Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 29
FERÐALÖG
Neskaupstaö
FERÐAFÉLAG Fjarðamanna á
Austíjörðum hefur nýlega gefið
út göngukort sem nær yfír svæð-
ið frá Seyðisfirði til Reyðarfjarð-
ar, jafnhliða kom út kort frá
ferðamálahópi Borgfirðinga um
Víknaslóðir og nær það til Seyð-
isfjarðar og er þar með búið að
kortleggja og stika gönguleiðir
frá Borgarfirði til Reyðaríjarðar
og opna Austfirði fyrir göngu-
fólk og auðvelda því leið þar um.
Að sögn ferðafélagsfólks er
með þessu búið að auðvelda
gönguleiðir inn á tvö af glæsileg-
ustu svæðum Iandsins til nokk-
urra daga gönguferða, það er
Gerpissvæðið og Vikur
sunnan Borgarfjarðar.
A Suðurfjörðutn Aust-
fjarða er nú unnið að stik-
un og er gert ráð fyrir að
göngukort um þær slóðir
komi út á næsta ári.
Á göngukortinu sem út er
komið hjá Ferðafélagi
Fjarðamanna, auk stikuðu
Ieiðanna sem merktar eru
rauðar, er vísað á ýmsar forn
ar þjóðleiðir og stuttar
skemmtilegar leiðir frá þjóð-
vegi. Þá er á kortinu íjöldi ör-
nefna auk þess sem fornir kirkju-
staðir eru merktir svo og forn-
býli. Kortagerðina annaðist Ás-
geir Heiðar Ásgeirsson landfræð-
ingur.
Ferðafélag Fjarðamanna er
Morgunblaðið/Ágúst
FERÐAFÉLAGSMENN á Sveinstaðaeyri í Hellisfirði.
með margvíslega starfsemi auk
kortagerðar og leiðarmerkinga
t.d. stendur félagið fyrir lengri
gönguferðum svo sem sex daga
göngu um Gerðissvæðið. Þá eru
hinar svokölluðu kvöldgöngur
mjög vinsælar en í þeim eru
þátttakendur á bilinu 20 til 60 á
öllum aldri.
Sumarið 1998 kom félagið
upp hreinlætisaðstöðu í Vöðla-
vík og stefnir á að reisa þar
svefnskála. Félagið gefur út
fréttabréf tvisvar á ári auk
þess að vera komið með vef-
síðu á Netinu þar sem eru
margvíslegar upplýsingar,
svo sem myndir af svæðinu
og stuttar lýsingar á
gönguferðum. Slóðin er
símnet.is/ffau. Formaður
Ferðafélags Fjarðamanna er fna
Gísladóttir, Neskaupstað.
Blómleg
starfsemi
Ferðafélags
Fjarða-
manna
Gróðursetur eitt
tré fyrir hvern
ferðamann
Keflavík - „Þegar ég hef verið á
ferð um Reykjanesskagann með
ferðamenn hefur það snortið mig
að sjá alla auðnina. Þegar ég fór að
fara með fólk í hvalaskoðun kvikn-
aði þessi hugmynd hjá mér,“ sagði
Helga Ingimundardóttir, leiðsögu-
maður í Reykjanesbæ. Helga hét
því í fyrri að gefa og gróðursetja
eitt tré fyrir hvern ferðamann sem
hún færi með í hvalaskoðun og ný-
lega gróðursetti hún 3.400 tré við
Rósarselsvötn á Miðnesheiði við
Reykjanesbæ. Það voru ekki einu
trén því að Olafur Oddson hjá
Skógi'ækt ríkisins var svo hrifinn
af þessu framtaki Helgu að hann
ákvað að gefa eitt tré á næsta ári á
móti hverju tré Helgu.
Helga sagði að mikil aukning
hefði verið í hvalaskoðun og væri
hún nú með einn bát, Andreu, sem
væri eingöngu notaður til ferð-
anna. Hún sagði að Andrea tæki 55
ferðamenn í ferð og oft kæmi fyrir
að farnar væru tvær ferðir á dag.
Siglt er frá Keflavík út í Garðsjó og
oftar en ekki hafa ferðamennimir
heppnina með sér. Þar geta menn
búist við að sjá flestar gerðir af
hvölum og á sunnudaginn hittu
þeir á Andreu og sáu langreið.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
HELGA Ingimundardóttir, leiðsögumaður á hvalaskoðunarbátnum
Andreu, var að fara í enn eina ferðina með ferðamenn sem voru komn
ir til að sjá hvali.
Með Eyjaferðum um Breiðafjörð
Auka hrognin
kynhvötina?
„HROGNIN eru
holl og góð,“
segir Ólafur Sig-
hvatsson, vél-
stjóri um borð í
Hafrúnu, við
hina sægarpana
sem em á Suð-
ureyjasiglingu
um Breiðafjörð
með Eyjaferð-
um. Síðan býður
hann þeim að
bragða á hrogn-
um úr ígulker-
um, hörpudisk
og ýmsu fleira
gómsæti, beint
úr sjónum. „Jap-
anir hafa sagt
mér að hrognin
auki kynhvötina
um 90%. Ekki hef ég nú sjálfur
orðið var við það en þau bragðast
vel. Það verður ekki af þeim skaf-
ið.“
Ólafur hefur í 11 ár starfað fyrir
Eyjaferðir en áður var hann skip-
stjóri í 31 ár, gerði út frá Stykkis-
hólmi. „Að sjálfsögðu," segir hann.
Hjartað 600 kíló
Eyjaferðir bjóða alls kyns sjó-
ferðir yfir sumartímann. Frá
Stykkishólmi eru m.a. í boði
skemmtisiglingar þar sem sjávar-
réttahlaðborð er innifalið. Hvala-
skoðunarferðirnar eru flestar farn-
ar frá Ólafsvík og segir Siggeir
Pétursson skipstjóri að stórhvala-
skoðunarferð taki 5-7 klukkustund-
ir. „A ákveðnum tímum yfir sumar-
ið er nánast öruggt að menn sjái
steypireiði. Skepnan sú hefur
hjarta sem vegur 600 kíló og sporð
sem er álíka stór og fótboltamark."
Markaður í
Lónkoti
FERÐAÞJÓNUSTAN Lónkoti í
Skagafirði stendur fyrir þremur
markaðsdögum í sumar og er
um að ræða nýjung í starfsem-
inni. Um er að ræða síðasta
sunnudag í júní, júlí og ágúst. í
fréttatilkynningu frá Lónkoti
segir að markaðurinn verði í
stærsta samkomutjaldi landsins.
Handverksfólk og fleiri
áhugasamir geta snúið sér til
Ólafs Jónssonar í Lónkoti til að
panta aðstöðu og fá frekari upp-
lýsingar. Markaðurinn verður
opinn fyrir almenning frá kl. 13-
18 og er stefnt að því að gera
þetta að árvissum viðburði í
sveitinni.
Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir
OLAFUR Sighvatsson vélstjóri dregur inn afiann.
ásamt fleiri
góðum tilboðum
SAUTJÁN
Laugavegi 91, sími 511 1720
Kringlunni, sími 568 9017
Frábær tilboð á
Kringlukasti
Verðdæmi:
DIESEL gallabuxur
áður 6.900 - nú 3.900
DIESEL buxur m/reimum
áður 6.900 - nú 4.900
DIESEL peysur
áður 4.900 - nú 2.900
KOOKAI hettupeysur
áður 4.900 - nú 2.900