Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ GLUGGAR hússins eru illa farnir og það lekur í vatns- veðrum. Kópavogshælið í niðurníðslu Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson GAMLA Kópavogshælið hefur látið verulega á sjá og bíður þess að verða gert upp. fjármögnuðu viðgerðir á því. Úppi hafa verið hugmyndir um að nota húsið sem nk. fræðslumiðstöð Ríkisspítal- anna en einnig hefur það ver- ið rætt að Kópavogsbær not- aði húsið undir sparifundi og sem móttökustað. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim málum og á meðan bíður hús- ið endurnýjunar lífdaga. Fyrst berklasjúkir, síðan holdsveikir Húsið var reist á árunum 1925-26 og tekið í notkun 14. nóvember 1926. Pað var upp- haflega reist sem Hressing- arhæli Hringsins og var ætl- að fyrir berklaveika sjúk- linga. Hringskonur hófu að safna fé í bygginguna árið 1906 og arkitekt hússins var Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins. Árið 1939 fékk ríkið hælið afhent án endurgjalds með öllum búnaði. Skömmu síðar voru berklasjúklingarnir fluttir annað og í staðinn komu holdsveikisjúklingar frá Laugamesi og breyttist því hælið í Holdsveikraspítal- ann í Kópavogi. Síðasti sjúk- lingurinn var síðan fluttur úr húsinu árið 1975 og var húsið þá notað í nokkur ár við kennslu þroskaþjálfanema. Auk þess var eldhús staðar- ins í húsinu til 1985. Síðan þá hefur engin starfsemi verið í þessari fyrstu byggingu Kópavogshælis. Þegar Morgunblaðið ræddi við Magnús Skúlason hjá húsafriðunarnefnd sagði hann að til stæði að gera út- tekt á húsinu. Hann taldi að full ástæða væri til að setja húsið á skrá yfir merkileg hús og halda því við. Biður endur- nýjunar og nýs hlutverks Kópavogur GAMLA Kópavogshælið, eitt af þekktari húsum í Kópa- vogi, liggur nú undir skemmdum. Húsið er í eigu Ríkisspítalanna, sem ekki hafa fjárráð til að gera húsið upp, og ríkir óvissa um fram- tíð þessarar sérstöku bygg- ingar. Að sögn Péturs J. Jónas- sonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Kópavogs- hælis, er húsið í afar bág- bornu ásigkomulagi og telur hann að húsinu sé ekki sýnd- ur sá sómi sem því ber. Hús- ið hefur ekki verið notað í fjölda ára og lítið verið gert til að halda byggingunni við. Pétur sagði það slys hafa átt sér stað að farið var í svo- kallaðar sprunguviðgerðir á sínum tíma og voru þá veggirnir ristir með slíp- irokkum og kítti troðið í sprungurnar. Þetta hefði ekki borið tilætlaðan árang- ur og væri þar að auki lýti á húsinu. Gluggar hússins eru orðnir óþéttir og að sögn Péturs lekur inn í það í vatnsveðrum. Pétur sagði að lengi hefði verið talað um að gera húsið upp. Stjórn Ríkisspítalanna hefði hins vegar ekki treyst sér til að taka ákvörðun um framtíð hússins vegna þess hve kostnaðarsamt það yrði, enda væri það hlutverk spít- alanna að lækna sjúka en ekki að gera upp gömul sögu- fræg hús. Ekki hefur verið leitað eftir fé frá öðrum aðil- um og taldi Pétur þá leið ekki fullreynda. Hann taldi það líka byggj- ast á framtíð hússins hverjir fþróttamiðstöðin á Nesinu stækkar Stórt stökk fyrir fim- leikafólk í Gróttu Seltjarnarnes FRAMKVÆMDIR við stækkun íþróttamiðstöðvar- innar á Seltjamamesi em nú á lokastigi. I haust verður öll aðstaða til íþróttaiðkunar innanhúss orðin mun betri, sér í lagi hjá fimleikadeild Gróttu, þai- sem tekinn verð- ur í notkun nýr fimleikasalur. Að sögn Sigurgeirs Sig- urðssonar, bæjarstjóra á Sel- tjarnamesi, er um að ræða heljarmikið hús fyrir fim- leikadeildina. Hann sagði að mikill uppgangur hefði verið í starfi deildarinnar og væri með þessu verið að bregðast við því blómlega starfi. Nýi salurinn verður rúmlega 500 fermetrar að stærð og verður jafnframt notaður undir aðra íþróttaiðkun, þótt hann sé að- allega hugsaður fyrir fim- leikaæfingar. Nú er einnig verið að stækka anddyri íþróttamið- stöðvarinnar um 120 fer- metra auk þess sem lokið verður við byggingu á 200 fermetra félagsaðstöðu fyrir íþróttafélagið Gróttu. Ný búningsherbergi verða á jarðhæð með sérinngangi og sagði Sigurgeir það hafa ver- ið vandamál hingað til að áhorfendur og leikmenn hefðu þurft að nota sama inn- gang. Með þessari viðbyggingu stækkar íþróttamiðstöðin á Seltjarnarnesi verulega. Fyr- ir vora aðrir íþróttasalir, sundlaug og félagsmiðstöð og verður stöðin orðin hátt í 8.000 fermetrar að flatarmáli þegar framkvæmdum við Morgunblaðið/Þorkell UNNIÐ að frágangi í nýjum fimleikasal á Seltjarnarnesi. stækkun lýkur. Áætlað er að ingar ættu að geta hafist verktakar skili verkinu um strax í haust í nýjum hluta miðjan ágúst, þannig að æf- íþróttamiðstöðvarinnar. Göngin breyttu atvinnumögu- leikum Kjalarnes NÝIR möguleikar opnuðust íbúum Kjalamess þegar Hvalfjarðargöngin voru tek- in í gagnið á síðasta ári. Göngin auðvelda Kjalnes- ingum að sækja vinnu hand- an fjarðarins og auka þannig atvinnumöguleika þeirra. Þess eru jafnvel dæmi að fólk hafi flust til Kjalamess eftir tilkomu ganganna til þess að sækja vinnu hinum megin Hval- fjarðar. Hjónin Fanney Einars- dóttir og Þorvaldur Ragn- arsson hafa búið á Kjalar- nesi um nokkurra ára skeið, þau segja að Hvalfjarðar- göngin hafi breytt atvinnu- möguleikum sínum. Þegar hjónin fluttu á Kjalames starfaði Þorvaldur sem sjó- maður en Fanney lærði til matreiðslumanns í Reykja- vík. Lóðaskortur sem hrjáði Reykvíkinga varð til þess að þau völdu að reisa sér hús á nesinu. Þorvaldur hóf störf hjá íslenska jámblendifélaginu á Grundartanga í sumar, áð- ur en göngin komu gat hann ekki hugsað sér að þræða Morgunblaðið/Erla Skúladóttir ÞORVALDUR Ragnarsson og Fanney Einarsdóttir. Hvalfjörðinn daglega til að sækja vinnu handan hans. Nú finnst honum vinna þar hins vegar góður kostur. Fanney þekkir tíðar bíl- ferðir um Hvalfjörð af eigin raun því hún vann í kerskála Norðuráls á Grandartanga áður en göngin styttu mönnum leið. Hún segist reyndar lítinn ama hafa haft af ferðalög- unum en vissulega sé tíma- sparnaðurinn sem göngin leiði til mikilvægur, hjónun- um finnst hins vegar gjaldið sem greiða þarf fyrir ferð um göngin fullhátt og segja miklu skipta að fyrirtæki taki þátt í þeim kostnaði með starfsmönnum. Þorvaldur og Fanney segja búsetu á Kjalamesi hafa ýmsa góða kosti auk at- vinnumöguleikanna, stutt sé í bæinn að sækja verslun og þjónustu. Þau eiga von á tví- burum með haustinu og telja góðar aðstæður til að ala upp börn á nesinu, „hér er margt ungt fólk með börn“, segja hjónin. Þau segja Kjalarnes vera kyrr- látt og gott samfélag sem bjóði upp á fjölbreytt og skemmtilegt fuglalíf. „Hér fáum við ágætan skammt af sveitalífi,“ sagði Fanney að lokum. Hraðatak- markanir við Eyrar- land Fossvogur FYRIRHUGAÐ er að breyta hvei-finu um- hverfis Eyrarland í Fossvogi í svokallað 30 kílómetra svæði á næst- unni. í því felst að í Eyr- arlandi og í götunum sem út frá því liggja verður 30 km hámarks- hraði, auk þess sem sett verða hlið með skiltum við enda gatnanna við Eyrarland. Þessi aðgerð er í framhaldi af stefnu- markandi samþykkt borgarstjórnar sem mið- ar að auknu umferðarör- yggi í borginni. Þessu fyrirkomulagi hefur verið komið á í öðrum hverfum borgar- innar og hefur gefist vel, að sögn Olafs Bjarna- sonar, yfirverkfræðings hjá borginni. Sem dæmi um önnur hverfi má nefna Hlíðarnar út frá Lönguhlíð og Laugar- neshverfi. Jákvæð viðbrögð Með þessu er verið að draga úr umferðarhraða í íbúðahverfum. Olafur sagði að stefnt væri að því að fækka alvarlegum slysum í borginni um 20% og væru þessi 30 kílómetra svæði liður í þeirri viðleitni. Ekki sagðist Ólafur hafa heyrt annað en já- kvæð viðbrögð íbúa vegna þessa. Fólk hefði sýnt meiri varkárni og hliðin með skiltunum hefðu vakið athygli. I sumum götum hefur verið komið fyrir hraða- hindrunum til viðbótar við hliðin, en það er þó ekki reglan og alls óvíst að slíkt fyrirkomulag verði í götunum um- hverfis Eyrarland. ----------------- Breytingar í Salahverfí samþykktar Kópavogur BREYTINGAR á deiliskipulagi í Sala- hverfi voru flestar sam- þykktar á bæjarstjórn- arfundi Kópavogs á þriðjudag. Nokkrir íbú- ar í nærliggjandi götum sendu inn athugasemdir vegna breytinganna. Einnig gerðu nokkrir lóðarhafar sem verða í nábýli við fjölbýlishúsin athugasemdir. Háhýsin hækka Breytingarnar felast aðallega í því að fyrir- huguð fjölbýlishús á svæðinu verða hækkuð um tvær hæðir og þau færð til innan lóðar mið- að við fyrra deiliskipu- lag. Farið var yfir allar athugasemdir á bæjar- stjórnarfundinum. Nið- urstaðan varð sú að samþykktar voru breyt- ingar á hækkun og til- færslu sex háhýsa en einni breytingu var hafnað á þeirri forsendu að hún hefði of mikil áhrif á næsta umhverfi hússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.