Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 29 FERÐALÖG Neskaupstaö FERÐAFÉLAG Fjarðamanna á Austíjörðum hefur nýlega gefið út göngukort sem nær yfír svæð- ið frá Seyðisfirði til Reyðarfjarð- ar, jafnhliða kom út kort frá ferðamálahópi Borgfirðinga um Víknaslóðir og nær það til Seyð- isfjarðar og er þar með búið að kortleggja og stika gönguleiðir frá Borgarfirði til Reyðaríjarðar og opna Austfirði fyrir göngu- fólk og auðvelda því leið þar um. Að sögn ferðafélagsfólks er með þessu búið að auðvelda gönguleiðir inn á tvö af glæsileg- ustu svæðum Iandsins til nokk- urra daga gönguferða, það er Gerpissvæðið og Vikur sunnan Borgarfjarðar. A Suðurfjörðutn Aust- fjarða er nú unnið að stik- un og er gert ráð fyrir að göngukort um þær slóðir komi út á næsta ári. Á göngukortinu sem út er komið hjá Ferðafélagi Fjarðamanna, auk stikuðu Ieiðanna sem merktar eru rauðar, er vísað á ýmsar forn ar þjóðleiðir og stuttar skemmtilegar leiðir frá þjóð- vegi. Þá er á kortinu íjöldi ör- nefna auk þess sem fornir kirkju- staðir eru merktir svo og forn- býli. Kortagerðina annaðist Ás- geir Heiðar Ásgeirsson landfræð- ingur. Ferðafélag Fjarðamanna er Morgunblaðið/Ágúst FERÐAFÉLAGSMENN á Sveinstaðaeyri í Hellisfirði. með margvíslega starfsemi auk kortagerðar og leiðarmerkinga t.d. stendur félagið fyrir lengri gönguferðum svo sem sex daga göngu um Gerðissvæðið. Þá eru hinar svokölluðu kvöldgöngur mjög vinsælar en í þeim eru þátttakendur á bilinu 20 til 60 á öllum aldri. Sumarið 1998 kom félagið upp hreinlætisaðstöðu í Vöðla- vík og stefnir á að reisa þar svefnskála. Félagið gefur út fréttabréf tvisvar á ári auk þess að vera komið með vef- síðu á Netinu þar sem eru margvíslegar upplýsingar, svo sem myndir af svæðinu og stuttar lýsingar á gönguferðum. Slóðin er símnet.is/ffau. Formaður Ferðafélags Fjarðamanna er fna Gísladóttir, Neskaupstað. Blómleg starfsemi Ferðafélags Fjarða- manna Gróðursetur eitt tré fyrir hvern ferðamann Keflavík - „Þegar ég hef verið á ferð um Reykjanesskagann með ferðamenn hefur það snortið mig að sjá alla auðnina. Þegar ég fór að fara með fólk í hvalaskoðun kvikn- aði þessi hugmynd hjá mér,“ sagði Helga Ingimundardóttir, leiðsögu- maður í Reykjanesbæ. Helga hét því í fyrri að gefa og gróðursetja eitt tré fyrir hvern ferðamann sem hún færi með í hvalaskoðun og ný- lega gróðursetti hún 3.400 tré við Rósarselsvötn á Miðnesheiði við Reykjanesbæ. Það voru ekki einu trén því að Olafur Oddson hjá Skógi'ækt ríkisins var svo hrifinn af þessu framtaki Helgu að hann ákvað að gefa eitt tré á næsta ári á móti hverju tré Helgu. Helga sagði að mikil aukning hefði verið í hvalaskoðun og væri hún nú með einn bát, Andreu, sem væri eingöngu notaður til ferð- anna. Hún sagði að Andrea tæki 55 ferðamenn í ferð og oft kæmi fyrir að farnar væru tvær ferðir á dag. Siglt er frá Keflavík út í Garðsjó og oftar en ekki hafa ferðamennimir heppnina með sér. Þar geta menn búist við að sjá flestar gerðir af hvölum og á sunnudaginn hittu þeir á Andreu og sáu langreið. Morgunblaðið/Björn Blöndal HELGA Ingimundardóttir, leiðsögumaður á hvalaskoðunarbátnum Andreu, var að fara í enn eina ferðina með ferðamenn sem voru komn ir til að sjá hvali. Með Eyjaferðum um Breiðafjörð Auka hrognin kynhvötina? „HROGNIN eru holl og góð,“ segir Ólafur Sig- hvatsson, vél- stjóri um borð í Hafrúnu, við hina sægarpana sem em á Suð- ureyjasiglingu um Breiðafjörð með Eyjaferð- um. Síðan býður hann þeim að bragða á hrogn- um úr ígulker- um, hörpudisk og ýmsu fleira gómsæti, beint úr sjónum. „Jap- anir hafa sagt mér að hrognin auki kynhvötina um 90%. Ekki hef ég nú sjálfur orðið var við það en þau bragðast vel. Það verður ekki af þeim skaf- ið.“ Ólafur hefur í 11 ár starfað fyrir Eyjaferðir en áður var hann skip- stjóri í 31 ár, gerði út frá Stykkis- hólmi. „Að sjálfsögðu," segir hann. Hjartað 600 kíló Eyjaferðir bjóða alls kyns sjó- ferðir yfir sumartímann. Frá Stykkishólmi eru m.a. í boði skemmtisiglingar þar sem sjávar- réttahlaðborð er innifalið. Hvala- skoðunarferðirnar eru flestar farn- ar frá Ólafsvík og segir Siggeir Pétursson skipstjóri að stórhvala- skoðunarferð taki 5-7 klukkustund- ir. „A ákveðnum tímum yfir sumar- ið er nánast öruggt að menn sjái steypireiði. Skepnan sú hefur hjarta sem vegur 600 kíló og sporð sem er álíka stór og fótboltamark." Markaður í Lónkoti FERÐAÞJÓNUSTAN Lónkoti í Skagafirði stendur fyrir þremur markaðsdögum í sumar og er um að ræða nýjung í starfsem- inni. Um er að ræða síðasta sunnudag í júní, júlí og ágúst. í fréttatilkynningu frá Lónkoti segir að markaðurinn verði í stærsta samkomutjaldi landsins. Handverksfólk og fleiri áhugasamir geta snúið sér til Ólafs Jónssonar í Lónkoti til að panta aðstöðu og fá frekari upp- lýsingar. Markaðurinn verður opinn fyrir almenning frá kl. 13- 18 og er stefnt að því að gera þetta að árvissum viðburði í sveitinni. Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir OLAFUR Sighvatsson vélstjóri dregur inn afiann. ásamt fleiri góðum tilboðum SAUTJÁN Laugavegi 91, sími 511 1720 Kringlunni, sími 568 9017 Frábær tilboð á Kringlukasti Verðdæmi: DIESEL gallabuxur áður 6.900 - nú 3.900 DIESEL buxur m/reimum áður 6.900 - nú 4.900 DIESEL peysur áður 4.900 - nú 2.900 KOOKAI hettupeysur áður 4.900 - nú 2.900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.