengur
við en aldrei getur það þó orðið eins
og áður.
Sigurður varð stúdent frá Versl-
unarskólanum árið 1953. Eftir það
lá leiðin í Háskólann þar sem hann
lagði stund á læknisfræði um nokk-
urt skeið en sneri sér síðan að öðr-
um störfum þar til hann var ráðinn
til starfa hjá Sindrastáli árið 1958 af
stofnanda og eiganda fyrirtækisins,
Einari Ásmundssyni, sem var föð-
urbróðir Sigga. Einar hafði mikið
dálæti á Sigga enda var hann að
sögn þeirra sem ég hef talað við
bæði skemmtilegur samstarfsfélagi
auk þess að vera sá maður sem Ein-
ar gat ávallt treyst á. Árið 1986
söðlaði Siggi um þegar hann var
ráðinn deildarstjóri hjá varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins en
þar starfaði hann í fimm ár þar til
hann flutti sig um set innan ráðu-
neytisins þegar hann var skipaður
sendifulltrúi árið 1991. Árin í ráðu-
neytinu reyndust Sigga vel og þar
kynntist hann fjölda góðra starfs-
manna, eignaðist góða vini ásamt
því að eiga samskipti við fjölmarga
erlenda aðila. Sigurður var vin-
margur enda alþýðlegur, heiðarleg-
ur og viðmótshlýr svo ekki sé
minnst á sérstaka kímnigáfu hans
sem átti sér fáa líka. Eg veit að
stórt skarð er höggvið í vinahóp
Sigga, sérstaklega hjá hans nánustu
vinum og gömlu skólabræðrum,
skák- og badmintonfélögum.
Sigurður naut mikillar velvildar
og virðingar frá fjölskyldu Karí í
Noregi. Eftir að þau giftu sig þar
árið 1957 voru þau hjón tíðir gestir í
Kragerö (200 km sunnan Óslóar) og
ferðuðust óhikað þangað ár eftir ár
með dæturnar á sjöunda og áttunda
áratugnum. Við Edda höfum haft
mikil og góð samskipti við fjölskyid-
una á undanfornum árum og dvalið
þar nokkrum sinnum. Eg veit að
norska fjölskyldan saknar Sigga
sárt. Þannig hafa foreldrar Karíar
svo og öll sjö systkyni hennar heim-
sótt Island á síðastliðnum -30 árum
og átt einstakar stundir með Sigga
hér heima sem og í Noregi. Ekki
síst öidruð tengdamóðir hans, Miri-
am Lund Hansen, einstök kona sem
ég veit að hefur ávallt litið á Sigga
sem einn sona sinna. Gamla konan
hefur fylgst náið með að undan-
fömu. Það var henni mikil harma-
fregn þegar henni var tilkynnt and-
látið.
Sigurður háði hetjulega barátta
við krabbamein í brisi sem hann
greindist með í lok september sl.
Hann vissi mæta vel hvert stefndi
en vildi samt ekki gefast upp. Mér
verður ávallt minnisstætt af hversu
mikilli karlmennsku og reisn Siggi
tók ótímabærum örlögum sínum.
Þegar endaiokin nálguðust áttum
við tal saman. Hann bað mig að
ganga frá vissum málum fyrir sig
því hann vildi skilja við með
„hreint borð“. Þetta endurspeglaði
aðaleinkenni Sigga sem voru nám-
kvæmni og heiðarleiki. Fjölskyidan
tók ásamt hjúkrunarfólki virkan
þátt í að útvega alia þá hjálp og að-
hlynningu sem hægt er að fá á
heimili Sigga og Karí síðustu mán-
uðina. Þáttur heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins var þar
mjög mikilvægur en mér er sagt að
það hafi gefið Sigga fleiri lífdaga
hversu vel Karí og dæturnar hlúðu
að honum.
I desember sl. átti Edda 40 ára
afmæli. Siggi var óvenju hress á
þessum degi og tók þátt í afmælinu
ásamt öðrum gestum. Hélt hann
þar eftirminnilega ræðu til dóttur
sinnar en slíkur var siður hans
þegar hann fagnaði áföngum í lífí
nákominna ættingja eða vina. Eg
veit að sá dagur var honum mikils
virði ekki síst fyrir þær sakir að fá
að hitta allan vinahóp okkar fjöl-
skyldunnar ásamt Thorvald mági
sínum sem kom sérstaklega til
landsins til að fagna frænku sinni
og ekki síður til að hitta Sigga. Eft-
ir afmælið tók að halla undan fæti
og um jólaleytið, aðeins 2 vikum
síðar, var heilsunni tekið að hraka.
Að vanda var honum boðið í ára-
mótahóf okkar Eddu á gamlárs-
kvöld ásamt fjölskyidunni og for-
eldrum mínum. Hann var orðinn of
veikur til að njóta kvöldsins með
okkur. Á miðnætti kom Siggi út á
svalir á Sunnuvegi og fagnaði ára-
mótunum með okkur. Öllum var
ljóst að það væri hann að gera í síð-
asta skipti. Flestir áttu erfitt en
Siggi tók öllu með meiriháttar
æðruleysi. Hann var í hópi sinna
nánustu og betra var ekki hægt að
hafa það. Allir stöppuðu í hann
stálinu og hvöttu til dáða í hinni ill-
vígu glímu. í slíkri báráttu er mik-
ilvægt og gott að finna hlýja
strauma frá þeim sem manni þykir
vænst um.
Að leiðarlokum kveð ég góðan
dreng og þakka honum ógleyman-
legar og jafnframt lærdómsríkar
samverstundir. Þótt við værum ekki
alltaf sammála um aðferðir við
lausn vandamáia lífsins og Sigurði
fyndist oft nóg um dirfsku mína og
daglegar athafnir í viðskiptum varð
okkur aldrei sundurorða í þau tæp-
lega 15 ár sem við þekktumst. Við
virtum hvor annars skoðanir. Nú
þegar Sigurður er horfinn á fund
feðra sinna stendur samheldin fjöl-
skylda eftir sem lætur ei deigan
síga, stendur saman sem einn mað-
ur við hlið Karí í hennar þungbæru
sorg og styrkir hana og aðstoðar
eftir fremsta megni.
Afabörnin hafa flest kynnst Sigga
það vel að minningin verður þeim
ógleymanleg um aldur og ævi.
Yngsti sólargeisli afa síns, Sigurður
Erik 2 ára, mun án efa þiggja meiri
vitneskju um afa sinn þegar fram
líða stundir.
Söknuður dætra minna er mikill
en þær eru á ólíkum aldri og skilja
því hlutina misvel. Þó enginn geti
komið í stað afa Sigga eiga þær,
eins og hin barnabörnin sem betur
fer öll annan afa og tvær ömmur.
Þessa dagana er það m.a. hlutverk
okkar tengdasona Sigurðar að hug-
hreysta börnin ásamt þvi að standa
þétt við hlið eiginkvenna okkar og
elskulegrar tengdamóður.
Ekkert líf er án dauða og öll
stöndum við á fætur á ný því í fyll-
ingu tímans ná öll sár að gróa.
Þannig er lífið, sífelld barátta við
sambland gleði og sorgar, árangurs
og erfiðleika. Allt leitar í og úr jafn-
vægi til skiptis.
Eg kveð tengdafóður minn með
miklum trega og mun sakna hans
sárt. Hann hefur markað djúp spor
í líf mitt og dætra minna. En sökn-
uður Eddu minnar er meiri en orð
fá lýst. Svo náið var samband þeirra
feðgina og ég veit hvers virði það
er.
I dag er mér þó það mikilvægast
að hann hefur átt stærstan þátt í að
gera konuna mína að þeirri heiðurs-
manneskju sem ég kynntist íyrir
tæpum 15 árum. Eg ber þó kistu
hans að gröf, ánægður yfir því að
hann hefur fengið þá hvíld sem hon-
um bar og við þiggjum öll frá al-
mættinu sem eins konar laun fyrir
lífið hér á jörðu. Ég trúi því að við
taki annað tilvistarstig þar sem
æðri hlutir gerast og hlakka til end-
urfunda við hann.
Karí hefur ávallt verið hans
styrka stoð í lífmu. Frammistaða
hennar á undanförnum vikum er
ekki bara aðdáunarverð heldur okk-
ur öllum góð leiðsögn í því lífi sem
framundan er. Ég votta henni mína
dýpstu samúð svo og mágkonum
mínum Bimu, Ellisif og Sunnu. Guð
styrki ykkur allar. Einnig sendi ég
systkinum Sigurðar; Gunnari, Gylfa
og Guðrúnu, ásamt fjölskyldum
þeirra mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Ég óska þess að sá sem
öllu ræður umvefji Sigurð Ás-
mundsson þeim mjúku höndum sem
hann umvafði aðra í sínu lífi. Það
eru laun réttlætisins. Blessuð sé
minning hans.
Sigurður K. Kolbeinsson.
Mín fyrstu kynni af Sigurði Ás-
mundssyni voru þegar ég var 10
ára. Ég var með kústskaft í hendi
og var að elta stelpu sem sennilega
hefur verið að stríða mér. I sama
mund og ég ætlaði að slá til hennar
kom þessi ógnvekjandi maður að
mér fannst, þreif mig upp á herðun-
um og gerði mig svo hræddan að ég
vogaði mér ekkert slíkt framar í
kringum Kleppsveg 142.
Nokkrum árum síðar keypti faðir
minn söluturn þar rétt hjá og vann
ég þar á kvöldin. Fór ég þá aftur að
hitta þennan mann. Satt best að
segja var ég hálfhræddur við hann
til að byrja með. Vandaði ég mig
sérstaklega við að gefa honum til-
baka, því hann var fljótur að leið-
rétta vitleysur sama á hvorn veginn
þær voru. Ekki grunaði mig þá að
ég ætti eftir að verða tengdasonur
þessa manns með pípuna. En það
varð nú raunin.
Það var gott að eiga Sigurð sem
tengdafóður, hann var skemmtileg-
ur og mikill húmoristi og úr hinum
vandræðalegustu augnablikum gat
hann gert grín að öllu saman með
fleygum setningum.
Ég kunni margt að meta í fari
Sigurðar. Eitt af því var að segja
meiningu sína umbúðalaust sama
hver átti í hlut.
Sigurður setti það sem skilyrði
fyrir inngöngu tengdasona í íjöl-
skylduna að þeir kynnu að tefla.
Það voru ófáar skákirnar sem við