Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 41 tefldum í pípureyk. Pá vil ég sér- staklega minnast allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman upp í Efstadal, þar sem við byggðum okk- ur sumarbústaði. Eg á erfitt með að ímynda mér þann stað án hans, því Sigurður er partur af honum, ómissandi partur. Maðurinn sem skefldi 10 ára gutta fyrir þrjátíu árum er nú allur. Hann mun aldrei líða mér úr minni. Þinn tengdasonur og vinur, Erlingur Hjaltested. Afi var fyndinn og alveg stór- skrýtinn, en samt sem áður besti afí sem hugsast getur. Ennþá munum við þegar síminn hringdi snemma á sunnudagsmorgnum og við fengum tilkynningu um að nú ætti að drífa sig í kirkju. Þetta gerðirðu árum saman og oft fengum við okkur sundsprett og pylsu á eftir. Við munum líka eftir fimmtíukalla- buddunni sem þú áttir og þú sagðir okkur alltaf að ná í hana fyrir þig, svo við gætum gætt okkur á ís úr Álfheimaísbúðinni fyrir þann pen- ing. Sögurnar sem þú sagðir okkur verða alltaf varðveittar í hjarta okk- ar, t.d sagan um „lögguna sem datt í drullupollinn" og allar „draugasög- urnar“. Elsku afi, við vitum að þú verður alltaf hjá okkur þegar eithvað geng- ur á og látum þig vita að þú verður alltaf í hjarta okkar. Við látum engla vaka yfir þér og vitum að þú gerir það sama varðandi okkur. Að lokum viljum við þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur og all- ar góðu samverustundirnar okkar saman, bæði heima og í bústaðnum. Þú veist að við gleymum þér aldrei. Guð blessi þig og varðveiti um ókomna framtíð á himnum. Við hlökkum til að hitta þig hjá Guði, elsku afi. Við elskum þig. Þín afaböm Eva Katrín, Halla Karí, Andrea Þorbjörg, Atli, Kristín Edda og Sigurður Erik. Látinn er mætur maður. Sigurð- ur Ásmundsson er horfinn sjónum okkar eftir stutt en ógleymanleg kynni. Fyrir 14 árum tengdumst við, þegar Edda Dagmar, elsta dótt- ir hans og Kari eiginkonu hans, og sonur okkar, Sigurður Kristinn, gengu í hjónaband. Það kom fljótt í ljós að fjölskyldan, sem við tengd- umst var mjög samhent. Fylgdist Sigurður náið með dætrunum sín- um fjórum og ekki síður með afa- börnunum, þegar þau litu dagsins Ijós. Hann var einstakur afi, sem börnin hændust að. Hann spilaði við þau, fór með vísur, las sögur og skemmti þeim á margan hátt. Hann gat komið öllum í gott skap. „Afi Siggi var alveg spes.“ Sumarbústað eiga þau hjón í Ef- stadal í Laugardal, sannkallaðan unaðsreit, þangað er gaman að koma og njóta fagurs útsýnis og gestrisni og veglegra veitinga þeirra hjóna. Þarna naut Sigurður sín vel og skrapp þangað og dvaldi þar eins oft og kostur var. Við fjöl- skyldurnar hittumst oft á gleði- stundum, þá var Sigurður ávallt gleðigjafi og kímnigáfa hans og hnittin tilsvör á takteinum. Hann hélt sérstaklega skemmtilegar tækifærisræður, þá var hann í ess- inu sínu og brandararnir flugu og allir veltust um af hlátri. Síðustu ræðu flutti hann 11. desember sl. á fertugsafmæli Eddu dóttur sinnar, þar fór hann á kostum og þá sá eng- inn, að þar fór sjúkur maður og eftir á er þetta dýrmæt minning, sem ekki gleymist. Það skarð sem Sigurður skilur eftir fyllir enginn, en örugglega myndi hann ekki vilja að sorg og söknuður yrðu viðvarandi þegar hugsað er til hans heldur bjartsýni og gleði. Kari, eiginkona Sigurðar, hefur annast mann sinn af sérstakri umhyggju og ótrúlegum dugnaði í hans erfiða veikindastríði og dæt- umar fjórar, Edda, Bima, Ellisif og Sunna, hafa allar stutt móður sína ómetanlega. Að lokum þökkum við Sigurði Ás- mundssyni einstök og trygg kynni og biðjum honum Guðs blessunar. Elsku Kari, dætur, tengdasynir og elsku litlu afabörnin sex, við vottum ykkur öllum dýpstu samúð. Þorbjörg Sigurðardóttir, Kolbeinn Ingi Kristinsson. Úr fjarlægð kveðjum við með miklum hlýhug Sigurð Ásmunds- son, sem var í senn góður vinur og traustur samferðamaður. Kynni okkar af þessum öðlingi voru slík að við munum ávallt minnast hans með væntumþykju og virðingu. Það ein rúmlega 32 ár síðan við kynntumst Sigurði og Kari, þegar nokkrir ungir ofurhugar hófu í sam- einingu að byggja fjölbýlishús innst á Kleppsvegi. Þau kynni þróuðust í ævai-andi vináttu beggja fjölskyldna, þótt oft væru miklar fjarlægðir milli okkar. Eftir langa útivist erlendis fannst okkur við ávallt vera komin heim þegar við nutum nærveru og gestrisni Kari og Sigurðar. Sigurður hafði þann eiginleika sem alltof fáum er gefinn, nefnilega að kunna þá list að skopast að hinu daglega lífi, mönnum og málefnum án þess að skilja eftir sárindi. Hann var og þeim hæfileika gæddur að geta snúið leiðinlegum hlutum upp í brandara þannig að maður lá úr hlátri. Hann var einn fyndnasti mað- ur sem við höfum á ævinni kynnst. Sigurður hafði margt til brunns að bera. Hann hafði, á sinn hógværa hátt, einstakt lag á að sjá lausn á erfiðum málum, sem öðrum yfirs- ást. Hann var og samviskusamur og nákvæmur enda sýndi hann það í verki sem skrifstofustjóri hjá Sindra hf. um langt árabil og svo síðar sem sendifulltrúi í utanríkis- þjónustunni. Hann var einstakur heimilisfaðir og fyrh'myndar afi. Hans verður sárt saknað í fjöl- skyldu okkar og við ásamt börnum okkar sendum Kari, dætrunum fjór- um, Eddu, Birnu, EUisif og Sunnu, og fjölskyldum þeii'ra innilegustu samúðarkveðjur. Við biðjum Guð að blessa Sigurð og varðveita og þökkum honum fyr- ir einhverjar skemmtilegustu sam- verustundir sem við höfum átt. Guðný Aðalsteinsdóttir, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, París. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Elsku Siggi minn, þegar ég hugsa til baka til baka er svo margt sem kemur upp í huga mér, en sú minn- ing sem er mér kærust, eru bfltúr- amir þar sem þú ert með pípuna á leið með mig og Sunnu í laugamar eða sunnudagaskólann hjá Ama Bergi þangað sem þú fórst með okk- ur hvem einasta sunnudag. Einnig minnist ég yndislegrar ferðar sem þú og Karí fóruð með okkur, þegai' við fómm út í Flatey á Breiðafirði. Það var heilt ævintýri fyrir stelpur eins og okkur. Og þar áttum við öll eftirminnilegar stundir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðard.) Við viljum biðja algóðan Guð að styrkja Karí og fjölskyldu í þessari miklu sorg. Með þökk fyrir allt. Kamilla og fjölskyldur. • Fleiri niinning-argreinar uni Sigurð Ásmundsson bíða birtingnr og munu birtast i blaðinu næstu daga. + Þorgeir Guð- mundur Ibsen var fæddur á Suð- ureyri við Súganda- Qörð 26. apríl 1917. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 8. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ib- sen Guðmundsson, formaður og út- gerðarmaður á Súgandafirði, og Lovísa Kristjáns- dóttir. Þorgeir var elstur átta systkina. Næstur honum var Kristján Al- bert, skipstjóri, f. 1920, d. 1963, Lovísa, sjúkraliði, f. 1921, Arína Þorlaug, ritari, f. 1923, d. 1994, Halldór Björn, útgerðarmaður og framkvæmdastjóri, f. 1925, Guðmundur Sigurður, skip- stjóri, f. 1926, Helgi Ingólfur, skipsljóri og framkvæmda- sfjóri, f. 1928, og Guðfinnur Jón, f. 1930, d. 1991. Þorgeir kvæntist árið 1955 Ebbu Júlíönnu Lárusdóttur, f. 1934. Þau bjuggu saman alla sína tíð í Hafnarfirði. Börn þeirra eru: 1) Ásgerður, kenn- ari, f. 1960, maki Július Helgi Valgeirsson málari og eiga þau þrjú börn. 2) Þorgeir Ibsen, framkvæmdasljóri hjá Ford Motor Company í Bandaríkjun- um, f. 1966, maki Denise M. Ib- sen, viðskiptafræð- ingur, og eiga þau þtjá syni. Fyrri kona Þor- geirs var Halla Árna- dóttir, f. 1920, d. 1995. Eignuðust þau þijú börn. Þau eru: 1) Rannveig Heiðrún, glerlistamaður, f. 1940, maki Benedikt Sigurðsson, lyfja- fræðingur, og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 2) Bryn- hildur Ilalla, starfar við þýðingar, f. 1944, maki Magni Baldursson, arkitekt, og eiga þau tvær dætur. Árni Ib- sen, rithöfundur, f. 1948, maki Hildur Kristjánsdóttir, kennari, og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Þorgeir tók kennarapróf árið 1939. Hann stundaði einnig nám í Iþróttakennaraskólanum og nam ensku og uppeldisfræði við St. Olaf College í Minnesota árin 1944-45 og einnig kennslufræði fyrir framhaldskennara í Colombia-háskóla í New York í Bandaríkjunum árið 1945. Þor- geir hóf kennslustörf í Borgar- firði og starfaði síðar á Akranesi þar sem hann kenndi í barna- skóla og unglingaskóla. Árin 1947-1955 var hann skólastjóri barna- og miðskólans í Stykkis- hólmi ásamt því að stofna þar iðnskóla. Frá 1955-87 var Þor- geir skólastjóri Barnarskóla Hafnarfjarðar, sem síðar varð Lækjarskóli. Einnig vann hann við gagna- og heimildasöfnun hjá íslenska álfélaginu 1977-82. Þorgeir var fréttarit- v- ari Ríkisútvarpsins í Stykkis- hólmi 1949-55 og síðar í Hafn- arfírði 1962-87. Þorgeir starfaði mikið að fé- lagsmálum, var formaður fþróttaráðs Akraness, einn af stofnendum og fyrsti formaður íþróttabandalags Akraness og var formaður Iþróttabandalags Hafnaríjarðar. Þá var hann upphafsmaður badmintons í Stykkishólmi og síðar meðal stofnenda Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Hann var einn af <, stofnendum Lionsklúbbs Hafn- arfjarðar og formaður í fjögur ár. Einnig var hann einn af stofnendum Norrænafélags Hafnarfjarðar og í stjórn Bóka- safns Hafnarfjarðar og formað- ur þess um skeið. Hann sat einnig í Bláfjallanefnd fyrir Hafnarfjörð, starfaði innan Sjálfstæðisflokksins og sat í fulltrúaráði og kjördæmisráði hans um árabil. Þá var hann einnig varabæjarfulltrúi í Hafn- arfírði og sat í ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Þorgeir skrifaði ljölda greina í blöð og tímarit, einkum um skóla-, fræðslu- og þjóðmál.^r Hann gaf út ljóðabókina „Hreint og beint“ árið 1992. Útfór Þorgeirs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudag- inn 15. febrúar og hefst athöfn- in klukkan 13.30. ÞORGEIR IBSEN Pabbi minn, þá ertu floginn fyrr en áætlað var. Þú hafðir alltaf sagt að þú myndir lifa árið 2000 vírusinn. Þú vildir fara með reisn - það má með sanni segja að þér varð að þeirri ósk þinni. Eg gat ekki óskað mér betri föð- ur. Þú varst alltaf til reiðu þegar á reyndi. Eg veit að ég hélt fyi'ir ykk- ur mömmu oft vöku: „Hverju tekur hann upp á næst, drengurinn?“ Þú varst alltaf til staðar að hvetja mig áfram. Sérstaklega þegar ég for að vinna og koma mér áfram vestra. Þó að þú vildir gjarnan að ég kæmi heim varstu trúr þinni eigin speki: „Hver verður að róa eftir sínu ára- lagi.“ Stuðningur þinn og hvatning verður ekki bara í minningunni, heldur vona ég að geta einnig stutt strákana mína á sama hátt. Mér er hugsað til þess tíma sem við höfum átt saman. Það er ekki bara tíminn sem skiptir mál, þú áttir alltaf nóg af honum fyrir okkur systkinin og fyrir barnabörnin. Það var meira hvernig þið mamma sáuð um að við vorum alltaf sterkur hluti af ykkar lífi; hvað við fundum fyi'ir sterkum tengslum. Það hljómar kannski sem sjálfsagt, en ég man eftir mörgum ferðunum sem þið mamma voruð boðin í en þið tókuð ekki í mál að skilja okkur krakkana eftir heima. Út á land, upp á fjöll eða út í lönd. Við vorum alltaf með. Það var alveg sérstakt að ferðast með þér. Hver þúfa og hver steinn átti sína sögu. Það var það sama upp á teningnum þegar þið voruð með hin- ar ýmsu uppákomur og við systkinin voium alltaf þátttakendur. Það er ýmislegt sem þú skilur eftir í minn- ingunni. Já, það er margt sem ég get lært af ykkur mömmu. Þið voruð alltaf til staðar þegar á reyndi. Þetta er ekki bara ást, heldur einnig vinátta og tryggðabönd sem ég hef ekki séð jafn sterk hjá mörgum. Það var al- veg sérstakt að horfa á samband ykkar mömmu og fjölskyldunnar styrkjast gegnum árin. Það má með sanni segja að þú lést ekki fjarlægð- ina halda aftur af þér. Það var alveg sama hvert ég flakkaði, þið voruð alltaf til í að koma og vera hjá okkur og eiga ógleymanlegar stundir. I seinni tíð má segja að þú lést ekkert stoppa þig, sér í lagi í haust þegar þú varst með sanni farinn að kljást við sjúkdóminn. Ég veit að þú varst spenntur yfir þvi að ég var að koma heim. Það var svo margt sem við ætluðum að tala um. Hvernig gengi, hvert væri stefnt og svo hvernig strákarnir hefðu það. Já, það hefur svo margt gerst síðan þú heimsóttir okkur síð- astliðið haust. Svo mikið að segja frá. Þú varst að fram á síðustu stundu. Ég sé það á greininni sem þú laukst við skrifa um helgina að þú hafðir enn ýmislegt til málanna að leggja. En þrátt fyrir allar áætlanir okkar er ekki hægt að setja stefnumót við síðasta ferðalagið. Bless, elsku pabbi minn. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Þorgeir. Elsku pabbi. Ég kveð þig með orðunum þínum, ljóðinu þínu „Til vina“ sem þú fórst oft með í vinahópi. Þótt ævitiminn eyðist og ört verði þáttaskil, vér eigum margs að minnast og margs að hlakka til. Og sérhver með oss eldist, sem unnumvérhérájörð og á vom hug og hjarta, vora heill og þakkargjörð. (Þ.I.) Þín Ásgerður. Elsku afi. Nú er komið að leiðar- lokum. Það var svo sárt að missa þig og við söknum þín mikið, en við er- um þakklát fyrir allar góðu minning- arnar. Það var gott að koma til ykkar ömmu heim á Sævang. Þegar við vorum lítil fórstu oft með okkur nið- ur að „afa sjó“ og við hentum stein- um út í sjóinn. Nú verðum við að að ganga með Guðlaugu litlu Björt þangað niður eftir. Þið amma vora líka dugleg að heimsækja okkur í Njarðvíkurnar, þá bakaði amma oft pönnukökur og þú talaðir við okkur um það sem við vorum að gera hverju sinni. Hvernig gengi í skólan- um, íþróttunum, tónlistinni og hest- unum; þú fylgdist vel með okkur. Það var líka gott að tala við þig og fá ráðleggingar hjá þér. Við fórum í mörg ferðalög saman bæði hér innanlands sem utanlands. Það var gaman að ferðast með ykk- ur ömmu, skemmtilegast var að fá að vera með ykkur í bfl því þar var alltaf líf og fjör. Við sungum mikið saman og þú sagðir okkur sögu landsins, hvað staðirnir hétu sem við fórum um. Þú varst fróður um allt og það var svo ótrúlegt hvað þú mundir alla hluti og svo sagðir þú svo skemmtilega frá. Við vorum lánsöm að hafa átt þi^f sem afa. Elsku afi, við þökkum þér íyrir allar góðu og skemmtilegu stundirn- ar sem við áttum saman. Guð blessi afa okkar. Atli Geir, Ebba Lára og Guðlaug Björt. Þorgeir Ibsen varð skólastjóri Barnaskóla Hafnarfjarðar haustið 1955. Frá þeim tíma höfum við Þor- geir þekkst. Ég átti sæti í fræðslu- ráði Hafnarfjarðar um tveggja ára- tuga skeið, að vísu ekki samfellt, en það varð til þess að við áttum oft ná- ið og gott samstarf. Þessi mikli* kynni leiddu til órjúfanlegra vináttú okkar. Og það var sannarlega gott að eiga menn eins og Þorgeir í hópi vina. Hann var hreinskiptinn, heill og traustur, kraftmikill og hress og það óx honum ekki í augum þótt hann yi-ði að takast á við erfiðleika sem óhjákvæmilega koma upp í svo viðamiklu starfi sem skólastjórn íylgir. Hann var mjög farsæll stjórnandi, tfllögugóður og oft ómet- anlegur styrkur að því að geta til hans leitað. Barnaskóli Hafnarfjarð- ar (síðar Lækjarskóli) var eini barnaskólinn á vegum bæjarins á þeim tíma en st. Jósefssystur starf- ræktu einnig barnaskóla. I vaxandi bæjarfélagi skeður það oft að íbúui^ fjölgar hraðar en ýmiss konar þjón- usta er byggð upp. Þetta brann mjög á barnaskólanum. Það varð þvi að glíma við mikil húsnæðisþrengsli. Var skólinn að mestum hluta þrí- settur suma tíma. Vinnuaðstaða kennara var erfið og þufti því mikla hagsýni til að ná öllum endum sam- an svo að daglegt starf gæti gengið snurðulaust. Vinnudagur skólastjór- ans var því oft langur og strangur við þessar aðstæður. Þorgeir haslaði sér einnig völl á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Hann var mjög virk- ur í íþróttahreyfingunni og átti þar sæti í nefndum og stjórnum á æðstu stigum. Hann helgaði því æskunni lífsstarf sitt að stói-um hluta. Þor- geir var mikils virtur og á hann hlustað á mörgum sviðum. Hann skrifaði um skólamál auk almennra mála í þjóðfélaginu. Hann lét sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.