Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 26. MAÍ 1999 B 5
SMÁÞJÓÐALEIKAR
á leikunum stendur fram á laugar-
dag. Sérstakir heiðursgestir við
setningu leikanna voru Henney
Wenzel, sem varð Ólympíumeistari í
svigi kvenna 1964, og Xaver Frick,
sem keppti í frjálsíþróttum á Ólymp-
íuleikunum 1936, en hann er orðinn
94 ára gamall. Þau eru öll frá Li-
echtenstein.
Björn Bjamason, menntamálaráð-
herra, og Ellert B. Schram, forseti
íþrótta- og ólympíusambands Is-
lands voru við setningarathöfnina.
Keppendur á Smáþjóðaleikum
Evrópu eru frá Islandi, Liechten-
stein, San Marínó, Kýpur, Lúxem-
borg, Möltu og Mónakó. Þetta eru
allt þjóðir innan Evópu sem eru með
minna en milljón íbúa. Fjölmennasta
þjóðin er Kýpur með rúmlega 700
þúsund íbúa, en sú fámennasta er
San Marínó með 24 þúsund íbúa, en
Liechtenstein er litlu stærra, með 32
þúsund íbúa.
Smáþjóðaleikamir vom fyrst
haldnir í San Marínó 1985. Allar átta
þjóðirnar hafa nú haldið leikana og
því verða næstu Smáþjóðaleikar í
San Marínó eftir tvö ár, árið 2001.
íslenska íþróttafólkið hefur ávallt
verið í fremstu röð og hefur unnið
flest verðlaun allra þjóða, eða sam-
tals 437 verðlaun á þessum átta leik-
um.
Veðrið í Liechtenstein hefur verið
eins og best verður á kosið, 22 stiga
hiti og léttskýjað.
JUAN Antonio Samaranch, for-
seti Alþjóða ólympíunefndar-
innar, IOC, setti áttundu Smá-
þjóðaleikana sem hófust á
Þjóðarleikvanginum í Li-
echtenstein í fyrra kvöld. ís-
lendingar sendu 113 keppend-
ur á leikana að þessu sinni.
Jón Arnar Magnússon, tugþraut-
arkappi, fór íyrir íslenska hópn-
um og var fánaberi. Keppt verður í
frjálsíþróttum, sundi, júdó, tennis,
borðtennis, skotfimi og skvassi.
Keppni hófst í gær og stehdur fram
á laugardag.
Tæplega þúsund keppendur er
mættir til leiks og vom um 5.000
áhorfendur sem fylgdust með
setnignunni á mánudagskvöld, sem
var hin glæsilegasta. Skíðakappinn
frá Liechtenstein Marko Buche, sem
varð annar á heimsmeistaramótinu í
stórsvigi í Vail í Colorado í vetur,
tendraði eldinn sem mun loga meðan
Malta fær
leikana 2003
GUÐNÝ Einarsdóttir fagnar Silju Úlfarsdóttur eftir að Silja kom fyrst í mark í 100 m hlaupi. Guðný
fékk gullið í greininni fyrir tveimur árum í Reykjavík, þá fimmtán ára.
í gær var ákveðið á þingi
Samtaka smáþjóðanna að ieik-
arnir 2003 yrðu á Möltu. Tvær
umsóknir bárust um þá leika,
írá Möltu og Mónakó. Þar sem
75 ár verða þá frá því að
Möltubúar sendu keppendur
fyrst á Óiympiuleika var
ákveðið að styðja umsókn
þeirra. Mónakó sótti þá um að
fá að halda leikana 2Ö07 og
það var samþykkt. Ólympíu-
nefnd Mónakó heldur það ár
upp á 100 ára afmæli sitt.
Næstu leikar verða í San Mar-
ínó eftir tvö ár.
Frjálsíþróttamenn voru á verðlaunapalli á fyrsta keppnisdeginum í Schaan
Tvenn gullverðlaun
ÍSLENDINGAR unnu tvenn gullverðlaun, ein silfur- og þrenn
bronsverðlaun á fyrsta degi frjálsíþrótta í rigningu og
þrumuveðri í Liechtenstein í gær. Júdómennirnir unnu auk
þess til fernra gullverðlauna og eru íslendingar því með sex
gullverðlaun eftir fyrsta keppnisdag og eru efstir á verð-
launalistanum. Magnús Aron Hallgrímsson úr HSK sigraði í
kringlukasti og Silja Úlfarsdóttir, FH, vann 100 metra hlaup
kvenna nokkuð óvænt á hlaupabrautinni í Schaan.
Jóhannes Már Marteinsson varð
annar í 100 metra hlaupi og
Reynir Logi Ólafsson þriðji, aðeins
■■■■■■ einum hundraðshluta
Vaiur B. úr sekúndu á eftir Jó-
Jánatansson hannesi. Bima
skrifar Björnsdóttir varð
þriðja í 800 metra
hlaupi og Guðný Eyþórsdóttir
þriðja í 100 metra hlaupi.
Frekar leiðinlegar aðstæður voru
á frjálsíþróttavellinum vegna bleytu
og fáir áhorfendur. Stemmningin
var því ekki mikil í kringum keppn-
ina. Silja vann fyr.stu gullverðlaun
dagsins á frjálsíþróttavellinum og
kom það íslensku liðsmönnunum á
óvart. Hún náði ekki góðu starti, sat
aðeins eftir í startblokkunum en tók
vel við sér eftir það og fór fram úr
keppinautum sínum rétt áður en
hún kom í markið.
Magnús Aron öruggur
Magnús Aron var öryggið upp-
málað í kringlunni og tók forystu
frá fyrsta kasti, sem var rúmlega 54
metrar. Hann lengdi sig síðan jafnt
og þétt og kom lengsta kastið í
fimmtu tilraun, 58,28 metrar. Eng-
inn ógnaði sigri hans því sá sem
kom næstur var með 51,67 metra.
Kringlukastarinn efnilegi, Óðinn
Björn Þorsteinsson, náði sér ekld
alveg á strik á sínu fyrsta stórmóti,
kastaði lengst 40,97 metra og varð
neðstur. Hann á best 54,72 metra.
Jóhannes Már Marteinsson og
Reynir Logi Ólafsson voru báðir
með betri tíma í undanrásum en í
úrslitahlaupinu sjálfu. Jóhannes
hljóp þá á 10,82 sek. en 10,85 í úr-
slitum og Reynir Logi hljóp á 10,84
í undanrásum og 10,86 sek. í úrslit-
um. Þess ber að geta að þegar úr-
slitahlaupið fór fram rigndi meira.
Sigurvegari var Anninos Makollides
frá Kýpur á 10,61 sek.
Birna Bjömsdóttir hljóp 800
metrana á 2,08,70 mín. Hún var að-
eins 0,03 sek. á eftir stúlkunni sem
varð í öðm sæti, en Christa Salt frá
Lúxemborg sigraði á 2.6,90 mín.
Unnsteinn Grétarsson varð fjórði í
sínum riðli í undanrásum í 400
metra hlaupi á 54,60 sek. og komst
áfram í úrslit, sem fram fara í dag.
Loks varð Guðný Eyþórsdóttir
fimmta í langstökki með 5,42
metra.
Yfirburðir hjá Magnúsi Aroni
MAGNÚS Aron Hallgrímsson
var með nokkra yfirburði í
kringlukastinu. „Ég er mjög
ánægður með þennan árangur
miðað við þær aðstæður sem
vom hér. Eg er að stíga upp úr
meiðslum því ég fér í uppskurð í
janúar og er nú að koma veru-
lega til. Hringurinn var blautur
og því háll og keppendur áttu
það til að renna í honum,“ sagði
þessi efnilegi kastari sem
kastaði lengst 58,28 metra. Þetta
var fyrsta mót hans í ár og lofar
árangur hans svo sannarlega
góðu fyrir sumarið.
Magnús keppti á Smáþjóða-
leikunum á íslandi fyrir tveimur
árum og kastaði þá kringlunni
rúma 35 metra. „Ég er auðvitað
ánægður með framfarirnar á
milli Smáþjóðaleika. Ég veit að
ég á mun meira inni. Eg hef ver-
ið að kasta enn lengra á æfing-
um. Ég hef kastað lengst 60,62
metra síðan í fyrra og ég var
ekki langt frá því hér. Ég keppi í
Svíþjóð um næstu helgi og í Evr-
ópubikarmóti um miðjan júní.“
Hann segist stefna á lágmark-
ið fyrir HM í sumar, en það er 62
metrar. „Ég tel mig eiga mjög
góða möguleika á að ná því og
það kæmi mér á óvart ef ég
gerði það ekki. Þetta á aðeins
eftir að smella saman og ég veit
að það gerir það á næstu vikum
eða dögum," sagði Magnús
Aron.
Óvænt
hjá Silju
SILJA Úlfarsdóttir úr FH
gerði sér lítið íyrir og sigraði í
100 metra hlaupi kvenna á
12,09 sekúndum og varð fyrsti
Islendingurinn til að vinna til
gullverðlauna á nýja frjálsí-
þróttavellinum í Lieehtenstein.
Hún ætlaði ekki að keppa í
hlaupinu þar sem hennar helstu
greinar eru 200 og 400 metra
hlaup. „Ég var beðin að vera
með því það vantaði keppendui-
í hlaupið, voru aðeins fjórar
skráðar. Ég sló því til svo
hlaupið myndi ekki falla niður
og sigraði. Það var óvænt. Ég
bætti fyrri árangur minn um
0,20 sekúndur. Ég átti ekki von
á þessu,“ sagði Silja eftir hlaup-
ið sem hún skeiðaði á 12,09 sek-
úndum. Guðný Eyþórsdóttir,
IR, sem sigraði í þessari grein
á síðustu leikum á íslandi fyrir
tveimur árum, varð þriðja á
12,37 sek.
Stúlkumar voru fimm sem
hófu keppni, en ein var dæmd
úr leik venga þess að hún
þjófstartaði tvisvar sinnum. í
þriðja sinn sem ræst var af stað
klikkaði tímatakan og stúlkurn-
ar þurftu því að fara á ráslín-
una í ijórða sinn. Silja var sein
af stað en náði síðan keppinaut-
um sínum og var nokkuð á und-
an næstu.
Silja, sem verður 18 ára síðar
í sumar, hefur æft frjálsí-
þróttirí fjögur ár hjá FH. „Ég
byrjaði í frjálsum með því að
taka þátt í skólahlaupi og vann.
Þá buðu FH-ingar mér á æfing-
ar hjá frjálsíþróttadeildinni. Ég
var líka á fullu í handboltanum
með FH en lagði handbolta-
skóna á hilluna í fyrra. Ég hef
meira gaman af frjálsum,“
sagði hún.
Samaranch
setli leikana í
Liechtenstein